Morgunblaðið - 05.09.2011, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011
Atvinnuauglýsingar
Véla- og verkamenn
Fjarðargrjót ehf.
auglýsir eftir véla- og verkamönnum. Um er að
ræða verkefni á Íslandi og í Noregi. Reynsla af
vinnu við veitur og strenglangir er kostur. Mikil
vinna framundan.
Frekari upplýsingar gefur Júlíus,
julius@fjardargrjot.is
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Veitingastaðir
TILBOÐ - TILBOÐ- TILBOÐ
990 kr. heitir réttir í hádeginu með
gosi og 990 kr. kg af fiskrétti dagsins.
S: 5173131
Grandagarði 11
Humarhlaðborð
Humarhlaðborð öll kvöld - tilvalið
fyrir starfsmannahópinn þinn, aðeins
35 mín. frá Rvk.
Veitingastaðurinn Hafið Bláa -
Borðapantanir í síma 483 1000 - Sjá
www.hafidblaa.is
Húsgögn
Rýmingarsala á skrifstofu-
húsgögnum
Rýmingarsala á skrifstofuhúsgögnum
í útibúi Arion banka í Grafarvogi.
Skrifborð, hillur, stólar o.fl. Opið 7. og
8. sept. frá 12:30 til 18 báða dagana.
Uppl. í síma 856 1488.
Geymslur
Vetrargeymsla á ferðavögnum
og húsbílum
Vetrargeymsla á farartækjum og
eftirvögnum í upphituðu húsnæði í
Keflavík með sólarhrings öryggis- og
brunakerfisvakt. Uppl. 868 9087 og
husbilageymsla@gmail.com (einnig á
Facebook undir ,,Húsbílageymsla").
Sumarhús
ROTÞRÆR OG VATNSGEYMAR
Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir
- réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300
til 50.000 lítra. Lindarbrunnar.
Borgarplast.is
Mosfellsbæ, s. 561 2211.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
12v ljós - Frábært úrval!
Bjóðum mikið úrval af samtengjan-
legum 12v ljósum úr ryðfríu stáli,
hertu áli og plastefnum. Kíkið inn á
www.gosbrunnar.is og sjáið úrvalið!
Síminn er 695 4220.
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið
úrval. Frábær gæði og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Óska eftir
Kaupi gamla mynt og seðla
Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn.
Geri tilboð á staðnum. Gull- og silfur-
peningar. S. 825 1016, Sigurður.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Bókhald og reikningsskil
Ársreikningar, bókhald, laun,
ráðgjöf og stofnun félaga.
Reynsla, þekking, traust.
Viðskiptaþjónustan,
Dalvegi 16d, Kópavogi.
vth.is / arni@vth.is / s. 517 0100.
Við bjóðum alla bókhalds-
þjónustu.
Traust og gagnkvæmur trúnaður.
www/fsbokhald.is.
Fyrirtæki og samningar ehf,
Suðurlandsbarut 46,
108 Reykjavík. S. 5526688
Ýmislegt
MJÖG FLOTTIR
Teg. 3426 - Fylltur í BC skálum á
kr. 4.600,- fínlegar boxerbuxur í stíl á
kr. 1.995,-
Teg. 810857 - Fallegur í CD skálum á
kr. 4.600,- og buxur í stíl á kr. 1.995,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
laugardaga 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
- vertu vinur
Teg. Boogie, extra mjúkur.
Verð: 12.885,-
Teg. Woogie. extra mjúkur
Verð: 12.885,-
Teg. Woogie. extra mjúkur
Verð: 12.885,-
Teg. P 100. Verð: 12.885,-
Teg. Boston. Verð: 18.500,-
Teg. Nizza. Verð: 12.885,-
Teg. Rio. Verð: 12.885,-
Teg. S 100. Verð: 13.885,-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími: 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18,
opið laug. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Vélar & tæki
Rafsuðuvélar - rafsuðuhjálmar
Eigum úrval af rafsuðuvélum og
hjálmum á tilboðsverði allt árið,
einnig vatnsdælur, rafstöðvar o.fl.
Sendum um allt land.
Verkstæðið Holti,
www.holt1.is - s. 435 6662.
Bílar
Toyota Land Cruiser 120 GX
10/2007
Til sölu flottur díseljeppi, Ekinn 77
þús. km, filmur, vindhlífar, krókur,
reyklitað grill o.fl. o.fl. V. 6,5 m.
Skoða skipti. Uppl. í s. 777 4164.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '11.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Fellihýsi
Góð geymsla fyrir fellihýsi og
tjaldvagna
Upphitað og loftræst. Steinsteypt og
einangrað hús. 801 Selfoss.
Uppl. s. 897 1731.
Ferðavagnageymsla Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi,
hjólhýsi, báta og fleira í upphituðu
rými. Gott verð. S. 612-6130.
E-mail solbakki.311@gmail.com.
Húsviðhald
! " #$% ####
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - s. 551 6488.
Raðauglýsingar
árið 1982. Í ritinu eru upplýs-
ingar um alla þá sem lokið hafa
prófi í lyfjafræði og eða starfað
sem lyfjafræðingar á Íslandi frá
upphafi apóteka á Íslandi 1760.
Einnig birtu þær stöllur áhuga-
verðar greinar um fyrstu ís-
lensku lyfjafræðingana í Tíma-
riti um lyfjafræði.
Þegar kom að endurútgáfu
Lyfjafræðingatalsins 2002 var
hún aftur kölluð til verksins,
ásamt öðrum við fráfall Axels
Sigurðssonar, sem hafði þá haf-
ið endurútgáfu á talinu, en lést
áður en því verki var lokið.
Áslaug starfaði sem lyfja-
fræðingur í Reykjavíkur Apó-
teki og Lyfjabúð Breiðholts og
var einstaklega vel látin af sam-
starfsmönnum sínum, ekki síst
öllum nemunum í lyfjafræði sem
hún hafði umsjón með.
Hún var sæmd gullmerki
Lyfjafræðingafélags Íslands á
60 ára afmæli félagsins og á 75
ára afmæli félagsins var hún út-
nefnd heiðursfélagi Lyfjafræð-
ingafélagsins.
Áslaug naut lífsins til síðasta
dags í gamla húsinu sínu í
hjarta Reykjavíkur þar sem hún
hafði búið alla ævi. Það var eins
og að ganga inn í horfinn heim
að koma í heimsókn á Bjark-
argötuna, þar ríkti reglusemi,
ró og friður og virðing borin fyr-
ir því gamla.
Aðstandendum hennar send-
um við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Kristín Einarsdóttir.
Í minningu Áslaugar langar
mig að fara aftur til ársins 1986.
Þó að aldarfjórðungur sé liðinn
er mér í fersku minni að mikið
var um að vera hjá íslenskum
esperantistum: Tuttugu manna
hópur er að fara á alheimsþing
esperantista í Peking.
Við vorum í þrjár vikur í Kína
og fórum þó nokkuð víða og
upplifðum ýmislegt sem okkur
hafði aldrei dreymt um svo sem
dvöl við ströndina í Badahe og
ferðir þar um nágrennið. Við-
koma á þremur stöðum á Kína-
múrnum og dvöl í Guilin og
Hangzhou verður ljóslifandi í
minningunni, þegar ég fletti
myndaalbúminu mínu frá þess-
um tíma, staðirnir og ferða-
félagarnir, þetta tvennt verður
að ljúfri heild í minnisbankan-
um.
Áslaug var ákaflega ötul fé-
lagsmálamanneskja og aldrei
stóð á henni þegar einhvers
þurfti við í samtökum okkar, en
ferðalög voru hennar líf og yndi.
Gilti einu um hvort ferðast var
innanlands eða utan. Þannig er
jafngott að minnast heimsóknar
hennar í Hálsakot í Stafafells-
fjöllum og samverunnar á
esperantoþingi í Rotterdam árið
2008 þar sem við nutum sér-
stakalega vel leiksýningar og
fyrirlestrar um ævi snillingsins
Vincent van Gogh.
Skemmst er þó að minnast
ferðar okkar til Kaupmanna-
hafnar sem við fórum 23. júlí
síðastliðinn. Þar voru saman
komnir á þingi um 1.450 esper-
antistar frá 66 löndum og dag-
skráin þétt alla vikuna frá kl. 9
til kl. 22-23. Miðvikudagurinn
var þó frídagur sem við notuð-
um til að lalla Strikið og njóta
veðurblíðu og veitinga í Tívolí.
Sunnudagsnóttina 31. júlí
kvöddumst við við útidyrnar
heima hjá mér með einlægu
þakklæti fyrir samveruna og
ákváðum að hittast fljótt aftur.
Af því verður því miður ekki og
töluverðan tíma tekur sjálfsagt
að koma því inn í kollinn á sér
að svo verði að vera.
Hafi Áslaug innilega þökk
fyrir margar ánægjulegar sam-
verustundir.
Lovísa Óskarsdóttir.
Kveðja frá íslenskum
esperantistum
Íslenskir esperantistar
misstu dyggan félaga og góðan
vin við óvænt fráfall Áslaugar
Hafliðadóttur.
Áslaug starfaði í íslensku
esperanto-hreyfingunni í rúma
þrjá áratugi og var lengi í stjórn
Aúroro, esperanto-félags
Reykjavíkur, lengst af sem
gjaldkeri. Traustari mann til
þeirra starfa var ekki hægt að
fá.
Áslaug lagði mikið til starfa
hreyfingarinnar; bæði með óeig-
ingjarnri vinnu við fundastörf,
skipulagningu á samkomum og
ferðalögum, en ekki síður með
ljúfmennsku og léttri lund. –
Áslaug sótti einnig nokkur al-
þjóðaþing esperantista víða um
heim, síðast í Kaupmannahöfn í
júlí síðastliðnum ásamt fleiri ís-
lenskum esperantistum.
Íslenska esperantosamband-
ið og Aúroro senda ættingjum
Áslaugar innilegar samúðar-
kveðjur.
Kristján Eiríksson og
Steinþór Sigurðsson.
Áslaug Hafliðadóttir
Fleiri minningargreinar
um Áslaugu Hafliðadóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.