Morgunblaðið - 05.09.2011, Side 25

Morgunblaðið - 05.09.2011, Side 25
» Mikið fjör var í Íslensku óperunni þegar haust-dagskrá Skjás eins var kynnt. Háloftastemning lá í loftinu enda sáu flugfreyjur og flugmenn um að skenkja gestum fljótandi veitingar. Haustdagskrá Skjás eins kynnt Morgunblaðið/Eggert Ungar konur í heiðbláum flugfreyjubúningum sáu um að slökkva þorsta gestanna. Þorbjörg Marinósdóttir og Alfa Lára Guðmundsdóttir. Ágúst Kristmannsson og Sóley Kristjánsdóttir.Gestir fóru í gegnum skoðun. MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Zombíljóðin – frumsýnd á föstudag Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Um þessar mundir er það Adele, GusGus, Eminem ásamt því sem fer reglulega á fóninn; Billie Holliday, Fleetwood Mac, Neil Young, Erla Þorsteins, Tom Waits, Blondie, Dusty Springfield, Joni Mitchell, Stevie Wonder … ég get ekki hætt … Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Rumours með Fleetwood Mac er að mínu mati besta plata sem gerð hefur verið. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Fyrsta platan sem ég keypti held ég að hafi verið Á fullu, safnplata með snillingum eins og Huey Lewis and the News, Valli og Víkingarnir með „Úti alla nóttina“ og svo Egó – „Stórir strákar fá raflost“. Annars man ég mun betur þegar ég og vinkona mín fórum spes ferð í bæinn til að kaupa Sykurmolana – Life’s too good, ég fékk bleika, hún appelsínugula, keyptum þær í plötubúðinni í Austurstræti. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Mér þykir mjög vænt um Spilverk þjóðanna, brúna um- slagið. Svo þykir mér líka ótrúlega vænt um öll okkar gömlu og fallegu dægurlög, Erla Þorsteins, Helena Eyjólfs og Hallbjörg Bjarnadóttir eru þar í miklu uppáhaldi. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Hmm sjáum nú til, það gæti verið gaman að vera Beyoncé, samt svakaleg vinna að vera hún. Eða vera Adele svona ung og efnileg en best er held ég að vera Björk, hún er að gera hluti sem um verður skrifað í sögubókunum. Annars held ég að ég vilji helst vera áhorfandi og njóta þess að hlusta. Hvað syngur þú í sturtunni? Ég syng „wheen the moon hits the sky like a grreat a pizza pie dat’s aaamoree … dat’s amore“ (syngja bakradd- irnar). Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Á föstudagskvöldum er það „Strawberry letter 23“ með Brothers Johnson, Dreams með Fleetwood Mac, Best of Blondie, Reflections með Supremes, Marvin Gaye og Tammi Terrell, Mannakorn, Sálin og Hljómar svo eitthvað sé nefnt. En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? Svo á sunnudögum er það t.d. Django Reinhardt, Henry Mancini Amarcord eða Breakfast at Tiffanys, Radio days og Ólöf Arnalds sem ylja og gleðja. Í mínum eyrum Edda Björg Eyjólfsdóttir Þykir vænt um öll gömlu dægurlögin Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.