Morgunblaðið - 05.09.2011, Síða 27

Morgunblaðið - 05.09.2011, Síða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ég átti leið um London á dög- unum og greip því tækifærið og pikkaði upp nokkrar bækur sem eru illfáanlegar hér á landi. Ein sem hafði verið nokkuð ofarlega á óskalistanum var Renegade, sjálfs- ævisaga ólíkindatólsins og æringj- ans Marks E. Smith, sem hefur leitt bresku hljómsveitina The Fall í gegnum súrt og sætt allar götur síðan 1976 eða í 23 ár. Saga sveit- arinnar er ekkert venjuleg, en yfir fimmtíu manns hafa spilað með sveitinni og hljóðversplöturnar nálgast nú þriðja tuginn – og það hratt. Iðjusemi Mark E. Smith er ein af þessum gangandi goðsögnum og menn eins og Keith Richards og jafnvel Meg- as koma í hugann. Smith er kom- inn á sextugsaldurinn (fæddur 1957) en virðist hvergi ætla að slaka á, hvort heldur í innbyrðslu drykkja og eiturlyfja eða iðjusemi en plöturnar koma út stöðugt og sama má segja um tónleikahaldið. The Fall er ein af þessum ein- Enginn er eyland …  Í bókinni Renegade lýsir Mark E. Smith, leiðtogi The Fall, ævistarfi sínu  Smith fer mikinn í lýsingum sínum og eirir engum í brjálseminni Meistarinn og hinir The Fall, eins og hún er í dag. Mark E. Smith stendur lengst til hægri. Gæfulegt lið eða hitt þó. Hvað er með fótboltabullurnar? stöku sveitum sem hið svokallaða síðpönk gat af sér og á sér marga eitilharða fylgismenn, m.a. þann sem hér skrifar. Íslandstenging sveitarinnar er þá nokkur, en hún hélt tónleika hér árið 1983 sem urðu sögufrægir. Upptaka af tón- leikunum hefur komið út op- inberlega og sverja harðir Fall- aðdáendur og sárt við leggja að aldrei hafi sveitin verið í betra tónleikaformi en þá. Hún kom síð- an í heimsókn aftur seint á árinu 2004 og í aðdragandum tók greinarhöfundur Fall-skírn og hefur ekki verið samur síðan. Ég er sannfærður um að hér sé um að ræða eina merki- legustu hljómsveit sög- unnar. Orðspor Ég skil hins vegar ekki af hverju Mark E. Smith lét hafa sig út í þessa blessuðu bók. Ég klóra mér aðeins í kollinum yf- ir því. Hún er í raun bara fallin til þess að skaða orðspor þessa meistara (og mátti hann svosem ekki við því). Myndin sem Smith gefur af sér alla jafna er af sér- lunduðum snillingi sem hefur sitt í gegn, sama hvað. Það er eitthvað í manni sem gerir að verkum að maður lítur upp til svona manna, sem synda mót sjó, sama hvað. Þá er hann giska vel lesinn (nafn sveitarinnar er vísun í samnefnda sögu Camus) þannig að maður fór inn í bókina fullur trausts, að Smith myndi nú snara út glettinni og glúrinni bók líkt og hann gerir svo oft með tónlistinni. En það var aldeilis ekki. Það hræðilegasta var þegar orðinu „aumkunarvert“ skaut upp í kollinum á mér. Aldrei hélt ég að ég myndi hugsa á þann hátt til þessa meistara (já, ég ákvað að endurtaka orðið meistari til áhersluauka). Það er vissulega fróðlegt að lesa um það hvernig hann upplifir þetta allt saman en mesta hneyksl- ið er þó að bókin er draugarituð, sem þýðir að Smith röflaði í eitt- hvert upptökutækið (það sést á köflum) og svo var einhver Jón Jónsson úti í bæ sem skrifaði rausið upp. Merkilegt að stjórn- samur maður eins og Smith láti hafa sig út í slíkt. Fleiri bækur er hægt að nálg- ast um The Fall. Ein heitir t.d. Hip Priest og ku nokkuð góð, önnur heitir einfaldlega The Fall og eitt- hvað hafði Smith víst um hana að segja. Svo er það bókin The Fallen, þar sem haft er uppi á fjölda fólks sem dvaldi í sveitinni í lengri eða skemmri tíma. Hvar eru Fall-limirnir? FLEIRI BÆKUR Ein lofaðasta plata ársins er frum- raun Bretans James Blake, sam- nefnd honum. Þar tókst honum að taka hið svofellda „dubstep“ í hlust- endavænni áttir, án þess þó að tapa listræna gildinu niður, og hefur hann uppskorið samkvæmt því, hylltur sem hetja í öllum helstu tón- listarbiblíunum. Blake hefur nú til- kynnt um stuttskífu sem koma mun út í október. Kallast hún Enough Thunder og er sex laga. Á meðal efnis eru fjögur ný lög, samvinna hans við Justin Vernon úr Bon Iver (lagið „Fall Creek Boys Choir“) og svo ábreiða á lag Joni Mitchell, „A Case Of You“ sem er að finna á meistaraverki hennar Blue. James Blake með stuttskífu í haust Reffilegur James Blake er óstöðv- andi og gefur út nýtt efni í haust. Ry gamli Cooder slær ekki slöku við en fyrir stuttu kom út platan Pull Up Some Dust and Sit Down. Fyrir þremur árum síðan lauk Coo- der metnaðarfullum þríleik með plötunni I, Flathead (2008) en þar á undan höfðu komið plöturnar Cha- vez Ravine (2005)) og My Name Is Buddy (2007). Á þeim rannsakaði hann æsku sína í Kaliforníu og sögufræga staði sem henni tengd- ust. Á plötunni nýju er Cooder hins vegar í mótmælagír, fer í klæði Woody Guthrie og Phil Ochs og lemur á kýlum samfélagsins með hispurslausum söngvum um banka- starfsmenn, Írak og fleira það sem er að angra Ameríku og aðra. Ry Cooder gefur út nýja plötu Reiður Ry Cooder lætur allt gossa á nýjustu plötunni sinni. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR A.K. - DV FRÁ LEIKSTJÓRA SUPER SIZE ME 5% 30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14 THE CHANGE-UP KL. 6 - 8 - 10 14 SPY KIDS 4 4D KL. 6 L T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT 30 MINUTES OR LESS LÚXUS KL. 4 - 6 - 8 - 10 14 30 MINUTES OR LESS KL. 6 - 8 - 10 14 Á ANNAN VEG KL. 8 10 THE CHANGE-UP KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 SPY KIDS 4 4D KL. 3.30 - 5.50 - 8 L COWBOYS AND ALIENS KL. 10 14 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 L FRIENDS WITH BENEFITS KL. 10.10 12 Á ANNAN VEG KL. 6 - 8 - 10 10 30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14 THE CHANGE-UP KL. 8 - 10.30 14 GREATEST MOVIE EVER SOLD KL. 5.50 L SPY KIDS 4D KL. 5.50 L CONAN THE BARBARIAN KL. 10.20 16 ONE DAY KL. 5.30 - 8 L Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN FRÁBÆR ÍSLENSK GAMANMYND LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE DEVILS DOUBLE Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE CHANGE-UP Sýnd kl. 8 - 10:20 SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 6 CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20 STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 HÖRKU SPENNUMYND HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR HEFURÐU EINHVERN TÍMANN VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR? FRÁ LEIKSTJÓRA WEDDING CRASHERS OG HANDRITSHÖFUNDUM THE HANGOVER Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD! BYGGÐ Á SANNRI SÖGU! ÞRÆLMÖGNUÐ MYND UM SON SADDAM HUSSEIN -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Hvar í strumpanum erum við ? Sýnd í 3D með íslensku tali Vinsælasta myndin á Íslandi í dag!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.