Morgunblaðið - 05.09.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 05.09.2011, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 VIÐTAL Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Danski leikstjórinn Lone Scherfig verður heið- ursgestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 22. september. Hún hlýtur Heiðursverðlaun RIFF fyrir fram- úrskarandi listræna sýn. Verðlaun þessi verða veitt í nafni Vigdísar Finnbogadóttur og mun afhending þeirra verða árlegur viðburður á RIFF héðan í frá. Verðlaunin eru ætluð konum sem hafa náð langt í kvikmyndageiranum. Hún hefur leikstýrt frægum bíómyndum einsog Ítalska fyrir byrjendur, An Education og núna síðast One day, sem fór í dreifingu núna í sumar í 1700 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma. Hún útskrifaðist úr danska kvikmyndaskól- anum í Kaupmannahöfn og var búin að gera sína fyrstu bíómynd, Kaj́s födselsdag aðeins 25 ára gömul en hún er núna 52 ára. Hún varð síð- an hluti af Dogma95 hreyfingunni sem gaf út stefnuskrá árið 1995 um hvernig ætti að gera bíómyndir. Yfirlýsingin gekk út á að gera skyldi bíómyndir á vídeó og með ýmiskonar takmörk- unum sem gengu aðallega út á lítinn íburð og handhelda vídeóvél. Fyrstu myndir hreyfing- arinnar urðu gríðarlega vinsælar en það voru verk einsog Festen eftir Thomas Vinterberg og Idioterne eftir Lars Von Trier. Mynd Scherfig var fimmta danska dogma-myndin og sló líka í gegn. Dogma-myndirnar voru flestar tragedíur en myndin hennar var rómantísk kómedía. Hún fjallar um þrjár konur og þrjá karlmenn, öll einhleyp og lifa í einhverskonar ófullnægju en skrá sig öll af mismunandi ástæðum í nám í ítölsku í dönsku þorpi. Þetta námskeið í ítölsku dregur þau úr sínum einangruðu kimum og í þennan bekk. En þegar kennarinn tekur uppá því að deyja úr hjartaáfalli að þá ákveða nem- endurnir að halda áfram að hittast og fara á endanum saman í frí til Ítalíu. Aðspurð hvernig tækifærið til að gera þessa bíómynd hafi komið til segist Lone Scherfig hafa verið að vinna hjá fyrirtækinu hans Peter Aalbæk í einhvern tíma og hann ákveðið að gefa henni tækifæri. „Fyrirtækið hans, Zentropa, var með Lars Von Trier og alla þessa dogm- bylgju á sínum herðum,“ segir Scherfig. „Þeir bara létu mig fá peninga og sögðu mér að gera dogma-mynd. Þetta var alveg ótrúlegt. Ég þurfti ekki einu sinni að skila inn handriti og danski sjóðurinn styrkti verkefnið meira að segja án þess að hafa fengið að sjá handrit. Þetta var æðislegur tími og magnað að þetta gekk upp, því myndin náði einhverri mestu sölu í sögu danskra kvikmynda. En þetta er ekki hægt lengur, enda ekki sanngjarnt. Það fær ekkert verkefni styrk frá sjóðnum nema með því að fara í gegnum strangt ferli með hand- ritið. En þetta skipti verulegu máli fyrir mig, því myndin fékk mikla athygli allstaðar að úr heiminum og ég ferðaðist með henni til svo ólíkra staða sem Taívan, Himalajafjallanna, Rússlands, Los Angeles og jafnvel til Íslands.“ Óvæntur árangur Dogma Aðspurð hvort hana eða þá sem tóku þátt í dogma hreyfingunni hafi grunað að hún yrði svona áhrifamikil segir hún að engum hafi dott- ið það í hug. „Margir vinir mínir sem voru í dogma-hreyfingunni töluðu um að þeir vildu einmitt ekki gera svona myndir, því dogma- myndirnar eru vanalega ekki eins „cinematísk- ar“ og venjulegar myndir. En árangurinn var svo mikill, bæði á meðal áhorfenda og á hátíð- um. Þetta var voðalega gaman,“ segir hún. Síðar átti eftir að koma í ljós að hún hafði fengið „lánað“ efnið í handritið að Ítalska fyrir byrjendur úr skáldsögunni Evening Class eftir írsku skáldkonuna Maeve Binchy en lögfræð- ingar skáldkonunnar sömdu við fyrirtækið Zentropa um að fá greiðslur af tekjunum svo að ekki varð úr dómsmál. Aðspurð hvort hún telji að þetta hafi haft einhver áhrif á hana eða fer- ilinn segir hún ekki telja svo. „Þetta varð aldrei neitt dramatískt, það langaði engan í dómsmál og þetta var bara settlað,“ segir hún. Myndin hennar An Education vakti síðan gríðarlega athygli og var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna og svo er nýjasta myndin hennar stærsta verkefnið sem hún hefur stýrt fram að þessu. Scherfig telur að Ítalska fyrir byrjendur hafi verið gerð fyrir eina milljón doll- ara en One Day fyrir 100 milljónir dollara. „Jú, þetta er orðið allt önnur deild,“ segir Scherfig. „Það eru líka allt aðrar væntingar og umfangið allt annað. Áður en One Day kom út var búið að tryggja henni meiri dreifingu en dogm- myndinni minni. Ég held að One Day sé í rúm- um 1700 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, í 450 kvikmyndahúsum í Bretlandi og svo fram- vegis,“ segir hún. Kvikmyndagerðin á skrítnum stað Aðspurð hvort hún sé sammála þeirri fullyrð- ingu að dönsk kvikmyndagerð hafi dalað und- anfarin ár, segist hún ekki vera viss um það. „Það er meiri margbreytni í danskri kvik- myndagerð í dag. Mikið af nýjum leikstjórum að koma upp og mér finnst margt af því gott sem þeir eru að gera. Myndunum gengur að vísu ekki jafn vel í bíóhúsum og áður en ég held að það muni breytast. Það er mjög erfitt að gera bíómynd núna allstaðar í heiminum og ég hef fundið fyrir því á ferðalögum mínum að við njótum mikilla forréttinda í Danmörku með það hvað það er hægt að framleiða mikið af mynd- um í svona litlu landi. Allstaðar í heiminum er algjört verðfall á réttinum í sjónvarp og dvd- réttinum. Við erum á skrítnum stað í kvik- myndagerð sem stendur og það er erfitt að segja til um hvert þetta er að þróast,“ segir hún. Spurð hverjir séu hennar helstu kostir sem leikstjóra, umlar hún hugsi í langan tíma en segist svo ekki geta svarað því. En þegar spurningin er umorðuð og hún spurð hverjir hún telji að séu mikilvægustu kostir leikstjóra yfirhöfuð segir hún án hiks: frumleiki. „Og að geta tjáð sig með þeim hætti á tjaldinu að það eigi bara heima þar, á filmunni, það er líklegast það sem ég dái hvað mest. Þessvegna hef ég líka svo mikið álit á Degi Kára sem leikstjóra, hann er með svo sterka og sérstæða rödd sem er aðeins hans,“ segir hún. Spurð hvort hún þekki einhverja aðra ís- lenska leikstjóra, segist hún þekkja Valdísi Óskarsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, „og hann þarna sem gerði 101 Reykjavík. Það er reyndar áhugavert með íslensku leikstjórana að menning ykkar er svo sterk að þótt ykkur sem eruð í þessu finnist þeir vera mjög ólíkir þá er margt mjög líkt með þeim fyrir okkur sem sjáum þá og myndir þeirra sem útlendingar. Það eru svo mörg sameiginleg gildi hjá ykkur, smá melankólía og alltaf einhver húmor.“ Aðspurð í hvaða heimsálfu hún muni taka næst segir hún að það fari eftir því hvar besta handritið sé, hún muni elta það hvert á land sem er. „Það er svo erfitt að komast yfir góð handrit, sérstaklega þegar maður er ungur leikstjóri, en það aukast möguleikarnir þegar maður er orðinn eldri og reyndari. En fram að þessu hefur maður þurft að vera að róta í rusla- körfum annara leikstjóra, aldrei fengið handrit nema einhver leikstjóri væri þegar búinn að hafna því. En blessunarlega hafa góð handrit sloppið framhjá sumum leikstjórum fram að þessu,“ segir hún og hlær. Dagur Eftir frábæran árangur bíómynda hennar Ítalska fyrir byrjendur og An Education fékk Lone Scherfig tækifæri til að leikstýra breskri bíómynd með stórfé til ráðstöfunar, One Day. Rótað í ruslakörfum eftir handriti  „Þeir bara létu mig fá pening og sögðu mér að gera bíómynd,“ segir hinn þekkti leikstjóri Lone Scherfig  Scherfig fær heiðursverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur á RIFF í lok september Peningar Ítalska fyrir byrjendur kostaði 1 milljón dollara en One Day yfir 100 milljónir dollara. Ljósmynd/Giles Keyte

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.