Morgunblaðið - 06.09.2011, Page 12

Morgunblaðið - 06.09.2011, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Skoðanir innan stjórnmálaflokkanna um fyrirhuguð kaup Huang Nabo á Grímsstöðum á Fjöllum eru skiptar. Almennt eru stjórnmálamenn sam- mála um að það þurfi að fara varlega en setja misjafnlega mikla fyrirvara. „Það er bæði sjálfsagt og nauðsyn- legt að greiða fyrir erlendri fjárfest- ingu á Íslandi. Vilji menn reisa hótel og fara í ferðaþjónustu ber að fagna því. En er það sjálfsagt og eðlilegt að menn geti keypt stórar jarðir og jafn- vel hundruð ferkílómetra lands? Það finnst mér ekki,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, á Facebook-síðu sinni á sunnu- daginn. Bjarni sagði ennfremur að eitt af því sem horfa yrði til væri hvort ís- lenskir ríkisborgarar nytu sömu rétt- inda í heimaríki viðkomandi. Ástæðulaus ótti til þessa „Ef þetta mál er eins og því er lýst, það er felur í sér yfir 20 milljarða króna fjárfestingu í ferðaþjónustu, þá auðvitað hljómar það vel,“ segir Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins. Hann segir að margir hafi óttast að erlendir ríkisborgarar myndu kaupa mikið af jörðum hér í gegn- um EES-samninginn en af því hafi þó ekki orðið í þeim mæli sem óttast hafi verið. Ef það væri að breytast væri það hins vegar áhyggjuefni. „Það væri auðvitað ekki æskilegt að er- lendir ríkisborgarar eignuðust stóran hluta landsins og náttúruauðlindir,“ segir Sigmundur og bætir við að rétt sé að nota þetta mál til þess að fara yf- ir það með hvaða hætti eigi að halda á málum sem þessu til framtíðar. Undanþága óforsvaranleg Í umræðum á Alþingi í gær sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, að óforsvaranlegt væri að veita Huang undanþágu til þess að kaupa Grímsstaði. Þá meðal annars vegna þess að endurskoðun á löggjöf landsins um vatnsréttindi hefði ekki farið fram. Lagði Guðfríður áherslu á að mikilvægt væri að styrkja með öllum ráðum þjóðareign á auðlindum. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Stöð 2 fyrir helgi að Íslendingar þyrftu að fara varlega þegar kæmi að erlendum fjárfestum en það væri eftir sem áður mikilvægt að bjóða slíka að- ila velkomna til landsins. Þá sagði hann mikilvægt að meta fjárfestingar erlendra aðila á efnislegum og sann- gjörnum forsendum.  Fulltrúar stjórnmálaflokkanna eru almennt sammála um að fara þurfi varlega vegna jarðakaupa erlendra ríkisborgara en hafa mismiklar áhyggjur af þeim „Hún er bara til málefnalegrar umfjöllunar í ráðuneytinu. Þar verður málið skoðað eins og önnur erindi sem okkur berast. Þetta er auðvitað mjög stórt mál og umdeilt og við viljum fara vel yfir stöðuna. En staðreyndin er nátt- úrulega sú sem má ekki gleyma að það er bann í lögum við sölu af þessu tagi. Það er grundvallarreglan en það er hins vegar heimilt að sækja um undanþágu. En þetta er grund- vallarreglan. Síðan bara skoðum við það í ljósi und- anþágubeiðninnar, sem borist hefur, hvaða málefnaleg rök þarf að íhuga og þau eru mörg,“ segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um stöðuna á undanþágubeiðni kínverska fjárfestisins Huangs Nubo vegna kaupa á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Ekki liggi fyrir hvenær beiðnin kunni að verða afgreidd. Leggur áherslu á að bann sé grundvallarreglan ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA nálum og sinna annarri heilsuvernd. Þór segir að það hafi verið löngu ljóst að HIV-faraldur myndi koma upp meðal sprautu- fíkla á Íslandi ef ekki yrði gripið inní. „Við fór- um of seint af stað. Það er of seint að bregðast við þeim sem nú þegar hafa smitast en því meiri ástæða til að efla forvarnir. Þessi smit verða ekkert einskorðuð við sprautufíkla, þetta mun dreifa sér út fyrir þann hóp.“ Aðstaða og einnota sprautur Þór segir skaðaminnkun ganga út á fleira en sprautu- og náladreifingu. „Víða erlendis er komið húsnæði þar sem fólk getur komið og sprautað sig. Við vinnum jafnt og þétt að því að hér verði opnuð slík miðstöð þar sem fólk getur leitað allan sólarhringinn til þess að sprauta sig. Það er nauðsynlegt að fara út til þeirra og með þeirri nálgun til að ná til þeirra. Einnota sprautur er önnur lausn, þeim er dreift víða í nágrannalöndunum. Þegar búið er að sprauta sig skreppur nálin inn í sprautu- búnaðinn svo það er ekki hægt að nota hann aft- ur og ekki er hægt að skaða sig á sprautunni ef henni er hent á víðavangi. Þetta er dýrara en skilar árangri.“ Reyna að fækka HIV-smitum  Hvert nýtt HIV-tilfelli kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir  Sprauti sig í sérstakri miðstöð  Dæmigerð lyfjameðferð kostar 2-3 milljónir árlega  HIV-faraldur meðal sprautufíkla á Íslandi Morgunblaðið/Ómar Heilsuhýsið Sjálfboðaliðar Rauða krossins bjóða upp á hreinar sprautur og nálar í gamla sjúkrabílnum Frú Ragnheiði fjórum sinnum í viku. BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Það er mjög erfitt að segja til um hvort þetta sé toppurinn. Nú áætlar SÁÁ að það séu að minnsta kosti þrjú hundruð sprautufíklar virkir á Íslandi. Ef allt fer á versta veg eru mjög margir eftir ennþá sem eru ekki smitaðir. Það er til mikils að vinna að hindra það að smit breiðist út innan þessa hóps,“ segir Magnús Gottfreðsson, sér- fræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Eins og komið hefur fram er nú faraldur HIV- smits á meðal sprautufíkla hér á landi. Sautján einstaklingar hafa verið greindir með HIV-smit á þessu ári og þar af eru fíkniefnaneytendur þrett- án talsins. Tíu fíklar greindust með HIV-smit í fyrra. Útbreiðsluhraði HIV-smits í hópi fíkla er mun meiri en innan annarra hópa. Sérstaklega vegna þess að fólk samnýtir sprautur og nálar. Kynmök algengasta smitleiðin „Við getum kannski aldrei algjörlega upprætt svona vandamál en við verðum að reyna að lág- marka skaðann og útbreiðsluna. Það beinist ann- ars vegar að því að takmarka útbreiðsluna innan hóps fíkla og svo útbreiðsluna með kynmökum. En kynmök eru algengasta smitleið HIV á heims- vísu. Ef HIV-veiran fer að berast út með þeim hætti erum við ekki í góðri stöðu því tíðni kyn- sjúkdóma er há á Íslandi og íslensk ungmenni byrja að stunda kynlíf snemma. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV- veirunnar þarf að auka fræðslu um gagnsemi smokka og gera þá aðgengilegri, bæta þarf að- gengi fíkla að ókeypis sprautum og nálum og að- gengi þeirra að félags- og heilbrigðisþjónustu. Auka þarf árvekni lækna og hvetja þá til að taka oftar HIV-próf hjá skjólstæðingum sínum, sporna gegn ofnotkun og misnotkun örvandi lyfja, aðallega metýlfenídats og draga úr smit- hættu með lyfjameðferð. Rannsóknir sýna að með því að meðhöndla fólk snemma er hægt að draga úr smithættu. Við höfum ekki efni á öðru en að reyna að bregðast við þessu því hvert nýtt tilfelli getur kostað svo mikið tilfinningalega og peningalega,“ segir Magnús. Hvert nýtt HIV-tilfelli er kostnaðarsamt fyrir heilbrigðiskerfið, kostar um eina milljón evra, eða nálægt 160 milljónum króna. „Lyfjakostnaðurinn er nokkuð hár. Ævilíkur fólks með HIV-smit, sem fær góða meðferð, eru nánast orðnar sam- bærilegar ævilíkum ósmitaðra á sama aldri. Þetta þýðir að kostnaðurinn er verulegur. Dæmigerð lyfjameðferð kostar á bilinu 2-3 milljónir á ári en lyfjakostnaður getur orðið mun hærri. Við þetta bætist ýmis kostnaður vegna rannsókna og ann- arar þjónustu sem þessir einstaklingar þurfa á að halda.“ Heilsuhýsið dreifir sprautum Fyrir tveimur árum fór Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands af stað með verkefnið Heilsuhýsið. Markmiðið með því er að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa. Að sögn Þórs Gíslasonar, verkefnisstjóra Heilsuhýsisins, eru um 90-95% af komunum til þeirra vegna sprautu- búnaðar til fíkniefnaneyslu. „Við fáum að jafnaði um 100 heimsóknir á mán- uði, til okkar í bílinn og til samstarfsaðila okkar tveggja, Konukots og Hjálpræðishersins, sem dreifa nálum og sprautum sem við útvegum þeim,“ segir Þór. Heilsuhýsið hefur gamlan sjúkrabíl, að nafni Frú Ragnheiður, til afnota og er hann á viss- um stöðum í bænum fjórum sinnum í viku til að dreifa og taka á móti sprautum og Bjarni Benediktsson Árni Páll Árnason Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Stigi hægt til jarðar á Fjöllum „Það mætti segja að það séu um 400 manns að sprauta sig plús eða mínus hundrað. Það veit það náttúrulega enginn en við erum örugglega bestir til að giska á það. Svo til viðbótar eru líklega 200 sem eru að fikta við að sprauta sig. Allt í allt eru þetta í kringum 500-700 manns,“ segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. „Við fengum 220 sprautufíkla inn í meðferð í fyrra. Það hefur fækk- að aðeins í heildarhóp sprautufíkla, sérstaklega meðal þeirra sem eru allra yngstir. En hópurinn sem er að sprauta sig reglulega heldur sér nokkuð og hann er að eldast.“ Sprautufíklar SÁÁ Fram kom í ummælum formanns alþjóðasamtakanna Læknar án landamæra í frétt í blaðinu í gær að mjög erfitt væri að liðsinna svelt- andi Sómölum í landinu sjálfu vegna átakanna milli stríðandi fylk- inga. Þórir Guðmundsson, yfirmaður alþjóðasviðs hjá Rauða krossi Ís- lands, segir það rétt að hjálp- arstarfið sé miklum erfiðleikum bundið. En það hlutleysisorð sem fari af Alþjóða rauða krossinum og Rauða hálfmánanum, deild samtak- anna í löndum múslíma, hafi reynst mikilvægt. „Alþjóða rauði krossinn er núna einu stóru alþjóðahjálparsamtökin sem geta dreift matvælum alls stað- ar í Sómalíu, þ. á m. á svæði skæru- liða í Suður-Sómalíu þar sem ástandið er verst,“ segir Þórir. kjon- @mbl.is Reuters Aðstoð Mat dreift í Sómalíu. Dreifa matvælum um alla Sómalíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.