Morgunblaðið - 06.09.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011
Hundurinn „Sir Henry“, sem er af pug-kyni, situr hér
með eigendum sínum, sem klæddust bæverskum þjóð-
búningum, á samkomu í München í gær þegar um
fjörutíu hundar af pug-kyni og eigendur þeirra gerðu
sér glaðan dag. Pug-hundakynið er upprunnið í Asíu;
hundarnir eru breiðleitir með hringaða rófu.
Reuters
Hefðarhundur af göfugu kyni
Óttast er að 750.000 manns deyi úr
hungri í Sómalíu á næstu fjórum
mánuðum, að sögn embættismanna
Sameinuðu þjóðanna í gær. Lýst
hefur verið yfir hungursneyð í alls
sex héruðum í landinu.
„Tugir þúsunda manna hafa þegar
dáið, þar af helmingurinn börn,“
segir í yfirlýsingu embættismanna
sem hafa metið ástandið í Sómalíu.
„Alls þurfa fjórar milljónir manna
neyðaraðstoð í Sómalíu og hætta er
á að 750.000 manns deyi á næstu
fjórum mánuðum.“
Lýst var yfir hungursneyð í sjötta
héraðinu í gær, en áður hafði m.a.
verið lýst yfir neyðarástandi í höfuð-
borginni Mogadishu. Ástandið er
verst í sunnanverðu landinu á svæð-
um sem eru á valdi samtaka ísl-
amista sem hafa hindrað hjálpar-
starf. Lýst er yfir hungursneyð
þegar dag hvern deyja minnst tveir
úr hungri á hverja 10.000 íbúa.
Óttast að
750.000
svelti í hel
Hungursneyðin
versnar í Sómalíu
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
David Cameron, forsætisráðherra
Breta, sagði í gær að óháð nefnd ætti
að rannsaka ásakanir um að breska
leyniþjónustan MI6 hefði tekið þátt í
því að ræna meintum hryðjuverka-
mönnum og flytja þá til Líbíu þar
sem þeir hefðu verið pyntaðir.
Fulltrúar mannréttindasamtak-
anna Human Rights Watch í Trípólí
hafa fundið skjöl sem sögð eru sýna
að MI6 og bandaríska leyniþjónust-
an CIA hafi haft náið samstarf við
líbísku leyniþjónustuna á árunum
2002-2004, rænt meintum hryðju-
verkamönnum og flutt þá á laun til
Líbíu. Hermt er að breska leyniþjón-
ustan hafi einnig veitt einræðis-
stjórn Muammars Gaddafis upplýs-
ingar um andstæðinga hans.
„Pyntaður reglulega“
Á meðal fanganna sem voru fluttir
til Líbíu er Abdul Hakim Belhaj,
sem var þá leiðtogi hreyfingar líb-
ískra íslamista en er nú foringi vopn-
aðra sveita uppreisnarmanna í Trí-
pólí. The Guardian hefur eftir Belhaj
að hann íhugi málshöfðun á hendur
Bretum vegna málsins.
Í einu skjalanna segir háttsettur
embættismaður bresku leyniþjón-
ustunnar að upplýsingar frá henni
hafi leitt til handtöku Belhajs í Taí-
landi í mars 2004. The Guardian seg-
ir að Belhaj hafi verið færður til út-
sendara CIA sem flutti hann á laun
til Trípólí þar sem hann var hneppt-
ur í fangelsi. „Mér var ekki leyft að
fara í bað í þrjú ár og ég sá ekki sól-
ina í eitt ár,“ hefur The Guardian eft-
ir Belhaj. „Þeir hengdu mig upp á
vegg og héldu mér í einangrunar-
klefa. Ég var pyntaður reglulega.“
Peter Bouckaert, fulltrúi Human
Rights Watch, segir að leyniþjón-
ustumenn CIA hafi ekki aðeins flutt
fangana til Líbíu. „Þeir sendu líka
spurningar, sem þeir vildu að líbíska
leyniþjónustan spyrði, og í skjölun-
um kemur skýrt fram að þeir voru
viðstaddir sumar yfirheyrslurnar.“
Bendlaðar við kúgun Gaddafis
Skjöl sögð sýna náið samstarf MI6 og CIA við leyniþjónustu Gaddafis í Líbíu
Grunsamleg tengsl
» Þúsundir bréfa frá banda-
rískum og breskum leyniþjón-
ustumönnum fundust í bygg-
ingu í Trípólí. Þar mun hafa
verið skrifstofa Moussa
Koussa, sem var lengi yfir-
maður leyniþjónustu Líbíu.
» Koussa flúði til Bretlands og
síðar Katar eftir að uppreisnin
í Líbíu hófst. Mannréttinda-
samtök hafa sakað hann um
aðild að grimmdarverkum.
Líklegt þykir að
Helle Thorning-
Schmidt, for-
maður Jafnaðar-
mannaflokksins,
verði næsti for-
sætisráðherra
Danmerkur þótt
útlit sé fyrir að
flokkurinn fái
minnsta kjör-
fylgi sitt í rúm
100 ár. Ný skoðanakönnun bendir
til þess að vinstriflokkarnir fái
meirihluta á danska þinginu í
kosningunum 15. september og
Jafnaðarmannaflokkurinn fái
24,8% atkvæðanna. Verði þetta
niðurstaðan í kosningunum verð-
ur það minnsta kjörfylgi flokksins
frá fyrsta áratug aldarinnar sem
leið.
Í síðustu kosningum fékk Jafn-
aðarmannaflokkurinn 25,5% at-
kvæðanna sem er minnsta kjör-
fylgi hans í nútímasögunni, að
sögn danska blaðsins Politiken.
Þess má geta að Íhaldsflokk-
urinn var aðeins með 16% kjör-
fylgi þegar Poul Schlüter, þáver-
andi formaður hans, hélt embætti
forsætisráðherra árið 1990. Ven-
stre var með enn minna fylgi, eða
12,3%, þegar þáverandi formaður
hans, Poul Hartling, varð for-
sætisráðherra árið 1973.
Gæti sigrað með
minnsta fylgi jafn-
aðarmanna í 100 ár
Helle Thorning-
Schmidt
Lögreglan í borginni Tsjeropovets í
norðvestanverðu Rússlandi hefur
bannað íbúum hennar að fara út á
svalir eða standa við glugga á með-
an Vladímír Pútín forsætisráðherra
er í borginni. „Hátt settur
embættismaður er að koma,“ sagði
í tilkynningu frá lögreglunni. „Þess
vegna er bannað að fara út á svalir
eða vera nálægt gluggum, sem og
að nota myndavélar.“
Pútín fór til Tsjeropovets í gær
til að sitja fund stjórnarflokksins
Sameinaðs Rússlands. Mikill
öryggisviðbúnaður er í kringum
Pútín hvert sem hann fer og al-
gengt er að götum sé lokað í
Moskvu þegar forsætisráð-
herranum er ekið um þær.
Bannað að fara út á
svalir vegna Pútíns
Jafnaðarmenn (SPD) og Græningjar sigruðu í þingkosningum í Mecklen-
burg-Vorpommern á sunnudag og Græningjar eru nú í fyrsta skipti með
sæti í þingum allra þýsku sambandslandanna. Kristilegir demókratar
(CDU) biðu ósigur og hafa þar með tapað fylgi í fimm kosningum af sex í ár.
Frjálslyndir demókratar (FDP) fengu aðeins 2,7% fylgi og ekkert þingsæti.
ÞINGKOSNINGAR Í
MECKLENBURG-VORPOMMERN
Kjörfylgi í prósentum Skipting þingsæta
Breyting í prósentustigum frá kosningum árið 2006
Alls
71 sæti
Heimild: Landeswahlleiter
Baden-Württemberg
27. mars
Berlín 18. sept.
Saxland-Anhalt
20. mars
Bremen 22. maí
Rheinland-Pfalz
27. mars
Hamborg 20. febr.
Mecklenburg-
Vorpommern
Á sunnudaginn var
Kosningar í sambandslöndum í ár
* PDS og WASG sameinuðust árið 2007
36,8 %
’11’06
5%
23,8 %
17,2 %
5,5 %
3,2 %
8,4%
-5.0+6.6 +0.4 -1.8-6.4 +5.0
NPDCDUSPD Linke* FDP Græningjar
SPD
29
(+6)
CDU
18
(-4)
Linke*
13
(±0)
NPD
4
(-2)
Græn.
7
(+7)
Áætlað (ARD)
Jafnaðarmenn sigruðu PIPAR
\T
BW
A
•
SÍ
A
•
11
22
15
THE TWO 9/11S
THEIR HISTORICAL SIGNIFICANCE
Dr. Noam Chomsky er bandarískur málvísindamaður, rithöfundur og
samfélagsrýnir. Hann er heiðursgestur Hugvísindasviðs Háskóla Íslands
og flytur erindi í röð öndvegisfyrirlesara á aldarafmæli skólans.
Fyrirlesturinn fer fram í stóra sal Háskólabíós föstudaginn 9. september
kl. 15.00 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Allir velkomnir
Vakin er athygli á fyrirlestri
dr. Noams Chomsky, prófessors emeritus
í málvísindum við Massachusetts
Institute of Technology (MIT).