Morgunblaðið - 06.09.2011, Side 16

Morgunblaðið - 06.09.2011, Side 16
Þiggja bætur frekar en láglaunastörfin BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is L angflest lausra starfa á lista vinnumiðlunar Vinnumálastofnunar eru störf fyrir ófaglærða, eða um 40%, og víða gengur erfiðlega að ráða í þessi störf þrátt fyrir ríflega 6% atvinnuleysi. Í gær voru 287 laus störf í 141 auglýs- ingu hjá Vinnumálastofnun en í lok júlí sl. voru störfin tæplega 300. Þar af 116 fyrir ófaglærða. Nánari skipting þessara starfa eftir stéttum sést hér til hliðar. Á starfatorgi.is, þar sem hið op- inbera auglýsir eftir starfskröftum, eru um 85% allra auglýsinga vegna starfa sem krefjast einhverrar sér- þekkingar og/eða menntunar en eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær eru 75 auglýsingar þar inni um mun fleiri störf. Álíka margar auglýsingar eru einnig birtar á vef Reykjavík- urborgar, stærsta vinnustaðar lands- ins, en þar eru þetta aðallega umönn- unarstörf í skólum, á frístundaheimilum og hjúkrunarheim- ilum. Erfiðlega hefur gengið að fá sér- fræðimenntað fólk til starfa í sumum greinum, eins og lækna, en einnig hef- ur hjúkrunarheimilum mörgum hverj- um gengið illa að ráða til sín hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða. Þetta staðfesta bæði Pétur Magnússon, for- stjóri Hrafnistu, og Ingibjörg Ólafs- dóttir, forstöðumaður Droplaug- arstaða. Pétur segir að eftir bankahrunið hafi gengið betur að ráða í störf sem ekki krefjast fagmennt- unar og Ingibjörg vonast til að geta ráðið í þau fimm stöðugildi sem upp á vantar á næstu vikum. Fyrstu vikur í september séu alltaf erfiðastar, þegar skólafólkið er hætt og fastir starfs- menn enn í orlofi, sumir hverjir. Ingi- björg segir það þó ganga betur núna að fá námsmenn í hlutastörfin. Launin ekki langt frá bótum Atvinnurekendur furða sig á því af hverju gengur treglega að ráða í sum störf á tímum atvinnuleysis. Fyr- ir þessu geta verið fjölmargar ástæð- ur, allt eftir því um hvaða starf eða starfsgrein er að ræða, en í mörgum tilvikum eru það laun og vinnutími sem virðast ekki freista fólks. Þeir sem hafa verið lengi á atvinnuleys- isskrá, og eru með allt að 250 þúsund krónur á mánuði í bætur, hugsa sig um tvisvar áður en farið er út á vinnu- markaðinn fyrir störf sem gefa ekki mikið hærri tekjur af sér. Svört vinna hefur sömuleiðis færst í vöxt sem að nokkru leyti má skýra með hækkandi álögum hins opinbera. Mikið áhyggjuefni Meðal þeirra vinnustaða sem jafnan hefur gengið illa að fá fólk til starfa eru frístundaheimilin í Reykja- vík. Að sögn Evu Einarsdóttur, for- manns íþrótta- og tómstundaráðs, á enn eftir að ráða í um 40 stöður en fyrst og fremst er um 50% stöður að ræða. Þetta hefur þau áhrif að enn eru um 350 börn á biðlista eftir plássi á frí- stundaheimili í og við grunnskóla borgarinnar. Eva vonast til að úr ræt- ist á næstu tveimur vikum en því mið- ur sjái margir sér ekki hag í að taka þessi störf, ekki síst þegar um hluta- starf er að ræða. Mikilvægara sé hins vegar fyrir fólk að fá reynslu og störf inn á starfsferilsskrána en að hafa ver- ið á atvinnuleysisbótum. Eva hefur góða reynslu af því að starfa með atvinnulausum ungmenn- um og hún segir það mikið áhyggju- efni að upp er að koma önnur og jafn- vel þriðja kynslóð fólks sem hefur ekki kynnst öðru en atvinnuleysi innan sinnar fjölskyldu og að hafa viðurværi sitt af bótum. „Auðvitað vonaðist maður til þess að þetta myndi ekki gerast á Íslandi en það virðist því miður vera raunin í dag,“ segir Eva. Hvaða störf eru í boði? Laus störf eftir starfsstéttum í júlí 2011 samkvæmt vinnumiðlun Vinnumálastofnunar Ósérhæft starfsfólk Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk Tæknar Iðnaðarmenn og sérhæft iðnverkafólk Sérfræðingar Skrifstofufólk Stjórnendur véla og vélagæslufólk Stjórnendur Bændur og fiskimenn júlí 2011 júlí 2010 116 119 91 129 27 16 21 66 15 29 12 8 8 9 3 9 3 2 Heimild: Vinnumálastofnun 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Allýtarleglöggjöf erhér á landi um vernd náttúr- unnar og nauðsyn- legt tillit sem taka skuli til hennar áð- ur en ráðist er í framkvæmdir, ekki síst þær sem teljast um- fangsmiklar. Þar er til að mynda um að ræða vegafram- kvæmdir, virkjanir og stórar verksmiðjur. Eðlilegt er og sjálfsagt að vernd náttúrunnar sé höfð of- arlega í huga þegar fjallað er um slíkar framkvæmdir og eng- ar ákvarðanir um stórar fram- kvæmdir ætti að taka án þess að taka með í reikninginn áhrif- in á náttúruna. Í þessu efni sem öðrum er hins vegar hægt að ganga of langt og setja reglur sem bæta engu við náttúruverndarsjón- armiðin en hafa þann tilgang helstan að þvælast sem mest fyrir sem flestum fram- kvæmdum og draga þær á lang- inn í þeirri von að sem minnst verði framkvæmt. Þegar frum- vörp til laga um fullgildingu Ár- ósasamningsins og tengd mál sem nú eru til umræðu á Al- þingi eru skoðuð virðist því miður vera að vilji stjórnarliða sé að setja reglur sem hafi þann tilgang helstan að hægja á framkvæmdum. Nú er málum þannig háttað í þessu efni hér á landi að bæði þeir sem eiga lögvarinna hags- muna að gæta og félagasamtök sem sérstakan áhuga hafa á málefninu, geta kært það sem snýr að stórum framkvæmdum, svo sem matsskyldu þeirra. Með þessu er tryggt að öll sjón- armið komast að og í raun geng- ið mjög langt eins og dæmin sanna. Í þeim frumvörpum sem nú liggja fyrir þinginu er gert ráð fyrir að ekki aðeins hags- munaaðilar og félagasamtök geti kært ákvarðanir, heldur hver sem er. Og sá sem kærir þarf ekki einu sinni að vera ís- lenskur, heldur gera frum- vörpin ráð fyrir að erlendir að- ilar geti kært í þessum málum hér á landi. Þekkt er að þær úrskurðarnefndir sem fjalla um slík mál samkvæmt nú- gildandi lögum eiga mjög ann- ríkt og hafa alls ekki ráðið við að halda sig innan þeirra tíma- marka sem þeim eru sett. Með þeim lagabreytingum sem stjórnarliðar hafa viljað ná fram er veruleg hætta á að í umdeildum málum muni kærum fjölga og gætu þær jafnvel margfaldast. Eigi að fjalla mál- efnalega um hverja kæru fyrir sig, sem hlýtur að verða gerð krafa um, er ljóst að umtalsverð hætta væri á að mál gætu stöðv- ast í enn lengri tíma í kæruferl- inu en nú þekkist. Máls- meðferðartíminn gæti dregist um marga mánuði eða mörg ár frá því sem nú er með stórskaða fyrir efnahags- og atvinnulíf einstakra byggða eða landsins alls, án þess að niðurstaðan verði á endanum á nokkurn hátt vandaðri eða betri með tilliti til náttúruverndar. Vitað er að ýmsum þing- mönnum, ekki síst úr stjórn- arliðinu, væri ósárt um þó að unnt væri að hægja enn frekar á öllum framkvæmdum og helst að þær yrðu sem flestar að fullu stöðvaðar. Sú útfærsla sem er að finna á fullgildingu Ár- ósasamningsins í fyrirliggjandi frumvörpum stjórnarliða bend- ir til þess að slík sjónarmið hafi orðið ofan á í þeirra röðum og að misnota eigi samninginn til að ná fram þessu markmiði. Ríkisstjórnin hefur beitt ýms- um brögðum til að koma í veg fyrir framkvæmdir á þeim tíma sem hún hefur til þess haft, en sú aðferð að auka flækjurnar til framtíðar gæti orðið með þeim afdrifaríkari. Þó að viljann skorti ekki er nú útlit fyrir að stjórnarliðar telji sig verða að fallast á breytingartillögur og að skrefið verði ekki stigið til fulls að þessu sinni. Vafalítið er þó að þeir munu reyna aftur telji þeir færi gefast. Ætlunin var að út- lendingar fengju kærurétt vegna framkvæmda hér} Framkvæmdir í flækju Landsdóms-farsinn heldur áfram. Það vita all- ir að til hans var stofnað af pólitísk- um hvötum. Ógeð- fellt mjög var að fylgjast með atkvæðagreiðslunni á Alþingi og hvernig skein út úr andliti og orðum sumra þeirra sem at- kvæðu greiddu að þeir héldu sig vera að slá vinsældakeilur vegna þess andrúmslofts sem þá ríkti í þjóðfélaginu. Samfylk- ingin stóð þétt að undirbúningi málsins, en þegar fyrrverandi for- maður flokksins, Ingibjörg Sólrún, tók til varna og benti á tvískinnung flokkssystkina sinna og ljóst var að hún myndi þeim hvergi hlífa, runnu flest þeirra af hólmi. Nægjanlega margir voru þó taldir út svo ákæra mætti Geir Haarde. Fólkið í landinu sér í gegnum fyrstu pólitísku rétt- arhöld á Íslandi. Þau eru öllum sem að þeim koma til vansa. Því fyrr sem lands- dómsfarsanum lýkur því betra} Pólitísk réttarhöld E ins og þeir vita sem þekkja þann sem þetta skrifar er hann grjót- harður nagli, svona eins konar Liam Neeson okkar Íslendinga. Á yfirborðinu. Fyrir innan stál- brynjuna er hann á hinn bóginn mjúkur eins og smjörvinn sem gleymdist á eldhúsborðinu í gærmorgun. Þessi harðskeytti kóni, sem rembist við að hylja tilfinningar sínar allan sólarhringinn (fara ekki að gráta á morgunfundum og þegar hann sér andamömmu labba með ungana sína yfir götuna) varð þess vegna fyrir miklu áfalli, þeg- ar hann felldi tár á dögunum, við brúðkaup tveggja einstaklinga sem fundið höfðu ástina og hamingjuna í faðmi hvor annars. Þessir tveir einstaklingar voru konur. Þær höfðu fundið hvor aðra. Þær voru innilega ást- fangnir sálufélagar, sem kosið höfðu að standa við bakið hvor á annarri um alla framtíð. Það var dásamlegt að sjá fjölskyldur kvennanna tveggja fylkja liði með þeim og styðja þær í þessari ákvörðun. Væntumþykjan var svo áþreifanleg og gleðin svo innileg. Að mínu mati er algjörlega óskiljanlegt að einhver geti sett sig á móti því að tveir karlmenn, eða tvær konur, eyði ævinni saman. Mér finnst það vera forsjárhyggja af hæstu gráðu. Ég skil þetta ekki. Allir hafa sínar hneigðir. Mörgum finnst það sem er frá- brugðið þeirra eigin tilhneigingum vera ógeðslegt. Þeir hafa rétt til þess. Gagnkynhneigðum karlmönnum þarf ekki að þykja hommakynlíf geðslegt. En það veitir þeim engan rétt til þess að dæma þá sem það kjósa. Hvað þá að banna þeim það. Rétt- urinn til að hommast og rétturinn til þess að finnast það ógeðslegt eru þannig í raun sama fyrirbærið. Grundvallaratriðið er að hver og einn fái að hegða sér eins og hann vill í svefn- herberginu og leita hamingjunnar á þann máta sem hann sjálfur kýs. Það kemur honum ein- um við og skaðar ekki nokkurn mann. Ég held að við Íslendingar séum komnir ansi langt á veg í baráttunni fyrir umburð- arlyndi, þegar kemur að málefnum samkyn- hneigðra. Vonandi kemur sá tími er við hætt- um að horfa á ytri einkenni fólks; hvort sem um er að ræða kyn, þjóðerni, litaraft, efnahag eða kynhneigð, og einblínum á einstaklinginn sjálfan, sem hefur sömu réttindi og við og sama frelsi og við, til allra þeirra athafna sem hann kýs og ekki skaða annað fólk. Umburðarlyndi er skynsamleg stefna, vegna þess að við erum flest í einhverjum minnihlutahóp. Við viljum sjálf fá að haga lífinu eins og okkur finnst best, án þess að aðrir skipti sér af vali okkar. Þá er best að sýna öðrum sömu virðingu og afskiptaleysi. Siðferði er nefnilega afstætt, að svo miklu leyti sem um er að ræða athafnir sem ekki skaða annað fólk. Sá, sem ekki skaðar aðra með athöfnum sínum, hefur fullan rétt til þeirra athafna. Aðrir eiga ekkert með að setja sig á þann háa hest að skipta sér af slíkum gjörðum. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Neeson brynnir músum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 11.423 voru atvinnulausir í júlí sl. 287 störf í boði samkvæmt lista Vinnu- málastofnunar í gær. 67 auglýsingar hjá Reykjavíkurborg um mun fleiri störf á lausu 254 þús. kr. á mánuði er hámark tekju- tengdra atvinnuleysisbóta 255 þús. kr. á mánuði voru meðallaun verkafólks hér á landi í fyrra ‹ ATVINNULEYSIÐ › »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.