Morgunblaðið - 06.09.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.09.2011, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Rétt meðferð Öllu skiptir að ganga vel frá matvælum. Þessi kónguló veit hvernig á að haga sér með bráðina og engu máli skiptir þó einn fótinn vanti, því hinir sjö ljúka verkinu óaðfinnanlega. Kristinn Í nýrri stefnu Íslands um norðurslóðir, sem Al- þingi samþykkti sam- hljóða að tillögu minni á sl. vetri var sérstök áhersla lögð á Grænland sem samstarfsríki á norðurslóðum. Í græn- lensku stefnunni, sem birt var fyrir nokkrum vikum, er Íslandi lýst sem einu af fjórum mik- ilvægustu samstarfsþjóðum Grænlend- inga í málefnum norðurslóða. Hin eru Bandaríkin, Kanada og Noregur. Milli þessara tveggja vinaþjóða ríkir því mik- ill og gagnkvæmur vilji til að efla sam- starf sitt um verndun og nýtingu norð- urslóða. Í þessu felast mikil tækifæri fyrir Ísland og Grænland, og miklir gagnkvæmir hagsmunir liggja í því að efla samstarf þjóðanna á öllum sviðum. Opinber heimsókn Kuupik Kleist, for- sætisráðherra Grænlands, sem nú stendur yfir, er því af beggja hálfu hluti af opinberri stefnu þjóðanna um nánara samstarf. Verndun og nýting norðursins Bæði ríkin áforma vinnslu olíu og gass innan heimskautsbaugs. Drög eru þegar lögð að olíuborunum fyrir Aust- ur-Grænlandi þar sem bandarískar rannsóknarstofnanir telja verulegar ol- íubirgðir undir hafsbotni. Íslendingar munu síðar á þessu ári opna tilboð í rannsóknarboranir á Drekasvæðinu, og stefna jafnframt að því að verða mik- ilvæg þjónustumiðstöð jafnt fyrir norð- ursiglingar framtíðarinnar sem nýtingu auðlinda í norðurhöfum. Bæði ríkin leggja áherslu á að efla samvinnu við Norðmenn, sem eru leiðandi á sviði rannsókna á norðurslóðum, og hafa ný- lega áréttað áform sín um olíuvinnslu á Jan Mayen-svæðinu. Í norðrinu eru því tækifæri til vaxtar í framtíðinni vissulega fyrir hendi. Hins vegar er afar brýnt að nálgast þau með varúð og rasa ekki um ráð fram. Stóró- höpp á sviði olíuvinnslu eða flutninga á olíu og öðrum varningi með risaskipum gætu haft geigvænlegar afleiðingar fyr- ir norðurskautsríki eins og Ísland og Grænland. Fyrsta formlega stefnumót- un Íslands um norð- urslóðir, sem núverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir fyrr á árinu, tekur sterkt mið af þessum veruleika. Þar er sérstök áhersla lögð á að efla alþjóðlegt samstarf til að koma í veg fyrir og verjast afleið- ingum óhappa sem í framtíðinni kunna að tengjast nýtingu á norð- urslóðum. Þar geta Grænland og Ísland gegnt veigamiklu hlut- verki. Bæði ríkin hafa ein- sett sér að eiga sem ríkast samstarf um skynsamlega og varúðarfulla nálgun gagnvart auðlindum á norðurslóðum. Árangursrík samvinna Núverandi ríkisstjórn hefur lagt mikla áherslu á að efla og þétta sam- skiptin við Grænland á öllum sviðum. Ferðalög og fundir okkar fjár- málaráðherra með Grænlendingum síðustu tvö ár hafa þjónað þeim til- gangi. Samvinna þjóðanna er báðum til hagsbóta. Íslendingar hafa veitt Græn- lendingum mikilvæga þjónustu á margvíslegum sviðum heilbrigðismála, m.a. er samningur um bráðaþjónustu milli landanna og um reglulegar lækn- isheimsóknir. Samstarfið innan heil- brigðisgeirans er nú í góðum vexti. Grænland hefur á hinn bóginn veitt Ís- lendingum kærkomin tækifæri á sviði mannvirkjagerðar, ekki síst í byggingu virkjana, sem hefur verið okkur vel- komin búbót á tímum erfiðleika. Miklir og gagnkvæmir hagsmunir eru líka á sviði samgangna. Með stór- auknum umsvifum á Grænlandi hafa flugsamgöngur aukist verulega. Flug- félag Íslands flýgur nú reglulega allt árið um kring til Nuuk, og yfir ferða- mannatímann til alls fimm staða á Grænlandi. Air Greenland hefur einnig flogið tvisvar í viku til Íslands, og á nú hlut í norðlenska flugfélaginu Nor- dland Air, sem sinnir margvíslegri flugþjónustu til Grænlands. Í skoðun er jafnframt að taka upp vöruflutninga frá Íslandi til byggðarlaga á Austur- Grænlandi sem erfitt er að þjónusta frá vesturströnd Grænlands. Íslendingar hafa líka verið Græn- lendingum liðsauki í baráttu gegn við- leitni Evrópusambandsins til að tak- marka innflutningi handverks úr selskinni enda selveiðar ævaforn partur af menningu Grænlendinga. Ný tækifæri Íslendingar hafa áhuga á að taka upp samstarf við Grænland á tveimur nýj- um sviðum sem tengjast nýtingu auð- linda á norðurslóðum. Vinnsla olíu og gass út af norðurhluta Austur- Græn- lands er á næstu grösum. Hún kallar á mikla og margvíslega þjónustu- starfsemi. Á austurströndinni eru byggðir hins vegar strjálar og örfá- mennar, og engar svo norðarlega. Heppilegustu þjónustuhafnirnar eru því á Íslandi. Samvinna við Grænlend- inga um íslenska þjónustu við olíuvinnslusvæðin við Austur-Grænland yrði báðum þjóðum til mikilla hagsbóta. Ég hef sömuleiðis rætt við græn- lenska ráðamenn hugmyndir sem ég hef kynnt hér heima í ræðu og riti á síð- ustu árum um annan orkutengdan möguleika, sem gæti skapað Grænlend- ingum mikil verðmæti. Á austurströnd- inni fellur mikið jökulvatn sjávar, og fyrirsjáanlegt að svo verði næstu þús- und árin. Mikil tækifæri liggja í því að nýta íslenska verktækni og reynslu til að beisla orku einhverra þeirra til raf- orkuframleiðslu. Langskynsamlegast væri að flytja þá orku um sæstreng til Íslands og þaðan áfram til Evrópu, þar sem endurnýjanleg orka er mjög eft- irsótt, og hækkar stöðugt í verði. Í þessu gætu falist í framtíðinni fyrir Grænlendinga mikil verðmæti sem yrðu þeim lyftistöng í sjálfstæðisbarátt- unni. Einn angi af þessari orkusamvinnu gæti falist í afleggjara til Færeyja, sem Evrópustrengurinn lægi hvort sem er framhjá. Þannig gæti samvinna Íslands og Grænlands séð Færeyjum fyrir allri þeirri endurnýjanlegu orku sem þeir þurfa á að halda. Samvinna á orkusviði gæti því orðið nýr burðarás í samstarfi Grænlands, Íslands og Færeyja í fram- tíðinni. Eftir Össur Skarphéðinsson » Samvinna á orkusviði gæti því orðið nýr burðarás í samstarfi Grænlands, Íslands og Færeyja í framtíðinni. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Norðurslóðir, Ísland og Grænland Árósasamning- urinn er umhverf- issamningur. Í ágúst 2010 áttu 44 ríki að- ild að honum. Samn- ingurinn tengir á nokkurn hátt saman umhverfismál og mannréttindi – að sérhver kynslóð eigi rétt á að lifa í um- hverfi sem sé full- nægjandi fyrir heilsu og velferð hennar. Settar eru skyldur á ríkin sem standa að samningnum og er þau rétt- indi sem ríkin eiga að tryggja al- menningi þríþætt og mynda þrjár stoðir samningsins. Fyrsta stoðin mælir fyrir um skyldur ríkja til að tryggja að al- menningur hafi aðgang að upp- lýsingum um umhverfismál. Önn- ur stoðin skyldar ríkin til að tryggja almenningi rétt til þátt- töku í undirbúningi að ákvörð- unum sem snerta umhverfið. Þriðja stoðin snýr að skyldu ríkja til að tryggja almenningi réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið. Ákvæði samningsins fela í sér lágmarks- reglur. Þau eru almenns eðlis og gefa aðildarríkjunum talsvert svigrúm við innleiðingu þeirra. Hafa aðildarríki samningsins far- ið mislangt við að innleiða ein- stök ákvæði samningsins, sér í lagi það ákvæði er snýr að kæru- aðild. Nú liggur fyrir Alþingi frum- varp sem lýtur að því að virkja almenna málsaðild (actio popul- aris) í umhverfismálum – sem opnar á heimild einstaklinga og umhverfisverndarsamtaka hvað- anæva úr heiminum til að kæra ákvarðanir sem snúa að ákveðnum atriðum í umhverf- ismálum. Fá dæmi eða ekkert er um að aðildarríki Árósasamn- ingsins hafi opnað fyrir slíka að- ild allra að stjórnsýslukærum vegna fullgildingar samningsins og hefur ekkert Norðurlandanna farið þá leið. Fulltrúar umhverfisráðuneyt- isins gátu ekki bent á neitt ríki sem gengi jafnlangt og lagt er til í frum- varpi þessu. Vara ég eindregið við þessari leið sem ríkisstjórnin er að fara. Auðvelt er að sjá í hendi sér er- lenda aðila gera kæ- ruáhlaup á veik- burða íslenska stjórnsýslu til þess eins að tefja upp- byggingu og fram- kvæmdir á Íslandi. Hví leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að opna kæruaðild í íslenskum um- hverfisrétti fyrir heimsbyggðinni allri – er ekki um heiftarlegt inn- grip í innanlandshagsmuni hjá fullvalda þjóð? Hví á Ísland eitt þjóða að opna á þetta ákvæði? Oft á tíðum hef ég á tilfinning- unni að ríkisstjórnin horfi ekki til afleiðinga þeirrar lagasetn- ingar sem hún stendur fyrir. Var þetta nú nauðsynlegt í uppbygg- ingu landsins að hleypa erlend- um aðilum að kærunefnd um- hverfis- og auðlindamála og á seinni stigum dómstólum lands- ins án þess að vera aðilar máls. Líklega heitir þetta á kratísku að vera umburðar- og frjálslyndur fyrir öðrum þjóðum í stað þess að standa vörð um hagsmuni eig- in þjóðar. Árósasamningur- inn og ríkisstjórnin Eftir Vigdísi Hauksdóttur Vigdís Hauksdóttir » Vara ég eindregið við þessari leið sem ríkisstjórnin er að fara. Auðvelt er að sjá í hendi sér erlenda aðila gera kæruáhlaup á veikburða íslenska stjórnsýslu til þess eins að tefja uppbyggingu og framkvæmdir á Ís- landi. Höfundur er lögfræðingur og þing- maður Framsóknarflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.