Morgunblaðið - 06.09.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 06.09.2011, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 ✝ Guðrún EbbaJörundsdóttir fæddist 6. október 1914 á Sæbóli á Ingjaldssandi og var alin þar upp. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 27. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Jörundur Ebenesarson, f. 1.12. 1862 í Furufirði á Strönd- um, d. 13.8. 1936 og Sigríður Árnadóttir, f. 13.8. 1874 að Læk í Aðalvík, d. 18.2. 1963. Guðrún Ebba var næstyngst af systkinum sínum sem voru í aldursröð, Guð- jón, Ebeneser, Ingibjörg, Rakel Katrín (dó ung), Rakel Katrín Jóna, Gísli, Sigurjón Árni, Gra- tíana Sigríður, Ágúst Guð- mundur, Jóhann Guðbjartur, Sigtryggur, Hjalti, Gunnar og Sigurður Páll. Þau eru öll látin. Bjarndísar Júlíusdóttur eru þrjú, barnabörn sjö, barnabarnabarn eitt. Guðmundur Friðrik , f. 3.2.1942, kvæntur Barböru Sig- urðsson, börn þeirra tvö, barna- börn tvö. Synir hans og Margrétar Halldórsdóttur eru tveir, barna- börn sex. Óskar Sigurðsson , f. 8. 4. 1943, kvæntur Guðrúnu Magn- úsdóttur d. 28.9. 2010. Dætur þeirra tvær, barnabörn sex. Stjúp- börn tvö, barnabörn sex, fyrir átti hann einn son , barnabörn þrjú. Jón, f. 25.11. 1944, kvæntur Jó- hönnu Hannesdóttur. Börn þeirra þrjú, barnabörn sjö, barna- barnabörn þrjú. Ingibjörg Þórdís, f. 1. 4. 1947, gift Guðbirni Bald- vinssyni. Börn þeirra þrjú, barna- börn tíu. Sigríður, f. 28.2. 1950, d. 9.5. 1990. Synir tveir, barnabörn þrjú. Jens, f. 5.11. 1955, kvæntur Auði Fr. Halldórsdóttur. Börn þeirra fimm, barnabörn þrjú. Guðrún Ebba og Sigurður Kristján bjuggu á Ísafirði til 1952 en þá fluttu þau á Akranes og síð- an til Reykjavíkur sama ár. Þau fluttu í Kópavoginn 1966. Útför Guðrúnar Ebbu verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 6. september 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Eiginmaður Guð- rúnar var Sigurður Kristján Guðmunds- son frá Fossum í Skutulsfirði, bíl- stjóri og ökukenn- ari, f. 30.8. 1915, d. 1.2. 1974. Foreldrar hans voru Guð- mundur Jón- atansson, f. 6.9. 1888, d. 4.10. 1955 og Daðey Guð- mundsdóttir, f. 30.8. 1896, d. 17.7. 1988. Afkomendur þeirra eru 84, þar af 82 á lífi. Börn Guðrúnar Ebbu og Sig- urðar Kristjáns eru: Guðmundur Bjarni , f. 23.7. 1934, d. 1936. Sig- urður Jörundur, f. 1.7. 1935, sam- býliskona Hrefna Erna Jóns- dóttir. Synir hans og Hjördísar Björnsdóttur, d. 2009, eru tveir, barnabörn sex og barna- barnabörn þrjú. Gunnar Krist- ján, f. 16.6. 1937, börn hans og Elsku mamma, það er ekki hægt að segja í stuttu máli frá þinni ævi þessi 96 ár sem þú lifðir þar sem engan skugga bar á góð- mennsku þína og reisn. Ég vil samt skrifa nokkrar línur fyrir hönd okkar systkinanna og maka. Við erum svo heppin að hafa þó átt þig svona lengi. Þú markaðir þín spor mjög sterkt því allir sem þú hefur umgengist muna eftir þér sem duglegri, góðri, ákveðinni, skipulagðri konu sem hélt fjöl- skyldu sinni og heimili með sóma frá upphafi til enda í öll þessi ár. Þú misstir maka þinn og við pabba okkar fyrir mörgum árum og hélst utan um okkur allan þennan tíma. Þú skildir okkur allt- af og hjálpaðir án þess að dæma gerðir hvers og eins. Það sýndi sig líka þegar þú varst komin inn á Landspítalann og síðan á Hjúkr- unarheimilið Skógarbæ hvað öll- um þótti vænt um þig. Það leið varla sú stund að það væri ekki einhver hjá þér og starfsfólkið hafði orð á því. Hlaðbrekkan var alltaf eins og samkomustaður, þangað var gott að koma og spjalla og oftast var einhver hjá þér. Það var gott að koma til þín og bara sitja í eldhús- inu. Ég sakna þín óskaplega mikið en gleðst yfir því að þrautir þínar síðustu vikur séu yfirstaðnar. Það er fátt erfiðara en að horfa upp á ástvini sína finna til og geta ekkert gert. Við erum stór fjölskylda og eru afkomendur ykkar pabba yfir 80 í dag en lífið var ekki alltaf dans á rósum. Elsti drengurinn lést úr kíghósta á öðru árinu og Sigga dó um fertugt úr krabbameini. Svo kom að því að þú þurftir hjálp og ég held að þú hafir verið ánægð með okkur öll. Ég man hvað þú varst glöð þegar ég var að blása hárið og gera þig fína. Ég gæti bætt ýmsu öðru við en við látum þetta nægja. Elsku mamma. Ég kveð þig með þessu gull- korni: Allir skipta máli í samspili lífsins. Það er sama hvort þú leikur á fiðlu, flautu, selló eða trommur, allir leika í sömu hljómsveitinni. Fyrir hönd systkina og maka, Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir. Nú er tengdamamma fallin frá. Konan sem hefði átt að fá fálkaorð- una mörgum sinnum. Ég er rík að hafa átt svona góða tengdamóður sem alltaf var til staðar. Það var ótrúlegt að koma inn í litla eldhús- ið til hennar og áður en nokkur vissi af þá var hún búin að baka pönnukökur og hafa til þvílíkt kaffiborð. Gerði þetta allt ein- hvernveginn svo hægt og hljótt. Hún átti alltaf erfitt með að þiggja, vildi alltaf gefa. Einu sinni var hún að nudda fætur sína og ég sá að hún var bólgin og með æðahnúta. Ég spurði hvort ég ætti ekki að panta tíma hjá lækni fyrir hana. Hún hélt nú ekki, það tæki því ekki þar sem hún væri komin á grafarbakkann. Hún lifði í 35 ár eftir þetta og fór næstum aldrei til læknis, hvað þá á spítala fyrr en núna í sumar. Eftir að við Jenni fluttum á Hvolsvöll var hún hjá okkur á jól- um og áramótum og yfir hluta sumarsins. Það er ómetanleg minning fyrir okkur og börnin okkar. Hún hafði alltaf áhyggjur af því að hún væri til svo lítils gagns en það var öðru nær. Hún svona lagfærði alltaf eitthvað í kringum sig. Stuttu eftir eina sumardvöl hennar var heimilið farið að færast úr skorðum og þá sagði önnur dótt- ir okkar: „Æ,æ, við hefðum ekki átt að skila ömmu.“ Við fórum saman í ferðalög og eru utanlandsferðirnar minnis- stæðastar. Við fórum t.d. öll saman til Krítar með strákunum hennar Siggu, okkar börnum og elsta barnabarni hennar. Við vorum 17 á ferð og fyrst var hún efins um að fara en sagði svo: „Pantaðu bara miðann, það skiptir ekki máli með peninginn hvort sem ég lifi eður ei.“ Ferðin var frábær og dýrmætt fyrir okkur öll að hafa hana með. Til gamans má geta þess að þarna var hún með elsta og yngsta barna- barni sínu með 46 ára aldursmuni. Við Jenni sögðum oft okkar á milli að hún væri „hressust af bræðrunum“. Við komum þar síð- asta sumar þar sem þrír bræðr- anna voru að saga niður tré og eitt- hvað fleira í garðinum. Þeir komu inn hver af öðrum þreyttir og skakkir og þá sagði hún: „ Sjáið gömlu mennina, þeir fara alveg með sig á þessu.“ Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri en er í mínu hjarta þakklát fyrir að hafa átt þessa tengda- mömmu sem var óaðfinnanleg amma og langamma fyrir börnin mín og strákana hennar Siggu alla tíð. Ég veit að henni líður vel núna í faðmi ástvina sinna sem farnir eru úr þessu jarðlífi. Guð blessi minn- ingu hennar. Auður Fr. Halldórsdóttir. Við söknum ömmu og langömmu mikið en vitum að Guð vildi fá hana til sín. Hún var alltaf svo blíð og vildi alltaf vera að gefa okkur eitt- hvað. Við erum heppin að eiga svona góða minningu um hana. Arnór Bjarki og Jens muna kannski ekki eftir henni en við ætl- um alltaf að segja þeim frá henni og sýna þeim myndir. Amma/ langamma fór oft með þessa bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Kær kveðja, Auður Ebba, Patrekur Arnar, Daníel Aron, Brynjar Bjarmi, Sigríður Björg og Emilía Rós. Elsku amma okkar í Hlað- brekku, mikið söknum við þín. Heimurinn verður ekki samur án þín en þú varst tilbúin að kveðja okkur og halda aftur á stað til heimahaganna og er það huggun harmi gegn. Ást og hlýja umlukti hana ömmu okkar öllum stundum og því alltaf jafn gaman að koma í Hlaðbrekkuna. Þaðan fór enginn hungraður, ætíð voru kræsingar á boðstólnum og allir með fullann maga af góðgæti þegar haldið var heim á leið. Pönnukökurnar standa þó upp úr hjá öllum sem hafa smakkað og þá sér í lagi með púð- ursykri. Hádegissteikin á sunnudögum er einnig eftirminnileg fyrir marga, þá var oftast lambakjöt með brún- uðum kartöflum og öllu tilheyrandi. Amma átti alltaf góð ráð þegar ungir hugar veltu fyrir sér lífinu og tilverunni, það var gott að tala við ömmu um allt milli himins og jarð- ar yfir kaffibolla eða góðu spili. Sum okkar hafa komist í kynni við góða sófann eftir erfiðan skóla- eða vinnudag og allir sammála um að það sé einn besti staður fyrir dag- drauma og orkusöfnun. Takk, elsku amma okkar í Hlaðbrekku, fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, við eigum eftir að sakna þín alveg óheyrilega mikið, en það er bæði huggun og gleði í því að vita af þér þar sem þú fylgist með okkur ásamt afa Sigga og dóttur ykkar, Siggu. Þín barnabörn, Haukur Örn Dýrfjörð, Þor- steinn Emilsson, Halldór Geir Jensson, Sigurður Kristján Jensson, Rúnar Smári Jens- son, Kristín Anna Jensdóttir. Guðrún Ebba Jörundsdóttir ✝ Jóna MaríaGestsdóttir fæddist í Reykjavík, 11. júlí 1933. Hún lést á bráðamóttöku Landspítalans 24. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Gestur Guð- mundsson, kaup- maður í versluninni Svalbarða í Reykja- vík, fæddur í Arn- ardal í Eyrar- hreppi, N-Ísafjarðarsýslu, 28. september 1901, d. 26. apríl 1974 og Guðrún Einarsdóttir, fædd á Arngeirsstöðum Fljótshlíð- arhreppi, 21. apríl 1904, d. 23. desember 1984. Alsystkini átti Jóna María engin en samfeðra: Jón Ásgeir Gestsson, f. í Arn- ardal við Skutulsfjörð, 6. mars 1920, d. 20. febrúar 2001. Eig- 2) Eyjólfur Valgarðsson, bygg- ingartæknifræðingur, f. 28. ágúst 1957, eiginkona: Kristín Þóra Garðarsdóttir, f. 31. maí 1957. Sonur þeirra 2.a: Garðar Eyjólfs- son, f. 4. nóvember 1981, maki: Eva Dögg Kristjánsdóttir, f. 21. maí 1984, dóttir þeirra er Saga Garðarsdóttir, f. 25. júní 2009. Jóna María lauk námi frá Kvennaskólanum á Ísafirði vorið 1952. Hún ólst upp í Reykjavík, á Laugaveginum fyrstu árin en síð- ar á Framnesvegi 44 eða allt þar til hún hóf búskap. Fyrstu hjú- skaparárin bjó hún á Skúlaskeið- inu í Hafnarfirði en síðar á Fram- nesvegi 44 og Vesturvallagötu 12. Síðustu árin bjó Jóna María á Kaplaskjólsvegi 29. Lengst af ævi stundaði Jóna María versl- unarstörf, fyrst hjá föður sínum en síðar í verslunum þeirra hjóna. Seinustu starfsárin sín vann Jóna María sem ganga- vörður og skúringakona í Haga- skólanum í Reykjavík. Jarðarför Jónu Maríu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 6. september 2011, og hefst athöfn- in kl. 15. inmaður hennar var Valgarður Ólafsson Breiðfjörð, kaup- maður og síðast húsvörður í Haga- skóla, f. 9. febrúar 1933, d. 7. febrúar 2007. Börn þeirra eru: 1) Gestur Val- garðsson, verkfræð- ingur, f. 2. febrúar 1955, sambýliskona hans er Hrefna Snorradóttir, f. 22. júní 1966. Fyrrverandi eiginkona Gests er Rannveig María Þor- steinsdóttir og börn: 1.a Val- garður Daði, f. 18. mars 1980, sambýliskona Þórunn Arn- ardóttir 19. mars 1987. Dóttir Valgarðs er: Aníta Líf, f. 18. nóv- ember 2004. 1.b Hildigunnur Jóna, f. 29. janúar 1990 og 1.c Brynhildur María, f. 17. júlí 1992. Elsku amma. Ég man óljóst eftir mér sem litlum dreng að leika mér í Vesturbænum í hús- inu ykkar afa, húsið fullt af litlum fjarsjóðum hér og þar. Mikið magn af litlum módelum af amerískum bílum, MAD- skrípóblöðum og kandísmolum í fallegum fægðum látúnsdollum. Það var hins vegar ekki fyrr en ég varð ungur maður sem ég fór virkilega að kynnast þér, eftir að ég fór að hafa smátt og smátt meira vit á þjóðmálum. Þá fyrst höfðum við hluti til þess að tala um, því þú hafðir gríðarlega mikla réttsýni og skoðanir á samfélaginu. Ég fór smám sam- an að sjá hvaðan ég hafði erft ýmsa eiginleika eins og andlegan styrk, staðfestu og skoðanir á hlutunum. Ég geymi þá minn- ingu vel hvað þú varst dugleg að styðja mig og hvetja mig áfram í námi. Þótt þú hafir kannski ekki alveg séð notagildið í því þá fann ég að þú hafðir trú á mér. Eftir að hafa verið mikið erlendis sein- ustu ár var ég byrjaður að hlakka til að bjóða þér oftar heim í nýju íbúðina og leyfa Sögu dóttur minni að kynnast betur langömmu sinni. Það er því sárt að sjá þig kveðja svo snögglega. Takk fyrir tímann sem við átt- um saman amma mín. Hvíldu í friði. Garðar. Jóna María Gestsdóttir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTJANA GÍSLADÓTTIR, Eyrarholti 6, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. september kl. 13.00. Magnús Haraldsson, Gísli Þór Magnússon, Kristín Sæmundsdóttir, Borghildur Kristín Magnúsdóttir, Pétur Már Gíslason og Hildur Una Gísladóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBERGUR FRIÐRIKSSON, Aðalgötu 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 8. september kl. 11.00. Jón Páll Þorbergsson, Sigurbjörg Lárusdóttir, Friðrik Þorbergsson, Þórunn María Þorbergsdóttir, Þorbergur Friðriksson, Hildur Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, DR. SIGRÍÐUR ÞÓRA VALGEIRSDÓTTIR, Klapparstíg 1, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn 3. september. Útförin verður auglýst síðar. Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Sigríður Hjörleifsdóttir, Ingólfur Hjörleifsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVEINN TÓMASSON, Grænumörk 5, áður Víðivöllum 5, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnu- daginn 4. september. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 9. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Sigrún Bjarnadóttir, Bjarni Sveinsson, Júlíus Þór Sveinsson, Elín Gísladóttir, Elsa Jóna Sveinsdóttir, Guðmundur K. Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORGILS JÓHANNSSON, Sóleyjarima 11, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. september. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 14. september kl. 13.00. Ingibjörg Ýr Þorgilsdóttir, Pétur Christiansen, Jóhann Þorgilsson, Hrefna Ólafsdóttir, Guðlaugur Gauti Þorgilsson, Linda Sif Bragadóttir, Styrmir Þorgilsson og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYÞÓR GUÐMUNDSSON frá Hrafnabjörgum, Furuvöllum 6, Egilsstöðum, lést föstudaginn 2. september. Útförin verður auglýst síðar. Kristjana Valgeirsdóttir, Herborg Eydís Eyþórsdóttir, Magnús Jónsson, Guðmundur Heiðar Eyþórsson, Svana Magnúsdóttir, Valgeir Sveinn Eyþórsson, Brynjar Þorri, Arnór Snær og Eyþór Magnússynir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.