Morgunblaðið - 06.09.2011, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011
Kveðja frá
Háskóla Íslands
Með Áslaugu
Hafliðadóttur lyfja-
fræðingi er gengin gagnmerk og
heilsteypt kona. Auk dyggrar
þjónustu í lyfjabúðum hér á höf-
uðborgarsvæðinu í áratugi vann
Áslaug stórmerkilegt starf ásamt
fámennum hópi valinkunnra
lyfjafræðinga við að koma upp
safni um sögu lyfjafræðinnar á
Íslandi við Neströð á Seltjarnar-
nesi. Ég veit að hennar er sárt
saknað í þeim hópi en andi henn-
ar lifir í safninu sem hún bar svo
heitt fyrir brjósti. Lyfjafræði-
safnið er án efa eitt fallegasta og
vandaðasta fagsafn á Íslandi. Öll
sín störf vann Áslaug af stakri
vandvirkni, hógværð og fag-
mennsku.
Áslaug stundaði nám í lyfja-
fræði við Lyfjafræðingaskóla Ís-
lands og verknám í Ingólfs Apó-
teki sem þá var til húsa í
Fischersundi í miðbæ Reykjavík-
ur. Eftir útskrift sem aðstoðar-
Áslaug
Hafliðadóttir
✝ Áslaug Haf-liðadóttir
fæddist í Reykjavík
22. ágúst 1929. Hún
lést 21. ágúst 2011.
Útför Áslaugar
fór fram 5. sept-
ember 2011.
lyfjafræðingur hélt
Áslaug til Dan-
merkur og lauk
kandídatsprófi frá
Danmarks Farma-
ceutiske Höjskole
1957. Sama ár hófst
þriggja ára nám í
lyfjafræði við Há-
skóla Íslands og ár-
ið 1982 var síðan
tekið upp fimm ára
kandídatsnám í
lyfjafræði við skólann.
Áslaug starfaði lengst af í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfja-
búð Breiðholts. Í starfstíð Ás-
laugar fór töluverður hluti lyfja-
framleiðslu fram í apótekum. Í
Reykjavíkur Apóteki voru til að
mynda framleiddar töflur,
stungulyf, smyrsl, stílar,
skammtar, mixtúrur o.fl. Áslaug
lagði mikla rækt við lyfjafræði-
nema sem komu til verknáms
undir hennar handleiðslu. Í
Lyfjabúð Breiðholts starfaði Ás-
laug með Ingibjörgu Böðvars-
dóttur apótekara. Auk samstarfs
í apótekinu skrifuðu þær mikið
saman um sögu lyfjafræði og
vildu hlúa að sögulegri vitund í
samfélaginu. Þær voru ötulir
hvatamenn að útkomu Lyfja-
fræðingatals. Sú sjálfboðavinna
sem Áslaug vann í þágu Lyfja-
fræðingafélags Íslands verður
seint fullþökkuð.
Áslaug ánafnaði Háskóla Ís-
lands höfðinglega gjöf í minningu
foreldra sinna og óskaði þess að
hún gengi til eflingar íslenskri
tungu. Hennar verður lengi
minnst við skólann fyrir þennan
einstaka rausnarskap og þá göf-
ugu hugsun sem að baki bjó. Ás-
laug var sannarlega ein þeirra
sem lét betur að gefa en þiggja.
Ég votta ættingjum og vinum
einlæga samúð við andlát hennar.
Kristín Ingólfsdóttir.
Nú, þegar sumri hallar og Ás-
laug okkar kæra frænka hefur
kvatt okkur svo snöggt og óvænt
sunnudaginn 21. ágúst, er margs
að minnast. Fallegar og góðar
minningar eru dýrmæt gjöf sem
gott er að leita til á stund sakn-
aðarins. Áslaug og hennar fjöl-
skylda hafa verið hluti af tilveru
okkar systkinanna alla tíð. Heim-
ilið á Bjarkargötu 12 var mikið
menningar- og regluheimili og
einstakt á sinn hátt, þar sem
engu hefur verið breytt og nán-
ast allir hlutir á sama stað síðan
við munum eftir okkur. Þar ríkti
fádæma gestrisni sem á árum áð-
ur foreldarnir Sesselja ömmu-
systir okkar og Hafliði stóðu á
bak við ásamt dætrum sínum
Maríu og Áslaugu, þetta gekk svo
sannarlega í arf til systranna eft-
ir lát foreldranna sem þær önn-
uðust frábærlega, svo um var tal-
að af þeim sem til þekktu. En því
miður tók við langt og erfitt veik-
indaferli hjá Maju og þá var það
að sjálfsögðu Áslaug sem annað-
ist hana þar til yfir lauk. Áslaug
var lyfjafræðingur og var ekki sú
manngerð sem skipti oft um
vinnustað en við vitum að hún var
bæði virt og dáð af vinnuveitend-
um og samstarfsfólki. Skyldu-
rækni og nákvæmni var henni í
blóð borin og á gleðistundum í
góðra vina hópi var hún hrókur
alls fagnaðar því brosið hennar
fallega og gamanmálin voru aldr-
ei langt undan.
Í frístundum sínum stundaði
hún af miklum móð göngur og
sund, að sjálfsögðu í Vesturbæj-
arlauginni fyrir vestan læk, ann-
að kom ekki til greina.
Alla ævi ferðaðist hún eins
mikið og aðstæður leyfðu, bæði
innanlands og utan. Áslaug lifði
sig inn í þjóðhætti annarra, tók
mikið af myndum og sagði frá
þegar heim kom, en alltaf átti
Kaupmannahöfn sinn sess hjá
henni þar sem hún var við fram-
haldsnám í lyfjafræðinni og
hennar síðasta ferð erlendis nú
fyrir stuttu var einmitt þangað,
þar sem hún fór á heimsmót
esperantista. Eftir starfslok
helgaði hún krafta sína lyfja-
fræðisafninu sem var henni mjög
hugleikið og naut þess að vera
þar með góðum vinum og sam-
starfsfólki.
Við erum aldrei tilbúin að
kveðja, til þess er lífið of dýr-
mætt og við finnum svo vel hvað
veraldlegir hlutir eru einskis
virði samanborið við vináttu-
böndin, frændsemina og vænt-
umþykjuna sem vissulega var til
staðar hjá fjölskyldum okkar
Áslaug frænka okkar, vertu
blessuð og sæl að sinni.
Hjördís, Jóhanna,
Anna Jóna og Óskar.
Allar mínar dýrmætustu
minningar úr bernsku tengjast
ferðalaginu austur í Selá þar
sem foreldrar mínir og síðar ég
líka eyddum nokkrum dögum við
veiðar á sumrin. Í mörg ár var
það órjúfanlegur hluti af ferða-
laginu að heimsækja Völlu
frænku á Ólafsfirði. Í minning-
unni er alltaf sól þegar við renn-
um í hlað á Vesturgötu 7 þar
sem frænka mín tekur á móti
okkur með útbreiddan faðminn.
Það var gott að koma til Völlu
Valgerður
Sigtryggsdóttir
✝ Valgerður Sig-tryggsdóttir
fæddist á Ytra-
Álandi, Þistilfirði,
N-Þing., 10. desem-
ber 1923. Hún lést á
Hornbrekku, Ólafs-
firði, 20. ágúst
2011.
Útför Valgerðar
var gerð frá Ólafs-
fjarðarkirkju 27.
ágúst 2011.
frænku. Gestrisnin,
hlýjan og gleðin
einstök og fullkom-
lega ógleymanleg.
Mörg minningar-
brotin tengjast eld-
húsinu, hjarta
heimilisins, þar sem
í okkur voru bornar
hver krásin á fætur
annarri. Læri með
öllu tilheyrandi eða
siginn fiskur með
smjeri, ís í desert. „Endilega
fáðu þér meira, það er nóg til“,
var viðkvæðið þó maður stæði á
blístri og fötin væru við það að
rifna á saumunum.
Eftir fyrstu máltíðina settist
ég gjarnan í stofuna þar sem ég
fletti fjölskyldualbúminu og
skemmti mér yfir ljósmyndum af
sætu frændum mínum sem á sjö-
unda áratugnum tóku tilhugalífið
með framtíðarmakanum með
stæl, skartandi hlussubörtum,
skræpóttum skyrtum og buxum
með rausnarlega útvíðum skálm-
um. Valla sýndi okkur stolt
myndir af nýjustu kvistunum á
blómstrandi ættartrénu og
greiddi úr flækjunni um hver
átti nú hvern, það var ekki lif-
andis leið að muna þetta allt á
milli ára. Svo var kíkt í heimsókn
til Steina frænda og nýjasta
föndrið hans skoðað og tekið hús
á öllum hinum sem voru líka
dugleg að koma á Vesturgötuna í
kaffi og spjall á meðan við stopp-
uðum við.
Valla frænka var lítil kona
með risastórt hjarta. Þessi móð-
ursystir mín sem náði mér rétt
rúmlega í mitti hefur ávallt verið
mér kær. Hjá henni leitaði ég
skjóls eina páskana þegar ég
fyrir mörgum árum var í ást-
arsorg eftir æ, hvað hét hann nú
aftur? – og hjá henni höfðum við
mamma viðkomu þegar við fór-
um norður til að leysa voffann
minn hann Leo úr prísundinni í
Hrísey eftir flutningana frá Par-
ís. Þeir endurfundir byrjaðu á
því að hundspottið stórslasaði
sig í öllum gleðilátunum þegar
hann steig á glerbrot á bryggju-
sporðinum á Árskógsströnd svo
lá við að honum blæddi út.
Ennþá blæddi þegar við vorum
komnar með hann á nýlagt park-
etið á Vesturgötuna til Völlu sem
dreif í því að farið var með Leo
til heimilislæknisins á Ólafsfirði
til að líta á loppuna á seppa þar
sem engum dýralækni var til að
dreifa. Valla frænka var rösk,
dugleg og úrræðagóð, glaðlynd
og hláturmild. Vandamálin voru
til að leysa þau. Hún gat líka
verið fjandanum þrjóskari og
þegar hún beit eitthvað í sig
þurfti stundum að berjast um á
hæl og hnakka til að fá sínu
fram. Oft hafði Valla betur eins
og sýndi sig í minni síðustu
heimsókn norður þegar hún
heimtaði að ganga úr rúmi fyrir
mig og bjó um sig á gólfinu í
einu herberginu. Það var ekki
nokkur leið að fá hana ofan af
því.
Valla ferðaðist töluvert um
landið með Steina frænda og það
var ætíð tilhlökkunarefni að fá
þau í heimsókn suður þar sem
við reyndum eftir bestu getu að
endurgjalda gestrisnina.
Valla var pabba mínum sem
lést 2008 einstaklega hjartfólgin.
Rödd hans varð mjúk og meyr
þegar hann talaði um Völlu
frænku. Ég veit að hann pabbi
minn hefur tekið vel á móti mág-
konu sinni. Við hin söknum
hennar sárt.
Gerður Harðardóttir.
Minningin um Jóhönnu
Hrafnfjörð ljósmóður er skýr í
mínum huga. Hún var góð kona,
örlát við þá sem minna máttu
Jóhanna
Hrafnfjörð
✝ Jóhanna Frið-mey Líkafróns-
dóttir Hrafnfjörð
fæddist 29. nóv-
ember 1925 á
Hrafnsfjarðareyri,
N-Ísafjarðarsýslu.
Hún lést 15. ágúst
2011 á Elli- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund í
Reykjavík.
Útför Jóhönnu
fór fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 23. ágúst 2011.
sín og tryggur vin-
ur. Jóhanna vann
umönnunarstörf
alla sína starfsævi.
Hún þótti góð ljós-
móðir og um árabil
rak hún sitt eigið
fæðingarheimili.
Jóhanna var mikil
sjálfstæðiskona, sat
marga landsfundi
flokksins og var
óþreytandi að telja
upp kosti síns flokks í um-
ræðum um þjóðmál.
Enga þekki ég sem var fljót-
ari að svara fyrir sig með
hnyttnum orðum sem ekki
gleymdust svo glatt. Það var vel
hugsað um Jóhönnu í veikindum
hennar og vil ég þakka öllum
sem önnuðust hana. Ég bið guð
að geyma þig kæra vinkona.
María.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Hrafnfjörð, konunnar sem gerði
okkur það kleift að flytja úr föð-
urhúsum og standa á eigin fót-
um.
Við vorum þrjár 23ja ára
gamlar konur að flytja að heim-
an – enginn virtist hafa betri
skilning á því en einmitt hún.
Við verðum henni ævinlega
þakklátar fyrir að hafa leigt
okkur fallegu íbúðina að Ás-
vallagötu með græna, sanseraða
veggfóðrinu og fallegu húsgögn-
unum, en þar áttum við vinkon-
urnar dásamlegan tíma saman
sem batt vináttu okkar órjúf-
anlegum böndum.
Við litum nokkrum sinnum í
heimsókn til hennar á Grund og
Jóhanna var alltaf til í smá-
spjall um daginn og veginn.
Okkur leið afskaplega vel á Ás-
vallagötunni og við ræddum oft
um það hver okkar fengi að búa
í íbúðinni áfram og hver fengi
að taka upp eftirnafnið Hrafn-
fjörð.
Við vinkonurnar munum
ávallt hugsa hlýtt til Jóhönnu og
með þakklæti í hjarta kveðjum
við eiganda fallegu íbúðarinnar
sem gaf okkur svo margar
gleðistundir.
Eva Margrét Kristinsdóttir,
Eva María Árnadóttir og
Margrét Rós Sigurjóns-
dóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinnKomum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
KRISTJÁN PÁLSSON,
Grænlandsleið 31,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn
1. september.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 8. september
kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Styrktarsjóð hjartveikra barna, s. 552 5744,
www.neistinn.is.
Erna S. Sigursteinsdóttir,
Kristín Kristjánsdóttir, Hákon Hákonarson,
Fríða Kristjánsdóttir, Gunnar Jóhannsson,
Sigursteinn Kristjánsson, Gunnhildur B. Ívarsdóttir,
Jóhanna Fríða Kristjánsdóttir, Anders Friberg,
Kristján Kristjánsson, Hrönn Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ELFA ÓLAFSDÓTTIR,
Hraunbæ 150,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar-
daginn 3. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurður Guðni Sigurðsson,
Ólafur Elfar Sigurðsson, Snædís Valsdóttir,
Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, Óttarr Ólafur Proppé,
Sigrún Laufey Sigurðardóttir
og barnabörn.
Lokað
Verslunin er lokuð í dag vegna útfarar ÖNNU
BIERING.
Blómatorgið Birkimel.
✝
Móðir mín, fv. tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SYLVÍA ÞORSTEINSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
áður til heimilis á
Guðrúnargötu 8,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn
2. september.
Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 7. september
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélag Íslands.
Haraldur S. Þorsteinsson,
Sigrún Hv. Magnúsdóttir, Stefán Hallgrímsson,
Óskar Haraldsson,
Erla Sylvía Haraldsdóttir, Craniv A. Boyd,
Borgar Þór Bragason, Freydís Kneyf Kolbeinsdóttir,
Þórunn Sylvía, Þórdís Birna og Ester.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
JÓNÍNA MARGRÉT GÍSLADÓTTIR,
áður til heimilis í
Sóltúni 11,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu-
daginn 2. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Grímur H. Brandsson, Sigríður Ágústsdóttir,
Tómas J. Brandsson, Karen Jónsdóttir,
Ágústa Brandsdóttir Hummel, Werner Hummel,
Guðbrandur G. Brandsson, Arnheiður Vala Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.