Morgunblaðið - 06.09.2011, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011
Það var að kvöldi 12. ágústs
sl., að hún Stefanía, svilkona
mín, kvaddi okkur. Ég gleðst um
leið og ég sakna hennar mjög.
Ég gleðst yfir að hún þjáist ekki
lengur í sínum veika líkama og
er komin til „Sumarlandsins“
þar sem ættingjar og vinir fagna
henni.
Ég var 17 ára, nýtrúlofuð
bróður Baldurs þegar ég frétti
um föðurfólk hans á Dalvík sem
hann hafði ekki alist upp með.
Reinharð (Harrý), sem síðar
varð eiginmaður minn, var þá á
síld eins og margir ungir menn í
þá daga en við bjuggum bæði á
Siglufirði. Nú var komið að því
að fara niður á bryggju og heilsa
upp á tilvonandi tengdabróður,
Stefanía
Ármannsdóttir
✝ Stefanía Ár-mannsdóttir
fæddist á Akureyri
30. desember 1932.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 13. ágúst
2011.
Stefanía var
jarðsungin frá Ak-
ureyrarkirkju 19.
ágúst 2011.
Baldur Sigurðsson.
Við fundum bátinn
sem hann var á og
unnustinn vippaði
sér um borð og
hvað? Stekkur
hann ekki á tvo
karlmenn sem þar
voru að vinna á
dekkinu og faðmar
þá vel og kyssir.
Þarna voru þá
komnir hálfbræður
hans tveir, Baldur og Örn.
En í stuttu máli þá var okkur
tekið opnum örmum af föður-
fólkinu og myndaðist strax mikil
vinátta og kærleikar okkar á
milli. Hálfsystkinin sjö voru
flest orðin stálpuð þegar við fór-
um að umgangast og síðan eign-
uðust þau maka og afkomendur
hvert af öðru. Alltaf var sama
tilhlökkunin hjá okkur þegar við
komum norður á Dalvík þar sem
Hulda móðir þeirra systkina tók
á móti okkur svo hlý og góð. Á
Akureyri var alltaf komið við í
Aðalstrætinu þegar við áttum
leið norður. Það var unun að
koma í fallega litla „dúkkuhús-
ið“ þeirra Stefaníu og Baldurs.
Hlýja þeirra og ástríki umvafði
okkur, gestrisni þeirra átti engin
takmörk. Stefanía ekkert nema
umhyggjan og Baldur með sitt
kankvísa bros og léttu lund
skemmti okkur með smábrönd-
urum sem Stefaníu fannst ekki
alltaf vera við hæfi. Sagði góðlát-
lega: „Balli, þetta er nú gott,
komið og fáið ykkur kaffi“. Svo
fórum við endurnærð á sál og
líkama áleiðis heim, með gleði í
hjarta eftir að hafa verið með
Stefaníu og Baldri, þessum ein-
stöku hjónum sem við höfðum
borið gæfu til að kynnast á unga
aldri og sem voru alltaf jafn glöð
og hlý þegar við hittumst og
breyttust aldrei í háttum. Á
heimili þeirra ríkti ró blönduð
kímni og þar slógu hjörtun í takt.
Það var mikil gæfa að kynnast
tengdafjölskyldunni og fyrir það
er ég þakklát í dag.
Við hjónin sendum saknaðar-
kveðjur norður yfir heiðar og
þökkum fyrir Stefaníu, þessa
hugljúfu konu og vottum Baldri
og börnum hans og afkomendum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Bróðir vor og frelsari hefur
tekið hana sér í faðm og gert
hana heila.
Blessuð sé minning Stefaníu
Ármannsdóttur.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarkross þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Kristín Helgadóttir,
Reinharð Sigurðsson.
Stefanía Ármannsdóttir eða
Fanna frænka, eins og við köll-
uðum hana, var mikil og merki-
leg kona. Sama hvort var innan
fjölskyldunnar eða í félagssam-
tökum, alltaf var hún einn af
máttarstólpunum – kletturinn
sem hægt var að treysta á.
Fanna starfaði lengi sem safn-
vörður í Nonnahúsi og var ein-
lægur aðdáandi Jóns Sveinsson-
ar. Fáir vissu meira um ævi hans
og störf en hún. Ég var svo
heppin að fá að njóta góðs af
þessari vitneskju og starfaði
sjálf allmörg sumur í Nonnahúsi.
Fanna gerði sér þá ófáar ferðir
til mín, hvort sem var með eða
án stafs eða hækju. Þá ræddum
við Nonnamál en henni var mikið
í mun að vandað væri til verks
við að halda minningu hans á
lofti.
Það var alltaf gott að ræða við
Fönnu og húmorinn og léttleik-
inn alltaf skammt undan, þrátt
fyrir að hún hafi ekki alltaf verið
heilsuhraust. Þessum góðu
stundum mun ég aldrei gleyma.
Takk fyrir allt Fanna mín. Minn-
ing um góða konu lifir.
Drífa.
Gunnar hitti ég í fyrsta sinn
1951 þegar ég fór að vinna hjá
Smára, Ljóma og Ásgarði, en
kynntist þó föður hans mun
betur í fyrstu því ég varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að Friðrik
leyfði mér að sitja með sér í
skrifstofu sinni í Þverholtinu
allt til þess er hann lést árið
1959.
Friðrik var fjölgáfaður sóma-
Gunnar J.
Friðriksson
✝ Gunnar JósefFriðriksson
fæddist í Reykjavík
12. maí 1921. Hann
lést á Landakots-
spítala 3. ágúst
2011.
Sálumessa og út-
för Gunnars Jósefs
fór fram frá Krists-
kirkju, Landakoti,
11. ágúst 2011.
maður, sem sökkti
sér djúpt ofan í
sérhvert viðfangs-
efni og ég held að
Einar Hjörleifsson
verkstjóri hafi
haft rétt fyrir sér
þegar hann sagði
að Friðrik væri í
raun vísindamað-
ur.
Gunnar erfði
smitandi hlátur
föður síns, því þegar hann hló
þá komust allir nærstaddir í
gott skap og fóru að hlæja líka,
þannig að þeir feðgar voru
sannir gleðigjafar.
Við Gunnar áttum margar
gleðistundir saman og ennþá
brennur það mér í muna þegar
Gunnar hóf upp raust sína sem
forsöngvari í Alouette, gentile
Alouette og allir viðstaddir,
lagvissir sem laglausir, tóku
undir í miklum fögnuði.
Eða allar veiðiferðirnar.
Sú fyrsta í Dalina á Willys-
jeppanum með kerru undir
svefnpokana, græjurnar og
matinn, því við gistum í eyði-
býlinu Þrándarkoti þar sem
ekkert slíkt var að hafa.
Síðar tóku við allar ferðirnar
í Kjarrá. Fyrst tveggja tíma
reið fram að Víghól þar sem við
sváfum og var fjögurra tíma
reið þaðan að efsta veiðistaðn-
um langt fyrir norðan Eiríks-
jökul.
Eitt kvöldið var ekkert mat-
arkyns til í kvöldmatinn því Jó-
mundur bóndi í Örnólfsdal
hafði tafist og þá skikkaði ráðs-
konan Gunnar til að sjá um að
við fengjum eitthvað í gogginn,
svona 10 punda lax væri hæfi-
lega stór. Gunnar hlýddi kall-
inu, skaust niður í Vaðhyl og
kom aftur að vörmu spori með
10 punda lax.
Og síðustu árin sem við
veiddum saman var í sjálfum
Aðaldalnum þar sem eitthvert
ævintýrið gerist á hverjum
degi.
Árin 1968 og ’69 unnum við
mánuðum saman að setja sam-
an plagg, sem síðar fékk nafn-
ið EFTA-loforðin, þar sem við
reyndum að tína til hverju
breyta þyrfti hér á landi í
stjórn efnahagsmála til að iðn-
aðurinn gæti samþykkt EFTA-
aðild.
Síðan tók við rúmlega 10 ára
barátta við að fá stjórnvöld til
að standa við EFTA-loforðin.
Barátta, sem enn er ekki lokið
þótt ótrúlegt sé.
Gunnar gat verið fastur fyr-
ir þegar þess þurfti og ég
minnist áherslu hans á að
leggja hvert mál jafnan fyrir á
jákvæðan hátt.
Mörg ummæli hans urðu
fleyg eins og þegar hann sagði
að Grænmetisverslun ríkisins
væri búin að venja þjóðina af
því að borða kartöflur.
Ella mín, við Steffí hugsum
til þín og biðjum þér og þínum
blessunar og að sá sem öllu
ræður verði áfram með ykkur
sem hingað til.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Ég sendi þér kærar kveðjur og
þakklæti frá Nordkap úti á hafi.
Guðrún Gísladóttir
✝ Guðrún Gísla-dóttir fæddist á
Litla-Ármóti í Flóa
16. maí 1919. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 3. ágúst
2011.
Útför Guðrúnar
fór fram frá Há-
teigskirkju 10.
ágúst 2011.
Þinn bróðurson-
ur,
Gísli
Guðjónsson.
Nú hefur hún
Gunna okkar kæra
kvatt þennan heim.
Ég kynntist Gunnu
frænku eins og hún
var ávallt kölluð
þegar ég hitti Gísla
minn fyrir 40 árum, hún og Guð-
jón tengdapabbi voru tvíbura-
systkini og yngst af 11. Segði
maður „Gunna“ sagði maður líka
„Sigga“. Þær systur bjuggu i
Nóatúni 29 ásamt Tolla sambýlis-
manni Gunnu. Gunna og Sigga
voru meira en bara föðursystur
fyrir Gísla, Lísu, Axel, Odd og
Sollu, sambandið var mjög náið
og þær héldu alltaf jól hjá bróður
sínum, Guðjóni og fjölskyldu.
Þær ráku verslunina Baugalín í
Nóatúni í 20 ár.
Heimili þeirra var hlýlegt og
þar ríkti góður andi, þar stóðu
dyrnar alltaf opnar og oft var
margmennt. Þær voru tengiliðir
og miðstöð stórfjölskyldunnar og
þeim var einstaklega annt um
hag og velferð allra. Við fórum oft
heim til Íslands á árunum og allt-
af var farið í Nóatún til Siggu og
Gunnu. Það var tekið svo vel á
móti okkur og gleðin var gagn-
kvæm þegar við hittumst. Þær
systur voru gestrisnar og gjaf-
mildar.
Það var mikill söknuður og
stórt tap fyrir Gunnu að missa
elsku systur sína og Tolla með
allt of stuttu millibili en hún
kvartaði aldrei. Hún setti aldrei
sjálfa sig í fyrsta sætið og var
alltaf dálítið lokuð á eigin tilfinn-
ingar. Henni var efst í huga
hvernig aðrir höfðu það. Ef mað-
ur spurði: „hvernig hefur þú það,
Gunna mín“? svaraði hún gjarn-
an: „Aldrei verið betri.“
Gunna hafði gaman af að rifja
upp minningar frá æskuárum
barnanna og segja okkur frá.
Hún kallaði Gísla oft Gilliboy og
sagði að það hefði alltaf verið létt
að finna Gísla í sumarbústaðnum
á sumrin á Laugarvatni, sæist
eitthvað hvítt stingast upp úr
rjóðrinu þá var það hvíti kollur-
inn á honum.
Árin sem hún bjó ein í Nóatúni
naut hún þess að dekra við ætt-
ingjana og alltaf var notalegt að
sitja í eldhúskróknum hjá henni.
Auk Lísu og Axels komu systk-
inabörnin Matti, Jóa og Lilla
mikið til hennar. Fyrir ca. 5 árum
flutti Gunna á Hrafnistu og þó
það hefði verið sárt og erfitt að
kveðja Nóatún blómstraði hún
upp eftir vissan tíma, varð léttari
og styrkari í hreyfingum og
hresstist andlega, blandaði geði
við fólkið og fann ánægju í fé-
lagsskapnum. Alltaf var hún glöð
að sjá okkur og Solla kom líka
margar ferðirnar frá Osló, henni
var mjög annt um frænku sína. Í
fyrrasumar komum við Gísli með
synina, Mette, Anne Sofie, Victor
og Oscar og fannst börnunum
gaman að fá að keyra Gunnu í
hjólastólnum. Hún tók því bara
með brosi á vör og alltaf átti hún
nammi. Við Gísli og Anne Sofie
komum um páskana, það var í
síðasta skipti sem við gátum
kysst Gunnu okkar bless.
Þann 10. ágúst var ég með að
kveðja Gunnu í yndislegu sól-
skinsveðri. Það er erfitt að búa
erlendis þegar nánir ættingjar
verða veikir og geta ekki gefið
meiri styrk. Við erum þakklát
Lísu fyrir hvað hún hugsaði vel
um Gunnu.
Megi Guðs englar leiða þig um
ljóssins heim, elsku Gunna, þú
hefur fyllt mikið í lífi okkar allra,
þín verður saknað. Skilaðu kærri
kveðju til Siggu, og allra hinna,
ég veit þau munu fagna þér vel.
Gunnlaug Hanna
Ragnarsdóttir.
Elsku Tóta mín, nokkur minn-
ingabrot úr lífi okkar koma upp í
hugann við fráfall þitt.
Ég man þegar við kynntumst
fyrst, tveir nýir starfsmenn á leik-
skólanum.
Ég man þegar þú sagðir mér að
ég gæti verið dóttir þín, þú ættir
son jafngamlan mér.
Ég man þegar þú hringdir í mig
til Noregs á afmælinu mínu, hafðir
mætt með rós handa mér. Þar
hófst vinskapur ykkar mömmu
sem var einstakur fyrir ykkur
báðar.
Ég man þegar við vorum að
flytja úr Heiðmörkinni og þið
Kiddi komuð og hjálpuðuð okkur.
Það var ómetanleg hjálp.
Ég man líka að í þeim flutning-
um hentum við straubrettinu
hennar mömmu, því okkur fannst
það úr sér gengið. Við fengum
ekki miklar þakkir fyrir það.
Ég man þegar þið mamma
komuð að sækja mig á fæðingar-
deildina og þegar við komum heim
var Kiddi búinn að setja saman
nýja, flotta barnavagninn.
Ég man þegar þú passaðir Pál-
ínu fyrir mig og þegar ég kom
heim var hárgreiðsluleikur í gangi
og hún búin að setja í þig allar
teygjurnar og spennurnar sínar.
Þú varst glæsileg þá.
Ég man eftir föstudagskvöld-
unum þegar við borðuðum saman
kjúkling.
Ég man eftir öllum gamlárs-
kvöldunum okkar saman.
Ég man eftir öllum spjallkvöld-
unum okkar, sem voru svo
skemmtileg. Stundum voru líka
búnir til nýir kokteilar.
Ég man eftir allri baráttunni
við krabbameinið, sem fór svo illa
með þig.
Ég á svo margar og skemmti-
legar minningar um samveru okk-
ar sem eru mér dýrmætar.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þér og deila
með þér sorg og gleði.
Um leið og ég þakka þér sam-
fylgdina flyt ég bestu kveðjur allr-
ar fjölskyldu minnar og sendi fjöl-
skyldu þinni og vinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði kæra vinkona.
Margrét Ísaksdóttir
og fjölskylda.
Elsku mamma, hjarta mitt er
brostið, þú hefur kvatt þennan
heim og ég reyni að vera þakklát
fyrir að þrautagöngunni sé nú
loksins lokið. Þrautargöngu sem
tekið hefur 16 ár meira og minna,
frá því að hvítblæði greindist í
kroppnum þínum.
Óhætt er að segja að líf mömmu
hafi ekki alltaf verið dans á rósum.
Líf hennar var fullt af stórum og
erfiðum verkefnum. Rósirnar
voru þó líka með og dansinn var
oft stiginn. Ung tóku þau pabbi
Þórunn
Friðriksdóttir
✝ Þórunn Frið-riksdóttir
fæddist á Vest-
urgötu 51c í
Reykjavík 9. apríl
1947. Hún lést á
Landspítalanum
Fossvogi (A7) að-
faranótt mánu-
dagsins 22. ágúst
2011.
Útför Þórunnar
var gerð frá Nes-
kirkju 30. ágúst 2011.
ábyrgð fullorðinsár-
anna með því að
verða foreldrar að-
eins 17 ára gömul og
ekki síður þegar
fyrsta ömmubarnið
kom, þá ekki orðin
32 ára.
Sérstakt umburð-
arlyndi mömmu
gagnvart börnum og
þeirra viðfangsefn-
um var aðdáunar-
vert. Við systkinin að æfa okkur á
hljóðfæri, hlusta á tónlist, einn að
horfa á sjónvarpið og enn einn að
„drippla“ bolta var ekki hávaði –
heldur tákn um heimilislíf. „Heim-
ili á að bera þess merki að einhver
búi þar,“ þetta var hennar speki. Á
okkar heimili var auðvitað bannað
að vera í fótbolta í stofunni … yf-
irleitt … ókey bara smá … svo
farið þið út! Já börn voru hennar
yndi alla tíð. Boltaleikur, bílaleik-
ur í stofuhillunum, lego og pússlu-
spil, mömmu þótti þetta allt frá-
bært og hún gat setið og byggt úr
kubbum eða leirað endalaust.
Hver og einn fékk að sinna sínum
áhugamálum og mamma var sko
tilbúin að taka þátt og styðja okk-
ur á allan þann hátt sem hún
mögulega gat. Lúðrasveitarferðir,
skólaferðalög, fjáraflanir og hvað-
eina, alltaf var hún tilbúin að koma
með og standa vaktina með okkur.
Þegar ég eignaðist mína eldri
dóttur var mamma í Vík. Eftir að
ég kom heim með dótturina gekk
ekki alveg allt eins og bókin sagði,
barnið bara grét. Ég skipti á,
reyndi að gefa henni að drekka
trekk í trekk en hún bara grét og
ég með. Svo kom amma, tók hana í
fangið og gekk um, sussaði, söngl-
aði smá og barnið þagnaði og
steinsofnaði. Eftir smástund sagði
amma svo; „Þetta er allt í lagi, hún
var bara þreytt.“
Ofboðslega var ég fegin að eiga
þig að.
Mamma vildi hafa líf og fjör í
kringum sig en það eina sem hún
viðurkenndi að hún kynni alls ekki
var að láta sér leiðast. Henni
leiddist aldrei, hún var dugleg að
finna sér verkefni og viðfangsefni.
Handavinna og föndur þótti henni
skemmtilegt og mér er minnis-
stætt þegar stofan og borðstofan í
Lyngheiðinni og Kambahrauninu
voru undirlögð af könglum, kúlum
og allskonar föndurdóti fyrir jólin.
Meira að segja síðustu árin þegar
kroppurinn var orðinn til trafala
og hugurinn fylgdi ekki alltaf, við-
urkenndi hún aldrei að sér leidd-
ist.
Mamma var traust og staðföst
kona, þrjósk og stundum frek, hún
átti fáa vini en hún lagði sig fram
við að vera vinur vina sinna.
Ég ætla að ljúka þessu með vís-
um sem ég hef ekki heyrt nokkurn
annan syngja, en ef mamma var
með ungabarn í fanginu var
öruggt að þetta heyrðist söngl-
að…
Ró ró og rambinn,
róum út á kambinn,
sækja okkur fiskinn
og fær’ann upp á diskinn.
Stígur hún við stokkinn,
stuttan á hún sokkinn,
ljósan ber hún lokkinn,
litli stelpuhnokkinn.
Elsku mamma, hafðu þökk fyr-
ir allt og allt.
Þín
Eygló.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar