Morgunblaðið - 06.09.2011, Side 28
28 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
...OG ÞÁ FÓR ÉG YFIR
GÖTUNA TIL ÞESS AÐ...
ÞETTA ER HUNDLEIÐINLEG
SAGA, KOMDU ÞÉR AÐ EFNINU!
SKAL
GERT
VIÐ
ERUM SEIN,
HVAR ER
BRÓÐIR ÞINN?
HANN ER ALVEG AÐ KOMA,
HANN SLEIT REIM ÞEGAR VIÐ
VORUM AÐ LEGGJA AF STAÐ
HANN ÆTLAÐI
AÐ NÁ Í REIM ÚR
SKÓNUM HANS PABBA
ÉG
ER
LOKSINS
TIL
ÞAÐ ER AÐEINS
TVENNT SEM ER
ÓUMFLÝJANLEGT Í
ÞESSU LÍFI...
DAUÐINN
OG SKATTAR!!
ÞAÐ ERU
REYNDAR ÞRÍR
HLUTIR...
HVER
ER SÁ
ÞRIÐJI?
AÐ
FARA ÚT
MEÐ RUSLIÐ!
ERTU AÐ
SEGJA MÉR AÐ
ÉG ÞURFI AÐ
GANGAST UNDIR
PRÓF TIL AÐ FÁ
AÐ VERA HUNDUR
AFTUR!?
VIÐ ERUM
BÚIN AÐ
SKIPA ÞÉR
KENNARA
KENNARA!?
ÉG HELD NÚ SÍÐUR,
ÉG HEF EKKERT
VIÐ HUNDALEYFI
AÐ GERA HVORT
SEM ER
ÞEIR EINU SEM
KOMAST UPP MEÐ AÐ
VERA ÁN HUNDALEYFIS
ERU KETTIR!
MJÁ
ÞANNIG AÐ
ÞÚ VILT AÐ ÉG SÉ
RÓMANTÍSKARI?
ÉG HELD AÐ ÞAÐ
MYNDI VERA GOTT
FYRIR HJÓNABANDIÐ
SÝNDU FRUMKVÆÐI OG
KOMDU MÉR Á ÓVART MEÐ
EINHVERJU SEM SÝNIR AÐ
ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM MIG
GOTT
OG VEL
ERTU MEÐ
EINHVERJAR
HUGMYNDIR?
NEI,
NEI, NEI...
ÞAÐ AÐ
STELA ÞESSARI
HAUSKÚPU ÆTTI
AÐ TRYGGJA AÐ
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN KOMI
TIL MÍN
KÓNGULÓIN
KOMST EKKI
Í DAG, EN...
HÉR
ER ÉG IRONMAN!
Kvengler-
augu töpuðust
Gleraugu, svört á lit,
týndust í berjamó í
Heiðmörk sl. sunnu-
dag. Finnandi vinsam-
legast hringi í 693-
7407 eða 5521205.
Lyklakippa
tapaðist
Lyklakippa með bíl-
lyklum, Atlants-
olíulykli o.fl. tapaðist
25. ágúst sl. á Dal-
braut eða í nágrenni.
Vinsamlega hringið í
síma 864 3404. Fund-
arlaun.
Ljón tapaðist
Hefur einhver orðið var við beislitað
plast-ljón (stytta), sem var stolið við
Sæviðarsund 86 í byrjun september?
Bið ég nágranna að hafa augun opin.
Upplýsingar í s. 861-2417.
Gleraugu fundust
Kvengleraugu fundust neðst í Stór-
holti í sl. viku. Uppl. í síma 8916881.
Vestfirðir og
sauðkindin
Alltaf sannast það betur og betur
hvað við Íslendingar erum merkileg
þjóð. Sem eitt dæmi um það skal
nefnt að innan fárra ára mun sauð-
fjárbúskapur sennilega heyra sög-
unni til á Vestfjörðum, nema kannski
á örfáum jörðum. Þetta
gerist þrátt fyrir að
trúlega eru hvergi
betri sauðfjárhagar á
Íslandi sé á heildina lit-
ið. Og margir vita að
Vestfirðingar eru mikl-
ir sérfræðingar í sauð-
fjárrækt. Svo láta
menn sig hafa það enn
þann dag í dag að reka
heilu sauðfjárhjarð-
irnar á meira og minna
örfoka land sums stað-
ar í öðrum landsfjórð-
ungum, af því að það
hefur tíðkast öldum
saman út úr neyð. En
Vestfirðir skulu falla í
sinu. Og nú eru uppi hugmyndir um
að láta hreindýraflokka ganga sjálf-
ala á Vestfjörðum, þó svo að Vest-
firðingar viti varla hvaða dýrategund
það er. Trúlega er meiningin að fá
vini okkar Sama, sem kölluðust
Lappar áður fyrr, til að kenna þeim
að halda hreindýrunum til beitar og
koma sér upp sleðum og almennileg-
um tjöldum. Það þarf að renna fleiri
stoðum undir atvinnuvegina hér
vestra er vinsæl setning hjá ráða-
mönnum. En hugmyndaflug, kjark,
þor og einbeitni til að styðja það sem
fyrir er vantar sárlega. Svo eru menn
hissa á því að fólki fækki sífellt á
Vestfjörðum. Merkilegt.
Hallgrímur Sveinsson.
Ást er…
… að vera bænheyrð.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, ganga
kl. 10.30, postulín kl. 13, lesh. kl. 13.30,
jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Smíði/útsk. kl. 9. Botsía
kl. 9.45. Handav. kl. 13.
Boðinn | Handav. kl. 9, vatnsleikf. kl.
9.15 (lokaður hóp.), ganga kl. 11.
Bólstaðarhlíð 43 | Handav., línudans kl.
13, kaffi/dagblöð.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák
kl. 13 í Stangarhyl 4.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.15, handav., gler- og postulín kl. 9.30,
jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður/jóga/myndlist kl. 9.30, ganga kl.
10. Málm-, silfursmíði, kanasta kl. 13,
jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Jónshús kl. 9.30. Qi gong Sjálandi kl.
8.10, vatnsleikif. kl. 12, karlaleikf. kl. 13,
botsía kl. 14 Ásgarði, skilyrði f. þáttt. er
innritun og að viðkomandi eigi lögheimili
í Gbæ. Bónusrúta kl. 14.45, línud. fyrir
byrj. kl. 15, fyrir framhhóp kl. 16 í Kirkju-
hvoli.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Jóga kl.
10. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Helgistund
og hádegisv. í kirkju kl. 11. Karlakaffi í
safnaðarh. kirkju kl. 14. Skapandi skrif í
Gróttusal kl. 14.30. Handav. án leiðb. kl.
14.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust. kl. 9,
perlus. ofl. f. hádegi. Stafganga kl.
10.30. Postulín kl. 13 kennari Sigurbjörg.
Á morgun kl. 10 mætir Þorvaldur með
harmonikkuna, sungið dansað, léttar
leikfimiæf.. Upp. á staðnum og s. 575
7720.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.
Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, botsía kl.
10.30, Bónusbíll kl. 12.15, glerlist hefst
kl. 13. Tímap. á hárgreiðslustofu í s. 894
6856, tímap. hjá fótafr. í s. 698 4938.
Hraunsel | Qi gong kl. 10, leikfimi Bjark-
arhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, vatnsleikf.
Ásvallalaug kl. 14.40.
Hvassaleiti 56-58 | Opnað kl. 8. Böðun
fyrir hádegi. Helgistund kl. 14, séra Ólaf-
ur Jóhannsson, söngstund á eftir. Fóta-
aðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Hringborð kl. 8.50.
Glerskurður/thaichi kl. 9. Leikfimi kl. 10.
Hláturjóga kl. 13.30. Bónus kl. 12.40.
Bókabíll 14.15. Perlufestin kl. 16. Á morg-
un hittast myndlistarh., leirmót-
unarhópur og framsagnarhópur. Fyrsti
fundur í bókmhóp 13. sept. kl. 20.
Íþróttafélagið Glóð | Línudanshópur I
kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, zumba kl.
17.30. Pílates kl. 18.15 Pútt á æf-
ingasvæðinu v/Kópavogslæk kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Opið hús á
morgun kl. 13.30 á Korpúlfsstöðum. Fé-
lagsvist, hannyrðir, spjall.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútas. og
glerbræðsla kl. 9, morgunst. kl. 9.30,
framhalds. kl. 12.30, handavinnust. kl.
13, félagsvist kl. 14.
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkirsvo kuldalegar haustvísur að
hroll setur að manni:
Hausta tekur, sígur sól,
svalir gjalla vindar,
grámi þekur grund og hól
grána fjallatindar.
Fölva slær á foldarbrá
fölnar björk og viður,
þykknar loft og þyngist lá
þagnar fuglakliður.
En svo yljar andagiftin honum:
Örvar þrá og andans glóð
örar blóðið rennur,
ærið snjallt og lipurt ljóð
ljúft á vörum brennur.
Kerlingin á Skólavörðuholtinu
opnar skjóðu sálar sinnar á fésbók-
inni:
Ég bý yfir þó nokkrum þokka,
með þykka og krullaða lokka,
meðal skálda og bósa,
skussa og drósa
var ég getin einn middag á Mokka.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af haustvísum og Mokka
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is