Morgunblaðið - 06.09.2011, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.09.2011, Qupperneq 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2011 Kærustuparið Angelina Jolie og Brad Pitt íhugar nú að senda börnin sín í breska einkaskóla. Parið á sex börn saman, Maddox 10 ára, Pax sjö ára, Za- höru sex ára, Shiloh fimm ára og þriggja ára gamla tvíbura, Knox og Vivi- enne. Herra Pitt eyddi sumr- inu í Bretlandi og Skot- landi við tökur á mynd- inni World War Z. Frú Jolie og börnin dvöldu mikið í suðurhluta Lund- úna á meðan heimilisfað- irinn var í tökum. Tökum á myndinni er ekki lokið og því íhuga þau nú að láta börnin byrja í skóla í Bretlandi. Heimildarmaður sagði í samtali við bresku press- una að Pitt og Jolie þætti mikilvægt að börnin kynntust ólíkri menningu og það að fara í skóla í öðru landi væri besta leið- in til þess að komast al- mennilega inn í sam- félagið. Reuters Góð Börnin eru í fyrsta sæti hjá heiðursparinu Angelina Jolie og Brad Pitt. Senda börnin í breska einkaskóla Sandra Bullock fann ástina í örmum Ryan Reynolds. Parið nýtur þess að horfa saman á sjónvarpið og hefur ekki mikla þörf fyrir að vera í sviðs- ljósinu. Áður en ástin bankaði upp á höfðu þau verið vinir í fjöldamörg ár. Eftir að Sandra Bullock skildi við fyrrver- andi eiginmann sinn bankaði ástin upp á hjá þeim. Heimildarmaður sagði í samtali við OK! tímaritið að Reynolds og Bullock ættu vel saman. Þau væru bæði mjög jarðbundin og fyndist best að vera saman í rólegheitunum að horfa á sjónvarpið. Síðustu vikurnar hefur parið sést töluvert saman. Hann hefur verið tíð- ur gestur á heimili hennar í Holly- wood Hills, þau farið út að borða sam- an á skemmtilega veitingastaði í Los Angeles og haft það notalegt saman. Reuters Sinueldur Sandra Bullock og Ryan Reynolds kúra saman þessa dagana. Eins og ást- fangnir ungling- ar fyrir framan sjónvarpið Kvikmyndagerðarmaðurinn Martin Scorsese vinnur að heimildarmynd um Bítilinn George Harrison, en myndin er sögð varpa nýju ljósi á samband Bítilsins við konur og hvernig þær höfðu áhrif á tónlist hans. Ekkja Bítilsins, Olivia Harrison, hefur veitt Scorsese aðgang að bréf- um eiginmanns síns og mynd- skeiðum sem tekin voru á heimili þeirra. Í myndinni segir Olivia Harr- ison að hún hafi barist við að halda sambandinu við George gangandi. Í myndinni segir gítarleikarinn Eric Clapton frá því hvernig öfundsýki hafi eitrað samband tónlistarmann- anna eftir að Clapton varð ástfang- inn af Pattie Boyd, sem var fyrri eig- inkona Harrisons. Olivia Harrison, sem framleiðir heimildarmyndina og veitti Scorsese ótakmarkaðan aðgang að öllum gögnum fjölskyldunnar, segir í myndinni frá sambandi hans við konur. Hún segir einnig frá því þeg- ar maður braust inn í hús þeirra og réðst á Harrison, en hann særðist al- varlega í árásinni. Hann var þá að jafna sig vegna krabbameins- meðferðar. Harrison lést úr krabba- meini árið 2001, 58 ára gamall. Bítill Martin Scorsese vinnur að heimildarmynd um bítilinn sáluga. Opinská heim- ildarmynd um Harrison

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.