Morgunblaðið - 17.09.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.09.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is „Maður fer að hugsa um náttúruna á annan hátt þegar maður liggur á bakinu einhvers staðar á ísbreiðunni á Grænlandi og horfir til himins í góðu veðri, hefði aldr- ei trúað því að það væru til svona margar stjörnur í himingeimnum,“ segir Ragnar Axelsson sem hlaut fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins, Jarð- arberið, er veitt voru í fyrsta sinn í gær. Í rökstuðn- ingi dómnefndar segir m.a. að listræn framsetning Ragnars hafi skipað honum í fremstu röð ljósmyndara á heimsvísu, hann hafi „sérstaklega beint sjónum að samspili manns og náttúru á langri starfsævi“. Ragnar, sem er 53 ára, hefur unnið allan sinn starfsaldur á Morgunblaðinu, byrjaði 16 ára sem að- stoðarmaður Ólafs K. Magnússonar á sumrin en stundaði einnig nám í ljósmyndun hjá Ingibjörgu Kal- dal. „Mogginn er búinn að vera eins og annað heimili mitt,“ segir hann. Ragnar segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á náttúrunni frá því að hann var í sveit hjá systkinunum á Kvískerjum. „Við vorum alltaf að rannsaka plöntur, þurrka blóm og safna fiðrildum og ég lærði öll nöfnin á þessu, hafði mjög gaman af þessu. Svo vorum við í fjall- göngum um helgar og þá mældum við jökulinn, þeir gerðu það til að sjá hvernig hann breyttist. Ég mældi líka vatnsmagnið í Fjallsá.“ Segja að jökullinn sé „veikur“ Hann segist hafa verið hugfanginn af þessum vís- indastörfum sem hafi valdið því að hann hafi skynjað náttúruna einstaklega vel, hann hafi drukkið þessa reynslu í sig eins og svampur og búi enn að henni. Ragnar hefur oft bent á að grænlenskir veiði- menn, gamlir ínúítar sem hann kynntist vel og eru nú sumir dánir, séu meðal fyrstu fórnarlambanna þegar loftslagið hlýnar og jöklar bráðna. „Þeir líta á jökulinn sem lifandi veru, segja að hann sé bara „veikur“. Þeg- ar ég heyrði þetta fyrst fór ég hugleiða meira hvað væri að. Og þetta minnti mig á það sem ég upplifði í sveitinni, þessa þekkingu á því hvernig breytingar séu að verða. Á Kvískerjum var fólkið líka svona meðvitað um náttúruna, skynjaði umhverfið.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðraður Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, með verðlaunagripinn sem Finnur Arnarson hannaði. Með Ragnari er Ómar Ragnarsson en dagur íslenskrar náttúru er fæðingardagur hans. Að skynja umhverfi  Ragnar Axelsson verðlaunaður fyrir listræna fram- setningu sína á „samspili manns og náttúru“ „Það hefur umtalsverður fjöldi lýst yfir stuðningi og ég er mjög ánægð- ur með viðbrögðin,“ segir Ólafur Kristinsson héraðsdómslögmaður um viðbrögð við áskorun hans um vitnamál gegn Björgólfi Thor Björg- ólfssyni vegna falls Landsbankans. „Ég hef fengið stuðningsyfirlýs- ingu frá tveim lífeyrissjóðum og mun fá svar frá stórum lífeyris- sjóðum fyrir eða rétt eftir helgina. Ég er að skora á fólk að hafa sam- band og lýsa yfir stuðningi við að reyna að ná fram einhverjum skaða- bótum, eða réttlæti. Til að byrja með á að fara í vitnamál. Þetta felur ekki í sér neinar fjárhagslegar skuldbind- ingar. Eftir því sem fleiri taka þátt í áskorun um að fara í vitnamál þeim mun meira vægi hefur hún fyrir dómi,“ segir Ólafur. Fjöldi hlut- hafa styður hópmálsókn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fall Björgólfur Thor kemur til fundar í ráðherrabústaðnum 2008. Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Kvörtunum frá flugfarþegum til Flugmálastjórnar hefur fjölgað mik- ið í ár og síðasta ár, vegna þess að flugi hefur verið aflýst, því verið seinkað eða af öðrum ástæðum. Flugmálastjórn hefur lokið 62 mál- um með ákvörðun á þessu ári auk þess að ljúka málum með öðrum hætti. Henni hafa borist um 90 mál á þessu ári. Á síðasta ári bárust í heild- ina nær 130 kvartanir sem var mikil aukning frá árinu 2009 en um 20 kvartanir bárust allt það ár. Rekja má um þriðjung kvartana ársins 2010 til eldgossins í Eyjafjallajökli. Fjölgun mála verður þrátt fyrir það að teljast veruleg. Um 30 kvartanir bárust árið 2008. Flugmálastjórn fékk ákvarðana- vald í þessum málum á síðasta ári en áður gaf hún út álit sem voru ekki bindandi. Tveir starfsmenn koma að afgreiðslu kvartanamála fyrir hönd Flugmálastjórnar, þó hvorugur sé í fullu starfi við þá afgreiðslu. Með auknum fjölda hefur sú vinna þó orð- ið æ tímafrekari og fer starfshlut- fallið að ná samtals fullu starfi. Kæruleið til ráðuneytis Ákvarðanir Flugmálastjórnar eru kæranlegar til innanríkisráðuneytis- ins en hingað til hafa eingöngu flytj- endur farið kæruleiðina. Orðið flytj- andi nær einnig yfir starfsemi Iceland Express, en breski flugrek- andinn Astraeus sér um flug fyrir fé- lagið. Hjá innanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að þar lægju fyrir 17 mál til úrskurðar. Af þeim eru 16 vegna Iceland Express en eitt vegna Icelandair. Ráðuneytið úrskurðaði í lok júní í máli sem Ice- land Express kærði. Staðfesti ráðu- neytið ákvörðun Flugmálastjórnar, farþega í vil. Ómar Sveinsson hjá Flugmála- stjórn segir aðspurður að aukinn fjölda kvartana megi meðal annars rekja til þess að fólk sé meðvitaðra um rétt sinn og duglegra að sækja hann. Margir fari á vef Flugmála- stjórnar til að kynna sér rétt sinn auk þess sem fréttaumfjöllun hafi vakið fólk til vitundar. Ómar bendir á að mörg mál leysist með samkom- lagi fyrir milligöngu Flugmála- stjórnar án þess að koma þurfi til formlegrar ákvörðunar. Sprenging í fjölda kvartana  Flugfarþegar eru í auknum mæli farnir að leita til Flugmálastjórnar með kvartanir  Tveir starfs- menn koma að afgreiðslu mála  Starfshlutfall vegna meðferðar kvartana farið að ná heilu starfi Morgunblaðið/Ernir Töf Fimm þotur biðu fyrir nokkru á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Flugfarþegar eru almennt að verða meðvitaðri um þann rétt sem þeir hafa, komi eitthvað upp á þegar ferðast er flugleiðis. Ómar Svans- son hjá Flugmálastjórn bendir á mikilvægi upplýsingaréttarins þegar spurt er um rétt flug- farþega. „Flytjendum ber skylda til þess að kynna farþegum réttindi sín. Það er eitt af því sem er marg- oft kvartað undan að vanti.“ Þegar flugi er aflýst eða seinkað, sem feli í sér aukastopp, þá beri flytj- endum einnig að hugsa um farþeg- ana meðan beðið er. Í því felist að bjóða hressingu og mat og gist- ingu ef þarf. Sé flugi aflýst með engum fyrirvara þá geti stofnast bótaréttur farþega. Þar er almennt um þrjár fastar upphæðir að ræða, 200, 400 og 600 evrur. Upphæðin fer eftir vegalengd flugsins. Ómar bendir einnig á að dóma- framkvæmd í Evrópu hafi skýrt bótarétt þeirra sem flugi er seink- að hjá. Áður hafi farþegar aðeins átt rétt á uppihaldi en ekki á bót- um. Fólk geti nú átt rétt á bótum þegar seinkun nemi þremur klukkustundum eða meira. Á vefsíðu Flugmálastjórnar má finna frekari upplýsingar. Flytjendum er skylt að kynna flugfarþegum rétt sinn RÉTTUR FARÞEGA Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Ís- lands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir að ekki standi steinn yfir steini í bréfi við- skiptaráðherra Bandaríkjanna sem ákvörðun Bandaríkja- forseta um dipló- matískar aðgerð- ir gegn Íslandi vegna hvalveiða byggist á. „Íslensk stjórnvöld hafa hrakið allar fullyrðingar sem þar eru settar fram og við gerðum grein fyr- ir því á fundum í Washington í síð- ustu viku,“ segir Tómas. „Annars vegar er byggt á því að Íslendingar stundi hvalveiðar sem fari í bága við bann Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) við veiðum í atvinnuskyni. Fyrir liggur að Ísland gerði lagalega gild- an fyrirvara við bannið er það gekk að nýju í ráðið árið 2002 og er því ekki bundið af því. Veiðar Íslendinga séu úr lang- reyðarstofninum á Norðaustur- Atlantshafi sem sé í mjög góðu ásig- komulagi og telji um 20.000 dýr. Vís- indaleg gögn sýni að langreyðarveiðar Íslendinga séu sjálfbærar engu síður en norð- hvalsveiðar Bandaríkjamanna. „Bandarísk stjórnvöld hljóta að vera meðvituð um að ákvörðun verð- ur tekin um kvóta Bandaríkjanna á norðhval til fimm ára á ársfundi IWC í Panama á næsta ári og þurfa Bandaríkin stuðning 3/4 hluta aðild- arríkjanna til að kvótinn verði sam- þykktur. Reynslan sýnir að þar er ekki á vísan að róa.“ Hafa hrakið rök Banda- ríkjamanna Morgunblaðið/Kristinn Hvalveiðar Íslend- inga sjálfbærar Tómas H. Heiðar Sjúklingum sem lágu inni á Land- spítalanum fjölgaði um 8,1% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Það er að meðaltali 41 fleiri daglega. Þetta kemur fram í föstudags- pistli Björns Zoëga, forstjóra Land- spítalans, í gær. Meira hafi verið að gera á spítalanum en síðustu ár. „Talsvert fleiri hafa leitað á bráðamóttökur spítalans og munar þar mest um 4.791 fleiri komur (10,4%) á bráðamóttöku í Foss- vogi,“ segir Björn og bendir jafn- framt á að skurðaðgerðum hafi fjölgað um næstum 4% Forstjórinn segir að Landspít- alinn sé enn innan ramma fjárlaga með u.þ.b. 10 milljóna kr. afgang fyrstu átta mánuði ársins. Hann segir það ótrúlegan árangur hjá starfsfólki spítalans. Á hverjum degi komu 41 fleiri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.