Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 6
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Tilgangurinn með þingi í september
var að gefa þinginu tækifæri til að
vinna betur vandasöm og umdeild
mál yfir sumarið frekar en að keyra
þau í gegn í ósamkomulagi á vor-
þingi. Þetta segir Sturla Böðvarsson,
fyrrverandi forseti Alþingis, sem árið
2007 beitti sér fyrir breytingum á
þingskapalögum.
Frumvarpið sem Sturla flutti
ásamt forsætisnefnd Alþingis fól í sér
að þingið kæmi saman í september til
að fjalla um mál sem ekki hlutu af-
greiðslu á vorþingi. 1. október kemur
síðan nýtt þing saman og þá er fjár-
lagafrumvarpið lagt fram. Frumvörp
sem ekki hljóta afgreiðslu á septem-
berþingi þarf að flytja að nýju á
haustþingi.
„Hugmyndin á bak við september-
þingið var annars vegar að fá tæki-
færi til þess að nota sumarið til að
vinna betur vandasöm og umdeild
mál og ná sátt um þau fremur en að
keyra þau til enda í ósamkomulagi að
vori. Þingnefndir starfa yfir sumarið
og þar gefst því tækifæri til að fara
betur yfir mál. Hins vegar var hug-
myndin sú að áður en ríkisstjórnin
legði fram fjárlagafrumvarp hefði
ríkisstjórninni gefist tækifæri til að
gera þinginu grein fyrir stöðunni al-
mennt og gefa stjórnarandstöðunni
tækifæri til að leggja fram fyrir-
spurnir og kalla eftir aðgerðum áður
en öllu væri í gadda slegið í umræðu
um fjárlagafrumvarpið,“ sagði
Sturla.
Umræður í 58 klukkustundir
Sturla sagði ekki óeðlilegt að mikl-
ar umræður væru um stjórnarráðs-
frumvarpið enda fæli það í sér eflingu
framkvæmdavaldsins á kostnað lög-
gjafarvaldsins. Hann sagðist ekki
telja það neinn „héraðsbrest“ þó
frumvarpinu væri frestað. Það myndi
vonandi batna við frekari skoðun.
Í greinargerð með frumvarpinu
frá 2007 segir að stefnt sé að því að
fundir Alþingis standi aðeins fram að
kvöldmat. Lögin gera ráð fyrir að
forseti þurfi að óska sérstakrar heim-
ildar þingsins ef halda á kvöldfund.
Haldnir hafa verið tveir kvöldfundir
um stjórnarráðsmálið í þessari viku
sem stóðu fram eftir nóttu.
Þegar þingfundur hófst í gær
höfðu umræður um stjórnarráðs-
frumvarpið staðið í 58 klukkustundir.
Haldin hafði verið 141 þingræða og
gerðar höfðu verið 1143 athugasemd-
ir eða andsvör við ræður þingmanna.
Samkvæmt gildandi lögum um
stjórnarráðið eru ráðuneytin talin
upp í lögunum. Í frumvarpi Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra um
stjórnarráðið er gert ráð fyrir að
þetta verði aflagt. Einungis forsætis-
ráðherra er nefndur í lögunum og
hann gerir síðan tillögu um önnur
ráðuneyti, en þau mega flest vera 10.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, er andvígur
frumvarpinu og Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra gerir fyrirvara
við það.
Ræðusnilld á septemberþingi
Með septemberþingi átti að gefa þingmönnum tækifæri til að vinna betur vandasöm og umdeild mál
yfir sumarið frekar en að keyra þau í gegn í ósamkomulagi að vori Deilurnar halda hins vegar áfram
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Brúnin léttist á þingmönnum þegar leið á daginn. Össur Skarphéðinsson og Árni Þór Sigurðsson í ræðustól.
Tala mikið
» Gunnar Bragi Sveinsson,
þingflokksformaður Framsókn-
arflokks, hefur talað samtals í
245 mínútur um stjórnarráðs-
frumvarpið.
» Flokksbróðir hans, Ásmund-
ur Einar Daðason, hefur talað í
um 243 mínútur um málið.
Í þriðja sæti er framsóknar-
konan Vigdís Hauksdóttir sem
talað hefur í 226 mínútur.
» Á eftir þeim koma sjálfstæð-
ismennirnir Birgir Ármannsson
með 224 mínútur og Einar K.
Guðfinnsson með 182 mínútur.
» Ásmundur hefur 111 sinnum
farið upp í andsvör, Gunnar
Bragi 110 sinnum og Vigdís 76
sinnum.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011
Sauðnaut og fleiri dýr komu til umræðu á þingfundi í
fyrrakvöld þegar rætt var um stjórnarráðsþingið. Það
var Árni Johnsen alþingismaður sem hóf umræðu um
sauðnaut í sinni annarri ræðu sem hann flutti um
stjórnarráðsfumvarpið.
Árni kom víða við í ræðu sinni. Hann
fjallaði m.a. um skúma, há-
hyrninga, sauðnaut,
nashyrninga og geit-
unga. Ásmundur Ein-
ar Daðason al-
þingismaður
brást við
ræðu Árna
sem hann sagði
að hefði verið
„yfirgripsmikil“ og
að hún hefði „á
margan hátt sett nýj-
an vinkil á þetta mál svo ekki sé fastar að orði kveð-
ið“. Hann spurði síðan Árna hvert af þeim dýrum sem
hann hefði nefnt í ræðu sinni ætti best við ríkis-
stjórnina.
Árni svaraði og sagði að sauðnaut lýsti ríkisstjórn-
inni best. „Það [sauðnaut] er bundið stað og stund
og hefur mestan áhuga á holtum og melum; ekki ökr-
um og túnum, ekki árangri heldur að þrauka af eins
og frændur þeirra mammútarnir forðum.“
Ásmundur kom aftur upp í andsvari og spurði Árna
hvort hann teldi sóknarfæri fyrir Íslendinga að flytja
inn sauðnaut. „Það er engin spurning að menn eiga
aftur að reyna innflutning og ræktun á sauðnautum,“
sagði Árni og bætti við að tilraun til að flytja inn
sauðnaut á þriðja áratugnum hefði mistekist vegna
þess að sauðnautin hefðu verið látin éta vitlaust fóð-
ur. „Þau náðu engri meltingu og drápust. Þetta er ná-
kvæmlega sama og hæstvirt ríkisstjórn er að gera.
Hún er að troða vitlausu fóðri í íslenska þjóð.“
Ræddu ræktun sauðnauta á Íslandi
FJÖLBREYTTAR UMRÆÐUR UM STJÓRNARRÁÐSFUMVARPIÐ
Egill Ólafsson
Kristján Jónsson
Eftir að samkomulag náðist um
orðalagsbreytingar á stjórn-
arráðsfrumvarpinu í gær varð
ljóst að þráteflið sem verið hefur í
þinginu síðustu daga myndi taka
enda. Var frumvarpið samþykkt
til þriðju umræðu með 32 atkvæð-
um, 16 voru á móti, Atli Gíslason
sat hjá en aðrir voru fjarverandi.
Alls lágu 48 mál fyrir þinginu og
að sögn Ragnheiðar Elínar Árna-
dóttur, þingflokksformanns sjálf-
stæðismanna, myndi sennilega
takast að afgreiða flest þeirra fyr-
ir þinglok sem áætlað er að verði í
dag. Stærstu og umdeildustu mál-
in eru frumvarp um stjórnarráðið,
frumvarp um framlengingu gjald-
eyrishafta og sveitarstjórnarlög.
Samkvæmt breytingum á stjórn-
arráðsfrumvarpinu sem kveðið er
á um í samkomulagi ríkisstjórnar
og stjórnarandstöðu þarf forsætis-
ráðherra að fá samþykki Alþingis
fyrir breytingum á fjölda og heit-
um ráðuneyta.
Fær ítarlegri umfjöllun
„Það sem breytist fyrst og
fremst efnislega er það að í stað
þess að fjöldi ráðuneyta og heiti
séu í ákvörðunarvaldi forsætisráð-
herra verður nauðsynlegt að fá
samþykki Alþingis áður en hann
leggur fram tillögu um þessi atriði
fyrir forseta. Þá þarf tillagan að
hafa fengið samþykki Alþingis eftir
reglum um þingsályktunartillög-
ur,“ segir Birgir Ármannsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Þannig sé tryggt það áhersluefni
flokksins í umræðunni að breyt-
ingar á ráðuneytum þurfi alltaf að
fá umræður og meðferð þingsins.
„Að þessu gefnu er samkomulag
um að meðferð málsins haldi áfram
og því væntanlega lokið ef það nýt-
ur meirihluta í þinginu. Svo mun
afstaða einstakra manna og flokka
birtast í atkvæðagreiðslum,“ segir
hann.
Búist var við að lokaatkvæða-
greiðsla um frumvarpið yrði eftir
þriðju og síðustu umræðu í dag.
Stjórnarráðsfrumvarpið og
frumvarp um framlengingu gjald-
eyrishafta hafa verið mjög um-
deild. Frumvarp innanrík-
isráðherra um sveitarstjórnarmál
er einnig mjög stórt og viðamikið
mál.
Náðu saman um orðalag
Morgunblaðið/Eggert
Áhugi Stundum var fámennt þótt málið til umræðu væri umdeilt.
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
HAUST 8
Spennandi ferð til hinnar stórfenglegu Pétursborgar sem var höfuðborg Rússlands á
árunum 1712 - 1918 og hét um tíma Leníngrad. Hún er án efa miðstöð menningar og
lista og margir telja borgina eina þeirra fallegustu í heimi. Flogið verður til Helsinki og
þaðan haldið til Pétursborgar. Farið verður í áhugaverðar skoðunarferðir um borgina
þar sem við kynnumst sögu og menningu landsins. Skoðum m.a. virki St. Péturs og St.
Páls, St. Isaccs dómkirkjuna og Vetrarhöllina. Undir lok ferðar verður farið til Tallinn,
höfuðborgar Eistlands, en borgin er ein best varðveitta miðaldaborg í N-Evrópu. Hér
er því margt sem gleður augað og margir hápunktar í þessari einu og sömu ferð!
Fararstjóri: Pétur Óli Pétursson
Verð: 188.400 kr á mann í tvíbýli. Mikið innifalið!
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgunverður, 2 hádegisverðir,
2 stórveislur, aðgangseyrir að 5 söfnum, vegabréfsáritun til Rússlands,
staðarleiðsögn og íslensk fararstjórn.
14. - 21. október
Pétursborg - Tallinn
Mikiðinnifalið!