Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 10

Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Í dag stundar Nói Krist- insson meistaranám í mann- fræði við Háskóla Íslands en skólagangan var honum nokkur þrautaganga framan af. „Ég er ekki greindur fyrr en ég ákveð að reyna aftur að klára mennta- skóla. Þá er ég orðinn 22 ára. Ég vissi svo sem alveg að ég væri með ofvirkni og athyglisbrest ég sé það alveg í föð- ur mínum. En að fá greininguna var mikilvæg staðfesting. Þegar ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð átti ég eigin bíl og þar sem mér fannst ekki gaman í náminu átti ég það til að leggja mig í bílnum mínum þangað til mamma og pabbi voru farin í vinnuna. Þá gat ég farið aftur heim. Í MH náði ég bara leiklistinni enda var það eina fagið þar sem þurfti ekki að lesa neitt eða leggja eitthvað á minnið,“ segir Nói. Hann lýsir röskuninni þannig að erfitt sé að einbeita sér að einhverjum einum hlut í einu þar sem hugurinn sé alltaf á ferðinni. Hann standi sig til að mynda að því að vera búinn að lesa í klukkutíma og fletta blaðsíðu eftir blaðsíðu en ekkert hafi farið inn því hugurinn sé annars staðar. Rútínan skiptir miklu „Ég fór í Borgarholtsskóla til að halda áfram með menntaskólanámið og prófaði þá að fara um tíma á lyf. Þá fékk ég að prufa hvernig væri að vera núllstilltur. Ég hætti á þeim á innan við ári því ég fann að þau hefðu bein áhrif á sköpunargáfuna en þá vissi ég hvernig var að vera rólegur og einbeita sér og átti auðveldara með að finna miðjuna aftur. Eftir stúdentsprófið lauk ég BA gráðu í myndlist. Það er ekki sérlega bóklegt nám en þar vaknaði þó bóklegur áhugi hjá mér. Að náminu loknu ákvað ég því að halda áfram og skrá mig í meistaranám í mannfræði í Háskóla Íslands. Þá þurfti ég að beita sjálfan mig sjálfsaga, nenna að vakna og fara að læra sjálfur. Hér er rétt að benda á að sjálfsagi er lærður en ekki kenndur. Um leið og það var komið í rútínu fór þetta að verða lítið mál. Þetta varð auðveldara þegar ég bara gerði hlutina og pældi ekki sérstaklega í þeim. Námið varð áhugamálið mitt og þá varð einhvern veginn auðveldara að einbeita sér. Ég held að aldurinn hafi líka haft sitt að segja í mínu tilfelli en það er mjög einstaklingsbundið hvernig sjúkdómurinn eldist með fólki,“ segir Nói. Aukinn skilningur er mikilvægastur Nóa Kristinssyni myndlistarmanni og meistaranema í mannfræði hefur tekist vel til við að höndla ADHD-röskun sína. Nói var ekki greindur fyrr en eftir tvítugt en hann segir sjálfsaga mikilvægastan til að ná tökum á athyglisbrestinum. Þannig hafi honum tekist að einbeita sér að námi og ná góðum árangri. Honum finnst umræðan um ADHD í samfélaginu misskilin og vill sjá meira forvarnastarf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðhöndlun Nói Kristinsson beitti sjálfan sig sjálfsaga og náði þannig góðum tökum á ADHD-röskun sinni. Eitt af því dásamlega sem haustið býður upp á eru réttir, bæði fjárréttir og hrossaréttir. Fjáreigendur, hrossa- eigendur, bændur og þeirra fólk fer í réttir til að draga fé og hross í dilka og er það mikil vinna en skemmtileg. Aðrir fara í réttir til að hitta mann og annan, syngja og gleðjast. Fyrir þá sem eru kannski að fara í fyrsta sinn eða eru af öðrum ástæðum lítt fróðir um fyrirbærið og vilja ekki vera eins og álfar út úr hól þegar þeir koma til rétta, þá er tilvalið að kíkja inn á vef Sauðfjársetursins og opna tengilinn Smalamennska. Þar má lesa ýmislegt um göngur og réttir, fræðast um sjálfan smalann sem fer til fjalla að sækja skepnurnar, stuðið á réttar- veggnum og hinn eina sanna fjár- hund, sem er ómissandi við smölun og vitur skepna. Þeir sem vilja taka þátt í söngnum þurfa svo að læra nokkur ættjarðarlög. Vefsíðan www.strandir.is/saudfjarsetur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Réttarfjör Ungir sem aldnir leggja sitt af mörkum við fjárdráttinn í réttunum. Smalinn, fjárhundurinn og féð Á nýrri sýningu í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi er tveggja Húsfellinga, Guðrúnar Jónsdóttur og Kristleifs Þorsteinssonar, minnst. Á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæðingu þeirra frændsystkinanna en þau tengjast bæði bænum Húsafelli í Hálsasveit. Guðrún var þar vinnukona og Kristleifur, bóndi og fræði- maður á Stóra Kroppi, var fæddur á Húsafelli. Af þessu tilefni hefur verið sett upp örsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem ýmislegt sem tengist Guðrúnu og Kristleifi er sýnt og sagt frá ævi þeirra og fjölskyldu. Sýn- ingin verður höfð uppi til 13. nóvember og er tilvalið að koma þar við fyrir þá sem verða á ferðinni en sýningin er opin frá 13-18 virka daga. Endilega ... ... kíkið á sýningu í Borgarnesi ljósmynd/Guðrún Vala Borgarnes Í Safnahúsi Borgarfjarðar verður opnuð ný sýning. Dagurinn í dag verður ótrúlega skemmtilegur. Ég byrja á því að vakna með fjölskyldunni í góðum félagsskap. Svo förum við hjónin að undirbúa okkur fyrir Hausthá- tíð Fríkirkjunnar sem verður hér í Hafnarfirði í dag, með því að fara yfir það sem við ætum að flytja fyrir fólkið, pússa raddbönd og strengi,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona sem verður ein margra tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni í dag. „Maðurinn minn Tómas Axel Ragnarsson ætlar að syngja með mér og spila á gítar, Helgi Egils- son spilar á kontrabassa og sjálf spila ég á autohörpuna mína,“ seg- ir Esther og bætir við að tónlist þeirra verði kántríblússkotin. Á frumsýningu í kvöld „Þeir hafa sungið með mér á ár- legum jólatónleikum Örn Arn- arson, tenór og tónlistarstjóri kirkjunnar, og Skarphéðinn Hjart- arson, organisti kirkjunnar og ten- ór. Þá syngjum við saman lögin hennar Mahaliu Jackson.“ Esther tekur fram að sér þyki vænt um kirkjuna sína. „Prest- arnir Einar og Sigga eru dásam- leg, þau eru gott fólk sem gott er að leita til. Einar gifti okkur Tomma og skírði bæði börnin okk- ar.“ Að loknum söng og hausthátíð Hvað ætlar þú að gera í dag? Syngur með manninum Tónelsk Esther og Tommi eru músíkölsk hjón og koma oft fram saman. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Samstöðuhópur gegn misrétti v/kynferðisafbrotamála! Gagnasöfnun hafin! „Hefur barnið þitt fengið að njóta vafans?“ 1. Hefur Rannsóknarlögregla fellt niður þitt mál? 2. Hefur Ríkissaksóknari fellt niður þitt mál? 3. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn málsins? 4. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum gagnvart þeim lögum er lúta að kynferðisafbrotamálum? 5. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum með dóminn. 6. Hefur þú orðið var/vör við að eitthvað eftirlit sé með manni sem lokið hefur afplánun? Hafir þú/þið svör við ofantöldum spurningum, endilega hafið samband! Facebook síða „Samstöðuhópur gegn misrétti..“ í skilaboð. Skrifið mér á netfangið: kristinsn@simnet.is og/eða Pósthólf 8915 - 108 Reykjavík - merkt: „Samstöðuhópur“ Heimasíða: www.kristinsnaefells.com Kær kveðja, Kristín Snæfells Arnþórsdóttir F U L L U M T R Ú N A Ð I H E I T I Ð !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.