Morgunblaðið - 17.09.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.09.2011, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- Helga Ögmund- ardóttir hefur lokið dokt- orsprófi í mann- fræði frá Upp- salaháskóla í Svíþjóð. Dokt- orsritgerðin nefnist „The Shepherds of Þjórsárver. Traditional Use and Hydropo- wer Develoment in the Com- mons of the Icelandic Hig- hland“. Tilgangur rannsóknarinnar, sem ritgerðin byggist á, var að skoða andstöðu þá sem hefur verið í Gnúpverjahreppi við virkjunaráfom Landsvirkjunar við Norðlingaöldu sl. 40 ár. Þar hafa tekist á viðhorf fólks í litlu landbúnaðarsveitarfélagi, náttúruverndarsjónarmið og alþjóðlegir iðnvæðingar- og viðskiptahagsmunir.  Foreldrar Helgu voru Ögmund- ur Helgason og Ragna Ólafsdóttir. Hún er gift Reyni Sigurbjörnssyni rafvirkjameistara og eiga þau tvö börn. Helga starfar við rannsóknir á auðlinda- og umhverfismálum og stundakennslu við H.Í. » FÓLK Doktor í mannfræði Kjartan Thor Wik- feldt hefur varið doktorsritgerð sína í eðlisfræði við Háskólann í Stokkhólmi. Rit- gerðin varpar nýju ljósi á óvenjulega eðliseig- inleika vatns. Almennt er talið að vatn geti verið til í tveimur mismunandi hálfstöðugum vökvahömum við ofurkæld hitastig, þ.e.a.s. undir venju- legu frostmarki. Rannsóknir Kjartans benda til þess að vatn við hærri hitastig, þ.m.t. her- bergishita, flökti á milli stað- bundinna sameindaraðanna sem líkjast þessum tveimur vökvahömum. Ritgerðin er unnin í nánu samstarfi við tilraunaeðlisfræð- inga við SLAC rafeinda- hraðalinn við Stanfordháskól- ann í Kaliforníu.  Kjartan Thor Wikfeldt er fædd- ur 1981, uppalinn í Svíþjóð og í Garðabæ. Foreldrar hans eru Mar- grét Stefánsdóttir og Per Wik- feldt. Hann er búsettur í London þar sem hann stundar rannsóknir við UCL háskólann. Hann er kvæntur Saroosh Shabbir, eðl- isfræðingi. Doktor í eðlisfræði BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Svo margar leiðir hafa verið teikn- aður um Gufudalssveit að ekki eru margir stafir eftir í stafrófinu til að merkja þær með. Heimamenn kalla sína málamiðlunartillögu Ö-leið, í höfuðið á innanríkisráðherra. Hundruð sérfræðinga í vegamálum bíða spennt eftir að hitta Ögmund Jónasson á fundum um vegamál eft- ir helgi en óvíst er hvort Ögmundur verður búinn að finna töfraformúl- una. Suðurhluti Vestfjarða er að vissu leyti einangraður. Ófærar heiðar slíta tengslin við norðurhluta Vest- fjarða hálft árið og erfiðir kaflar eru enn eftir á tengingu svæðisins við hringveginn. Hefur þetta haft alvar- leg áhrif á þróun byggðar. Þannig hefur íbúm Vesturbyggðar fækkað um 30% frá 1998. Íbúar sveitarfé- laganna þriggja eru nú 1470, 440 færri en fyrir þrettán árum. Eftir að Vopnafjörður er kominn í gott vegarsamband eru Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur einu stóru þéttbýliskjarnar landsins sem ekki eru í sambandi við „umheim- inn“ á bundnu slitlagi. Þrætukaflinn í Gufudalssveit Ágætir áfangar hafa náðst í góð- vegagerð á Barðaströnd og í Aust- ur-Barðastrandarsýslu en enn eru slæmir kaflar eftir. Í vetur lýkur vinnu við stuttan en leiðinlegan kafla um Skálanes. Þá er Vegagerð- in að undirbúa lagningu nýs vegar úr Vattarfirði í Kjálkafjörð. Vinna við skipulag og umhverfismat er á lokastigi og vonast Vegagerðin til að bjóða verkið út fyrir áramót. Það verður þá unnið á næstu tveimur ár- um. Að því búnu verður bundið slit- lag á veginum á milli þéttbýlisstað- anna í Vesturbyggð og Reykjavíkur, nema hvað þrætukaflinn í Gufudals- sveitinni stendur eftir. Þar eru sérstaklega tveir hálsar erfiðir yfirferðar, ekki síst á vetr- um. Brekkur eru brattar og veg- urinn niðurgrafinn á köflum. Vegagerðin lagði til að farin yrði ný leið út með Þorskafirði og Djúpi- fjörður og Gufufjörður þveraðir. Landeigendur í Teigsskógi lögðust í veginn og eftir langvinnar deilur og málaferli fengu þeir staðfestingu umhverfisráðherra á umhverfismati ógilta vegna þess að ráðherra hafði notað sjónarmið um umferðarör- yggi til rökstuðnings ákvörðun sinni. Málið hefur verið í pattstöðu síð- an. Heimamenn hafa lengi vel viljað halda sig við þessa leið sem gert er ráð fyrir á staðfestu aðalskipulagi og víðtækur stuðningur virtist vera við tillögu þriggja þingmanna um að setja lög um heimild til að fara þessa leið, þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Ekki virðist þing- meirihluti fyrir tillögunni, allavega hefur hún ekki komist áfram í þinginu. Andstaðan byggist meðal annars á því að þar sé verið að fara gegn hinu formlega umhverfismats- ferli og niðurstöðu æðsta dómstóls þjóðarinnar. Að vísu er hægt að benda á dæmi um slíka lagasetn- ingu og er stjórnlagaráðið nýjasta dæmið um það. Breyttur kúrs í umhverfisráðuneyti Mönnum hrýs hugur við að hefja umhverfismatsferlið frá grunni enda búist við að það taki langan tíma þar sem þeir sem verja Teigs- skóg munu væntanlega kæra málið á öllum stigum. Þótt umhverfisráðu- neytið hafi veitt samþykki sitt fyrir veginum er greinilegt að þar hefur verið breytt um kúrs. Það kemur fram í minnisblaði sem ráðuneytið sendi innanríkisráðherra vegna samráðsferlis sem hann hóf til að reyna að koma málinu úr herkví. Raunar virðist varla mega velta við steini á stórum svæðum. Eftir marga fundi með fulltrúum sveitarfélaganna og ýmsum stofn- unum lagðist Ögmundur Jónasson undir feld og kom síðan með þá til- lögu að lagður yrði nýr vegur yfir hálsana en jafnframt reynt að fá jarðgöng undir Hjallaháls í sam- gönguáætlun sem gilda á til 2012. Ráðherrann rökstyður tillögu sína ekki síst með tímanum sem það tekur að koma málinu af stað. Þá er vitaskuld einfaldast að halda sig sem mest við núverandi veg, fæst umhverfisljón eru á þeim vegi, þótt lagning vega um hálsana hafi mikil áhrif á umhverfið. Hann vísar einn- ig til óvissunnar sem sann- arlega stendur samfélag- inu fyrir þrifum, á meðan pattstaða er í málinu. Heimamenn sem rætt var við hafa ekki mikla trú á þessari jarðgangatillögu, þar sem hún er ekki tímasett, og vitað er að mörgum og dýrum jarð- göngum hef- ur verið lofað, þar á meðal á Vest- fjörðum, en litlir peningar til að bora. Þykir ótrúverðugt að jarð- göng sem kosta 5 milljarða fáist nokkrum árum eftir að nýr upp- byggður vegur hefur verið lagður yfir Hjallaháls. Raunar höfnuðu forystumenn allra sveitarfélaganna tillögu ráð- herra, enda búnir að hafna henni oft áður. Þeir leggja áfram áherslu á að fá láglendisleið og þar með stytt- ingu á leiðinni og segjast ekki hafa umboð íbúa til að gera nokkra mála- miðlun á því. Jarðgöng gerð að skilyrði Í lok samráðsferlis lögðu fulltrúar heimamanna fram málamiðlunartil- lögu sem felst í því að gerð verði göng undir Hjallaháls og vegurinn lagður út með Djúpafirði að vest- anverðu og yfir Gufufjörð. Þannig yrði sneitt bæði hjá Teigsskógi og Ódrjúgshálsi. Þeir völdu þessari til- lögu heitið Ö-leið, til heiðurs ráð- herranum. Skipulagsstofnun og um- hverfisráðuneytið höfnuðu raunar leiðinni út með Djúpafirði á sínum tíma. Það þykir mörgum gert á hæpnum forsendum. Arnarhreiður sem átti að vernda er að vísu stutt frá væntanlegum vegi en hátt yfir honum. En þetta getur sett strik í reikninginn og tafið málið í nokkur ár. Í ályktun sinni opnar bæjarstjórn Vesturbyggðar einnig á tillögu ráð- herrans, en með því skilyrði að jarð- göng verði strax sett í forgang. Beðið eftir ráðherra Þverun Þorskafjarðar átti að vera síðasta stóra framkvæmdin á Vest- fjarðavegi. Raunar er búið að leggja bundið slitlag fyrir fjörðinn en þver- un myndi stytta leiðina verulega. Nú eru kröfur um þá framkvæmd endurvaktar og bent á að hagkvæmt gæti verið að nýta efni sem til fellur við gangagröft í Hjallahálsi í upp- fyllinguna. Ögmundur Jónasson heldur tvo opna fundi með íbúum svæðisins eftir helgi, fyrst í Bjarkalundi á mánudag kl. 17 og síðan í félags- heimilinu á Patreksfirði á þriðjudag klukkan 12. Ráðherra er að fara yfir málið með viðkomandi stofnunum og heimamenn vonast til að hann komi með betri tillögu. Fólk hefur sett sig mikið inn í þessi vegamál og því bíða hundruð sérfræðinga í hinum og þessum leiðum og umhverfisáhrif- um þeirra spennt eftir að heyra ráð- herrann standa fyrir máli sínu. Vonast til að ráðherra komi með nýja tillögu  Einangrun suðurhluta Vestfjarða stendur samfélaginu fyrir þrifum www.mats.is Djúpifjörður Allar tillögur um veg um Gufudalssveit snerta Djúpafjörð. Hallsteinsnes sem hér sést liggur á milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Hér sést inn Djúpafjörð og í Djúpadal. Vegurinn liggur um dalbotninn. Vestfjarðavegur Grunnkort: Landmælingar Íslands Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði Lengd: 16 km | Styttist um 8 km Í undirbúningi Um Hjallaháls og Ódrjúgsháls Lengd: 24 km | Styttist um 6 km Tillaga ráðherra, til umræðu Þverun Þorskafjarðar Lengd: 4 km | Styttist um 9,5 km Ekki á samgönguáætlun Hjallaháls og þverun Gufufjarðar Lengd: 24 km | Styttist um 6-7 km Tillaga heimamanna, til umræðu Sk ál an es Þo rsk afj ör ðu rD júp ifj. Ko lla fjö rð ur Kv íg in di sf jö rð ur Sk ál m ar fjö rð ur Ke rli ng ar fjö rð ur Skálmar- nesfjall Reykjanesfjall Kj ál ka fjö rð ur Ko lla fja rð ar he ið i Þo rs ka fja rð ar ve gu r (Breiðafjörður) Vaðalfjöll Reiphólsfjöll Hj al la há ls Ód rjú gs há ls Gufufj. „Það mun hafa skelfilegar af- leiðingar fyrir samfélagið,“ seg- ir Ásthildur Sturludóttir, bæj- arstjóri í Vesturbyggð, um stöðuna sem kemur upp ef sam- göngumálin leysast ekki í þess- ari atrennu. Hún vekur athygli á að rann- sóknir sýni hversu mikil áhrif samgöngur hafa á samfélög, íbúafjölda, húsnæðismarkað og húsnæðisverð og menntun. „Fólkið fer bara í burtu,“ segir hún Að sama skapi telur Ásthildur að samgöngubætur myndu verða andleg heilsubót fyrir íbúana og fylla þá trú á svæð- ið. Hún bendir einnig á að mikil tækifæri séu í at- vinnumálunum og ef fyr- irtækin losnuðu úr fjötrum skertrar samkeppn- isstöðu með bættum samgöngum gæti margt farið að ger- ast. Yrði andleg heilsubót SAMGÖNGUR MIKILVÆGAR Ásthildur Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.