Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 23

Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 w w w .v is in da va ka .i s Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á hið sívinsæla vísindakaffi, þar sem fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Markmiðið er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf. Vísindakaffin eru haldin á Súfistanum, Máli og menningu Laugavegi, 19., 20., 21. og 22. september kl. 20:00-21:30 hvert kvöld. Þar kynna vísindamenn á ýmsum fræðasviðum rannsóknir sínar sem eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar fyrir fólk á öllum aldri. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum. Stjórnandi vísindakaffisins er Davíð Þór Jónsson. Einnig verður vísindakaffi á Akureyri 22. september. Mánudagur 19. september kl. 20 - 21:30 Að fæðast - hættulegasta ferðalagið? Burðarmálsdauði á Íslandi er með því allra lægsta sem gerist í heiminum. Hins vegar er hann álíka mikill og fjöldi dauðsfalla í umferðinni á hverju ári og þar af leiðandi gríðarlega stórt heilbrigðisvandamál. Dr. Brynjar Karlsson, dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík veltir upp hverjar eru helstu orsakir burðarmálsdauða og segir frá rannsóknum sem miða að því að búa til tækni sem gerir kleift að meta betur ástand fósturs og hættu á fyrirburafæðingu. Þriðjudagur 20. september kl. 20 - 21:30 Kuldinn síðasta sumar afsannar hlýnun jarðar! ...er það ekki? Vísindamenn halda því fram að aukin gróðurhúsaáhrif valdi því að yfirborð jarðar sé að hlýna. Samt var síðasta sumar kalt. Gengur þetta upp? Dr. Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands ræðir gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, kal í túnum og hafís. Miðvikudagur 21. september kl. 20 - 21:30 Sagnfræðingar eru frá Mars, valdhafar frá Venus.Af hverju getum við ekki verið sammála um söguna? Þekking á liðinni tíð er til margra hluta nytsamleg, eða svo segja margir. Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fjallar um nýtingu sögunnar á Íslandi, allt frá landnámi til okkar daga. Ari fróði sagðist vilja hafa það sem sannara reynist en var það nú satt? Fyrir hvern skrifaði hann? Á hinn bóginn má spyrja hvers vegna sagnfræðingar samtímans ættu að nöldra um stórmenni sögunnnar. Skilja þeir ekki að sagan á að sameina okkur, gera okkur stolt af afrekum forfeðranna? Segjum að sagnfræðingar séu frá Mars og valdhafar frá Venus. Er þá nokkuð hægt að mætast á miðri leið? Í hvaða tómarúmi yrði það eiginlega? Fimmtudagur 22. september kl. 20 - 21:30 Offita barna – hvað er til ráða? Í vísindakaffi munu þau Ragnar Bjarnason yfirlæknir á BarnaspítalaHringsinsogÞrúðurGunnarsdóttir sálfræðingur fjalla um meðferð og úrræði vegna offitu barna. Vísindakaffi á Akureyri Fimmtudaginn 22. september kl. 20 - 22 1862 Nordic Bistro í Hofi menningarhúsi Norðausturland – vannýtt náttúruvætti? Jón Þorvaldur Heiðarsson við Háskólann á Akureyri og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir við Náttúrustofu Austurlands velta fyrir sér hvernig náttúruperlur á Norðausturlandi gætu nýst okkur sem auðlindir án þess að tapa perluskini sínu. Vísindakaffi á Súfistanum,Laugavegi 19., 20.,21.og 22. september kl. 20 - 21:30 Allir velkomnir! H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Látið sjá ykkur í Háskólabíói föstudaginn 23. september! Reuters Tækifæri Philippe De Buck telur aðild Íslands opna tækifæri fyrir ESB á norðurslóðum. mótum. Þrátt fyrir að viðsnúningur hagkerfa Evrópu hafi verið umfram væntingar undan- farin ár hafi skuldakreppan skapað óvissu og óstöðugleika. Hann lagði áherslu á það í er- indi sínu að brýnt væri að stjórnvöld gripu sem fyrst til afgerandi aðgerða vegna skulda- kreppunnar. De Buck sagði evruna sem slíka ekki vera rót skuldakreppunnar í Evrópu – vandann megi rekja til ósjálfbærrar skulda- söfnunar einstakra ríkja. Hann lagði áherslu á í erindi sínu að aðildarríki evrusvæðisins samþykktu síðustu breytingar sem voru gerðar á björgunarsjóðnum sem ESB setti á laggirnar í kjölfar þess að gríska ríkið ramb- aði á barmi gjaldþrots í fyrra. Ennfremur lagði hann áherslu á að aðildarríki evrusvæð- isins hrintu í framkvæmd umbótum, endur- skoðuðu Maastricht-skilyrðin og ykju með sér samstarf á sviði efnahagsmála. Þörf á að styrkja stöðu framkvæmdastjórnarinnar Telur De Bruck að þessar aðgerðir kalli á frekari styrkingu stöðu framkvæmdastjórnar ESB í stjórnsýslu sambandsins. De Bruck sagði evruna vera til marks um efnahagslega velgengni. Tilkoma hennar hafi haldið niðri verðbólgu á hinu sameiginlega myntsvæði og lagt grundvöll að hagvexti með því að ýta undir milliríkjaviðskipti, auka sam- keppni og framleiðni. Hann sagði það skyldu atvinnulífsins í Evrópu að styðja aðgerðir sem standa vörð um evruna. ornarnar@mbl.is Philippe De Buck, framkvæmdastjóri BUS- INESSEUROPE, sem eru samtök atvinnulífs- ins á evrusvæðinu, segir að með aðildar- viðræðum íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins sé að myndast svigrúm fyrir ESB til að auka áhrif sín á norður- slóðum. Þetta kom from í erindi De Buck á morgun- verðarfundi sem Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir í gær. De Buck sagði í erindi sínu að á endanum myndu Ís- lendingar taka afstöðu til aðildar en lagði áherslu á þá skoðun sína að hver einasta stækkun ESB, rétt eins og hvert einasta skref í átt að dýpkunar sambandsins, hefði reynst ESB vel sem og aðildarríkjunum. De Buck segir að evrusvæðið standi á tíma- Aðild Íslands skapar ESB tækifæri STUTTAR FRÉTTIR ● Í grein um „Einstök Beer“ í blaði gærdagsins misritaðist á einum stað að nýja bjórtegundin kæmi í sölu á völd- um vínveitingastöðum 16. desember. Þar átti vitaskuld að standa 16. sept- ember, eins og skilja mátti af öðrum hlutum greinarinnar og af forsíðu- tilvísun. Lesendur geta því fundið bjórinn strax í dag á krám og veitingastöðum. „Einstök“ kemur svo væntanlega í verslanir ÁTVR 1. október. Bjórinn fæst í dag ● Almenn útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu rúmlega 2,3 milljörðum króna í ágústmánuði og er það um 44% hærri fjárhæð en í ágúst í fyrra. „Hafa nú útlán sjóðsins til íbúðar- kaupa aukist milli ára allt frá júlí á síð- asta ári, þó að febrúar síðastliðnum undanskildum þegar þau stóðu í stað. Sé tekið mið af fyrstu átta mánuðum ársins er heildarfjárhæð almennra lána 15,9 milljarðar króna en var um 11 millj- arðar króna á sama tímabili í fyrra. Jafn- gildir þetta aukningu upp á 45%. Þessi þróun er í takti við tölur Þjóðskrár Ís- lands sem sýna gríðarlega fjölgun á kaupsamningum á íbúðarhúsnæði milli ára. Nú í ágúst síðastliðnum var þinglýst alls 407 kaupsamningum um íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem eru tvöfalt fleiri kaupsamningar en þing- lýst var á sama tíma í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur verið þinglýst 2.777 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði, það er 76% aukning frá sama tímabili í fyrra,“ segir í Morg- unkorni greiningar Íslandsbanka. Útlán Íbúðalánasjóðs jukust um 44%                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/0-1+ ++2-3/ 4+-30, 41-./, +2-3,5 +04-3+ +-,1.5 +/4-0. +,5-./ ++,-50 +/0-3, ++2-/4 4+-35/ 41-23. +2-,+ +04-2/ +-,++0 +/4-5 +.1-+0 4+,-3210 ++.-4+ +/0-/5 ++/-+. 4+-,.+ 41-/12 +2-,.+ +00-+, +-,+,2 +/0-33 +.1-,/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.