Morgunblaðið - 17.09.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.09.2011, Qupperneq 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Kristinn Full borg matar Steikarilm lagði yfir miðborgina frá Hressó í Austurstræti í gærkvöldi en þar voru lamba- og svínaskrokkar grillaðir í heilu lagi. Jón Baldvin Hanni- balsson var gestur í þættinum Sprengi- sandi 28. ágúst sl. Til umræðu var tuttugu ára sjálfstæðisafmæli Eystrasaltsríkjanna, en eins og mikið hef- ur verið rætt við þessi tímamót voru Íslendingar fyrstir til að viðurkenna þau sem sjálfstæð ríki og taka upp stjórnmálasamband hinn 26. ágúst 1991. Í þættinum svaraði Jón Baldvin án þess að hika spurningu Sig- urjóns Egilssonar um hvaðan frumkvæðið að því að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna hefði komið, með þessum orðum: „Það kom frá mér og það voru ákveðnar ástæður fyrir því sem var bara niðurstaða af þróun mála.“ Þetta þótti mér nokkuð athygl- isverð yfirlýsing, sé einmitt litið til þróunar mála á Alþingi á þeim tíma. Ekki síst í ljósi þess að rík- isstjórnin sem hinn sami Jón Baldvin sat í hindraði árið áður að þingsályktunartillaga um við- urkenningu á sjálfstæði Litháens yrði rædd í þinginu. Tillöguna lagði þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, Þorsteinn Páls- son, fram ásamt þingflokki sínum. Staðreynd málsins er sú að Sjálfstæðisflokkurinn átti frá upp- hafi frumkvæði að viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna. Bæði þáverandi utanrík- isráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, og forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, voru andvígir því að Ísland færi hraðar en hinar Norðurlandaþjóðirnar og NATO-ríkin í því að viðurkenna sjálfstæði þeirra. Um þetta vitna Alþingistíðindi og fjölmiðlar á þessum tíma. Við umræður um utanríkismál í mars árið 1990 sagði Jón Baldvin m.a. að viðurkenning á sjálfstæði Litháens gæti þýtt að Gorbatsjov yrði felldur frá völdum. Viturleg stefna væri að forðast í hvívetna að magna árekstra. (Mbl. 30. mars 1990 bls. 27.) Tilraunir Sjálfstæð- isflokksins til að fá ís- lensk stjórnvöld til að liðsinna Eystrasalts- ríkjunum í sjálfstæð- isbaráttu sinni fóru þó ekki fram hjá ráðamönnum ríkjanna. Því til vitnis er heimsókn sem for- setar Eistlands og Litháens buðu Þor- steini Pálssyni og framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins, Kjart- ani Gunnarssyni, í til Eistlands og Litháens í september 1990. Þar ávarpaði Þorsteinn Pálsson m.a. setningarfund þjóðþingsins í Litháen. Í kjölfar heimsóknarinnar lagði formaður Sjálfstæðisflokksins fram þingsályktunartillögu um viðurkenningu á sjálfstæði allra Eystrasaltsríkjanna. Í umræðum um tillöguna kom skýrt fram að Jón Baldvin taldi enga þörf á sér- stakri viðurkenningu af Íslands hálfu og færði þau rök fyrir af- stöðu sinni að viðurkenning Dana frá 1921 væri enn í gildi og því þyrfti ekki að árétta hana af Ís- lands hálfu. Með það í huga er furðulegt hversu eindregið frumkvæði hann telur sig hafa haft að því að veita Eystrasaltsríkjunum viðurkenn- ingu nokkrum mánuðum síðar. Í janúar 1991 kom svo formaður utanríkisnefndar þjóðþings Lithá- ens í heimsókn til Íslands. Hann fundaði með formanni Sjálfstæð- isflokksins og þann sama dag átti Þorsteinn Pálsson einnig símtal við Landsbergis, forseta Litháens, sem ítrekaði þar beiðni sína um skjót viðbrögð af Íslands hálfu. Þá stóðu mál enn þannig að Sjálf- stæðisflokkurinn var einn þeirrar skoðunar að viðurkenna ætti sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna óháð þeim hraða sem NATO-ríkin vildu hafa á málinu. Í Morgunblaðinu 24. janúar 1991 á bls. 16 lýsir for- maður utanríkisnefndar litháska þjóðþingsins því yfir að hann sé sérstaklega ánægður með afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Það var svo á sérstökum fundi formanna allra stjórnmálaflokka 8. febrúar 1991 að samkomulag náð- ist um að utanríkisnefnd flytti þingsályktunartillögu um að ítreka formlega viðurkenningu Íslands frá 1921. Þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins sættist á þá máls- meðferð enda fól hún í sér að efn- islega var tekið undir tillögur hans í málinu. Þetta er sumsé öll sagan af for- ystu og frumkvæði Jóns Baldvins Hannibalssonar í stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj- anna. Hann vildi ekki ógna valda- stöðu Gorbatsjovs með því að við- urkenna sjálfstæði þeirra, fannst ekki ástæða til þess að árétta sjö- tíu ára gamla yfirlýsingu Dana um stjórnmálasamband og þótti óþarfi að fara sér hraðar en NATO-ríkin töldu við hæfi í málinu. Allt á sama tíma og Sjálfstæðisflokk- urinn barðist fyrir því að Eistland, Lettland og Litháen fengju stuðn- ing íslenskra stjórnvalda. Ég vil taka það sérstaklega fram að það vakir ekki fyrir mér með upprifjun þessari að gera lítið úr framgöngu Jóns Baldvins Hannibalssonar þegar málið komst loks á framkvæmdastig. Þvert á móti má hæla honum þar fyrir vasklega framgöngu. Og að sjálf- sögðu er aðalatriðið að Eystra- saltsríkjunum skuli hafa auðnast að brjótast til sjálfstæðis og undan oki Sovétríkjanna, en þegar sagan er skoðuð er ævinlega betra að hafa það sem sannara reynist. Afar síðbúið frumkvæði – eftirásöguskýring Jóns Baldvins Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur Ragnheiður Elín Árnadóttir » Staðreynd málsins er sú að Sjálfstæð- isflokkurinn átti frá upphafi frumkvæði að viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Nú á haustdögum sendi Evrópusambandið frá sér svokallaða rýniskýrslu um landbúnað og samhliða setti sambandið Íslandi skilyrði fyrir því að hefja viðræður um landbúnaðarkafla aðild- arsamnings. Vegna mikillar umræðu um skilyrði ESB og skyldur einstakra ráðherra í aðildarviðræðunum er rétt að koma eftirfarandi á framfæri. Hefur ESB viðurkennt kröfur Íslands? Í rýniskýrslunni er farið yfir stöðu mála í landbúnaði á Íslandi og svo langt sem sú lýs- ing nær þá er hún í öllum aðalatriðum rétt og lýsir aðstæðum hér. Að því leyti viðurkennir Evrópusambandið þá sérstöðu sem íslenskur landbúnaður býr við í dag, m.a. hvað varðar fábreytni í framleiðslu þar sem hér er ekki stunduð kornrækt í neinni líkingu við það sem er í löndum ESB svo dæmi sé tekið. Skýrslan kemur einnig inn á að hér er landbúnaðar- kerfið mjög frábrugðið því sem er í Evrópu- sambandinu. En í texta framkvæmdastjórn- arinnar er hvergi vikið að neinni tilslökun gagnvart því að Ísland taki að fullu yfir það stjórnkerfi sem gildir um landbúnað í Evrópu. Þar segir: Við aðild Íslands að ESB verður Ísland að tryggja beitingu og framkvæmd á réttar- reglum ESB um landbúnað og dreifbýlis- þróun. Þetta mun sér í lagi útheimta að Ísland beiti ESB-reglum um beingreiðslur og tryggi að komið verði á skipulagi sameiginlegs markaðar fyrir hinar ýmsu landbúnaðarafurðir. Þetta mun krefjast verulegrar aðlögunar að gildandi lögum og stjórnar- háttum. Skilyrði Íslands borin saman við skilyrði Króatíu Ein veigamestu tíðindi þessarar skýrslu eru að mínu mati þau að Evrópusambandið kýs að beita okk- ur svonefnum opnunarskilyrðum til að samningaviðræður um landbúnað og dreifbýlisþróun geti hafist. Slíkt er þó ekki nýlunda í samningaviðræðum nýrra ríkja um inngöngu. Þannig voru Króatíu sett skilyrði um að bæta úr hagskýrslugerð í landbúnaði til að samningar gætu hafist um landbúnað og fjögur önnur skilyrði fyrir því að samningum um hann gæti lokið. Eitt þeirra var um stofn- un s.k. greiðslustofu, sem Króatar hafa þegar stofnað þótt aðild hafi ekki verið samþykkt þar í landi. Áætlað er að 518 manns starfi við hina nýju stofnun Króata. Þau opnunarskilyrði sem á okkur eru sett af hálfu ESB eru á vissan hátt víðtækari því Íslandi er gert skylt að leggja fram áætlun um á hvern hátt það ætli að taka yfir hina al- mennu landbúnaðarstefnu ESB ef til aðildar kemur. Væntanlega þarf slík áætlun að fela í sér tímaáætlun um hvaða stofnanir verði sett- ar á laggirnar og um lagaramma. Þá þarf að koma hér á landupplýsingakerfi í samræmi við IACS-kerfi ESB og samræma allt stjórn- kerfi við hið breytta fyrirkomulag. Ekki er að sjá að hér sé slakað mikið á kröfum ESB vegna smæðar landsins eða þess að hér er bændastéttin fámenn miðað við það sem gerist með milljónaþjóðum. Þannig segir t.d. um svokallaða greiðslustofnun sem er einn af þeim þáttum sem Ísland verður að koma upp: Greiðslustofnun aðildarríkis verður að fara eftir faggildingarviðmiðunum ESB án tillits til stærðar hennar og/eða verkefna sem hún framkvæmir. Þau opnunarskilyrði sem ESB setur koma verulega á óvart þegar haft er í huga að á rýnifundi um landbúnaðarkaflann sem fór fram í Brussel 27. janúar sl. gaf íslenska samninganefndin út sérstaka yfirlýsingu um málið miðað við þá ákvörðun Íslands að breyta ekki íslenskri stjórnsýslu eða lögum fyrr en fyrir liggur að aðildarsamningur hafi verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu samninganefndarinnar var því lýst að Íslandi verði unnt að gera allar nauðsyn- legar laga- og stjórnsýslubreytingar þannig að allt verði til reiðu frá gildistöku aðildar. Nú liggur fyrir að slík yfirlýsing er ekki fullnægj- andi að mati framkvæmdastjórnar ESB. Valdið er Alþingis Sé Íslandi ætlað að leggja nú fram heild- stæða áætlun um lagabreytingar sem síðan verði að veruleika eftir samþykki aðildar, þá hefur það áhrif á stöðu okkar. Almennt geta Alþingi og ríkisstjórn farið mismunandi leiðir að settu marki og hafa þar ákveðið frelsi til ákvarðana, einnig þegar kemur að því að upp- fylla samninga við erlend ríki. En sé svo að ríkisstjórnin hafi þegar lagt fyrir ESB áætlun um hvernig þetta verði gert þá hefur slík áætlun sjálfstætt lagabindandi gildi gagnvart Evrópusambandinu og getur þá beinlínis skert sjálfræði þess þings sem ókjörið er. Einnig ber hér að hafa í huga að áætlunar- gerð eins og hér er rætt um má á engan hátt skerða samningsstöðu Íslands í viðræðunum. Í nefndaráliti meirihluta utanríkismála- nefndar er einmitt tiltekið að Ísland skuli láta á það reyna að breyta ekki atriðum sem hér er svo aftur á móti tiltekið að Ísland sýni fram á hvernig það geti, vilji og muni breyta við inngöngu. Hér koma því til álita valdmörk fram- kvæmdavaldsins gagnvart Alþingi og það verður því fyrsta verk mitt í þessu máli sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að leita svara hjá framkvæmdastjórninni um hversu almenn eða ýtarleg áætlun okkar í landbúnaðarmálum á að vera. Fyrr en það liggur fyrir er ekki raunhæft að ráðast í gerð hennar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun hér eftir sem hingað til fara að sam- þykktum Alþingis, hvort sem mál varða aðild- arumsókn að ESB eða önnur verkefni sem því eru falin. Í þessu máli er afar mikilvægt að halda fast á hagsmunum Íslands. Eftir Jón Bjarnason »Hafi ríkisstjórnin lagt fyrir ESB áætlun hefur hún sjálfstætt lagabindandi gildi og getur þá beinlínis skert sjálf- ræði þess þings sem ókjörið er. Jón Bjarnason Um skilyrði ESB og valdmörk ráðherra Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.