Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 28

Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 Þegar Dag Hamm- arskjöld var skipaður framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 7. apríl 1953 geisaði skefja- laust stríð á Kóreuskaga og samtökin voru klofin á milli austurs og vest- urs. Sovétríkin snið- gengu öryggisráðið til að andmæla því að hin nýja kommúnistastjórn Kína fengi ekki aðild að ráðinu. Það var síður en svo öruggt að Sameinuðu þjóðirnar yrðu árangurs- ríkari en fyrirrennari þeirra, Þjóða- bandalagið, í að koma í veg fyrir að út brytist ný heimsstyrjöld. Það er ekki sjálfgefið að maður hug- sjóna og grundvallaratriða sé einnig pragmatískur og skapandi. Þess vegna er Dag Hammarskjöld fólki um víða veröld enn uppspretta aðdáunar og innblásturs, fimmtíu árum eftir dauða hans. Hammarskjöld sameinaði býsna vel þessa þætti sem gætu virst and- stæður. Oft er vitnað í þau orð hans að Sameinuðu þjóðirnar ættu að vera öfl- ugt tæki í höndum aðildarríkja sinna en með þeim gerir hann í raun hugsjón úr verkhyggju. Hammarskjöld áttaði sig á því að samtökin viðhéldu einungis þýðingu sinni með því að aðlagast stöðugt nýjum áskorunum. Friðargæsla er sennilega besta dæmið um slíka aðlögun. Þegar Súes- deilan braust út árið 1956, voru engin ákvæði í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um að beita hlutlausum, vopnuðum sveitum samtakanna til að stuðla að jafnvægi við viðkvæmar að- stæður. Enn eru engin slík ákvæði en þetta hefur engu að síður ekki komið í veg fyrir slíka beitingu. Hammarskjöld sá tæki- færi en ekki farartálma í því að slík ákvæði skorti. Að tillögu Lesters Pear- son, utanríkiráðherra Kanada, samdi hann grunnhugmyndina um friðargæslu og fylkti liði Alþjóðlegu neyðarsveit- arinnar (United Nations Emergency Force (UNEF)) á aðeins nokkrum vikum. Það er til marks um visku Hammarskjölds að grundvallaratriði UNEF-verkefnisins eru enn þann dag í dag þungamiðja allra sams konar að- gerða Sameinuðu þjóðanna. UNEF- verkefnið var í raun holdgervingur verkhyggju og sköpunargleði Hamm- arskjölds. Margt hefur breytt forsendum frið- argæslu Sameinuðu þjóðanna í grund- vallaratriðum frá því í Súesdeilunni. Við lok kalda stríðsins blossuðu upp ýmiss konar innanríkisdeilur á milli stríðandi pólitískra eða trúarlegra fylkinga og þjóðarbrota. Spenna á milli blokkanna tveggja á heimsvísu hafði fram að þessu haldið þeim niðri. Hnattvæðingin og framþróun hvers kyns samskipta hafa svo minnkað allar fjarlægðir í tíma og rúmi. Með tilkomu ýmissa heimshlutasamtaka hafa orðið til stofnanir sem ýmist starfa við hlið eða bætast við starf Sameinuðu þjóð- anna. Þessar aðstæður hafa að sumu leyti gert friðargæslu Sameinuðu þjóðanna kleift að skipta sér af fleiri tegundum átaka, en hafa einnig skap- að ný vandamál. Tvö tímamótarit hafa á und- anförnum árum verið þungamiðjan í umræðum um þessar nýju áskoranir. Annars vegar skýrsla nefndar um Friðargæslu SÞ eftir 2000 („Brahimi- skýrslan“) og hins vegar samantekt aðalskrifstofu samtakanna, „Frið- argæsla SÞ 2009 við sjóndeildarhring- inn“ („Nýju sjóndeildarhringja“ frum- kvæðið). Brahimi-nefndin benti á að frið- argæsla fælist í sívaxandi mæli ekki í því að gæta friðar að loknum átökum heldur starfaði við þær aðstæður að ein eða fleiri stríðandi fylkinga væri ekki af neinni alvöru aðili að lausn átaka. Nefndin viðurkenndi því þörf sveita Sameinuðu þjóðanna fyrir að vera viðbúnar „að takast á við þau öfl sem valda stríði og ofbeldi“ og búa yfir „afli og áræði til að sigrast á þeim“. Nefndin lagði áherslu á að hlutleysi aðgerða Sameinuðu þjóðanna yrði að felast í trúfestu við grundvallaratriði stofnsáttmálans. Í þeim tilfellum þar sem annar aðilinn bryti skefjalaust í bága við ákvæði stofnsáttmálans, væri ekki hægt að halda áfram að láta eins og ekkert væri og láta deiluaðila sitja við sama borð. Slíkt gæti falið í sér að ganga erinda hins illa. Enn fremur skyldi skilgreina vald sveita til að beita valdi auk þess sem reglur um beitingu vopna skyldu vera rúmar til að hindra að friðarspillar næðu frumkvæði. Brahimi-skýrslan og „Nýju sjón- deildarhringja“ samantektin voru í senn spor í rétta átt og virtu á sama tíma anda og bókstaf stofnsáttmálans og ítrekuðu grundvallaratriði frið- argæslu Sameinuðu þjóðanna. Í þess- um skjölum er viðurkennt, eins og Hammarskjöld gerði, að friðargæsla SÞ er ófullkomið en ómissandi tæki í höndum alþjóðasamfélagsins. Aukinn fjöldi gerenda á alþjóð- legum vettvangi og fleiri úrlausnarefni draga ekki úr hlut og mikilvægi Sam- einuðu þjóðanna í friðargæslu. Þvert á móti er þetta árétting á mikilvægi starfsins sjálfs og viðurkenning á því að mörgum ríkjum og staðbundnum aðilum rennur blóði til skyldunnar að axla ábyrgð á slíkum hnattrænum úr- lausnarefnum sem friði og hindrun átaka. Hlutverk Sameinuðu þjóðanna verður ólíkt því sem það var á sjötta og sjöunda áratugnum en ekki síður mik- ilvægt. Sameinuðu þjóðirnar munu enn um sinn standa fyrir lögmæti nauðsynlegra aðgerða og samræma alþjóðleg viðbrögð við hnattrænum jafnt sem staðbundnum átökum. Sam- einuðu þjóðirnar með allri sinni marg- breytni munu eftir sem áður verða meginvettvangur alþjóðlegra sam- ræðna um friðargæslu, hindrun og lausn deilna. Sameinuðu þjóðirnar eru hornsteinn sænskrar utanríkisstefnu. Við og fé- lagar okkar í Evrópusambandinu fögn- uðum Brahimi-skýrslunni og styðjum af krafti frekari þróun „Nýju sjón- deildarhringja“ frumkvæðisins. Efla þarf og víkka út þau atriði sem sam- staða hefur náðst um. Í fyrsta lagi ber að viðurkenna mik- ilvægi þess að vernda óbreytta borg- ara. Sá árangur sem næst eða ekki næst í því að vernda óbreytta borgara hefur bein áhrif á trúverðugleika og lögmæti friðargæsluaðgerða Samein- uðu þjóðanna, auk stuðnings almenn- ings á átakasvæðum. Í öðru lagi skal brúa bilið á milli frið- argæslu og friðaruppbyggingar. Frið- argæsluliðar geta með stuðningi sínum og öryggi rutt brautina fyrir innlenda og alþjóðlega viðleitni til að stuðla að langtíma-friðaruppbyggingu á sviðum eins og löggæslu, stofnun réttarríkis, umbótum á öryggisgeiranum auk af- vopnunar, upplausnar vígasveita og aðlögunar vígamanna að samfélaginu. Í þriðja lagi þurfum við að bregðast við aukinni eftirspurn eftir sérfræði óbreyttra borgara á sviði réttarrík- isins, dómskerfis og umbóta í örygg- isgeiranum, sérstaklega í marg- flóknum friðargæsluverkefnum. Í fjórða lagi ættum við að fylgja for- dæmum rits Dags Hammarskjölds, Summary Study, sem kom út fyrst 1958, og beina athygli okkar að Sam- einuðu þjóða-kerfinu sjálfu og vinnuað- ferðum okkar. Að lokum skulum við minnast þess að Hammarskjöld helgaði sig fyrst og fremst þróun Sameinuðu þjóðanna. Hvort sem hann viðurkenndi það eða ekki, var hann hinn gæfuríki leið- sögumaður Sameinuðu þjóðanna á þessari vegferð. Sú sýn Hamm- arskjölds að Sameinuðu þjóðirnar væru holdgervingur „deiglu mannlegs samfélags“ og störfuðu „við hengiflug hins óþekkta“ er okkur enn innblástur. Eftir Carl Bildt »Hammarskjöld helg- aði sig fyrst og fremst þróun Sameinuðu þjóðanna. Hvort sem hann viðurkenndi það eða ekki, var hann hinn gæfuríki leiðsögumaður Sameinuðu þjóðanna á þessari vegferð. Carl Bildt Höfundur er utanríkisráðherra Svíþjóðar. Dag Hammarskjöld og frið- argæsla Sameinuðu þjóðanna Dag Hammarskjöld Fram hafa komið sterkar gagnrýn- israddir á fram- kvæmdir við uppbygg- ingu svonefndrar Þorláksbúðar í Skál- holti. Spurningum þar að lútandi hefur verið beint til mín sér- staklega, sem ég vil leitast við að svara. Um aldir hefur rúst Þorláksbúðar staðið í kirkjugarðinum og minnt á forna sögu og minningar. Skemma dómkirkjunnar, skrúðhús sem iðulega í aldanna rás var notuð sem dómkirkja þegar unnið var að endurbyggingu kirkjunnar. Hugmyndir um uppbyggingu rúst- arinnar hafa oft komið fram, þar á meðal í nefnd um uppbyggingu Skál- holts sem skilaði áliti 1993. Þar segir: „Þorláksbúð er forn tóft norðan við kirkjuna. Hlutverk búðarinnar til forna er ekki þekkt með vissu. Til álita kemur að endurbyggja Þorláks- búð þannig að hún mætti hvort tveggja endurspegla forna bygging- argerð og nýtast í tengslum við kirkjulegar athafnir.“ Séra Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup, sem var í nefndinni, hafði mikinn áhuga á þessu verkefni, enda var minning Þorláks biskups honum hugleikin. Beitti hann sér fyrir stofn- un Þorláksbúðarfélags fyrir nokkrum árum, ásamt með Árna Johnsen, al- þingismanni, og Kristni Ólasyni, rektor Skálholtsskóla. Á þessum tíma var starfandi sér- stök stjórn fyrir Skálholt, skipuð af kirkjuráði, en formaður hennar var sr. Sigurður. Aðrir stjórnarmenn voru tveir þáverandi kirkjuráðsmenn, sr. Kristján Björnsson og Jóhann E. Björnsson. Stjórn Skálholts sannfærði kirkjuráð um að uppbygging Þorláks- búðar nyti almenns stuðnings og að tilskilin leyfi lægju fyrir, og að fjármögnun verkefn- isins væri tryggð. Á þeim grundvelli veitti kirkjuráð samþykki sitt. Ég vissi t.d. ekki bet- ur en handhafar höf- undarréttar Skálholts- kirkju hefðu gefið leyfi sitt. Þorláksbúðarfélagið hefur borið hitann og þungann af verkefninu. Kirkjuráð og biskup Íslands bera samt sem áður hina endanlegu ábyrgð á öllum framkvæmdum í Skálholti, og geta ekki vikist undan því. Kirkjuráð mun nú ræða þessi mál og bregðast við þeirri gagnrýni sem fram hefur komið. Skálholt skipar dýrmætan sess í vitund þjóðarinnar. Mikilvægt er að sátt og friður ríki um uppbyggingu staðarins og það starf sem þar fer fram. Ég vil þakka alla velvild og hlý- hug í garð Skálholts sem m.a. kemur fram í málflutningi þeirra sem láta sér ekki á sama standa um ásýnd og virðingu staðarins. Um Þorláksbúð í Skálholti Eftir Karl Sigurbjörnsson Karl Sigurbjörnsson » Skálholt skipar dýr- mætan sess í vitund þjóðarinnar. Mikilvægt er að sátt og friður ríki um uppbyggingu stað- arins og það starf sem þar fer fram. Höfundur er biskup Íslands. Síðustu misseri hafa ýmsar stéttir staðið í kjarabaráttu í þjóð- félagi okkar. Sumar þeirra ná fram mark- miðum sínum með samningsgerð en aðrar ná því með samnings- gerð eftir að hafa beitt verkfallsvopni, þá ým- ist hótað því að nota það eða boðað til verk- falls sem úr hefur orð- ið. Ein af þeim stéttum sem standa í kjarabaráttu eru lögreglumenn, en lögreglumenn hafa verið samnings- lausir í tæpa 300 daga. Ekki hefur samningsgerð gengið vel milli lögreglumanna og samn- inganefndar ríkisins en kjarabarátt- unni var vísað í gerðardóm sem mun í síðasta lagi kveða upp úrskurð sinn í lok september næstkomandi. Hef- ur það komið fram í þjóðfélags- umræðunni að laun lögreglumanna séu lág og ber þar helst að nefna all- nokkrar greinar sem birtar hafa ver- ið um málefni lögreglumanna og lúta að því að launin séu of lág og þá ekki síst miðað við eðli starfsins. Er inni- hald þeirra greina sammerkt að því leyti að lögreglumenn tilheyra lág- launastétt sem ekki er samið við á réttum tíma. Hefur verið bent á að orsökin fyrir lágum launum og seinagangs við samningsgerð sé að lögreglumenn hafa ekki verkfalls- vopn til að beita í sinni baráttu. Ekki leikur vafi á því að lög- reglumenn eru lágt launaðir og sést það vel þegar laun eru borin saman við viðmiðunarstéttir, en þó getur verið erfitt að finna viðmiðunarstétt sökum eðli lögreglustarfsins. Verður ekki í grein þessari fjallað nánar um einstök atriði hvað varðar launakjör eða ósanngirnina sem felst í lágum launum heldur greint frá þeim af- leiðingum sem skapast þegar laun lögreglu- manna eru lægri en æskilegt þykir. Lögreglan er stofn- un sem nýtur mikils trausts meðal almenn- ings samkvæmt skoð- anakönnunum og hefur gert í áraraðir. Er það mikilvægt í réttarríki sem okkar þar sem lög- reglan er sá hluti af framkvæmdarvaldinu sem ríkustu heimild hefur til að frels- issvipta einstakling, en frelsi ein- staklingsins er stjórnarskrárbund- inn réttur og af mörgum talinn sá æðsti réttur sem einstaklingur hef- ur. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum markað láglaunastefnu meðal lögreglumanna og geta afleiðingar hennar birst í ýmsum myndum en mun ég greina frá tveimur hér. Annars vegar er hætt við því að framboð af þeim sem áhuga og getu hafa til þess að sinna lögreglustarf- inu minnki, þ.e. að þeir hæfu ein- staklingar sem áhuga hafa á því að skipa lögregluna munu fælast frá því að hefja störf í stéttinni en eðlilegt er að draga þá ályktun að launakjör og launaþróun hafi áhrif á ákvörðun einstaklings sem er að velja sér framtíðarstarf. Hins vegar er hætt við því að þeir hæfu starfsmenn sem núna skipa stéttina sjá sig neydda til að yfirgefa hana og snúa til annarra starfa sök- um lakra launakjara og launaþróun- ar. Mikilvægt er að tryggja nýliðun hæfra einstaklinga í stéttinni sem og að halda í þá hæfu lögreglumenn sem hana skipa en framangreint eru afleiðingar sem orsakast af lágum launum og eru þessar afleiðingar til þess fallnar að veikja lögregluna í heild sinni. Lögreglan er oft talin einn af hornsteinum réttarríkisins og er hún sú stofnun sem hefur með hönd- um löggæslu í sinni víðustu merk- ingu, en samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 er meðal annars hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi, að stemma stigu við af- brotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og rík- isins. Ekki fer það á milli mála að miðað við skilgreint hlutverk lögreglu að hún sinnir mikilvægu starfi og er stór liður í því að skipa það réttarríki og samfélag öryggis sem við búum í. Það hlýtur því að vera krafa almenn- ings til stjórnvalda að lögreglan, sem fer með ofangreint hlutverk og þann hluta framkvæmdarvaldsins að svipta einstakling æðsta rétt sínum, frelsinu, ásamt fleirum tiltækum þvingunarúrræðum, sé fullskipuð hæfum einstaklingum sem sinna starfi sínu af fagmennsku og með sóma. Miðað við ofantalið í grein þessari þá er því stefnt í hættu með þeirri láglaunastefnu stjórnvalda sem hefur verið mörkuð á síðustu ár- um. Greinarhöfundur hóf störf í lög- reglu á haustmánuðum árið 2007 og er starfandi lögreglumaður á höf- uðborgarsvæðinu með mánaðarlaun 211.802 kr. Láglaunastefna stjórnvalda Eftir Kristmund Stefán Einarsson » Stjórnvöld hafa á undanförnum árum markað láglaunastefnu meðal lögreglumanna og geta afleiðingar hennar birst í ýmsum myndum. Kristmundur Stefán Einarsson Höfundur er lögreglumaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.