Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 32

Morgunblaðið - 17.09.2011, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 ✝ Jón Sig-urgeirsson fæddist á Grana- stöðum í Köldukinn, Suður-Þingeyj- arsýslu, 13. nóv- ember 1921. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 9. september 2011. Jón var sonur hjónanna Sig- urgeirs Pálssonar, bónda á Granastöðum og Kristínar Hólm- fríðar Jónsdóttur húsfreyju. Systkini Jóns sem komust til full- orðinsára voru 1) Stefanía, f. 10.10. 1915, d. 1992; 2) Páll, f. 23.9. 1925, d. 1993; 3) Klemens, f. 26.9. 1928; 4) Ólína Þuríður, f. 23.10. 1930; 5) Sigríður, f. 14.10. 1933, d. 1960; 6) Álfheiður, f. 11.8. 1935. Jón kvæntist 5. nóvember 1949 Hildi Eiðsdóttur frá Þóroddsstað, f. 4. apríl 1925, d. 5. júní 2003. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 16.12. 1950, gift Ögmundi Guð- mundssyni og eiga þau þrjú börn, Guðmund, Jón og Unni; Barn Jóns og sambýliskonu hans, Snjó- laugar Maríu Árnadóttur, er Eið- ur. Börn Unnar og sambýlis- manns hennar, Sigurbjörns Viktorssonar, eru Hrafnhildur og Tryggvi; 2) Sigurgeir, f. 26.8. 1952; 3) Kristbjörg, f. 29.7. 1954, gift Hauki Þórðarsyni, börn þeirra eru Hildur og Valur. Börn Hildar og eig- inmanns hennar, Brynjars Óttars- sonar, eru Haukur og Óttar Örn; 4) Eið- ur, f. 28.9. 1957, kvæntur Önnu Harðardóttur, börn þeirra eru Andrea, Arnór og Hildur. Barn Andreu og sambýlismanns hennar, Elfars Al- freðssonar, er Herdís; 5) Arn- grímur Páll, f. 4.5. 1967, kvæntur Svanhildi Kristjánsdóttur, börn þeirra eru Íris, Óðinn og Auður Friðrika; 6) Karitas, f. 3.9. 1970, gift Erlingi Kristjánssyni, barn þeirra er Arna Valgerður. Jón stundaði nám í Laugaskóla í tvo vetur, þar af annan í smíða- deild. Jón og Hildur hófu búskap í Ártúni 1949 og bjuggu þar til árs- ins 1961 er þau reistu sér nýbýlið Árteig. Jón vann við trésmíðar fyrstu árin en sinnti jafnframt bú- skap. Hann fékkst einkum við smíði innréttinga en að því kom að hann snéri sér alfarið að járn- og vélasmíði á ýmsum sviðum. Hann smíðaði fjölda vatnsafls- stöðva sem settar voru upp víða um land. Árið 1994 var Jón sæmdur heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sín. Útför Jóns fer fram frá Þór- oddsstaðarkirkju í dag, 17. sept- ember 2011, og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er hann elskulegur faðir minn, Jón í Árteigi fallinn, frá eft- ir stutta sjúkrahúslegu á Akur- eyri. Þegar hringt var í mig og mér tjáð að þú hefðir lærbrotnað, vissi ég strax að það yrði erfiður róður fyrir þig að hafa það af. Minningarnar hrannast upp og þegar maður hugsar til baka er efst í huga hversu góður faðir og eiginmaður þú varst mömmu. Fyrstu minningarnar eru frá því að við bjuggum í Ártúni og þú varst að smíða í gamla verkstæð- inu. Járnið barið, smíðaðir blásar- ar og vatnsvélar. Verkfærin smíð- aðir þú sjálfur eins og rennibekk og sög. Allt úr gömlu dóti og bíl- hræjum. Settar voru átta gata bíl- vélar á heybyssur og minnist ég gangsetninga á þeim og þótti mér það stórkostlegt. Og svo fluttum við í Árteig, þetta stóra flotta hús sem í dag er samkomustaður fjölskyldunnar á góðum stundum. Það var ekkert til sparað og seinna byggðir þú svo verkstæðið og þá breyttist öll vinnuaðstaða fyrir þig. Virkjunarsagan í Granastaða- fjalli er náttúrulega sér kafli og það sem þú afrekaðir á þinni ævi er ótrúlegt. Byrjaðir í bæjarlækn- um á Granastöðum og framleiddir rafmagn, strokkaðir smjörið og hrærðir steypu, allt með vatns- orku. Rafstöðvarbygging þín hef- ur haldið áfram alla tíð síðan. Á haustin fyllti krap lækinn og þú fórst upp í fjall og mokaðir og mokaðir og komst heim dauð- þreyttur. Síðan var farið daginn eftir og haldið áfram að moka en nágrannarnir töluðu um að þér væri nær að fá Laxárrafmagn. Síðan hófust framkvæmdir við Nípárgilið. Ég man fyrstu skoð- unarferðina upp eftir, hef líklega verið 7 ára gamall. Unnið var með skóflu og haka dag eftir dag og þú alltaf rennandi sveittur og erfið- aðir svo mikið, enda var það ekki þinn stíll að gefa neitt eftir. Já, þær eru margar stundirnar þarna efra með okkur strákunum þínum og kannski ekki allar frásögufær- ar. Allt hafðist þetta og eru þessar framkvæmdir orðnar að stóriðju í dag. Þú kenndir okkur að það yrði að sinna rafstöðinni allar stundir. Eftir skólagöngu kom ég svo heim og fór að vinna með þér á verkstæðinu. Það var gefandi og þú kenndir mér allt og ég kenndi þér sumt. En stundum vorum við ekki sammála, en leystum alltaf málin. Veikindi þín höfðu að sjálf- sögðu mikil áhrif á þig og okkur og hugsun þín ekki alltaf skýr á þessum árum, en ótrúlegt hvað það kom til baka nú síðustu árin og þú fórst að hafa hægt um þig og hætta þessu streði og hvíla þig. Það var alltaf gaman að ferðast með þér og þú þekktir landið, fræddir mig og sagðir sögur af at- burðum sem höfðu gerst á ýmsum stöðum. Síðustu árin þín hafa verið okk- ur systkinunum afskaplega gef- andi og yndisleg og einnig börn- unum okkar. Allar veislurnar sem við höfum haldið inni í Árteigi og þú alltaf með okkur. Einn morgun hér fyrir stuttu sast þú allt í einu á pallinum hjá okkur skælbrosandi eftir að hafa labbað á milli húsanna. Þú fékkst kaffi hjá mér og ég dreif þig í flug- túr, þú tókst í stýrið og stýrðir eins og herforingi. Ég veit þú ert kominn til mömmu og þið munuð hvíla sam- an í faðmi hvort annars og horfa til okkar. Hvíl þú í friði. Eiður. Löngu lífshlaupi er lokið. Elskulegur tengdafaðir minn Jón Sigurgeirsson er fallinn frá. Þeg- ar ásvinur deyr lifa eftir dýrmæt- ar minningar og það er mér ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orðum. Það var um sumarið 1973 að ég hitt Nonna í fyrsta sinn, þá stelpa komin í sveit norður í land. Ekki grunaði mig þá að hann yrði seinna tengdafaðir minn. Hann var maðurinn á verkstæðinu, inn- an um framandi tól og tæki og smíðaði úr járni. Þar var alltaf mikið líf og nóg að gera. Heimilið í Árteigi minnti frekar á hótel en venjulegt heimili þar sem Hildur tengdamóðir mín tók á móti sveit- ungum og gestum sem komu af verkstæðinu í mat og kaffi af mikl- um myndarskap. Seinna réð Nonni mig til þeirra hjóna í vinnu og þá kynntist ég því hlýja og góða viðmóti sem einkenndi hann allt hans líf. Nonni var enginn venjulegur maður, hann var mikill hugvits- maður sem fékk ungur mikinn áhuga á allri tækni og til eru margar sögur af honum þar sem hann hannaði og smíðaði ótrúleg- ustu hluti til að auðvelda sér vinn- una. En ástríða hans voru vatns- hjól og framleiðsla rafmagns og þar kom að því að hann snéri sér alfarið að járninu. Hann hikaði ekki við að fylgja þessari ástríðu sinni eftir og árið 1963 fjárfesti hann í rennibekk sem var mikil fjárfesting á þeim tíma. Þótti þetta djörf ákvörðun hjá manni sem ekki hafði neina menntun á þessu sviði og sagði Nonni mér síðar að rennibekkurinn hefði kostað jafnmikið og nýr vörubíll. Hann las sér til í erlendum bókum hvernig hann gæti hannað og smíðað hluti sem til virkjana þurfti. Á skrifborði hans mátti sjá flókna útreikninga, minnispunkta og teikningar og jafnvel á veggj- um verkstæðisins ef hann hafði ekkert annað til taks. Þar með lagði hann grunn að ævistarfi sínu við að smíða og hanna vatnstúr- bínur sem hann setti upp víða um land. Það má með sanni segja að Nonni hafi komið arfleifð sinni áfram því synir hans hafa tekið við af honum og halda merki hans á lofti og áfram er unnið á verk- stæðinu í Árteigi við túrbínusmíð. Þrátt fyrir að Nonni hafi oft þurft að glíma við erfið veikindi stóð hann alltaf upp aftur og hélt áfram. Hann vorkenndi sér ekki, heldur reyndi alltaf að sjá spaugi- legu hliðina og sagði sjálfur að hann skildi ekki hvað hann lifði lengi. Hann fór með skemmtileg- ar sögur og kunni ótal vísur og ljóð sem hann fór með. Síðustu mánuðina sem hann lifði var hann hress og kátur og lét sig ekki muna um að mæta í veislur og fagnaði innan fjölskyldunnar. Ég mun alltaf hugsa með hlý- hug og þakklætis til Nonna og Hildar meðan hún lifði. Þau voru einstaklega góðir tengdaforeldrar og ákaflega góð afi og amma barnanna minna. Var heimili þeirra hjóna þeirra annað heimili og fannst þeim alltaf gott að hlaupa yfir í hitt húsið og stundum stelast í mat ef það var eitthvað betra þar á borðum. Afi þeirra fylgdist með þeim fram í andlátið og hafði áhuga á því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka Nonna fyrir samleið- ina gegnum árin og bið honum blessunar á öðru tilverustigi. Anna Harðardóttir. Afi minn kvaddi á hrímköldum haustdegi. Öldungurinn hélt reisn sinni allt til loka og gætti þess að allir fengju tíma til að kveðja og þakka áður en hann hélt í ferðina löngu. Þrátt fyrir tómleika og söknuð er þakklætið öllu sterkara. Alla tíð var afi föst stærð í mínu lífi. Í vinnugallanum með lopahúfu strauk hann íhugull óskiljanleg- um vélum og tannhjólum. Seinna, við eldhúsborðið í Árteigi, með vinnulúnar hendur og glettinn á svip. Í sumar með opinn faðminn og lygilegar sögur af gamalli tíð þar sem lífsbaráttan var erfið. Þrautseigja og nægjusemi fylgdu honum í gegnum lífið. Afi var framfaramaður og trúði á hugvit Íslendinga. Öllum var ljóst hversu stoltur hann var af börnum og barnabörnum sem fylgdu í hans fótspor á verkstæðinu heima. Afi var okkur barnabörnunum og barnabarnabörnunum afskap- lega góður. Einlægni hans og blíða í öllum samskiptum er eft- irminnileg. Við minnumst hans með stolti og söknuði. Hildur Hauksdóttir. Elsku afi minn. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hér í þessum heimi, en í hjarta okkar og huga verður þú ávallt til staðar. Ég trúði því svo innilega að þú myndir halda upp á 90 ára afmælið þitt núna í nóvem- ber, eins og þér einum var lagið. Eftir sitja svo ótal margar minningar um þig sem gott er að ylja sér við á svona stundum. Það voru forréttindi að alast upp með ömmu og afa í næsta húsi. Frá því ég man eftir mér var þetta eins og mitt annað heimili og óteljandi skiptin sem ég dvaldi hjá ykkur. Það var oft og tíðum mannmargt við eldhúsborðið í Árteigi, enda voruð þið amma einstaklega gest- risin og stór fjölskyldan sem fylgdi ykkur. Það var alltaf gaman að hlusta á þig segja frá. Hvort sem það voru sögur frá því í gamla daga, vísur eða sögur líðandi stunda. Alla tíð fannst mér ákaflega merkilegt hvað þú kunnir af vís- um og gast farið með fram á síð- asta dag, vísur sem sagðar voru einu sinni og þú mundir þær 50 ár- um seinna. Það sem einkenndi þig var þessi jákvæðni í þér, þú varst svo þakklátur fyrir það sem þú hafðir. Umvafinn ást og kærleik af börn- unum þínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Ég sagði allt- af að það væri því að þakka hversu lengi þú lifðir. Mér þótti alveg óskaplega vænt um þig, elsku afi, og söknuðurinn leynir sér ekki. Þú varst óttalegur glanni að mér fannst og uppá- tækjasamur. Þú fórst þangað sem þú ætlaðir þér og helst aðeins lengra. Mér er mjög minnisstætt eitt atvik, en þá hafðir þú náð að gangsetja gamlan vélsleða og ætl- aðir að prófa að fara einn hring. Ég fylgdist með þér úr vestur- glugganum í Árteigi þar sem þú keyrðir af stað og endaðir neðan við fjárhúsin ofan í djúpum hjól- förum, sleðinn lagðist á hliðina og þú með. Ég hljóp eins og fætur toguðu á náttfötunum á eftir þér og náði að reisa þig við. Við rifj- uðum þessa sögu upp fyrir ekki svo löngu og höfðum gaman af. Fyrir tæpu ári hvíslaði ég að þér litlu leyndarmáli. Ég lokaði á eftir mér svefnherbergishurðinni og settist á rúmstokkinn hjá þér. Það þurfti ekki að segja neitt meir, þú vissir alveg hvað ég var að fara segja þér. Við hlógum og skríktum saman inni í herbergi og þú lofaðir að segja ekki frá þessu strax. Ég var farin að halda að þú hefðir gleymt því að það væri fjölgunarvon því þú minntist ekki einu orði á þetta fyrr en mörgum vikum seinna og þóttist ekkert vita. Ég er þakklát fyrir að hafa not- ið samveru þinnar öll þessi ár og sérstaklega er ég glöð að þú fékkst að hitta litlu stelpuna mína. Ég veit að þú naust þín síðustu mánuði ævi þinnar, enda ekki allir afar sem fara í flugtúr orðnir 89 ára gamlir eða hrista eitt sjón- varpsviðtal fram úr erminni. Ég fyllist stolti yfir slíkum frumkvöðli sem þú varst afi og ég mun halda sögu þinni á lofti um ókomna tíð. Ég veit að amma tók vel á móti þér og megir þú hvíla í friði. Þín Andrea Eiðsdóttir. Afi hefur nú lagt í sína hinstu ferð. Okkur sem eftir sitjum er missirinn mikill því hann hafði svo margt að gefa. Háttvísi hans, hæverska og jafnlyndi var hverj- um manni góð fyrirmynd. Úr- ræðagóður var hann með afbrigð- um. Hann brosti fallega og geislaði mikilli hlýju. Það var gott Jón Sigurgeirsson • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HLÍF JÓNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Ási Hveragerði þriðju- daginn 13. september. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 19. september kl. 13.00. Brandur F. Karlsson, Björn Brandsson, Katrín Jónsdóttir, Anna Björk Brandsdóttir, Sigfús Gunnbjörnsson, Katrín Brandsdóttir, Valdimar Aðalsteinsson, Karl Brandsson, Inga Lára Ísleifsdóttir, Halldóra Brandsdóttir, Guðlaugur Magnússon, Hjördís Gígja Brandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, SIGURJÓN MARÍUSSON, Vesturgötu 19, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að morgni sunnudagsins 11. september. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Alba Lucia Alvarez, Maríus Sigurjónsson, Hildur Sigrún Kristinsdóttir, Pétur Lentz, Ragnhildur S. Jónsdóttir, Sigtryggur Maríusson, Jósebína Gunnlaugsdóttir, Drífa Maríusdóttir, Reynir Ólafsson, Guðni Jóhann Maríusson, Jón Þór Maríusson, Alda Úlfars Hafsteinsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær frænka okkar, ÁSTRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Fannborg 3, Kópavogi, áður til heimilis að Vallargerði 18, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Boðaþingi, laugardaginn 3. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Skjólbraut og Boðaþingi 5-7 fyrir alúð og góða umönnun. Nína Jenný Kristjánsdóttir, Björn Kristjánsson, Þórey Sigfúsdóttir, Guðný Elísabet Kristjánsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Anna Björnsdóttir, Þórir Kjartansson, Nína Björnsdóttir, Jón Björnsson, Maureen Björnsson, Ásgerður Erla Björnsdóttir, Kurt P. Larsen, börn og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR ÁSKELSSON bifreiðarstjóri, Njarðarvöllum 6, Njarðvík, áður til heimilis að Sóltúni 9, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 13. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 22. september kl. 14.00. Áskell Agnarsson, Jóhanna Þórarinsdóttir, Guðmundur Grétar Agnarsson, Justa Agnarsson, Hildur Jórunn Agnarsdóttir, Agnar Ari Agnarsson, Halldór Heiðar Agnarsson, Bjarnhildur H. Árnadóttir, Finnbjörn Vignir Agnarsson, Sigurlaug Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GYÐA JÓNSDÓTTIR, Vesturgötu 95, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 9. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Þórður Ágústsson, Örn Ómar Jónsson, Svala Bryndís Jónsdóttir, Karl Frank Sigurðsson, Róbert Arnar Karlsson, Agnes Davy, Sigurður Reynir Karlsson, Þórður Ágúst Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.