Morgunblaðið - 17.09.2011, Síða 34

Morgunblaðið - 17.09.2011, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2011 ✝ Jóna JóhannaÞórðardóttir, húsmóðir, fæddist í Haga á Barðaströnd þann 4. janúar 1920. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Pat- reksfirði, föstudag- inn 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Ólafs- son, f. 24. ágúst 1887, d. 10. apríl 1984, og Stein- unn Björg Júlíusardóttir, f. 20. mars 1895, d. 13. febrúar 1984. Jóhanna var þriðja elst í níu systkina hópi. Þau eru: Jónasína Björg, f. 1916, d. 1998, Ólafur Kristinn, f. 1918, d. 2010, Júlíus Óskar, f. 1921, d. 2010, Björgvin, f. 1922, d. 1997, Karl, f. 1923, d. 1991, Kristján Pétur, f. 1925, Steinþór, f. 1926, d. 1995 og Sveinn Jóhann, f. 1927. Jóhanna giftist Árna Jóhann- esi Bæringssyni, bílstjóra, f. 26. janúar 1913, d. 21. maí 1986, þann 20. nóvember 1943. Jó- hanna og Árni eignuðust átta börn. Þau eru: 1) Hilmar, f. 1940, 1994. c) Guðmundur Pétur, f. 1997. 4) Þórður Steinar, f. 1953, maki Áslaug, f. 1958. Börn: Þór- arinn, f. 1982, maki Steinunn, f. 1985. Barn: Natalía Kristín. 5) Hugrún, f. 1955, maki Stefán, f. 1955. Börn: a) Hrafnhildur, f. 1975. b) Sif, f. 1994. c) Björgvin, f. 1994. d) Stefnir, f. 1994. 6) Gísli Jón, f. 1956, maki Fríður, f. 1965. Börn: a) Hinrik, f. 1979. Börn: Hrafnhildur Elín, f. 2001, Guð- björg Saga, f. 2006, Stefanía Ruth, f. 2008. b) Magnús Valgeir, f. 1986, maki Björg, f. 1987. c) Andrea, f. 1992. d) Bryndís f. 2004. 7) Helena Rakel, f. 1959, maki Pálmi, f. 1956. Börn: Jóhann Bæring, f. 1980, maki Arna Ýr, f. 1982. Börn: Bergdís Lilja, f. 2006, Kristinn Þórir, f. 2009. b) Sara, f. 1985. c) Ísak, f. 1991. 8) Berglind, f. 1961, maki Stefán Hagalín, f. 1964. Börn: a) Sandra Dís, f. 1982, maki Örnólfur Þórir. Barn: Ragú- el, f. 2011. b) Birkir Örn, f. 1994. c) Elvar Ari, f. 1996. Jarðsett verður frá Patreks- fjarðarkirkju, laugardaginn 17. september 2011, og hefst athöfn- in kl. 14. maki Guðlaug Rósa, f. 1945. Börn: a) Heimir, f. 1966, maki Inga Helga, f. 1975. Börn: Helena Rós, f. 1993, Emelía, f. 1997, Benjamín, f. 2001. b) Kristjana Magnea, f. 1968. Barn: Ragnar Borg- þór, f. 1992. c) Sylvía, f. 1973, maki Sigurjón Grétar f. 1978. Börn: Hilmar, f. 1994, Soffía, f. 1997. 2) Jóhanna Bær- ings, f. 1944, d. 1980. Börn: a) Guðfinna, f. 1962. Börn: Bjarni, f. 1990, Anika Maí, f. 1992, Camilla Ósk, f. 2003. b) Árni Jóhannes, f. 1964, maki Anna, f. 1968. Börn: Dagur, f. 1992, Róbert Elís, f. 1998, Tómas Ingi, f. 2000, Einar, f. 2008. c) Brynjar, f. 1965. Börn: Jóhanna, f. 1992, Elena, f. 1998, Andri, f. 2000, Unnur, f. 2002. 3) Halldór, f. 1951, maki María, f. 1957. Börn: a) Óskar Kristinn, f. 1983, maki Elfa Dís, f. 1982. Börn: Jóhann Sigurður, f. 2003, Hákon Hugi, f. 2006, Katrín María, f.2011. b) Árni Bæring, f. Elsku mamma okkar er dáin, sátt við guð og menn eftir langt og farsælt ævistarf. Síðasta minning- in um hana er þegar hún grípur brosandi um handlegg nýjasta af- komandans og reynir að taka hann til sín til að kyssa hann. Mamma var mikil búkona sem aldrei féll verk úr hendi. Hún prjónaði, saumaði og föndraði úr öllu mögulegu. Hún var bæði heið- ursfélagi í Kvenfélaginu og í Slysa- varnafélaginu á Patreksfirði. Minningar hrannast upp. Ein af þeim er um mömmu að taka slátur og þau pabba að svíða lappir og hausa við bílskúrinn heima. Í minningunni er sunnudagsbíltúr- inn inn á Barðaströnd alveg ljóslif- andi. Einnig stóru ferðalögin sem foreldrar okkar fóru með krakka- hópinn og mamma búin að útbúa allt nestið. Meðferðis var hangi- kjöt, svið, rúgkökur og hveitikökur og auðvitað harðfiskur. Skódinn stútfullur, mamma og pabbi í framsætinu ásamt einu barninu, fjórir í aftursætinu og örverpið sitjandi á farangrinum í skottinu með fæturna niður á aftursætið. Tvö elstu börnin þá farin að heim- an og búin að stofna eigin fjöl- skyldu. Mamma hafði mikla ánægju af því að spila, hvort sem það var á spil eða í happdrætti. Hún mundi eftir öllum afmælum, brúðkaupum og öðru sem gaf tilefni til að gefa gjöf, allir í fjölskyldunni fengu gjöf. Hún gaukaði líka peningum að yngstu afkomendum sínum þegar þeir komu í heimsókn. Einn- ig fengu Patreksfjarðarkirkja, sjúkrahúsið og bæjarfélagið að njóta gjafmildi hennar. Mömmu vettvangur var eldhús- ið, því að hvern einasta dag var heitur hádegis- og kvöldmatur og alltaf var grautur í eftirmat. Ef hún fékk lausa stund, þá var hún farin út í garð, út í náttúruna, í berjaferð eða að ganga sér til heilsubótar enda mikil útivistar- manneskja. Oft og tíðum fylltist heimilið á Bjarkargötu 6 af óvænt- um gestum og alltaf var til nóg af mat eða kaffibrauði. Henni fannst líka gaman að halda fínar veislur. Mamma var trúuð kona og ekki lét hún sig vanta í athafnir kirkj- unnar. Jólin hjá henni voru tími mikils undirbúnings, hefða og skreytinga. Eftir að barnauppeldi lauk tók við vinna við þrif og barnapössun. Barnabörnin fengu líka nokkur að njóta þess að alast upp hjá henni. Seinni árin var mamma mikið fyrir að vera vel tilhöfð og spókaði sig oft í fínni dragt og pelsinum sínum, hún sparaði heldur ekki að nota upphlutinn sinn við fínustu tækifærin. Hún var löngu farin að missa heyrn en eitthvað þótti henni lengi framan af ekki fínt að vera með heyrnartækin sín eða bar því við að þau væru fyrir gam- alt fólk en hafði þau samt sam- viskusamlega í veskinu. Mamma bað okkur um hjálp við að útvega sér pláss á Hrafnistu í Reykjavík og flutti þangað árið 2003. Hún átti síðan ánægjulegan tíma í Jökulgrunni 6. Hún seldi stóra húsið sitt og minnka þurfti búslóðina sem hún tæki með sér. Það var vandalaust fyrir okkur systkinin að tæma húsið, því hún hafði merkt flesta hluti og skipt þeim niður á afkomendur sína og tryggt hvert aðrir munir færu eftir hennar dag. Hún var mjög sátt og ánægð. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Þínar dætur, Hugrún, Helena Rakel og Berglind. Elsku amma á Patró hefur kvatt okkur. Nú að leiðarlokum sé ég þig fyrir mér með svuntuna þar sem þú stendur í dyragættinni á Bjarkargötunni og veifar okkur með bros á vör. Við fjölskyldan með fullan maga af pönnukökum, höldum af stað, ljómandi af gleði eftir góða dvöl hjá þér. Mér fannst kveðjustundin leiðinleg og gerði allt til að tefja hana. Ætli það sé ekki þess vegna sem hún kemur upp í hugann núna. Við gerðum margt saman, amma, og ófáa hlutina gerði ég í fyrsta skiptið á ævinni með þér. Þú varst sannkallað náttúrubarn. Við tíndum saman ber, fundum skelj- ar, gengum um höfnina, gáfum fuglunum, fórum í sund, tókum upp kartöflur og rabbabara og gengum inn í kirkjugarð og gróð- ursettum blóm á leiðunum hjá afa og Baddý. Þú varst mikið jólabarn og jólin hjá þér voru einstök. Fyrir mér voru jól annars staðar en á Bjark- argötunni ekki jól. Mér fannst skrýtið að þú keyrðir ekki bíl og spurði þig eitt sinn hvers vegna þú hefðir misst prófið. Áttaði mig auðvitað ekki á því að konur af þinni kynslóð tóku oft ekki bílpróf. Þú varst alla tíð mjög trúuð, sóttir sunnudagsmessur, sagðir mér biblíusögur og kenndir mér Faðir vorið og fleiri bænir sem við fórum með saman á hverju kvöldi. Um 7 ára aldurinn kom „nýr maður“ að sækja mömmu, ég varð hrædd og hélt að hann væri að taka hana frá mér. En svo eftirminnilega faðm- aðir þú mig og huggaðir. Ég man að ég hugsaði að ef allt færi á versta veg þá hefði ég allavega bestu ömmu í heimi. Þegar ég hringdi í þig fyrir rúmu ári síðan og sagði þér að ég ætti von á mínu fyrsta barni, varstu svo stolt og ánægð. Sagðir svo að þig hefði dreymt fyrir þessu og að þetta væri strákur. Auðvitað kom það á daginn. Þrátt fyrir að vera orðin veik sýndir þú Ragúel mikinn áhuga og hringdir marg- sinnis til að fá fréttir. Þú varst svo stolt af öllum afkomendum þínum. Þegar ég kom í heimsókn þuldir þú upp afrekin sem frændfólk mitt hafði unnið. Þú fylgdist náið og af miklum áhuga með hverjum ein- asta afkomanda. Það var svo gam- an að segja þér frá því sem á daga mína hafði drifið. Þú varst svo stolt af mér og sýndir það svo skemmtilega. Ekkert yfirborðs- legt smjaður eða öfgafull hróp, heldur bros sem hafði að geyma stolt, það sagði svo miklu meira en orð. Ég þekkti brosið svo vel enda sparaðir þú það ekki, alveg sama hversu agnarsmátt afrek mitt var og svo leitaðir þú eftir að fá ljós- mynd sem minningu. September gekk í garð og tími sumarblómanna á enda. Fljótlega kom í ljós að það átti einnig við um blómabarnið þig. Rétt áður en þú kvaddir stytti skyndilega upp, sól- in braust fram úr skýjunum og skein svo skært inn um gluggann hjá þér. Patreksfjörður skartaði sínu fegursta enda var bærinn að kveðja merka manneskju. Við Ragúel og mamma gengum gegn- um bæinn í blíðunni og komum við á Bjarkargötu 6 þar sem við tók- um myndir af húsinu þínu, höll minninganna. Ég er ekki frá því að þú hafir staðið í gættinni og veifað okkur. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið, amma mín, er svo þakklát og stolt ömmu- stelpa. Minning þín er ljós í lífi mínu. Sandra Dís. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur. Það er erfitt að setjast nið- ur og skrifa þessi orð til þín. Við munum aldrei gleyma stundunum sem við áttum saman. Það var allt- af svo gaman að koma á Bjark- argötuna og fá að leika þar. Það voru ekki allir svona heppnir eins og við ömmubörnin að komast í gullkistuna á háaloftinu. Þar geymdir þú öll Æskublöðin frá því í gamla daga og margt annað dót sem var skemmtilegt fyrir for- vitna krakka að skoða. Við munum aldrei gleyma hin- um ófáu ferðum yfir heiðarnar til að koma í heimsókn til þín. Eftir að hafa hossast um í bílnum á leið- inni frá Ísafirði var ekkert betra en að koma heim á Bjarkargöt- una. Þar biðu oftar en ekki nýbak- aðir kleinuhringir eða staflarnir af heitum pönnukökum sem við máttum svo svolgra í okkur með kaldri mjólk. Þú varst alltaf svo dugleg að fylgjast með því hvað barnabörnin voru að gera. Spurðir ósjaldan hvernig Bæring hefði það og hafð- ir svo oft áhyggjur af því hvað Ísak var að vinna mikið. Alltaf fylgdistu með körfuboltanum hjá Söru og klipptir út allar fréttir af Haukastelpunum og safnaðir saman í sér úrklippubók. Sama hvert þú fórst, alltaf hafð- ir þú myndavélina með. Og í hvert skipti sem filman kláraðist sagðir þú að næsta filman væri síðasta filman sem þú myndir kaupa, en bættir svo alltaf við: „Getur þú ekki farið út í búð og keypt nýjan pakka af filmum fyrir mig, svona með þrem í pakka?“ Amma, núna ertu komin á betri stað með afa og Baddý frænku. Takk fyrir allt, elsku amma. Guð geymi þig. Þín ömmubörn, Jóhann Bæring, Sara og Ísak. Hún Amma á Bjarkargötunni hefur kvatt okkur. Í hjörtum okk- ar er stórt tómarúm. Þú varst svo einstök mann- eskja, hafðir sérstakan sagnar- anda og vissir alltaf ef eitthvað var að hjá einhverjum í fjölskyldunni. Þegar Júlíus bróðir þinn kvaddi fyrir einu og hálfu ári síðan fannstu það á þér áður en hann dó. Þú tókst Maríu tengdadóttur þinni svo vel þegar hún flutti vest- ur, þannig að henni fannst hún strax velkomin í samfélaginu. Maríu þótti svo gaman að hlusta á gömlu vestfirskuna hjá þér og skrifaði upp mikið af gamla mál- farinu, sem hún hafði ekki þekkt áður. Einnig fékk hún hjá þér uppskriftir, t.d. að þínum marg- rómuðu hveitikökum. Halldór var lengst heima af systkinunum og aðstoðaði þig eftir að pabbi hans, hann Árni þinn, hvarf á braut. Árni Bæring og Guðmundur Pétur hændust mjög að þér. Þú varst alltaf eins og jafningi þeirra, svo stækkuðu þeir og Árni fór að ráða meiru. Þegar þú komst aftur vestur til okkar vildi hann endi- lega lána þér sitt herbergi, því það var stærra en það sem þú áttir að vera í. Einnig var gaman að fylgj- ast með hvernig hann leiddi þig um. „Jæja, Amma, taktu nú stór skref, þá gengur þetta betur“, og eftir að þú fórst á sjúkrahúsið, þá fóru þeir oft til þín, beint úr skól- anum og tóku jafnvel skólafélag- ana með. Það þótti þér vænt um. Þú varst alltaf svo kirkjurækin og mættir alltaf í sjómannadags- messuna utan tvö skipti í þessi 70 ár, sem dagurinn hefur verið hald- inn hátíðlegur hér á Patreksfrði. Þú lést þig ekki vanta í messuna þetta árið frekar en venjulega, þótt þú værir orðin 91 árs. Þú fylgdist með og tókst virkan þátt í fermingarundirbúningnum hjá Guðmundi í vetur og hristir bara höfuðið yfir hversu létt hann kæmist frá þeim fræðum. Þú hefð- ir þurft að læra 8 sálma! Við óskum þér ánægjulegra endurfunda við Árna þinn, Baddý dóttur þína, systkini þín og aðra ástvini, sem farnir eru á undan þér. Blessuð sértu Barðaströnd bröttu hlíðar, háu tindar. Við þig tengdi tryggðarbönd traust í æsku lítil hönd. Þér sé heiður, virðing vönd, vermi sól og hlýir vindar. Allt það best er ann mín önd er í þínum faðmi myndað. Barðaströnd mín blíða sveit bú þú lengi í huga mínum. Engan fegri á ég reit elskulega fagra sveit. Það er mér ljúft og það ég veit að þú ferð seint úr huga mínum. Barðaströnd mín blíða sveit ber þú mig í faðmi þínum. Víst eru fögur fjöllin þín við fjörðinn liggja gulir sandar, leikur báran ljóðin sín ljúfan semur óð til mín. Alltaf mun ég minnast þín er mildur blær um kinnar andar. Fegurð þín í fjarlægð skín fögru hlíðar Barðastrandar. (Steinþór Þórðarson.) Innilegar kveðjur. Fjölskyldan Mýrum 8, Patreksfirði, Barðaströnd, María Óskarsdóttir og Halldór Árnason. Jóna Jóhanna Þórðardóttir Guðríðarkirkja auglýsir sal til leigu: Fyrir erfidrykkjur, brúðkaup, fermingar, fundarsalur. Uppl. S. 577 7770 og 663 7143 eða kirkjuvördur@grafarholt. www.gudridarkirkja.is ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu samúð, hjálp, hlýju og vinarhug við andlát og útför okkar elskuðu HÖNNU LILJU VALSDÓTTUR og VALGERÐAR LILJU GÍSLADÓTTUR, Sogavegi 22. Guð blessi ykkur öll. Gísli Kr. Björnsson, Þorkell Valur Gíslason, Guðrún Filippía Gísladóttir, Sigríður Hanna Gísladóttir, Valur Steinn Þorvaldsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigríður Þóra Valsdóttir, Ingólfur Kristján Guðmundsson, Sigurður Már Valsson, Dröfn Helgadóttir, Anna Filippía Sigurðardóttir, Björn Ottó Halldórsson, Kristbjörn Helgi Björnsson, Steinunn Dögg Steinsen, Katrín Ellý Björnsdóttir, Kristinn Halldórsson, Björn Ragnar Björnsson, Guðrún Magnea Árnadóttir, Birgir Magnús Björnsson, Unnur Hlíðberg Hauksdóttir, Fanney Ósk Þórisdóttir, Gísli Guðbrandsson, Ellý Ingólfsson. ✝ Þökkum af alhug þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU BIERING, Fossvogsbletti 2. Við þökkum sérstaklega starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir sem annaðist hana af umhyggju og alúð. Moritz Wilhelm Sigurðsson, Margrét Dóra Guðmundsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Anna Sigríður Zoëga, Auður Sigurðardóttir, Ólafur Halldórsson, Sigurður Þórir Sigurðsson, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu á svo margan hátt samúð, hlýju og vinarhug vegna andláts okkar ástkæra GUNNARS J. FRIÐRIKSSONAR, Skúlagötu 10, Reykjavík. Elín M. Kaaber, Friðrik Gunnar Gunnarsson, María Helgadóttir, Einar Lúðvík Gunnarsson, Kristín Sigurðsson, Ragnar Jóhannes Gunnarsson, María Ingibergsdóttir, Haukur Jón Gunnarsson, Oddný María Gunnarsdóttir, Gunnar Pétur Gunnarsson, Isabella Frank, Eiríkur Knútur Gunnarsson, Inger S. Steinsson. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar og systur, EVU LYNN FOGG, sem lést af slysförum miðvikudaginn 3. ágúst. Guðrún Olga Gústafsdóttir, Keith Warren Fogg, Aron Már Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.