Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Dómur féll í Hæstarétti í gær í máli
slitanefndar Landsbanka Íslands
hf. gegn Vigni Rafni Gíslasyni,
endurskoðanda og stjórnarfor-
manni PricewaterhouseCooper
(PwC). Kærður var úrskurður hér-
aðsdóms þar sem fallist var á
beiðni slitastjórnar Landsbankans
um að Vignir yrði kvaddur fyrir
héraðsdóm til skýrslugjafar vegna
slitameðferðar bankans og honum
gert að afhenda tiltekin vinnugögn.
Vignir annaðist ásamt öðrum end-
urskoðendum og starfsmönnum
PwC endurskoðun ársreikninga
Landsbankans vegna rekstrar-
áranna 2006 og 2007 og könnun á
árshlutareikningi fyrstu sex mán-
uði ársins 2008. Hæstiréttur taldi
að Vigni væri skylt að gefa skýrslu
fyrir héraðsdómi vegna slita-
meðferðar Landsbankans á grund-
velli gjaldþrotalaga.
Krafa slitanefndarinnar um af-
hendingu vinnuskjala er að mati
Hæstaréttar of víðtæk, eins og hún
er orðuð, enda
vann Vignir ekki
einn að þeim
verkum sem
krafa bankans
lýtur að. Hann
geti ekki einn
uppfyllt kröfuna
þó svo að á hon-
um hvíli laga-
skylda um afhendingu. Skilanefnd
Landsbankans hafði óskað eftir því
að öll gögn er PwC hefði undir
höndum í tengslum við vinnu sína
fyrir bankann við gerð ársreikn-
inga fyrir árin 2005, 2006 og 2007,
auk allra gagna er vörðuðu könn-
unaráritun PwC fyrir árið 2008,
yrðu afhent. Í dómi Hæstaréttar er
Vigni Rafni gert að afhenda vinnu-
gögn sín vegna starfa við endur-
skoðun á ársreikningum 2007 og
2008 vegna rekstraráranna 2006
og 2007 og vegna könnunar á árs-
hlutareikningum rekstrarárið
2008.
Dæmdur til að
bera vitni og af-
henda gögn
Vinnuskjöl ekki undanþegin
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Anatoly Karpov frá Rússlandi,
fyrrverandi heimsmeistari í skák,
og Judit Polgar frá Ungverjalandi,
stigahæsta skákkona heims frá
upphafi, eru gengin í Taflfélag
Reykjavíkur (TR).
Þau Karpov og Polgar eru í hópi
tíu erlendra stórmeistara og
tveggja alþjóðlegra meistara sem
gengið hafa til liðs við félagið. Auk
þeirra tveggja eru það stórmeist-
ararnir Vugar Gashimov frá
Azerbaídjan, stigahæsti skákmað-
ur heimalands síns og 11. stiga-
hæsti skákmaður heims, og Gata
Kamsky frá Bandaríkjunum, 11.
stigahæsti skákmaður heims
ásamt Gashimov og stigahæsti
skákmaður Bandaríkjanna. Einnig
þeir Vasily Papin frá Rússlandi,
Emil Sutovsky frá Ísrael, Jan
Smeets frá Hol-
landi og Úkra-
ínumennirnir
Júri Kryvor-
uchko, Martyn
Kravtsiv og Mik-
hailo Oleksienko.
Þá hafa al-
þjóðlegu meist-
ararnir Jakob
Vang Glud frá
Danmörku og Helgi Dam Ziska
frá Færeyjum gengið til liðs við
TR.
„Með þessu erum við að styrkja
A-liðið okkar auk þess sem þetta
er mikil lyftistöng fyrir starfsemi
félagsins í heild,“ sagði Sigurlaug
Regína Friðþjófsdóttir, formaður
TR. Hún sagði félagið njóta mik-
illar virðingar í skákheiminum eins
og sýndi sig þegar þessum sterku
skákmeisturum var boðið að ganga
í TR.
„Þeir voru fljótir að þekkjast
boðið um að ganga í félagið. Þetta
eru sterkustu skákmenn í sínum
löndum og flestir á lista yfir 100
bestu skákmenn í heiminum. Það
er mikill ávinningur fyrir okkur að
fá þetta fólk í okkar raðir,“ sagði
Sigurlaug.
Samkvæmt reglum mega útlend-
ingar vera helmingur skáksveitar
TR í 1. deild, eða fjórir af átta
liðsmönnum. Sigurlaug sagði að
nýju félagsmennirnir væru margir
atvinnumenn og því bókaðir langt
fram í tímann. Það færi eftir dag-
skrá þeirra og öðru hverjir tefldu
með sveit TR hverju sinni. Sig-
urlaug sagði ekki enn tímabært að
greina frá því hverjir þessara nýju
liðsmanna mundu tefla fyrir félag-
ið í Íslandsmótinu 7.-9. október
næstkomandi.
Alþjóðlegi meistarinn Karl Þor-
steins hefur nú snúið aftur til síns
gamla félags TR. Sigurlaug sagði
hann vera boðinn hjartanlega vel-
kominn í félagið.
„Hann er mikill fengur fyrir
okkur og gaman að fá gamlan TR-
ing til baka,“ sagði Sigurlaug.
Heimsfrægir skákmeistarar í TR
Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, Judit Polgar, sterkasta skákkona heims, og stór-
meistararnir Vugar Gashimov og Gata Kamsky eru í hópi nýrra liðsmanna Taflfélags Reykjavíkur
Morgunblaðið/Golli
Skák Hinir nýju erlendu liðsmenn Taflfélags Reykjavíkur munu vænt-
anlega láta að sér kveða á taflmótum hér á landi á næstunni.
Gata Kamsky
HÓLMAVÍK
Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Íbúar Austur-Barðastrandarsýslu og
aðrir áhuga- og hagsmunaaðilar um
vegabætur á vegi nr 60, Vestfjarða-
vegi, fjölmenntu í Bjarkarlund í gær
á fund með Ögmundi Jónassyni inn-
anríkisráðherra. Talsverðra von-
brigða gætti í málflutningi heima-
manna er þeir tjáðu sig um
svokallaða leið Ö, sem er málamiðl-
unartillaga ráðherra eftir að hafa
haldið allmarga fundi á samráðsvett-
vangi um málið.
Gengur tillagan út á vegabætur á
Ódrjúgshálsi og Hjallahálsi og seinna
meir göng gegnum Hjallaháls.
Koma inn til lendingar
Ögmundur lagði þunga áherslu á
að hann teldi að hlutfallslega meira fé
ætti að renna til vegabóta á Vest-
fjörðum en annars staðar á landinu.
„Nú förum við að koma inn til lend-
ingar í Gufudalssveit,“ sagði hann í
upphafi máls síns á fundinum. Ráð-
herra gat þó engin loforð um það gef-
ið hvenær hægt yrði að fara í ganga-
gerð gegnum Hjallaháls.
Þrátt fyrir vonbrigðin var þeim
ummælum ráðherra að ekki væri úti-
lokað að fara í þverun Þorskafjarðar
samhliða göngum gegnum Hjallaháls
fagnað með lófataki.
Þeir sem tjáðu sig á fundinum voru
annars vegar meðmæltir svokallaðri
A-leið, sem fyrir rúmum áratug var
samþykkt af sveitarfélögunum á
sunnanverðum Vestfjörðum og í Döl-
um og lægi milli Reykjaness og
Skálaness, en í þeirri tillögu kæmist
þéttbýlið á Reykhólum í þjóðbraut.
Vilja menn að það verði skoðað af al-
vöru að fara umrædda leið og sam-
hliða koma upp sjávarfallavirkjun
sem um nokkurt skeið hefur verið í
umræðunni og margir telja að gæti
haft heilmikil margfeldisáhrif fyrir
samfélagið.
Hins vegar vildu fundarmenn að
leið B yrði farin með tilheyrandi laga-
setningum þar sem Skipulagsstofnun
hefur hafnað þeirri leið þrátt fyrir að
hún sé á gildandi aðalskipulagi sveit-
arfélagsins. Gagnrýndu fundarmenn
mjög að sveitarfélögum bæri að fara
eftir gildandi skipulagi sem Skipu-
lagsstofnun síðan hafnaði.
Líkti tillögu innanríkisráðherra
um leið Ö við kjaftshögg
Mótrök ráðherra eru einkum þau
að sú leið gæti tekið of langan tíma,
þar sem líkur eru á málaferlum land-
eigenda. Þó kom fram í máli Þórólfs
Halldórssonar, sýslumanns á Pat-
reksfirði, að raunar væru ekki allir
eigendur Teigsskógar á móti vegi um
hann.
Heimamenn voru sammála um að
láglendisvegur væri skýlaus krafa á
21. öldinni og einn þeirra sem til máls
tóku líkti tillögu ráðherra um leið Ö
við kjaftshögg.
Útilokar ekki þver-
un Þorskafjarðar
Heimamenn lýstu vonbrigðum sínum á fundi með ráðherra
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir
Viðbrögð Miklar umræður urðu á fjölmennum fundi með innanríkisráðherra um samgöngumál í Bjarkarlundi.
Deilt um leiðir
» Heimamenn settu fram
málamiðlunartillögu sem felst í
því að gerð verði göng undir
Hjallaháls og vegurinn lagður
út með Djúpafirði að vest-
anverðu og yfir Gufufjörð.
» Vegagerðin lagði til að farin
yrði ný leið út með Þorskafirði
og Djúpifjörður og Gufufjörður
þveraðir.