Morgunblaðið - 20.09.2011, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Guðmundur Árnason, fyrrverandi
kennari, til heimilis að Holtagerði 14
í Kópavogi, lést á Landspítalanum í
Fossvogi aðfaranótt mánudagsins
19. september sl., 88 ára að aldri.
Guðmundur fæddist 21. mars 1923
í Grindavík. Foreldrar hans voru
Petrúnella Pétursdóttir húsmóðir og
Árni Helgason organisti og versl-
unarmaður.
Guðmundur kenndi m.a. við Gagn-
fræðaskólana á Ísafirði og í Kópa-
vogi. Hann var starfsmaður og í
stjórn Landssambands framhalds-
skóla og Kennarasambands Íslands
um árabil. Ennfremur sat hann lengi
í stjórn og starfaði fyrir Lífeyrissjóð
ríkisstarfsmanna.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar
er Salóme Gunnlaugsdóttir, fædd í
Súðavík 1930. Dætur þeirra eru Sig-
rún, Selma, Ásdís og Hildur. Sonur
Guðmundar af fyrra hjónabandi er
Einar.
Andlát
Guðmundur
Árnason
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
11
22
15
Vakin er athygli á fyrirlestri Kofi Annan, fyrrverandi
aðalritara Sameinuðu þjóðanna og Nóbelsverðlaunahafa.
DAGSKRÁ
13.00 Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, setur málþingið
13.10 Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Nóbelsverðlaunahafi
14.00 Carol Carmichael, Linde Center for Global Environmental Science við California
Institute of Technology (Caltech)
Sustainability: Civics Education for the 21st Century
14.35 Freysteinn Sigmundsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
Restless Earth: Increasing Effects of Natural Catastrophes
15.00 Kaffihlé
15.30 Ole Petter Ottersen, rektor Óslóarháskóla
The Universities of Tomorrow: Taking on the Global Challenges
16.05 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur saman helstu niðurstöður
og horfir til framtíðar
16.30 Málþingi slitið
Fundarstjóri: Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum
Málþingið fer fram á ensku. Skráning hefst þriðjudaginn 20. september kl. 9
á vefslóðinni: www.hi.is/hatidarmalthing
ÁSKORANIR 21. ALDAR
HÁTÍÐARMÁLÞING HÁSKÓLA ÍSLANDS Í TILEFNI ALDARAFMÆLIS SKÓLANS
Föstudaginn 7. október 2011, kl.13.00–16.30 í stóra sal Háskólabíós
Nýr göngu- og hjólastígur var
formlega opnaður í Laugardal í
gær.
Hópur fólks hjólaði í skipulagðri
ferð um Reykjavík í gær. Hjóla-
túrinn var liður í Samgönguviku
sem nú stendur yfir en um er að
ræða evrópskt átak um bættar sam-
göngur í borgum og bæjum. Meðal
annars var hjólað um Eskihlíð,
Hamrahlíð og Skipholt, þar sem
hjólavísar hafa verið málaðir á göt-
ur til þess að auðvelda hjólreiða-
fólki að fara um á fákum sínum.
Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar
sem nýi stígurinn var formlega
opnaður.
Morgunblaðið/Eggert
Nýr göngu- og hjóla-
stígur í Laugardal
Hjólreiðar Hallur Ingi og Hundurinn Búri
héldu sig í Álafosskvos í gær.
Mikil óánægja er með störf stjórn-
málamanna á Alþingi samkvæmt
könnun markaðsfyrirtækisins
Maskínu. Tæp 15 prósent eru
ánægð með störf ríkisstjórnarinn-
ar og ekki nema rétt sjö prósent
eru ánægð með störf stjórnarand-
stöðunnar. Um 63 prósent eru
óánægð með störf hvorra fyrir sig.
Fram kemur í könnuninni að
karlmenn eru óánægðari með störf
ríkisstjórnarinnar en konur. 66
prósent karlmanna eru óánægð en
62 prósent kvenna.
Sama gildir um afstöðu karl-
manna til stjórnarandstöðunnar en
tæp 68 prósent karlmanna eru
óánægð með störf hennar en ein-
ungis 58 prósent kvenna. Þá er
fólk á landsbyggðinni óánægðara
með störf ríkisstjórnarinnar en
fólk á höfuðborgarsvæðinu er
óánægðara með störf stjórnarand-
stöðunnar en landsbyggðin.
Könnunin, sem var bæði síma-
og netkönnun, var gerð 22. ágúst
til 11. september á slembiúrtaki
úr þjóðskrá meðal Íslendinga á
aldrinum 18 til 75 ára af öllu land-
inu.
Stjórnmálamenn fá fall-
einkunn í nýrri könnun
Ánægja með störf
Könnun á ánægju með störf ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu
Heimild. maskína
Ríkisstjórnin Stjórnarandstaðan
Mjög óánægð(ur)
Fremur óánægð(ur)
í meðallagi ánægð(ur) /
óánægð (ur)
frekar ánægð(ur)
mjög ánægð(ur)
38,8%
25,3%
21,4%
13%
1,6%
25,7%
37,4%
29,6%
6,5%
0,8%
Spurt var: Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf ríkisstjórnarinnar
annars vegar og stjórnarandstöðunnar hins vegar