Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.09.2011, Qupperneq 11
Glæsilegt útsýni Fox jökullinn og Mt.Tasman í baksýn, skrifstofa Atla á Nýja-Sjálandi. nærri niður að bænum. Atli fer bæði með fólk í gönguferðir neðst á jöklinum en einnig er flogið í þyrlu í um 800-1.200 metra hæð og farið í eins til tveggja daga göngu- ferðir eða ísklifursferðir. Stað- urinn er á heimsminjaskrá en það er allsérstætt að jökullinn rennur í gegnum regnskóg. Gangan hefst því í regnskógi innan um litríkar plöntur og villta páfagauka áður en stigið er beint út á ísinn og horft upp í hæstu tinda Nýja- Sjálands. Óútskýranleg baktería Atli segir viðhorfið til fjalla- mennskunnar breytast eftir því sem líður á. Í byrjun hugsi fólk einfaldlega um að klára verkefnið, komast á áfangastað og aftur heim. Eftir ferðina sé síðan hægt að fara að hugsa um hvort þetta hafi í raun verið gaman. Eftir því sem reynslan eykst sé auðveldara að njóta ferðarinnar meðan á henni stendur. „Eftirminnilegustu ferðirnar eru þó þær sem tekur alveg viku að hafa gaman af. Það er eitt af því sem er svo heillandi við þetta að maður skilur ekki alveg hvað etur manni út í þetta því oft er þetta bara kalt og blautt og maður hugsar æði oft: Nei andskotinn, nú er ég hættur. Samt fer maður allt- af af stað aftur og það er nokkuð sem ekki hefur verið hægt að út- skýra almennilega af hverju menn fara á fjöll,“ segir Atli. Atli rekur í samstarfi við fé- laga sinn fyrirtækið trek.is og fara þeir meðal annars með hópa á Hvannadalshnjúk og Hrútfell- stinda. Sumarið segir hann hafa farið nokkuð hægt af stað en batn- að og sé greinilega aukning ferða- manna hingað til lands sem vilji fara í slíkar ferðir. Atli samsinnir því að nokkuð annað sé að vera í formi til að æfa í líkamsræktarstöð eða klífa á fjöll. Mikilvægt sé að þjálfa utandyra og eins skipti and- lega hliðin miklu máli. Oft sé talað um að fjallamennska sé 10% bún- aður, 10% þrek og styrkur og 80% andlegur styrkur. Þetta sé hverju orði sannara og nokkuð sem hann hafi oft reynt í starfi sínu. Leiðsögumaðurinn Þreyttur og sólbrunninn eftir góðan dag á fjöllum DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 Nú styttist í Berlínarmaraþonið sem fram fer um næstu helgi, sunnudag- inn 25. september, og heyrst hefur að um hundrað Íslendingar ætli að taka þátt. Einn þeirra er hinn ungi og efni- legi Kári Steinn Karlsson sem ætlar að freista þess að slá þar Íslands- metið í maraþonhlaupi, 2:19:46 klst., en metið setti Sigurður P. Sigmunds- son í þessari sömu borg árið 1985 og því löngu tímabært að slá það. Mark- mið Kára Steins er að komast á Ól- ympíuleikana á næsta ári. Þegar af- reksmenn setja markið svona hátt er ljóst að því fylgir mikill kostnaður, þegar liggur fyrir að Kári Steinn mun fara í þrjár æfingabúðir, 2-3 vikur í senn, næsta vetur og 4-5 keppnis- ferðir. Kostnaður við þessar ferðir er áætlaður 2 m.kr. Þá er ótalinn ýmis annar kostnaður sem fylgir því að vera afreksmaður í fremstu röð í langhlaupum. Nú stendur yfir áheita- söfnun á hlaup.is fyrir Kára Stein til að fjármagna undirbúning hans fyrir maraþonhlaupið á Ólympíuleikunum í London 2012. Á vefsíðunni Hlaup.is getur fólk heitið á hann tiltekinni upphæð og áheitin verða svo inn- heimt eftir 25. september ef hann nær metinu. Á hlaup.is segir: Kári Steinn er 25 ára og hefur verið fremsti langhlaup- ari Íslendinga um langt árabil. Hann á Íslandsmetin í 5.000 m (14:01,99) og 10.000 m (29:28,05) brautar- hlaupum auk meta innanhúss og fjölda Íslandsmeta í yngri aldurs- flokkum. Kári Steinn útskrifaðist sem rekstrarverkfræðingur frá háskól- anum í Berkeley, USA, síðastliðið vor og er fluttur heim til Íslands. Hann hefur ákveðið að snúa sér í auknum mæli að keppni í götuhlaupum með maraþonhlaup sem aðalgrein. Hann er góð fyrirmynd og getur náð mjög langt fái hann tækifæri til að stunda sína íþróttagrein af fullum krafti. Ástæða er til að hvetja alla til að heita á þennan efnilega afreksmann. Styttist í Berlínarmaraþon Morgunblaðið/Eggert Garpur Kári Steinn á framtíðina fyrir sér og stefnir hátt. Áheitasöfnun fyrir Kára Stein - nýr auglýsingamiðill Gallabuxur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Verð 6.900 kr. „Hollensku“ buxurnar eru komnar aftur. Litir: svart og blátt Stærð 36 - 52 Sendum í póstkröfu w w w .v is in da va ka .i s Vísindamenn halda því fram að aukin gróðurhúsaáhrif valdi því að yfirborð jarðar sé að hlýna. Samt var síðasta sumar kalt. Gengur þetta upp? Dr. Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands ræðir gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, kal í túnum og hafís. fKuldinn síðasta sumar a H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Látið sjá ykkur í Háskólabíói föstudaginn 23. september!                            ! " !#! $$  Upplýsingar um innritun kl. 16-21 alla daga.  alla d g .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.