Morgunblaðið - 20.09.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Ólafur Ragnar
Grímsson hefur sýnt
meira hugrekki en
hægt er að krefjast af
honum sem forseta
lýðveldisins. Á erlend-
um vettvangi jafnt sem
innlendum hefur hann
skipað sér afdrátt-
arlaust í sveit með al-
menningi landsins
gegn nýlenduveldum
Evrópu. Þetta eru tíð-
indi og umbreyting frá fyrri for-
setum Íslands, sem alla jafna sýndu
hugleysi gagnvart erlendu valdi og
tóku hagsmuni valda-aðalsins fram
yfir hagsmuni þjóðarinnar. Í viðtali
við RÚV 4. september 2011 sagði
forsetinn:
»Menn (ríkisstjórnin) beygðu sig
fyrir þessu ofbeldi (Icesave-
kröfunum) af hálfu Evrópuþjóðanna
og samþykktu fyrst samning sem
var svo óheyrilegur að ekki aðeins
hrópaði íslenska þjóðin hann af,
heldur hlupu Bretar og Hollend-
ingar frá honum strax nokkrum
mánuðum eftir að ákveðið var að
setja þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er rannsóknarefni fyrir Evrópu-
sambandið að horfast í augu við það
hvernig í ósköpunum stóð á því að
ríki í Evrópusambandinu sam-
þykktu að styðja þessar fáránlegu
kröfur Breta og Hollendinga gagn-
vart Íslandi.«
Flestir Íslendingar eru sammála
þeirri skoðun forsetans að rík-
isstjórnin er ekki að gæta hagsmuna
landsmanna, heldur beygir sig í auð-
mýkt fyrir ESB (Evrópusamband-
inu). Það er einnig merkilegt sem
forsetinn bendir á, að nýlenduveldin
hlupu sjálf frá Icesave-
II samningunum, þeg-
ar athygli heimsins var
beint að þeim. Þjóð-
aratkvæðin 6. marz
2010 og 9. apríl 2011
tóku af allan vafa um að
þjóðin mun ekki fallast
á ólöglegar og siðlausar
kröfur nýlenduveld-
anna og skiptir þá engu
máli hvað ESB kann að
skipa EFTA-
dómstólnum að sam-
þykkja.
Auðvitað skilja kjölt-
urakkar ESB ekki þessar stað-
reyndir. Þeir halda áfram að
gjamma ólundarlega, til að þóknast
húsbændum sínum í Brussel. Á síð-
um Fréttablaðsins er dag eftir dag
ausið hrakyrðum um forsetann og
traðkað á stjórnarskránni. Þar
gengur fremstur í flokki Jón Baldvin
Hannibalsson. Rógburður hans mun
lengi lifa, en er mismunandi metinn
á Íslandi og innan höfuðstöðva ESB.
Framganga Jóns Baldvins
Hannibalssonar
Rætin og fullkomlega siðlaus rit-
gerð eftir Jón Baldvin Hannibalsson
birtist í Fréttablaðinu 7. september
2011. Þar uppnefnir hann forseta
landsins á ósmekklegri hátt en lík-
lega hefur sézt áður. Forseta Ís-
lands gefur Jón Baldvin heitið
„Lady GaGa“ og nefnir hann „veizlu-
stjóra og viðskiptasmyril óreiðu-
manna útrásarinnar“. Það vex Jóni
Baldvin í augum, að Ólafur Ragnar
hefur brennandi áhuga á framgangi
íslenzkra hagsmuna og leggur lands-
mönnum það lið sem hann getur. Jón
Baldvin virðist ekki skilja, að Ólafur
Ragnar var að gegna stjórnarskrár-
bundinni skyldu sinni með að vísa
lagafrumvörpunum um Icesave í
þjóðaratkvæði.
Forseti Íslands hefur skyldur
gagnvart almenningi í landinu, sem
meðal annars eru formfestar með 26.
grein stjórnarskrárinnar. Forset-
anum ber siðferðileg skylda til að
hafna þeim lagafrumvörpum sam-
þykkis, sem stór hluti almennings er
andvígur, eða sem forsetinn telur
geta skaðað hagsmuni landsmanna.
Engin önnur afstaða birtist í synjun
forsetans, en að hann telur að við-
komandi lagafrumvarp skuli borið
undir úrskurð fullveldishafans.
Vakin er athygli á, að laga-
frumvarp verður ekki að lögum fyrr
en forsetinn hefur undirritað það,
eða forsetinn hefur hafnað und-
irritun. Alþingi hefur því ekki heim-
ild til að senda ríkisstjórninni frum-
vörp „sem lög frá Alþingi“.
Frumvarp er einungis frumvarp, þar
til ákvörðun forsetans liggur fyrir,
hvort sem það hefur verið samþykkt
á Alþingi eða ekki. Því er rangt sem
víða getur að lesa í gögnum Alþingis
og ríkisstjórnar: „Frumvarp, sem
þingið samþykkir, er sent rík-
isstjórninni sem lög frá Alþingi.“
Jón Baldvin gerir aumkunarverða
tilraun til að etja saman forseta og
ríkisstjórn. Hann vísar þar til fyrr-
nefndra orða Ólafs Ragnars, um að
»ríkisstjórnin hafi beygt sig fyrir fá-
ránlegum kröfum og ofbeldi Breta
og Hollendinga«. Jón Baldvin vill
meina að með þessum ásökunum sé
forsetinn að brigsla ríkisstjórninni
um landráð. Að beygja sig fyrir ofur-
efli er afsakanlegt, en fæstir lands-
menn eru líklega þeirrar skoðunar
að um enga aðra kosti hafi verið að
ræða en samþykkja Icesave-
kröfurnar. Þetta viðhorf almennings
kom skýrt fram í tvennum þjóð-
aratkvæðum.
Kjölturakkar ESB reyndu að
hræða Íslendinga frá því að hafna
Icesave-kröfunum í þjóðaratkvæð-
unum. Jón Baldvin heldur upp-
teknum hætti og leggur núna allt sitt
traust á EFTA-dómstólinn. Honum
hefur greinilega ekki borist til
eyrna, að þrotabú Landsbankans
mun eiga fyrir forgangskröfum.
Ekki svo að skilja að það atriði skipti
Íslendinga einhverju máli, því að
kröfur á þrotabúið eru almenningi
óviðkomandi. Tryggingasjóðir í
Bretlandi og Hollandi, auk ríkissjóðs
Bretlands, keyptu Icesave-kröfur
innistæðueigenda á eigin ábyrgð.
Tryggingasjóðirnir eru reknir fyrir
reikning starfandi banka í þessum
löndum og einungis helsjúkir Evr-
ópusinnar geta fundið það út að al-
menningi á Íslandi beri skylda til að
hlaupa undir bagga með þessum er-
lendu bönkum. Kjölturakkar ESB
verða að leita annað en til almenn-
ings á Íslandi til að svala valda-
draumum Þýskalands og Frakk-
lands.
Kjölturakkar Evrópusam-
bandsins gjamma ólundarlega
Eftir Loft Altice
Þorsteinsson » Flestir Íslendingar
eru sammála þeirri
skoðun forsetans að rík-
isstjórnin er ekki að
gæta hagsmuna lands-
manna, heldur beygir
sig í auðmýkt fyrir
ESB.
Loftur Altice Þor-
steinsson
Höfundur er verkfræðingur
og stjórnarmaður í félaginu
Samstaða þjóðar.
Hinn 8. september sl.
var undirritaður sam-
starfssamningur milli
efnahags- og við-
skiptaráðuneytis, Há-
skóla Íslands, Háskól-
ans í Reykjavík,
Háskólans á Bifröst,
Samtaka starfsfólks
fjármálafyrirtækja og
Samtaka fjármálafyr-
irtækja um að innleiða
vottun fjármálaráðgjafa á Íslandi.
Þessi nýbreytni á rætur að rekja til
framþróunar á Norðurlöndum, ann-
ars staðar í Evrópu og víðar. Þar
er lögð áhersla á að samræma og
staðla gæðakröfur sem gerðar eru
til þeirra sem veita einstaklingum
og heimilum fjármálaráðgjöf. Und-
irrótin er sívaxandi kröfur neyt-
enda um vandaða ráðgjöf fjármála-
fyrirtækja og öfluga þjónustu.
Norsk fyrirmynd
Aðdragandi þessa samstarfs-
samnings hófst vorið 2010 þegar
settur var á laggirnar
stýrihópur með
fulltrúum Samtaka
fjármálafyrirtækja
og Samtaka starfs-
manna fjármálafyr-
irtækja. Stýrihóp-
urinn einsetti sér að
vinna markvisst að
því að koma sem
fyrst á laggirnar
vottun fyrir starfs-
fólk útibúa sem sinna
fjármálaráðgjöf til
einstaklinga. Mark-
mið með vottuninni er að auka
gæði fjármálaráðgjafar og efla
þekkingu og færni starfsfólks við-
skiptabanka og sparisjóða í krefj-
andi störfum.
Fyrirmyndin að uppbyggingu
vottunar hér á landi er sótt til Nor-
egs en þar er gerð sú krafa að allir
starfsmenn sem annast fjár-
málaráðgjöf til einstaklinga verði
undantekningarlaust að hljóta slíka
vottun. Námið í Noregi hefur gefið
góða raun og nú eru liðin þrjú ár
síðan fyrstu nemendurnir braut-
skráðust þar í landi. Námið hefur
nú verið klæðskerasniðið að ís-
lenskum aðstæðum, meðal annars
með þarfagreiningu meðal starfs-
fólks í útibúum.
Þriggja ára gildistími
Í lok náms þreyta þátttakendur
sérsniðið próf sem þeir þurfa að
standast til að hljóta vottun. Vand-
að er til alls þessa ferlis og er það
sérfræðinganefnd á vegum háskól-
anna þriggja sem hefur yfirumsjón
með vottuninni. Vottunarskírteinið
fylgir síðan viðkomandi starfmanni
færi hann sig til á milli fjármálafyr-
irtækja. Vottunin gildir í 3 ár en þá
er gerð krafa um endurmenntun til
að viðhalda skírteininu.
Undirbúningsnámið hefur þegar
verið þróað hér á landi og verður
sett á laggirnar í lok þessa mán-
aðar. Að framkvæmd námsins
koma aðilar frá samstarfsháskól-
unum þremur og er afar ánægju-
legt að sjá áhuga og faglegt atfylgi
háskólanna á þessu verkefni sem
vonir eru bundnar við að muni
leggja drjúgt af mörkum til efl-
ingar fjármálaþjónustu á Íslandi.
Vottun fjármálaráðgjafa
innleidd á Íslandi
Eftir Dröfn
Guðmundsdóttur » Vottun til að auka
gæði fjármálaráð-
gjafar. Undirrótin er sí-
vaxandi kröfur neyt-
enda um vandaða
ráðgjöf fjármálafyr-
irtækja og öfluga þjón-
ustu.
Dröfn Guðmundsdóttir
Höfundur er fræðslustjóri Arion
banka og formaður stýrihóps um vott-
un fjármálaráðgjafa.
Í nokkuð stóryrtri
grein (ekki óvænt) kall-
ar Árni Johnsen alþing-
ismaður og formaður
framkvæmda við Þor-
láksbúð mig ósanninda-
mann í þriggja dálka
fyrirsögn í Morg-
unblaðinu 19. sept-
ember.
Hvað var það sem ég
sagði ósatt? Athugum
málið.
Ég sagði að ekki hefði verið fengið
leyfi hjá þeim sem fara með höfund-
arrétt Harðar Bjarnasonar arkitekts
kirkjunnar til að reisa mannvirki við
kirkjuvegginn. Bæði börn Harðar,
þau Áslaug Guðrún og Hörður hafa
skrifað greinar í Morgunblaðið og
staðfest að ég fór með rétt mál. Það
var aldrei rætt við þau. Þau fara ein
með höfundarrétt að verkum föður
síns. Sjá Morgunblaðið 16. september
og 13. september. Ég sagði að form-
legt byggingarleyfi hefði ekki verið
gefið út. Vafningar Árna Johnsens
hnekkja því ekki. Árni Johnsen segir
mig hafa kallað látinn vígslubiskup
ósannindamann. Það hef ég aldrei
gert. Þar fer Árni ekki með rétt mál.
Ég sagði það hins vegar rangt hjá
Árna og séra Kristjáni Björnssyni
þegar þeir fullyrtu að öll leyfi hefðu
verið veitt. Það stendur óhaggað.
Árni segir mig hafa talað um að
„færa rústina“. Ég talaði aldrei um að
færa „rústina“. Lestu betur, Árni. Ég
talaði um að færa tóftina, – tóftina
sem hlaðin hefði verið við kirkjuhorn-
ið og skemmir ásýnd staðarins og
kirkjumyndina. Árni segir í Morg-
unblaðsgrein sinni „tilgátuhúsið“ sem
hann og fleiri eru að reisa í Skálholti
„tengjast 800 ára sögu frá því að Þor-
lákur helgi Skálholts-
biskup reisti … búðina
á tólftu öld“. Lítum á
hvað Ormar Þór Guð-
mundsson arkitekt
sagði í vandaðri grein í
Morgunblaðinu 17.
september (Óheppileg
staðsetning tilgátuhúss
í Skálholti) „…Þorláks-
búð getur ekki tengst
kirkjunni aftur á 12. öld
þar sem hún var ekki
byggð fyrr en eftir
bruna Árnakirkju 1527 og þá sem
bráðabirgðaskýli yfir messuhald, búð
eða kapella eins og húsið kallaðist í
heimildum og var hún seinna nefnd
Þorláksbúð“. Ormar Þór segir líka í
grein sinni: „Reyndar eru fornleifa-
fræðingar mjög andsnúnir því að
byggt sé á rústum horfinna húsa, þar
sem það getur spillt frekari forn-
leifum sem þar kunna að leynast.“
Að lokum þetta: Öll rök hníga að
því að færa þessa tóftarhleðslu svo
langt frá kirkjunni að hún spilli ekki
heildarmynd staðarins eins og hún nú
gerir. Það hlýtur að verða gert.
Árni Johnsen ætti samkvæmt
ofangreindu að tala ákaflega varlega
þegar hann kallar aðra ósann-
indamenn.
Hver segir ósatt,
Árni Johnsen?
Eftir Eið Guðnason
Eiður Guðnason
» Árni Johnsen ætti
samkvæmt ofan-
greindu að tala ákaflega
varlega þegar hann kall-
ar aðra ósanninda-
menn.
Höfundur er fyrrverandi sendiherra
og í hópi velunnara Skálholts
Gullsmárinn
Stöðug og góð þátttaka er í Gull-
smára. Spilað var á 15 borðum
fimmtudaginn 15. september.
Úrslit í N/S:
Pétur Antonsson - Örn Einarsson 329
Stefán Friðbjarnars. - Birgir Ísleifss. 308
Björn Árnason - Auðunn R.Guðmss. 306
Katarínus Jónsson - Ari Þórðarson 298
A/V
Aðalh. Torfad. - Ragnar Ásmundss. 372
Sigurður Njálss. - Ágúst Sigurðss. 324
Stefán Ólafsson - Helgi Sigurðss. 311
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 310
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn
15. september. Spilað var á 10 borð-
um. Meðalskor: 216 stig.
Árangur N - S:
Jón Lárusson - Ragnar Björnsson 239
Gísli Viglundsson - Oddur Halldórsson 237
Oliver Kristóferss. - Magnús Oddsson 234
Siguróli Jóhannsss. - Auðunn Helgas. 230
Árangur A - V:
Bergur Ingimundarson - Axel Láruss. 250
Þröstur Sveinsson - Rúnar Sveinsson 238
Óli Gíslason - Höskuldur Jónsson 233
Hólmfríður Árnad. - Stefán Finnbogass.
232
Tvímenningskeppni spiluð mánu-
daginn 12. september. Spilað var á
11 borðum. Meðalskor: 216 stig.
Árangur N - S:
Oliver Kristófersson - Magnús Oddss. 259
Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmss. 252
Björn Árnason - Auðunn Guðmundss. 251
Bjarni Þórarinsson - Jón Lárusson 243
Árangur A - V:
Helgi Hallgrímss. - Ægir Ferdinandss. 258
Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 255
Bergur Ingimundarson - Axel Láruss. 253
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss.
Eldri borgarar Hafnarfirði
Föstudaginn 16. september var spilað á
16 borðum hjá FEBH með eftirfarandi úr-
slitum í N/S:
Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 410
Örn Einarsson – Óskar Ólafsson 361
Auðunn Guðmss. – Sigtr. Sigurðss. 353
Jón Lárusson – Bjarni Þórarinsson 349
Oliver Kristófersson – Magnús Jónsson 343
AV:
Friðrik Herm. – Skarphéðinn Lýðss. 436
Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 367
Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarsson 342
Friðrik Jónsson – Jóhannes Guðmanns. 335
Jón Svan Sigurðss. – Birgir Sigurðsson 333
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali