Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 23

Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 ✝ Guðný ÁstrúnValdimars- dóttir fæddist á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði 11. júlí 1920. Hún lést 11. september 2011. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Davíðsson bóndi, f. 1899, d. 1974 og Helga Ingibjörg Halldórsdóttir húsfreyja, f. 1895, d. 1985. Systkini hennar eru Guðrún, f. 1924, Þórður, f. 1925, Valdís, f. 1927, d. 1995, Halldór, f. 1928, d. 1995, Þorsteinn, f. 1929, d. 2001 og Guðbjörg, f. 1934, d. 2004. Ástrún giftist 25. maí 1961, Að- alsteini Sigurðssyni, fiskifræð- ingi, f. 13. júní 1916, d. 31. desem- ber 2006. Þeirra sonur er Magnús Þór, f. 12.8. 1965, maki Steinunn vetur í Héraðsskólanum í Reyk- holti, yngri deild og næsta vetur á eftir í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Hún lauk kenn- araprófi frá handavinnudeild Kennaraskólans 1947 og handa- vinnukennaraprófi frá Hand- íðaskólanum 1949. Hún fór til Danmerkur, Svíþjóðar og Nor- egs á árunum 1951, 1955 og 1957 og sótti þar fjölda námskeiða. Eins sótti hún nám í Aberdeen 1966 og kynnti sér handavinnu- kennslu í Aberdeen og Lowestoft 1965-1966. Hún sótti auk þess fjölda handavinnunámskeiða í Reykjavík. Hún kenndi í Héraðs- skólanum og Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni 1950-1952, í Námsflokkum Reykjavíkur 1952- 1958 og Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar 1952-1964. Hún var kennari við Ármúlaskóla 1966- 1967 og 1968-1977 og Hagaskóla 1964-1965 og 1977-1987 er hún lét af störfum. Hún var í stjórn Handavinnukennarafélags Ís- lands 1957-1962. Ástrún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20. september 2011, og hefst athöfn- in kl. 13. Brynjarsdóttir, f. 12.7. 1967, sonur þeirra er Brynjar Steinn, f. 6.9. 1998. Stjúpdóttir Ást- rúnar er Guðný Að- alsteinsdóttir, f. 1.9. 1949, maki Björn Björnsson, f. 24.8. 1949, d. 11.9. 2005. Þeirra dætur eru Bryndís f. 29.3. 1978, maki Magni S. Sigmarsson, f. 1975, synir þeirra eru Björn Hugi, f. 2006 og Hjalti Örn, f. 2010 og Ásdís, f. 8.8. 1980, maki Guðni Már Harð- arson, f. 1980, þeirra sonur er Nói Pétur, f. 2005 og dóttir er Dagmar Edda, f. 2008. Ástrún ólst upp fyrstu árin á Kjalvararstöðum í Reykholtsdal og eitt ár á Hermundarstöðum, en lengst af á Guðnabakka í Stafholtstungum. Hún var einn Það eru mikil forréttindi fyrir okkur systur að hafa fengið að kalla Ástrúnu ömmu. Það var hún líka í orði og verki. Við minnumst hennar með hlýju og þakklæti. Ævinlega tók hún innilega á móti okkur á Nesinu og seint verður nóg sagt um allar kræsingarnar sem hún reiddi fram; partar með reyktum laxi, smákökusortirnar og auðvitað súkkulaðið á jólun- um. Amma lagði sig fram um að hafa það á borðum sem hún vissi að okkur þætti gott. Hún var líka einstök hand- verkskona og er okkur ofarlega í huga þegar hún saumaði upphlut- inn á Bryndísi fyrir ferminguna. Ófáar stundir fóru í ráðagerðir og vangaveltur um efnisval og snið, en þar var amma á heimavelli. Okkur er þó efst í huga ljúf- mennska hennar og hjartahlýja. Nærvera hennar einkenndist af ástúð og friði og í orðum hennar hljómaði aldrei annað en hvatn- ing, huggun og væntumþykja. Aldrei heyrðist hún hallmæla nokkrum manni. Jafnvel þegar sjúkdómurinn hafði rænt ömmu flestu því sem einkenndi hana var hún enn sama ljúfmennið. „Þú ert yndisleg“ og „mikið eruð þið gott fólk“ voru jafnan þau fáu orð sem hún sagði síðustu misserin sem hún lifði. Hennar fallega hjarta- lag entist henni til æviloka. Bryndís og Ásdís Björnsdætur. Ástrún móðursystir mín var elst systkina sinna. Fædd var hún 1920 að Kjalvararstöðum í Reykholtsdal þar sem afi hennar og amma bjuggu, þau Halldór og Guðný. Mamma Ástrúnar, Helga, var þá í foreldrahúsum, 24 ára að aldri. Barnsfaðirinn var Valdimar Davíðsson lausamaður frá Arn- bjargarlæk. Hann var rétt orðinn 20 ára þegar barnið fæddist. Fjórum árum árum seinna fædd- ist annað barnið þeim Helgu og Valdimar; það var Guðrún, alltaf kölluð Dúna, móðir mín. Ári seinna fæddist þriðja barnið Þórður. Nú þegar við kveðjum Ástrúnu lifa þau á níræðisaldri Dúna og Þórður. 1926 fluttu Valdimar og Helga að Guðna- bakka í Stafholtstungum. Þar fæddust þeim fjögur börn í við- bót. Þau eru öll látin. Ástrún var því elst og leit alltaf svo á að hún hefði skyldur sam- kvæmt því. Hún hefur áreiðan- lega staðið þétt með mömmu sinni í rekstri heimilsins að Guðnabakka og ekki veitti af. Samt fór hún í skóla, fyrst í Reyk- holt, svo að Staðarfelli og loks lauk hún prófi sem handavinnu- kennari. Handavinna hennar var stundum beinlínis listaverk. Kvöldið sem hún dó var vegg- teppið undrafallega yfir höfðalag- inu hennar. Ástrún var kennari í áratugi. Hún vildi hafa röð og reglu á hlut- unum og það fundum við frænd- fólk hennar stundum. Oft mátti hún heita furðuþolinmóð við þá sem ekki kunnu að meta stjórn- semi hennar. Einn þeirra var ég sem naut hennar framan af æv- inni fremur en margir aðrir. Það sem breytti öllu var að hún opn- aði faðminn fyrir mér og kallaði mig suður í umhverfi sem for- eldrar mínir gátu treyst. Í þrjá vetur var ég hjá Ástrúnu á fyrstu árunum eftir að ég fór að heiman þrettán ára. Sú staðreynd breytti lífi mínu. Þannig ber þessi kona sem nú er kvödd meiri ábyrgð á mér en margir aðrir. Fyrir það er ég henni þakklátari en ég kann að lýsa með orðum. Ástrún giftist Aðalsteini Sig- urðssyni fiskifræðingi. Með hon- um kom dóttir hans af fyrra hjónabandi Guðný. Koma Aðal- steins í fjölskylduna frá Guðna- bakka og seinna Hömrum í Hraunhreppi var menningarauki. Þau Ástrún og Aðalsteinn áttu soninn Magnús Þór. Hann og fjölskylda hans vitna um allt það besta sem þau áttu, foreldrar hans. Aðalsteinn lést 2006. Áður en hann féll frá hafði Ástrún kennt þess sjúkdóms sem fylgdi henni allt til endalokanna. Ástrún var í Skógarbæ og var þar eftirlæti starfsfólksins alls. Hún var ljúf og hlý. Ég heimsótti hana allt of sjaldan en þá skiptumst við á vin- arorðum: Þau samtöl geymi ég með mér um leið og allt það sem hún var mér, en sérstaklega þakka ég Ástrúnu fyrir að hafa kallað mig suður frá fjárskipta- lömbunum heima á Grund haust- ið 1957. Magnúsi og Guðnýju systur hans, fjölskyldum þeirra og öllum vinum Ástrúnar flytjum við Guð- rún samúðarkveðjur. Það er stórt skarð sem verður í fjölskyldu okkar þegar Ástrún kveður þó hún hafi lengi verið hálfpartinn utan heims vegna veikinda. Það er sagt að það komi alltaf maður í manns stað. Það er ekki svo; Ást- rún var einstök kona. Svavar Gestsson. Guðný Ástrún Valdimarsdóttir Kæri bróðir minn. Ég sendi þér kveðju og þakk- arbréf þegar þú yfirgefur þessa jarðvist og hittir Bogga bróður okkar og fleiri. Skilaðu kveðju til allra. Kannski „tjúnið“ þið Boggi til okkar. Við ólumst upp öll systkinin hjá mömmu, Kristþór, Valdimar, þú og ég. Það var oft mikill galsi í okkur, en við áttum, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, góða og skemmti- lega æsku. Minningarnar eru margar. Einu sinni dastu ofan í tunnu fulla af vatni, og þeir sem hjálpuðu þér, héldu að það væri köttur í tunn- unni. Við bjuggum í Vesturbæn- um nálægt „Camp Knox“ og ösku- haugunum. Á stríðsárunum var mikið um að vera, og vel fylgst með þegar setuliðið var að fleygja vörum á haugana. Þar var margt sem til féll, bæði matur og fleira. Þú fórst frekar út á íþróttavöll í Birgir Helgason ✝ Birgir Helga-son var fæddur 31. mars 1931. Hann lést 6. sept- ember 2011. Foreldrar: Þor- steina Helgadóttir, fædd 1910, dáin 1991. Helgi Ás- geirsson, fæddur 1908, dáinn 1980. Systkini: Krist- þór Borg, fæddur 1929, dáinn 2008. Valdimar Sig- fús, fæddur 1933, Kristín Sigríð- ur, fædd 1936. Jarðarför Birgis Helgasonar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 20. september 2011, og hefst athöfnin klukkan 13. nágrenninu að æfa íþróttir, enda varstu góður í frjálsum íþróttum og körfu- bolta. Einu sinni fóruð þið Valdi út á hauga og funduð vél, sem þið settuð saman, þegar vélin var ræst kom í ljós að það var loftvarnarflauta sem fór í gang, varð þá mikil rekistefna hjá yfirmönnum hersins og lögreglu. Einu sinni vorum við að leika okkur úti við Eiðsmýri, og sáum flugvél hrapa. Það hafði djúp áhrif á okkur og miklar umræður urðu um stríðið. Ég minnist þess, að þegar þú varst 13 ára byrjaðir þú að vinna við að grafa hitaveitu- skurði, með skóflu og haka og lést alla peningana til heimilisins. Þú lærðir trésmíðar og varðst húsa- smíðameistari og frábær smiður. Seinna á lífsleiðinni hafðir þú mik- inn áhuga á klassískri tónlist og skák. Þú varst glaður með öðrum, en vildir stundum vera einn með þínar hugsanir og tilfinningar. Ég vil þakka þér fyrir alla hjálpina. Sérstaklega á þeim ár- um, þegar þú komst margar næt- ur til að vaka yfir dóttur minni, svo við mættum hvílast á erfiðum tíma. Vertu sæll, Birgir minn. Kristín systir. Elsku frændi minn Birgir Helgason er allur. Söknuðurinn er sár eins og allir sem kvatt hafa drengskaparmenn hinstu kveðju vita. Birgir var glæsilegur maður á velli, en barst lítið á. Hann þurfti þess ekki. Allir tóku eftir þessum manni, ekki sízt vegna framkomu hans, og þess hve nærvera hans var ljúf. Lítillátur var hann, hjálpsamur, gat verið glettinn, hafði gaman af því að rabba um daginn og veginn á notalegum veitingastað yfir kaffi- bolla, og þá barst talið oft til Hafn- arfjarðar, en móðurkyn okkar er að mestu þaðan upprunnið. Hann var barngóður og nutu börn systkina hans þess, en Birgir kvæntist ekki og átti ekki börn. Birgir var vandaður smiður, rómaður fyrir hagleik, ábyrgur í starfi og reyndar í öllu sínu lífi. Hann vandaði tal sitt, sagði ekkert meira en til þurfti, var ákveðinn í skoðunum, óhræddur við að láta í sér heyra, en alltaf á háttvísan hátt. Ég á eftir að sakna hans er fram líða stundir, en ég mun leita til lið- inna minninga um dreng, sem ég er svo lánsöm að geta nefnt Birgi frænda minn. Ég fel síðan mína sorg og minn- ingu Birgis í faðm hans, sem lífið gaf og að öllu gætir. Gyða Stefánsdóttir. Elsku Biggi frændi hefur kvatt og okkur systur langar að minnast hans með nokkrum línum. Biggi frændi var okkur afar kær enda fylgdist hann með uppvexti okkar systra frá fyrsta degi. Hann gætti okkar þegar við vorum börn og var alltaf til staðar ef við þörfn- uðumst aðstoðar, hvort sem það var smátt eða stórt. Við minnumst þess vel þegar þú kíktir í kaffi á æskuheimili okkar systra og alltaf varstu með eitt- hvert góðgæti með þér sem við kunnum ákaflega vel að meta. Stundum sátum við saman og horfðu saman á bíómyndir, skemmtilegustu myndirnar voru gamlir vestrar eða karatemyndir og við voru sammála um að Bruce Lee væri bestur. Okkur Bigga var nú nokkuð sama hvað öðrum fannst um þetta áhugamál, en við rifjuðum þetta stundum upp núna á seinni árum og hlógum mikið að þessu myndavali okkar. Sú hefð skapaðist sem við systur héldum fast í að þú og amma væru hjá okkur um jól og áramót. Lengi vel sáuð þið pabbi um flugeldana og yfirleitt var skotið upp flugeldum á klukkustundarfresti að miðnætti. Stærsta flugeldinum var alltaf skotið upp síðast. Þú smíðaðir skot- pall sem var tekinn fram á hverju ári, sást til þess að allt var til reiðu og lítið mál var að hafa flugeldasýn- ingu fyrir fjölskylduna. Þetta vakti athygli í götunni og nokkrum árum síðar mátti sjá fleiri skotpalla hér og þar, en okkur fannst enginn jafnflottur og skotpallurinn hans Bigga frænda enda um frumgerð að ræða. Þegar við systur urðum eldri og áhuginn fyrir flugeldum minnkaði myndaðist ný hefð, en það var að spila Manna og sá sem vann hneigði sig fyrir öllum hinum og þakkaði fyrir góða spilmennsku. Við hlógum nú mikið að þessari hefð en höfðum nú samt gaman af þó svo við létum okkur nægja að horfa á. Biggi frændi var lærður húsa- smiður en fyrir okkur systrum varstu þúsundþjalasmiður og við gátum alltaf leitað til þín. Eftir því sem árin liðu urðu heimsóknirnar færri og hefðirnar hafa breyst. Elsku Biggi, við mun- um alltaf minnast kaffihúsaferð- anna okkar og herramannsmatar- ins sem við snæddum saman þegar við hittumst. Núna þegar þú ert horfin á braut muntu hitta hana ömmu og Bogga bróður þinn. Stóra spurningin sem litlu frændsystkinin þín velta fyrir sér er: hver er núna „rassíbala“ – þú sendir okkur kannski svarið, hver veit! Hvíl í friði. Steina og Guðrún. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og systir, SOFFIA ATHERTON CROUCH, áður Soffía Hallgrímsdóttir, lést í Louisville, Kentucky fimmtudaginn 15. september. Útför hennar mun fara fram frá St. Theresa kirkju, 1010 Schiller Ave., þriðjudaginn 20. september kl. 12.00, og síðan verður jarðsetning í kirkju- garðinum á Cave Hill. Fyrir hönd barna, barnabarna, tengdabarna og systkina, Donna Dusel Dallenbach, Laura Hall Gannon, Craig Atherton, Helgi S. Hallgrímsson, Guðmundur Hallgrímsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORVALDUR BJÖRNSSON kennari og organisti, Efstasundi 37, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 19. september. Kolbrún Steingrímsdóttir, Steingrímur Þorvaldsson, Helga Sjöfn Guðjónsdóttir, Guðrún Þorvaldsdóttir, Guðmundur E. Finnsson, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Björn Þorvaldsson, Anna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI KR. ÞORSTEINSSON, Smyrilsvegi 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 17. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 23. september kl. 11.00. Anna Árnadóttir, Ásta Kvaran Árnadóttir, Böðvar B. Kvaran, Þorsteinn Árnason, Hrefna E. Leifsdóttir, Sveinn Árnason, Sigurlína Vilhjálmsdóttir, Erna Þórunn Árnadóttir, Benedikt Sigmundsson, Ingibjörg Hólmfríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HULDA S. ÞÓRÐARDÓTTIR, Drápuhlíð 37, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 18. september. Jarðarför verður auglýst síðar. Jóhannes Gunnarsson, Jón Albert Sigurbjörnsson, Lára Guðmundsdóttir, Ómar Jóhannesson, Inga Hannesdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Magnús Rúnar Magnússon, Gunnlaugur Jóhannesson, Elín Þ. Pétursdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞÓRA GUNNSTEINSDÓTTIR, áður Holtagerði 7, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugardaginn 17. september. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. september kl. 11.00. Geir Magnússon, Kristín Björnsdóttir, Helgi Magnússon, Guðlaug Guðjónsdóttir, Jóhannes Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.