Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 24

Morgunblaðið - 20.09.2011, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011 ✝ Sigurður Sig-urjónsson fæddist í Vest- urholtum undir Eyjafjöllum 22. október 1925. Hann lést á Landspít- alanum 10. sept- ember 2011. For- eldrar hans voru Sigurjón Sigurðs- son bóndi frá Núpi, f. 27.10. 1900, d. 22.5. 1972, og Ragnhildur Ólafs- dóttir frá Eyvindarholti, f. 11.4. 1902, d. 3.10. 1955. Systkini hans eru Ólafur, f. 1924, látinn, Sigurást, f. 1929, Guðrún, f. 1931, látin, Svanlaug Kristjana, f. 1937 og Ragnar, f. 1942. Hinn 24. desember 1949 kvæntist Sigurður Guðbjörgu Hjálmsdóttur frá Hofstöðum í Stafholtstungum. Foreldrar hennar voru Hjálmur Þor- steinsson, f. 25.3. 1891, d. 11.6. 1947, og Steinunn Guðmunds- dóttir, f. 20.11. 1897, d. 30.6. 1946. Börn Sigurðar og Guð- bjargar eru: 1) Hjálmur, f. 17.8. 1949, d. 2.3. 2006, maki Sigríður Rut Sigurðardóttir, f. 1951. Þau skildu. Börn þeirra: a) Guð- björg, f. 1968. b) Harpa, f. 1973, maki Brett Vernon Harris, f. 23.8.1963, maki Þórrún Þor- steinsdóttir, f. 1962. Börn þeirra: a) Þórdís, f. 1986. b) Helga María, f. 1999. c) Reynir Tómas, f. 2004. Sigurður flutti þriggja ára með foreldrum sínum að Mið- skála undir Eyjafjöllum þar sem hann ólst upp og gekk í skóla. Hann byrjaði að vinna fyrir sér á unglingsárum, var í vinnu- mensku og á vertíð í Eyjum. Ár- ið 1945 flutti hann til Reykjavík- ur og lærði þar rafvirkjun, tók sveinspróf 1949 og varð síðar meistari í þeirri iðn. Hann starf- aði lengst af á Teiknistofu SÍS og síðar Nýju teiknistofunni við hönnun raflagna. Hann hætti störfum sjötugur að aldri. Sig- urður var mikill áhugamaður um íþróttir. Hann æfði glímu, fyrst heima í sveitinni og síðan með glímudeild KR, og var um tíma einn af bestu glímumönn- um landsins. Hann gegndi trún- aðarstörfum fyrir rafvirkja- félagið í Reykjavík og var m.a. í stjórn. Sigurður átti sér mörg áhugamál. Hann stundaði hesta- mennsku, hafði gaman af að renna fyrir lax, lék á hljóðfæri og hafði mikið yndi af söng. Sig- urður var hagur maður. Eftir að hann hætti að vinna stundaði hann útskurð af miklum áhuga. Eftir hann liggja ótal fagurlega útskornir gripir. Útför Sigurðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 20. september 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. 1975. Dætur þeirra eru Ísabella Hjálmdís, f. 2007, og Esja Sarina, f. 2009. c) Ólafur Freyr, f. 1974. d) Ásdís, f. 1985. 2) Steinunn, f. 3.4. 1951, maki Bjarni Vésteinsson, f. 1945. Börn þeirra: a) Margrét, f. 1977, maki Ólafur Davíð Jónsson, f. 1971. Dóttir þeirra: Inga Birna, f. 2004. b) Sigurður, f. 1978, sambýliskona Anna Sig- ríður Eyjólfsdóttir, f. 1976. Dæt- ur þeirra: Helga Soffía, f. 2007, og Steinunn Lóa, f. 2009. c) Kristjana, f. 1992. 3) Ragnar, f. 4.10. 1954, maki Sigríður Jenný Guðmundsdóttir, f. 1956. Synir þeirra: a) Hjálmur, f. 1981, sam- býliskona Eva Lind Alberts- dóttir, f. 1988. Sonur þeirra: Se- bastían, f. 2010. b) Björgvin, f. 1986. c) Gunnar Snorri, f. 1990. 3) Sigurður, f. 21.4. 1961, maki Ingibjörg Eiríksdóttir, f. 1962. Dætur þeirra: a) Hildur Björk, f. 1986, sambýlismaður Vilmar Freyr Sævarsson, f. 1981. Sonur þeirra: Aron Mikael, f. 2011. b) Anna Guðný, f. 1991. c) Eyrún Inga, f. 1999. 5) Reynir, f. Í dag verður faðir okkar, Sig- urður Sigurjónsson, borinn til grafar, en hann lést eftir löng veikindi þann 10. september. Hann var Eyfellingur í báðar ættir og á mikinn frændgarð í Rangárvallasýslu. Hann fæddist að Vesturholtum en fluttist þriggja ára að Miðskála, þar sem hann gekk í barnaskóla, en efni fjölskyldunnar voru lítil og tæki- færi til menntunar fá. Afi okkar var organisti kirkj- unnar og hann átti orgel og harm- onikku, sem þau systkinin lærðu að spila á. Þessi lærdómur var föður okkar drjúgur og honum til ánægju alla æfi. Hann var mjög músíkalskur, liðtækur á píanó og orgel, en hans uppáhaldshljóð- færi var nikkan. Hann spilaði gjarnan á góðri stundu, átti auðvelt með að finna hljóma í lögum og spila undir fjöldasöng. Strax upp úr fermingu þurfti pabbi að fara að sjá fyrir sér með ýmsum störfum til sjávar og sveita. Til höfuðborgarinnar lagði hann vorið 1945 nítján ára að aldri til þess að mennta sig og marka sér framtíð. Hann var hæfileikaríkur, duglegur, og orð- inn vanur að treysta á sjálfan sig. Hann hóf nám í rafvirkjun sem hann lauk árið 1949. Hann var tæknilega sinnaður og hafði gam- an af vélum og tækjum. Hann hafði líka gaman af að hugsa um tæknilegar lausnir, jafnt smáar sem stórar, allt frá skartgripa- smíði upp í sjávarfallavirkjanir. Foreldrar okkar kynntust 1947. Aðfangadagur 1949 var tímamótadagur í lífi þeirra, því þann dag giftu þau sig, létu skíra frumburðinn, Hjálm Sigurjón bróður okkar, og fluttu inn í nýja eigin íbúð í Sigtúni. Árið 1953 keyptu þau hús í smíðum, Teiga- gerði 12, í Smáíbúðahverfinu. Nafn hverfisins var réttnefni til að byrja með og þangað flykktist ungt fólk og byggði sjálft með bjartsýnina að helsta vopni. Þeg- ar fjölskyldurnar stækkuðu og efnin jukust stækkuðu menn hús- in. Pabbi byggði tvisvar við húsið og bílskúr að auki. Æskuheimili okkar hefur alla tíð verið fasta- punkur fjölskyldunnar, sem fyrsta árið taldi aðeins fjóra, en er nú stórfjölskylda sem skiptist í fjóra ættliði og telur tæpa fjóra tugi. Í Teigagerðinu hefur fjöl- skyldan fagnað saman nýju ári allt frá 1953. Við eigum annan sameiginleg- an fastapunkt í tilverunni, sum- arbústaðinn Sólbakka við Eystri- Rangá sem pabbi byggði 1978. Þar hefur fjölskyldan haldið hátíð nánast allar verslunarmanna- helgar frá árinu 1983. Fjölskyld- an á margar góðar minningar frá þessum samkomum sem byggt hefur upp samheldni meðal okk- ar. Það er gott að eiga marga að. Foreldrar okkar höfðu bæði mikinn metnað fyrir okkar hönd og hvöttu okkur til nýta tækifær- in til menntunar sem þau höfðu ekki. Þau hafa alltaf verið til stað- ar fyrir okkur, tilbúin að rétta fram hjálparhönd. Við höfum oft verið stolt af föð- ur okkar, til dæmis þegar við vor- um lítil og skoðuðum verðlaunin sem hann hafði fengið í glímunni. Einnig var fingrafimi hans aðdá- unarverð því hann var handlag- inn með afbrigðum sem sést vel á handbragðinu á útskurðinum sem eftir hann liggur og telur hundruð gripa. Nú er glímunni við ofureflið lokið. Hvíl þú í friði, kæri pabbi. Steinunn, Ragnar, Sigurður og Reynir. Minn elskulegi tengdafaðir er látinn og þar er genginn mikill mannkosta- og hagleiksmaður. Þegar ég sem unglingur kom inn í fjölskylduna var mér strax vel tekið og ég hef alla tíð litið á þau sæmdarhjón Sigga og Boggu sem mína aðra foreldra, svo vel hafa þau reynst mér í gegn um árin. Hann tengdapabbi var alla jafnan ekki maður margra orða en hafði gaman af að segja frá og þá sérstaklega glímukeppnum frá fyrri árum. Það kom blik í augu hans og bros um varir við að rifja upp bændaglímu þar sem hann sem ungur maður var Bónd- inn fyrir Rangæinga á móti Ár- nesingum. Þar fór betur en á horfðist þegar hann stóð einn uppi á móti Bónda Árnesinga og sex mönnum hans. En þar kom Siggi fram tvíefldur og stóð uppi sem sigurvegari í lokin. Það var ekki hans einkenni að leggja árar í bát þó á móti blési eða útlitið væri svart. Mér er efst í hug þakklæti fyr- ir allar góðu stundirnar í Teiga- gerðinu með þessari samhentu fjölskyldu hans. Hann var þarna bakvið en hélt þétt utan um allan hópinn sinn. Far þú í friði og friður Guðs veri með þér Sigríður Rut. Afi Siggi var mjög rólegur maður, skemmtilegur og hnytt- inn. Við eigum margar dýrmætar minningar um afa og þá sérstak- lega þar sem hann var alltaf tilbú- inn að hjálpa okkur þegar við vor- um í vanda. Hann kom okkur á beinu brautina með góðum ráð- um eða einfaldlega beindi okkur þangað. Afi skilur margt eftir í okkar lífi þar sem hann brýndi fyrir okkur mikilvægi eljusemi og þess að vinna að takmarki sínu og sýna öðru fólki virðingu. Auk þess sem hann kynnti okkur fyrir ánægj- unni sem fylgir því að fást við dýr og þá sérstaklega hesta en það voru margir reiðtúrar sem færðu okkur góðar samverustundir. Afi Siggi var mikill listamaður og skar listilega út bráðfallega hluti þar sem hann náði að ljá ein- faldri tréspýtu líf. Fallegu hlut- irnir sem hann bjó til voru þó ekki það eina sem hann skilur eftir hjá okkur því hann útskýrði fyrir okkur tæknina við hvert verk og deildi með okkur ófáum sögum úr sinni æsku. Þeir bræðurnir glímdu oft, pabbi okkar endaði svo með að verða glímukóngur Íslands og glímugenið hefur án efa skilað sér til okkar allra. Afi og amma hafa alltaf verið hornsteinn í okkar lífi sem var til staðar þegar á þurfti að halda. Nú er eins og ný öld sé að byrja, amma án afa, ný heimsmynd fyrir okkur. Þessi sterka heild sem amma og afi voru mun lifa í gegn- um ömmu í minningunni um afa. Við getum ekki gert okkur í hug- arlund hvað amma er að ganga í gegnum núna með því að missa lífsförunautinn sinn eftir öll þessu ár. Við samhryggjumst þér innilega, elsku amma. Guðbjörg, Harpa, Ólafur Freyr og Ásdís Hjálmsbörn Afi er dáinn, þessi tíðindi feng- um við að morgni laugardagsins 10. september. Við vorum undir þetta búin en þessum tíðindum fylgdu blendnar tilfinningar, bæði mikil sorg og léttir. Sorg yf- ir því að við ættum ekki eftir að eiga fleiri yndislegar stundir með afa og léttir þar sem við vissum að nú þyrfti hann ekki lengur að þjást. Það var ekki hægt að hugsa sér betri afa. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin og það var gaman að vera í kringum hann og ömmu. Þau héldu vel ut- an um fjölskyldu sína, kenndu okkur að virða hvort annað og að samvinna væri mikilvæg, enda erum við mjög náin bæði í blíðu og stríðu. Við vorum mikið saman og ekki síst um hátíðirnar. Við gátum vart hugsað okkur áramót án þess að vera hjá afa og ömmu í Teigagerðinu eða austur í sum- arbústað um verslunarmanna- helgi. Afi var áhugasamur um tónlist og spilaði bæði á orgel og harm- onikku. Ein af okkar bestu bernskuminningum er þegar fjöl- skyldan var sem oftar saman komin um verslunarmannahelgi í sumarbústaðnum fyrir austan fjall. Eftir að hafa belgt sig út af kolagrilluðu lambalæri með öllu tilheyrandi kom afi sér fyrir úti á palli með harmonikkkuna, bræð- ur mömmu spiluðu á gítar og allir sungu og dönsuðu fram eftir kvöldi. Lögin sem lifa í minning- unni eru Litla flugan og Vorkvöld í Reykjavík. Afi elskaði sveitina sína og við fengum oft að heyra að besta veðrið væri undir Eyjafjöllum. Það voru margar skemmtilegar sögur sem hann sagði okkur af fólkinu í sveitinni. Ein saga hefur þó verið sögð oftar en aðrar en það er sagan af því þegar hann ætlaði að sýna stelpunum í sveit- inni hversu góður hann væri í að stökkva yfir gaddavírsgirðingar. Sú frægðarför endaði þó einungis með rifnum buxum og særðu stolti. Þetta varð þó ekki til þess að afi legði íþróttir á hilluna, síð- ur en svo. Hann var alltaf áhuga- samur um hestamennsku og frjálsar íþróttir en einnig stund- aði hann box og glímu af kappi á sínum yngri árum. Afi var mikill dellukarl og hafði hann sérstaklega mikinn áhuga á bílum. Hann sagði okkur einnig sögur af því þegar hann á sínum yngri árum ók um á vélhjóli aust- ur fyrir fjall eða á Þingvelli og þá oftar en ekki með ömmu aftan á. Afi hafði einnig mikinn áhuga á tækni. Hann byrjaði að nota tölvu fljótlega eftir að þær urðu að- gengilegar, bæði við vinnu sína og einnig heima fyrir. Þetta fannst okkur frábært fyrir mann á hans aldri. Þegar afi fór á eft- irlaun byrjaði hann að skera út í tré. Hann lagði mikla vinnu og metnað í alla sína útskurðarhluti og var vandvirkur við það sem hann tók sér fyrir hendur. Nú er afi búinn að yfirgefa þennan heim og það er mikil eft- irsjá að honum. Hann skilur eftir sig stórt skarð sem ómögulegt er að fylla. Við munum ávallt halda minningu hans á lofti ásamt þeim gildum sem hann kenndi okkur. Við vonum að Diddi frændi hafi tekið vel á móti afa og að þeir feðgar glími nú saman á himnesk- um stað. Við fjölskyldan munum standa vel saman og halda þétt utan um ömmu. Missir okkar allra er mikill en þó mestur hjá elsku ömmu. Guð geymi þig, elsku afi Siggi. Margrét, Sigurður og Kristjana. Í dag er afi okkar jarðaður og okkur langaði að segja nokkur orð um hann. Afi Siggi var góður maður og var honum margt til lista lagt. Hann var mjög handlaginn og skar út marga fallega gripi. Hann var líka alltaf að teikna eitthvað í tölvunni, hvort sem það var fyrir sumarbústaðinn eða útskurð. Hann var mikill íþróttamaður og stundaði glímu þegar hann var ungur og svo hafði hann gaman af tónlist og spilaði á harmónikku. Hann var líka hestamaður þegar hann var yngri og muna eldri barnabörnin eftir að hafa farið í hesthúsið með afa og ömmu. Við vorum oft í Teigagerðinu þar sem við spjölluðum saman og stundum sýndi hann okkur hvað hann var að skera út. Teigagerðið hefur verið miðpunktur fjölskyld- unnar og eigum við margar góðar minningar þaðan, bæði af heim- sóknum til afa og ömmu og veisluhöldum á áramótum og öðr- um tilefnum. Afi sat í stólnum sínum sagði okkur sögur af því þegar hann var ungur og keppti í glímu og vann marga menn í röð við mikil fagnaðarlæti. Stundum sagði hann okkur veiðisögur og hann hafði gaman af að heyra veiðisög- ur frá okkur og hlusta á hvernig okkur gekk í íþróttum og skólan- um. Afi byggði sumarbústað í sveitinni sinni fyrir um 30 árum. Við fórum oft þangað, stundum með afa og ömmu og líka með allri fjölskyldunni um verslunar- mannahelgina. Þá spilaði afi stundum á harmónikkuna, meðal annars Litla flugan og Svífur yfir Esjunni. Við höfum hvert okkar áhuga á tónlist, íþróttum, tækni og listum og höfum við örugglega erft það frá afa okkar. Hann hvatti okkur til að vera dugleg og gera okkar besta í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Afi okkar var búinn að vera veikur lengi. Við söknum hans. Nú hvílir hann í friði og lifir í minningum okkar. Þórdís, Helga María og Reynir Tómas. Sigurður Sigurjónsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi minn. Það er svo tómlegt þegar þú ert farinn. Minningarn- ar eru svo ótal margar. Þú sagðir alltaf að það væri ekkert mál að redda hlut- unum, bara vinda sér í þá en auðvitað hugsa aðeins áður hvernig maður ætlaði að fara að því. Þú varst svo flinkur að hjálpa manni. Núna er ég að hugsa um allar sögurnar sem þú sagðir mér. Það verður skrítið að koma í Teigó og enginn afi í stólnum. Ég er með sting í hjartanu yfir þessu öllu og bið Guð að hugsa rosalega vel um þig. Ég sakna þín. Eyrún Inga. ✝ Bróðir minn, HELGI GÚSTAFSSON, Lögbergi, Djúpavogi, lést á dvalarheimilinu Skjólgarði, Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 14. september. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugar- daginn 24. september kl. 14.00. Innilegar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Skjólgarðs fyrir góða umönnun hans. Björn Gústafsson, ættingjar og vinir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÁRNASON kennari, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt mánudagsins 19. september. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 26. september kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Salóme Gunnlaugsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, HANNA GUÐNÝ BACHMANN, Hverafold 56, áður til heimilis að Háteigsvegi 26, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu- daginn 16. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halla Jónsdóttir, Gunnar E. Finnbogason, Inga Jónsdóttir, Ottó Guðmundsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR J. GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirku miðvikudaginn 21. september kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓGVAN HANSEN, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 17. september. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.