Morgunblaðið - 20.09.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
✝ Helga KristínHelgadóttir
fæddist á Siglufirði
21. mars 1933. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi að kvöldi
5. september sl.
Foreldrar henn-
ar voru þau Helgi
Kristinn Sigfússon
skipstjóri f. 28. júlí
1904, d. 4. nóv-
ember 1933 og Klara Valdís
Jónsdóttir, verkakona f. 14. júní
1906, d.12. júní 1969. Systir
Helgu er Inga f. 1. apríl 1931.
Eiginmaður Helgu var Eirík-
ur Jónsson, rafvirkjameistari, f.
28. maí 1931. Þau skildu. Börn
þeirra eru:1) Helgi Kristinn, lýs-
ingahönnuður f. 11. janúar
1956, maki, Katrín Gunn-
arsdóttir, f. 15. apríl 1956. Börn
þeirra: a) Ingi Már, f. 16. desem-
ber 1972, maki Thelma Harð-
ardóttir, f. 11. febrúar 1972.
Þeirra börn eru: Elín Helga f.
2000 og Kristín Helga f. 2007. b)
Eiríkur Gunnar f. 8. júlí 1981,
maki Sara Hillers, f. 23. sept-
isson, f. 28. maí 1972. Börn
þeirra: a) Emilía Eir f. 22. októ-
ber 1996, b) Martin Örn Leví, f.
11. ágúst 1998, c) Ellen Ynja, f.
15. janúar 2005. Helga ólst upp
á Siglufirði, gekk í Gagnfræða-
skóla Siglufjarðar og lauk það-
an gagnfræðaprófi. Að því
loknu vann hún á sjómanna-
heimili, í greiðasölum og í raf-
tækjaverslun á Siglufirði. Flutti
síðan suður og var fyrst í vist
hjá sr. Kristni Stefánssyni og
frú í Reykjavík áður en hún
gerðist verslunarstjóri í Innri-
Njarðvík. Frá 1955 til 1975
sinnti Helga barnauppeldi og
heimilisstörfum, fyrst í Garði og
síðan í Reykjavík. Lengst af var
heimili hennar að Sæviðarsundi
4 í Reykjavík. Í um tuttugu og
fimm ára skeið vann Helga hjá
Hagkaupum bæði sem inn-
kaupastjóri og verslunarstjóri.
Þar átti hún farsælan starfsferil
og bar alla tíð hlýjan hug til þess
fyrirtækis og starfsmanna þess.
Frá eftirlaunaaldri annaðist hún
mörg barnabarna sinna um
lengri eða skemmri tíma. Þá
stundaði hún einnig hannyrðir
af miklum myndarbrag og hekl-
aði mikinn fjölda teppa sem hún
gaf til öldrunarstofnana.
Helga verður jarðsunginn frá
Áskirkju í dag, þriðjudaginn 20.
september 2011 og hefst athöfn-
in kl. 15.
ember 1982. Þeirra
börn eru: Veigar
Helgi f. 2008 og
Dagur Úlfar f.
2011. c) Jón Krist-
inn, f. 8. desember
1993. Dóttir Helga
Kristins er d) Sól-
veig Lind f. 27.
ágúst 1985, maki
Oddur Þór Rún-
arsson, f. 21. sept-
ember 1983. Þeirra
barn er Rúnar Óli, f. 2007. 2)
Martha, framkvæmdastjóri f.
25. desember 1957, maki Andrés
Magnússon, f. 6. janúar 1956.
Börn þeirra: a) drengur, and-
vana fæddur 27. nóvember 1986,
b) Davíð Helgi f. 19. janúar
1989, c) Þórunn f. 16. apríl 1993.
Sonur Andrésar er Þorkell f. 22.
janúar 1979. 3) Diðrik, fram-
kvæmdastjóri, f. 29. apríl 1961,
maki Viktoría Valdimarsdóttir,
f. 9. nóvember 1957. Börn
þeirra: a) Karítas, f. 15. nóv-
ember 1985, b) Kristinn, f. 10.
nóvember 1990. 4) Inga Rós,
skrúðgarðyrkjumeistari, f. 5.
ágúst 1970, maki Halldór Sverr-
Elsku mamma mín og tengda-
mamma, nú ertu farin frá okkur.
Við söknum þín, minningarnar
um þig streyma um hugann, bar-
næskan, unglingsárin og lífið
með þér, þú varst alltaf til staðar
þegar við þurftum á að halda. Þú
ert okkar fyrirmynd í lífinu,
kenndir okkur allt sem skiptir
máli til að takast á við framtíð-
ina.
Heimili fjölskyldunnar á Hof-
teigi og í Sæviðarsundi var í raun
stórt félagsheimili, þar var ávallt
fullt út úr dyrum, ættingjar og
vinir frá Siglufirði og úr Garð-
inum sem ýmist komu við eða
áttu þar samastað um lengri eða
skemmri tíma. Þetta var
skemmtilegur tími, okkur leidd-
ist aldrei, það var ekki tími til
þess.
Það var mikil gæfa að vera al-
inn upp af þér, mamma mín, þú
með þínar gáfur og hæfileika átt-
ir sérstaklega auðvelt með að
vera fyrirmyndar mamma, síðar
amma og langamma, þú gerðir
hlutina á þinn hátt, hafðir mikinn
metnað fyrir framtíð fjölskyld-
unnar, fjölskyldan var þér allt og
veislur voru haldnar við hvert
tækifæri, þú elskaðir að hafa fyr-
ir fólki, tala, borða og hlæja.
Börnin okkar fengu að njóta
þess að eiga þig sem hina full-
komnu ömmu, sem gaf þeim tíma
og alla þá umhyggju sem hægt
er að hugsa sér. Takk, Helga
amma.
Eftir að þú greindist með
MND sjúkdóminn tók við nýr
kafli í okkar lífi, við þurftum að
takast á við breyttar aðstæður,
þú hafðir aldrei áður orðið veik.
MND sjúkdómurinn var hjá þér
verkefni sem þú tókst strax föst-
um tökum og ákvaðst að nota
þinn einstaka húmor sem vopn
gegn veikindunum. Þér tókst
með sérstöku lagi og eljusemi að
stjórna öllum í kringum þig og
um leið vera fyrirmyndarsjúk-
lingur.
Hjúkrunarfólkið sem annaðist
þig var einstakt, þú gladdist í
hvert skipti sem það kom til þín
og talaðir oft um góða fólkið í
heimahlynningunni og á Land-
spítalanum, hversu heppin þú
værir í lífinu að fá svona góða að-
hlynningu. Þú hefðir aldrei getað
farið svona auðveldlega í gegn-
um þessi erfiðu veikindi án þess.
Kærar þakkir frá fjölskyldunni,
góða fólk.
Við Kata og fjölskylda kveðj-
um þig með auðmýkt og þakk-
læti í hjarta.
Blessuð sé minning þín.
Helgi Kr. Eiríksson,
Katrín Gunnarsdóttir,
börn og barnabörn.
Tengdamóðir mín, Helga
Kristín Helgadóttir, er fallin frá
eftir snarpa baráttu við mikinn
vágest. Sá hræðilegi sjúkdómur
MND, hefur lagt hana að velli á
rúmu ári. Helga tókst á við hinn
ólæknandi sjúkdóm af yfirvegun
og stillingu, en í stað þess að fyll-
ast bölmóði notaði hún síðustu
mánuði ævinnar til að eiga dýr-
mætar samverustundir með ætt-
ingjum og vinum þar sem liðinna
tíma var minnst, öllum til mik-
illar ánægju.
Það var síðla sumars árið 1982
sem ég fór að gera hosur mínar
grænar fyrir henni Mörthu
minni sem þá bjó í kjallaraíbúð í
húsi foreldra sinna. Lengi vel
tókst mér að komast þangað
óséður, enda oft á ferli þegar allt
venjulegt fólk var gengið til
náða. Það kom þó að því að felu-
leiknum hlaut að ljúka og þegar
síst skyldi gekk ég beint í flasið á
verðandi tengdamömmu. Það fór
með mig eins og margan vonbi-
ðilinn við slíkar kringumstæður,
að hugmyndaflug skorti til að
brydda upp á umræðuefni.
Helga leysti þann vanda fyrir
mig, spurði mig um ætt og upp-
runa, hvað ég hefði fyrir stafni
og svo framvegis. Þar með var
ísinn brotinn.
Mér var það ljóst allt frá okk-
ar fyrstu kynnum hversu mikil
dugnaðar- og myndarkona
Helga var. Hún gekk til allra
verka af ákveðni og festu. Hún
vílaði hlutina ekki fyrir sér. Við-
fangsefnin áttu hug hennar allan
og gilti þar einu hvort um var að
ræða hin reglulegu heimilisstörf
eða vinnuna hjá Hagkaupum þar
sem hún átti gifturíkan starfs-
feril í um tuttugu og fimm ára
skeið. Má svo sem segja að dugn-
aður hennar og ákafi hafi á
stundum orðið til þess að hún
fékk ekki notið lífsins til fulls.
Veislur hennar voru orðlagð-
ar, ekki síst um jól og áramót þar
sem borðin svignuðu undan
veisluföngum. Hún hafði yndi af
því að vera innan um fólk, veita
og gera vel við vini sína og fjöl-
skyldu. Þar hef ég og mitt fólk
oftast verið í hlutverki þiggjand-
ans. Myndarskap Helgu var við
brugðið en eftir að störfum lauk
tók hún til við hannyrðir af miklu
kappi, heklaði teppi í tuga og
hundraða tali sem hún gaf á öldr-
unarstofnanir. Bera þessi teppi
öll myndarskap hennar fagurt
vitni.
Fyrir mér er það þó umhyggj-
an fyrir barnabörnunum sem
mun halda minningu Helgu
lengst á lofti. Hún var amma í
mestu og bestu merkingu þess
orðs. Hafði einstakt lag á að ná
til barna, enda elskuðu þau hana
og dáðu og milli þeirra og ömmu
myndaðist einstaklega falleg vin-
átta. Við þessi tímamót minnast
þau allra góðu stundanna með
henni og sakna nú vinar í stað.
Það sama á við um mig og það er
með miklum söknuði í hjarta sem
ég kveð Helgu hinstu kveðju og
þakka henni allt sem hún gerði
fyrir mig og mína.
Andrés Magnússon.
Elsku amma. Nú ertu farin frá
okkur og ég kveð þig með mikl-
um söknuði og sorg í hjarta. En
svona er lífið og þetta er víst sá
áfangastaður sem við getum öll
verið viss um að enda á. Mig
langar að þakka þér fyrir allt það
sem þú hefur gert fyrir mig og
lagt á þig til að gera mig glaðan
og ánægðan.
Þegar ég var yngri varstu allt-
af tilbúin með mat og góðgæti
eftir skóla þegar maður kom sár-
svangur heim. Þú sast svo yfir
mér eftir matinn til að tryggja að
öllu heimanámi yrði lokið.
Fólk var alltaf að segja mér
hvað ég væri góður við ömmu að
hugsa svona vel um hana. Satt að
segja hafði ég svo rosalega gam-
an af þessum stundum sem við
áttum saman yfir mjólkurglasi á
föstudagskvöldi eða kaffibolla
um miðjan dag þar sem þú sast
við að hekla og sagðir mér sögur
frá síldarævintýrinu mikla á
Siglufirði eða ferðunum til Kan-
aríeyja með ellismellunum
miklu. Ég mun sakna þess að
fara yfir til þín í heimsókn og
spjalla við þig um lífið og til-
veruna. Þetta voru mér ómetan-
legar stundir sem ég mun geyma
alla ævi.
En nú ertu komin á annan
stað og í mínum huga er það þar
sem lindin er silfurtær og Lilla
vinkona þín situr þér við hlið.
Ég vildi að ég væri eins og þú
og vakað gæti bæði daga og nætur,
þá skyldi öllu kveða óð um unað, ást
og trú
sem aldrei bregst en hugga lætur.
Já, ef ég mætti lifa eins og lindin
silfurtær
sem lög á sína undrastrengi slær.
(Bjarni Árnason.)
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Þinn,
Davíð Helgi.
Elsku amma. Nú sitjum við
hér saman frændsystkinin og
rifjum upp allar þær minningar
sem við þrjú eigum saman. Eftir
góða umhugsun höfum við kom-
ist að því að við eigum ekki bara
eina uppáhaldsminningu heldur
eru allar minningar í uppáhaldi.
Við höfðum alltaf þau forrétt-
indi að fá að fara heim til þín eft-
ir skóla og eyða eftirmiðdeginum
með þér. Eftir langan og erfiðan
dag í skólanum var alltaf góð til-
hugsun að vita af heitum og góð-
um mat hjá þér. Það var alltaf
jafn magnað hvernig þú gast
töfrað fram dýrindis rétti úr
hvaða hráefni sem var. Hvort
sem það var matur, kökur eða
drykkir.
Þú leyfðir okkur að láta
ímyndunaraflið fara á flug og
fengum við að nýta alla þá hluti
sem þú áttir til að leika okkur
með, hvort sem það voru niður-
suðudósir, gömul mynt eða
skartgripir. Það var ómetanlegt
að fá að koma til þín og eyða góð-
um stundum með þér.
Við munum vel eftir lyklinum
að himnaríki sem þú sýndir okk-
ur þegar við vorum ung. Við urð-
um bæði furðu lostin og rosalega
montin yfir því að amma okkar
ætti lykilinn að himnaríki. Þó að
það sé erfitt að kveðja þig, elsku
amma, þá huggum við okkur við
það að lykillinn góði veiti þér að-
gang að besta stað.
Um leið og við kveðjum þig,
elsku amma okkar, viljum við
segja þér að þrátt fyrir allt er þó
besta minningin sem við eigum
þegar við sátum þrjú inni í eld-
húsi og vorum að spjalla um allt
milli himins og jarðar.
Guð geymi þig, elsku amma.
Þín,
Þórunn og Jón.
Mig langar að rifja upp nokkr-
ar minningar um Helgu systur
mína sem lést 5. september úr
MND sjúkdómnum. Það var gott
fyrir okkur að alast upp á Siglu-
firði þar sem allir þekktu alla.
Fjaran, síldarplönin og fjöllin
voru okkar leiksvæði og aldrei
skorti okkur viðfangsefni og allt-
af gátum við skemmt okkur sam-
an. Ég minnist ýmissa bernsku-
breka okkar með sælusvip á
meðan móðir okkar saltaði í síld-
artunnurnar því faðir okkar
drukknaði þegar við vorum mjög
ungar. Við vorum mjög sam-
rýndar alla tíð.
Blessuð sé minning systur
minnar og mágkonu.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Inga og Þórhallur.
Mér fannst hún frænka mín
alltaf koma með sumarið til
Siglufjarðar Það fylgdi henni
ferskur andblær og ég leit alltaf
á hana eins og stóru systur sem
ég aldrei átti. Hún var sannköll-
uð Reykjavíkurmær og þegar
Raggi Bjarna hljómaði úr hátöl-
urum síldarplananna á Sigló:
Vertu ekki að horfa svona alltaf á
mig og Vorkvöld í Reykjavík þá
varð mér hugsað til Helgu
frænku.
Þær Inga systir hennar ólust
upp í gamla húsinu á Suðurgötu
26 á Sigló hjá Klöru móður sinni
og ömmu og afa Guðlaugu og
Jóni. Faðir þeirra hafði drukkn-
að þegar Helga var nýfædd og
Inga aðeins tveggja ára.
Þær voru að kveðja heimhag-
ana um það leyti að ég fæðist og
bréfin bárust reglulega í gamla
húsið þar sem tíminn stóð kyrr
nema þegar að síldin hleypti
Sigló í bál og brand.
Í einu bréfanna segir hún frá
því þegar þau búa á Suðurnesj-
um hjá foreldrum Eiríks að hún
sé að sauma upp úr gömlum föt-
um af mér á Helga son sinn sem
þá var nýfæddur. Við hlógum að
þessu núna í sumar þegar ég
færði henni þetta bréf.
Alltaf var hátíð í bæ þegar
fjölskylda Helgu kom norður og
alltaf var Eiki á nýjum bíl sem
ilmaði af vindlareyk. Krökkun-
um Helga, Mörtu og Didda var
fagnað af sömu gleði og þegar
við mæðginin komum í heim-
sóknir að norðan hvort sem var
á Hofteig, Kleppsveg eða Sævið-
arsundið þar sem þau hjón
byggðu stærðarhús af þeim
dugnaði og krafti sem einkenndi
þau. Þarna fermdust krakkarnir
og Inga Rós fæddist og í kjall-
aranum leit Ingi Már fyrst dags-
ins ljós.
Heimili Helgu við Sæviðar-
sund var stundum eins og um-
ferðarmiðstöð þessarar stóru
fjölskyldu. Og þegar deilur eða
ósætti komu upp gátu allir
treyst á Helgu. Hún var mála-
miðlarinn og mannasættarinn og
allir sóttu í félagsskap hennar
sem einkenndist af glaðværð og
heilindum.
Það var ættinni því mikið áfall
þegar þau Eiríkur slitu samvist-
um. Og við Erlingur frændur
hennar sem áttum henni stóra
skuld að gjalda stóðum á bak við
hana sem mest við máttum í
flutningum, hjá lögfræðingum
og fasteignasölum. En við sökn-
uðum líka Eiríks og urðu fagn-
aðarfundir þegar við hittum
hann aftur í veislu hjá Mörtu
alltof mörgum árum síðar.
Síðustu árin átti hún athvarf í
skjóli barna sinna sem studdu
hana með ráð og dáð í þeim veik-
indum sem drógu hana til dauða.
Það var aðdáunarvert að
heimsækja hana þetta síðasta
harðdræga ár. Hún var glöð,
fékk að vera heima og með
hverri vikunni sem leið varð ljós-
ara að hverju dró. Við rifjuðum
upp gamla tíma og sögðum
henni frá bardúsinu okkar og
hún sem gat ekki tjáð sig nema
með skrift gladdist og tók þátt
með gleði og jákvæðni sem ein-
kenndi hana. Þetta síðasta ár
með elskulegri frænku okkar
var ekki síður lærdómsríkt fyrir
mig Dóru, Erling og Helgu sem
reyndum að fara til hennar viku-
lega. Þvílíkt æðruleysi og kjark-
ur. Ekkert væl eða skæl – bara
gleði, hamingja og sátt og ég
trúi því að nú sé kátt í himna-
ranni þegar þær systur Bogga,
Binna og Klara hella upp á og
hlæja saman kátar í eilífðinni.
Og kannski verður skellt í
pönnsur með rabbabarasultu úr
garðinum gamla heima.
Gunnar Trausti.
Móðursystir mín er látin,
kona sem var með stórt hjarta
og breiðan faðm.
Helga bjó í Reykjavík en syst-
ir hennar, móðir mín, á Akra-
nesi. Var því af og til farið til
Reykjavíkur í heimsókn eða
Helga og fjölskylda komu á
Skagann því ætíð voru þær syst-
ur í góðu sambandi.
Helga og Eiríkur eignuðust
fjögur börn og því líf og fjör á
heimilinu. Helga var heimavinn-
andi á meðan börnin voru lítil og
því var þó nokkur gestagangur
hjá henni. Vinkonur og frænd-
fólk að koma í heimsókn eða að
biðja hana að passa börnin sín á
meðan foreldrarnir sinntu erind-
um sínum. Ætíð tók hún fagn-
andi á móti þeim sem komu.
Kynntist ég því vel á meðan
ég dvaldi á heimili hennar í Sæ-
viðarsundinu í þrjá vetur á með-
an ég stundaði nám í Reykjavík.
Nánustu ættingjarnir bjuggu úti
á landi og þegar farið var í bæj-
arferð var komið við í Sæviðar-
sundinu, annaðhvort til að heilsa
upp á heimilisfólkið eða að fá
gistingu, því alltaf var nóg pláss.
Þegar eldgos hófst í Heimaey
hýsti hún frænda okkar sem bjó
þar með fjölskyldu sinni, en á
sama tíma dvaldi ég þar ásamt
frænda okkar frá Siglufirði.
Helga var mikil handavinnu-
kona. Man ég eftir framleiðslu
hennar á lopapeysum og einnig
átti hún prjónavél sem peysur,
sokkabuxur, ullarbolir, dúkkuföt
o.fl. runnu út úr. Saumaði hún
einnig mikið út og nú síðustu ár-
in sín framleiddi hún hekluð
teppi sem hún gaf á hjúkrunar-
heimili.
Þegar ég hugsa um Helgu þá
birtist í huga mér brosmild og
kærleiksrík kona sem ætíð tók
vel á móti manni.
Blessuð sé minning hennar.
Klara Valdís.
Helga Kristín
Helgadóttir
Fleiri minningargreinar
um Helgu Kristínu Helga-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
GUÐMUNDA ERLENDSDÓTTIR,
Dídí,
hattagerðarkona,
Skógarbæ,
áður til heimilis á Kleppsvegi 118,
Reykjavík,
andaðist á deild B-6, Landspítala Fossvogi, sunnudaginn
11. september.
Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 21. september
kl. 13.00.
Gunnar Valur Þorgeirsson,
Hrefna Guðrún Gunnarsdóttir, Jónas S. Ástráðsson,
Louisa Gunnarsdóttir, Birgir Þór Jónsson,
Erna Gunnarsdóttir, Haukur Ólafsson,
Auður Björk Gunnarsdóttir, Þórhallur K. Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangömmubarn.
✝
Okkar ástkæri
GUÐJÓN BJARNASON,
Snælandi 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 12. september.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 23. september kl. 13.00.
Gunnur Jónasdóttir,
Þuríður Guðjónsdóttir, Þórhallur Vigfússon,
Daníel Þórhallsson, Elísabet Þórhallsdóttir.