Morgunblaðið - 20.09.2011, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2011
Fyrir utan keppnina og það sem
verður í fókus á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Reykjavík
(RIFF) er margt afbragðs-
mynda til sýningar til hliðar.
Þar má nefna spænsku mynd-
ina Rigningin líka eftir Icíar
Bollaín sem vakið hefur mikla
athygli. Að ógleymdum meist-
ara Aki Kaurismäki en nýja
myndin hans var frumsýnd á
Cannes í vor og vakti mikla at-
hygli. Að margra mati stóð keppnin um sigurlaunin
milli hans og Terrence Malick en Malick vann.
Myndin verður í sýningum á RIFF og nefnist hún
Le Havre. Myndin er finnskt nútíma ævintýri og er
framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í ár.
Kvikmyndir
Kvikmyndaveislan
að byrja á RIFF
Aki
Kaurismäki
Þrjár nýjar sýningar verða
opnaðar í Hafnarhúsi fimmtu-
daginn 22. september kl. 17. Á
sýningunni Hraðari og hægari
línur bregður sýningarstjórinn
Birta Guðjónsdóttir ljósi á úr-
val teikninga úr listasafni Pét-
urs Arasonar og Rögnu Ró-
bertsdóttur. Í A-sal
Hafnarhússins hefur myndlist-
armaðurinn Ósk Vilhjálms-
dóttir unnið verk sem leitast
við að tengja safnið almenningsrými borgarinnar
og efnir til þjóðfélagslegrar umræðu innan veggja
safnsins. Tuttugasta og fyrsta D-salar verkefnið
verður einnig opnað á fimmtudaginn en þar sýnir
Hildigunnur Birgisdóttir innsetningu sína.
Myndlist
Teikningar, tilraun-
ir og umræða
Birta
Guðjóns
Milli trjánna, smásagnasafn
Gyrðis Elíassonar, kemur út í
Svíþjóð nú í september hjá for-
laginu Reverb í Gautaborg en
Gyrðir er gestur á bókamess-
unni Bok og Bibliotek í Gauta-
borg sem hefst 22. september.
Eftir messuna fer Gyrðir til
Stokkhólms í boði Norrænu
ráðherranefndarinnar þar sem
kynning á Milli trjánna verður
haldin 26. september.
Þýðingin á norsku er þegar komin út og fram-
undan er útgáfa í Þýskalandi og Frakklandi.
Ljóst er að Gyrðir hlýtur Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir Milli trjánna en verðlaunin
verða afhent í Kaupmannahöfn 2. nóvember.
Bókmenntir
Smásagnasafnið að
koma út í Svíþjóð
Gyrðir
Elíasson
Á fimmtudaginn, 23. september,
setur Vigdís Finnbogadóttir nám-
stefnu á Grand Hótel Reykjavík í
tengslum við Lærum og leikum
með hljóðin, séríslenskt námsefni
samið af Bryndísi Guðmunds-
dóttur talmeinafræðingi. Nám-
stefnan mun standa yfir frá
klukkan 13-17.
Lærum og leikum með hljóðin
er fjölbreytt framburðarefni sem
ætlað er öllum börnum, for-
eldrum og fagfólki til að und-
irbúa rétta hljóðmyndun og
styrkja undirbúningsfærni fyrir
lestur. Samhljóðin í íslensku eru
kynnt til sögunnar í sömu röð og
barnið tileinkar sér hljóðin og
þyngdarstigið eykst um leið og
leikið er í skemmtilegum æfing-
um í bókum, spilum og mynd-
bandsefni. Bryndís Guðmunds-
dóttir var nýlega ein margra
íslenskra kvenna sem hlutu al-
þjóðlega viðurkenningu Euwiin
(European Union Women Inven-
tors & Innovators).
Samkvæmt tilkynningu frá að-
standendum námstefnunnar segir
að „á henni verður lögð sérstök
áhersla á að fræða um forsendur
hlustunar og hljóðmyndunar og
hvernig hægt er að laða fram á
einfaldan, skipulagðan og
skemmtilegan hátt hljóðmyndun
og hljóðkerfisþætti sem undirbúa
frekari lestrarfærni“.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Virðuleg Vigdís Finnbogadóttir
Lærum
og leikum
Á hótel með tal-
meinafræðingana
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Fyrir nokkrum vikum var verk eft-
ir hinn virta þýsk-búlgarska tón-
listarmann Vladimir Ivanoff sýnt á
tónlistarhátíðum í Bayreuth og
Bonn í Þýskalandi. Það væri
kannski ekki í frásögur færandi
hérlendis, þar sem hljómsveit Iv-
anoffs, Sarband, tekur þátt í 20 til
30 hátíðum á ári, ef ekki væri fyrir
það að einn meðhöfunda verksins
er barítónsöngvarinn Sigurður
Bragason.
Efniviður verksins er Tyrkjarán-
ið í Vestmannaeyjum árið 1627.
Sýningarnar vöktu mikla athygli og
fengu mjög góða dóma í fjöl-
miðlum. Sigurður söng eitt aðal-
hlutverka í sýningunum. Nú er fyr-
irhugað að flytja verkið víðar á
tónlistarhátíðum í Þýskalandi, á
Norðurlöndum og á Ítalíu, m.a.
Concerti d’Altamarca við Feneyjar
og Amici della Musica di Foligno í
Umbríuhéraði. Þess má geta að
Valery Oistrakh fiðluleikari er
fastagestur á fyrrnefndu hátíðinni
og Franco Zefferilli á þeirri síð-
arnefndu.
Að sögn Sigurðar Bragasonar er
ætlunin að verkið verði eitt af að-
alverkunum í flutningi Ivanoffs og
Sarbandsveitarinnar næstu tvö til
þrjú árin.
Að tengja hina kristnu og
múslímsku heima
„Vladimir Ivanoff er fastagestur
á tónlistarhátíð ungs fólks í Bay-
reuth,
þar sem hann hefur umsjón með
tónleikum atvinnumanna sem eru
einskonar fyrirmyndir fyrir þetta
unga listafólk,“ segir Sigurður
Bragason söngvari. „Hátíðin fer
fram samhliða Wagner-óperuhátíð-
inni. Ivanoff valdi þetta viðfangs-
efni og fékk síðan mig og sænska
söngkonu með sér, Miriam And-
erson, til að flytja verkið með Sar-
bandhljómsveitinni. Hann vill
tengja vestræna heiminn og þann
múslímska með tónlistarflutningi.
Honum fannst tilvalið að hafa
Tyrkjaránið sem viðfangsefni sýn-
ingarinnar og nota tónlist
frá Arabalöndunum og barokk-
tónlist frá Norður-Evrópu, meðal
annars sálma og lög við ljóð Hall-
gríms Péturssonar. Örlög Guðríðar
Símonardóttur eru meginþema
verkefnisins.
Hann fékk frægan bandarískan
dansara til að dansa hlutverk henn-
ar, Helene Eriksen. Einnig koma
fram tyrkneskir söngvarar sem
syngja söngva sjóræningjanna. Ég
og Vladimir unnum í marga mánuði
að því að finna verk sem tengdust
Alsír, Íslandi og Guðríði með góðri
aðstoð Steinunnar Jóhannesdóttur
sem er kunnugust þessari sögu.
Lofsamlegir dómar um tón-
leikana birtust til dæmis í Köln-
ische Rundschau og fleiri virtum
blöðum Þýskalands enda mjög vel
fylgst með hátíðinni,“ segir Sig-
urður.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Barítónsöngvarinn Sigurður Bragason syngur eitt aðalhlutverkanna í
verki Vladimir Ivanoffs um Tyrkja-Guddu sem sýnd var í Bayreuth.
Tyrkja-Gudda
fær góða dóma
í Þýskalandi
Hátíðin
» Bayreuth-hátíðirnar eru ein-
ar þekktustu hátíðir í heim-
inum. Wagner-hátíðin er fremri
en Junger Künstler-hátíðin er
einnig mjög vinsæl og virt.
» Fyrir nokkrum vikum var
verk Vladimir Ivanoffs og Sig-
urðar Bragasonar frumsýnt
þar.
Verk eftir Ivanoff og Sigurð var sýnt
á Bayreuth-hátíðinni í Þýskalandi
Föstudaginn og laugardaginn 23. og
24. september verður haldin þríþætt
ljóðahátíð í Eyjafirði. Að hátíðinni
standa Menningarsmiðjan Populus
tremula, Verksmiðjan á Hjalteyri
og Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Að kvöldi föstudags hefst hátíðin
kl. 21.00 með ljóðakvöldi og upp-
lestrum í Verksmiðjunni á Hjalt-
eyri.
Þar munu koma fram skáldin
Guðbrandur Siglaugsson, Kristín
Svava Tómasdóttir og Anton Helgi
Jónsson.
Á laugardaginn kl. 14.00 verður
svo haldin ljóðaganga í Grundar-
skógi í Eyjafirði þar sem skóginum
verður haldin veisla þar sem skáld
hátíðarinnar lesa upp úr verkum
sínum og síðan drukkið brennivín
með smá ketilkaffi út í.
Um kvöldið verður ljóðaupplestur
í Populus tremula í Listagilinu og
Bjarni Gunnarsson, Þórunn Erlu-
Valdimarsdóttir og Ísak Harðarson
lesa úr verkum sínum.
borkur@mbl.is
Unglingar í skóginum og
aldnir með ljóðaupplestur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljóðadans Ísak Harðarson er einn þeirra sem hvísla ljóð sín í skóginum.
Hin árlega ljóðahátíð í Eyjafirði hefst á föstudaginn
Björn Thoroddsen verður eins og
undanfarin ár með tónleika í Saln-
um í Kópavogi í október. Upp-
haflega áttu aðeins að vera tón-
leikar hinn 20. október en þar sem
aðeins örfá sæti eru laus á þá tón-
leika hefur verið ákveðið að hafa
aukatónleika daginn eftir, 21. októ-
ber. Tónleikarnir hefjast báða dag-
ana klukkan 20:00 og er miðaverð
3.500 kr.
Meðal þeirra sem koma fram í ár
eru Robin Nolan, Hákon Möller,
Þórður Árnason, Halldór Braga-
son, Sigurður Ólafsson og Hjörtur
Stephensen. Björn ætlar að fá þess-
ara gítarspilara til að glíma við
mörg af meistaraverkum gítarsög-
unnar. Blús, django, djass, rokk og
metall munu hljóma í Salnum auk
þess sem gullnöglin verður afhent í
þriðja sinn. En það eru verðlaun
sem eru veitt gítarmanni.
borkur@mbl.is
Gítarmeistarar í
Salnum í október
Gullnöglin afhent í veislunni
Gitaristinn Björn Thoroddsen að
einbeita sér við gítarspil.
Fyrirtækið hyggst
gera kvikmynd eftir
bókinni á ensku og taka
hana á Íslandi, að því er
fram kemur í tilkynningu 33
»