Morgunblaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
Morgunblaðið/Þorkell
Leifsstöð Tollverðir að störfum í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tollvörðum hefur fækkað verulega
að undanförnu, sérstaklega á þessu
ári, og álag á starfandi tollverði hef-
ur aukist mikið. Engar nýráðningar
hafa átt sér stað og stefnir í óefni
með sama áframhaldi, skv. upplýs-
ingum Ársæls Ársælssonar, for-
manns Tollvarðafélags Íslands.
Ástæða þess að tollverðir hafa
horfið úr starfi er fyrst og fremst
óánægja með launin. Þeir sem horfið
hafa á braut hafa ýmist snúið sér að
háskólanámi eða ráðið sig í betur
launuð störf. Sumir hafa einnig farið
til starfa erlendis.
Lítið um nýráðningar
,,Það hefur lítið verið ráðið inn eft-
ir hrunið. Okkur fækkar stöðugt.
Það er farið að vanta tilfinnanlega
fleiri tollverði,“ segir hann. „Niður-
skurður undanfarin ár er farinn að
bíta hressilega í.“
Árið 2007 voru 127 starfandi toll-
verðir á landinu öllu. Í dag eru þeir
104 og að sögn Ársæls óttast menn
að þeir verði innan tíðar orðnir færri
en 100, sem veldur miklum áhyggj-
um.
60% eingöngu í dagvinnu
Um 60% tollvarða eru eingöngu
dagvinnumenn og dæmi eru því um
að tollverðir séu á strípuðum 264
þús. kr. dagvinnutaxta á mánuði. Ár-
sæll minnir á að tollverðir fást ekki
eingöngu við tollaeftirlit og að stöðva
fíkniefni og bannvöru við landamær-
in heldur snýst stór hluti starfsins
einnig um að innheimta rétt gjöld
fyrir ríkissjóð.
Launakjör tollvarða hafa blandast
inn í umræður að undanförnu um
kjarabaráttu lögreglumanna, sem
hafa vísað til tollvarða sem viðmið-
unarstéttar. Sú umræða hefur ekki
gefið alveg rétta mynd af launum
tollvarða, að sögn Ársæls.
Skv. yfirliti fjármálaráðuneytisins
voru heildarlaun lögreglumanna í
fyrra um 512 þús. kr. á mánuði að
meðtaltali en tollvarða um 466 þús.
kr. Aðeins munar um 2.000 kr. að
meðaltali á meðalgrunnlaunum toll-
varða og lögreglumanna.
Lögreglumenn og tollverðir eru
með sambærilegar launatöflur en
röðunin í launaflokka er ólík. Tals-
menn lögreglumanna hafa gagnrýnt
harðlega lág byrjunarlaun í lögregl-
unni og er sú gagnrýni skiljanleg, að
sögn Ársæls. Að sögn hans eru
grunnlaun byrjenda í tollgæslunni
um 30-40 þúsund hærri en byrjunar-
laun lögreglumanna. Ástæðan er sú
að í samningum sem gerðir voru árið
2005 var sérstök áhersla lögð á að
hækka grunnlaun byrjenda sem ný-
útskrifaðir eru úr Tollskóla ríkisins
og var það gert á kostnað þeirra sem
eru ofar í launatöflunni. Einhugur
var á meðal félagsmanna um þessa
aðgerð, að sögn hans.
,,Tilgangurinn var sá að hvetja
menn til að koma til starfa. En vegna
þessa sátu hóparnir fyrir ofan eftir
og átti að leiðrétta kjör þeirra í
næstu samningum. Svo skall krepp-
an á og leiðréttingin hefur ekki enn
verið gerð.
Þó að lögreglumenn byrji neðar í
launatöflunni en tollverðir, jafnast
munurinn út er ofar kemur.
Styðja baráttu lögreglumanna
Ársæll leggur áherslu á að toll-
verðir styðja lögreglumenn í þeirra
kjarabaráttu. Í stuðningsyfirlýsingu
sem Tollvarðafélagið hefur sam-
þykkt er lýst yfir fullum stuðningi
við kjarabaráttu lögreglumanna.
Áhyggjur vegna fækkunar tollvarða
„Niðurskurður undanfarin ár er farinn að bíta hressilega í“ Á þriðja tug hætt á skömmum tíma
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ákveðið var á fundi forsvarsmanna
Landssambands lögreglumanna með
Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráð-
herra í gær að stofna vinnuhóp með
fulltrúum forsætis-, fjármála- og inn-
anríkisráðuneytis og samninganefnd
lögreglumanna til að finna lausn á
deilunni um kjör lögreglumanna. Um
300 lögreglumenn hvaðanæva af
landinu tóku þátt í göngu í Reykjavík
í gær til að fylgja eftir kröfum sínum.
„Við óskuðum eftir þessum fundi
með ráðherra í gær og það var brugð-
ist skjótt við því,“ sagði Steinar
Adolfsson, framkvæmdastjóri
Landssambandsins. „Á fundinum
reifuðu þessir aðilar sín sjónarmið
hreinskilnislega og deildu áhyggjum
af þessari stöðu sem er uppi. Það var
ákveðið að mynda vinnuhóp sem hef-
ur störf á morgun [í dag] með það að
markmiði að þoka málum í réttan far-
veg.“
Ingólfur Már Ingólfsson, varafor-
maður Lögreglufélags Reykjavíkur,
tók þátt í kröfugöngunni í gær. Hann
sagði að þátttakendur hefðu verið frá
flestum hlutum landsins, margir
hefðu komið í rútum. Sumir hefðu því
lagt á sig mörg hundruð km ferðalag
og síðan farið
samstundis heim
eftir gönguna
enda liðfátt á
mörgum stöðvum
úti á landi eftir
niðurskurð síð-
ustu ár.
Alls staðar
hefðu menn lagt
sig fram um að
tryggja að lág-
markslið væri til taks heima fyrir ef
eitthvað kæmi upp á. Og sumir urðu
að láta nægja að senda baráttukveðju
inn á lokaða netsíðu lögreglumanna,
að sögn Ingólfs. Hann segir það
ákveðinn áfangasigur að hafa fengið
menn í ráðuneytinu til að koma að
borðinu og viðurkenna að kannski
þyrfti að skoða málin nánar.
„Ég hef verið í lögreglunni í 10 ár
og ég hef aldrei verið í jafn samstillt-
um hópi og í göngunni,“ sagði Ing-
ólfur. „Við vorum að segja þetta hver
við annan að maður væri bara klökk-
ur! Það er ýmislegt sem við höfum
látið yfir okkur ganga en reynt að
mótmæla og óska eftir einhverjum
leiðréttingum, hvort sem það voru
breytingar á embættum eða annað.“
Hann var spurður um þingsetn-
ingu á morgun. Óljóst er hvort lög-
reglumenn sem hafa sagt sig úr að-
gerðasveitinni verða skikkaðir til að
nota skildi og annan búnað sveitar-
innar, verði það talið nauðsynlegt.
„Að sjálfsögðu munum við ekki
bregðast, við munum fara að lögum.
En við treystum á samhug almenn-
ings þannig að okkur verði gert kleift
að gæta öryggis Alþingis og ráða-
manna í hefðbundnum lögreglufötum
sem við notum dagsdaglega,“ sagði
Ingólfur.
Kjaradeila sett í starfshóp
Lögreglumenn unnu áfangasigur þegar fjármálaráðherra samþykkti fund
Vona að almenningur tryggi að allt fari friðsamlega fram við þingsetningu
Ísinn brotinn?
» Auk ráðherra voru ráðuneyt-
isstjórar forsætis-, innanríkis-
og fjármálaráðuneytisins, að-
stoðarmaður ráðherra og samn-
inganefnd ríkisins viðstödd
fundinn í fjármálaráðuneytinu.
» Talsmenn lögreglumanna
hafa áður kvartað yfir því að
ráðherra hafi ekki viljað ræða
við þá um kröfurnar en lög-
reglumenn eru mjög ósáttir við
niðurstöðu gerðardóms í liðinni
viku.
Morgunblaðið/Júlíus
Morgunblaðið/Júlíus
Sókn Lögreglumenn í kröfugöngunni í gær, í fararbroddi er Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar í Reykjavík, í gulu vesti. Margir þátt-
takendur í göngunni komu langt að, allt að Þórhöfn á Langanesi en þaðan kom lögreglumaður sem hefur starfað við löggæslu í um 40 ár.
Ingólfur Már
Ingólfsson
Móttekið Lögreglumenn afhenda yfirlýsingu í fjármálaráðuneytinu. Ráð-
herrann var á fundinum með fulltrúum Landsambands lögreglumanna.
Birgir Jónsson
hefur látið af
störfum sem for-
stjóri Iceland Ex-
press, eftir aðeins
10 daga í starfi.
Þetta kom fram í
yfirlýsingu sem
Birgir sendi frá
sér í gærkvöldi.
Hann sagði
ástæðu uppsagn-
arinnar vera að þau skilyrði sem
hann setti þegar hann tók við starf-
inu hafi ekki verið virt.
„Við hittum Birgi í vikunni og fór-
um yfir ýmis mál og það endaði með
því að hann sendi okkur tölvupóst í
morgun og sagði upp störfum,“ sagði
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
stjórnarmaður Iceland Express, í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Skarphéðinn sagði jafnframt að
ágreiningurinn milli stjórnar Ice-
land Express og Birgis hefði varðað
skipulagsmál hjá félaginu.
,,Hann vildi ganga mjög hart fram
í því að breyta skipulaginu á fyrir-
tækinu; segja upp starfsmönnum
sem hafa verið lengi að störfum hjá
félaginu og ráða inn fólk sem er hon-
um tengt persónulega. Við gátum
ekki fallist á að þetta yrði gert með
slíkum hraða. Við komum því með
skýrum hætti til hans að kvöldi mið-
vikudags sem varð til þess að hann
sagði upp störfum í morgun.“
robert@mbl.is
Birgir hætt-
ur eftir 10
daga í starfi
Ágreiningurinn
varðar skipulagsmál
Birgir
Jónsson
„Við höfum fundið fyrir áhuga á
Perlunni,“ segir Bjarni Bjarnason,
forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, en
fyrirtækið hefur auglýst Perluna til
sölu. Frestur til að gera tilboð renn-
ur út 17. október.
Bjarni sagði að þótt fjárfestar
hefðu sýnt Perlunni áhuga lægi ekk-
ert fyrir um tilboð í húsið. Venjulega
skiluðu fjárfestar ekki inn tilboðum
fyrr en á síðasta degi. Þegar tilkynnt
var um fjárhagslega endur-
skipulagningu OR fyrir einu ári setti
fyrirtækið sér markmið, m.a. um
eignasölu. Bjarni sagði að þessi
markmið og önnur sem fyrirtækið
hefði sett sér hefðu staðist.
Finna áhuga
á Perlunni