Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 8

Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Það er eins gott að búrókratar íBrussel detti ekki inn á ís- lenskar bloggsíður þar sem ekki er skafið utan af og stóryrðin hvergi spöruð.    Nú hefur nefni-lega Fram- kvæmdastjórn Evr- ópusambandsins krafist formlegrar afsökunarbeiðni eft- ir að talsmaður þess í málefnum krepp- unnar á evrusvæðinu var ítrekað kallaður vitleysingur af öðrum gesti í þætti á breska ríkisútvarp- inu BBC.    Hinn hörundsári talsmaðurESB, Amadeu Altafaj, gekk út úr þættinum Newsnight á BBC eftir að hafa verið kallaður „vitleys- ingur“ oftar en einu sinni.    Þessi mikli atburður gerðist ásama augnabliki og Björn Val- ur Gíslason var kosinn formaður þingflokks Vinstri grænna í rúss- neskri kosningu, sem var sann- arlega viðeigandi. Björn Valur er vel að þessari kosningu kominn, eft- ir að hafa skörulega leitt sérstakan hóp innan þingflokksins, munnsöfn- uðinn, eins og hann er einatt kall- aður af helstu aðdáendum.    Meðlimir munnsafnaðarins teljaað Steingrímur J. hafi loks lært að meta hæfileika Björns Vals að verðleikum eftir að hann fjallaði svo snöfurmannlega um gamlan flokksbróður þeirra og leiðtoga, „forsetaræfilinn“.    Hefðu þeir í BBC-þættinum haftvit á því að kalla búrókratann frá Brussel „ræfil“ en ekki „vitleys- ing“ væri allt í stakasta lagi þar á milli, að mati sérfræðinga úr munn- söfnuði VG sem sendu Staksteinum hugskeyti í tilefni málsins. Björn Valur Gíslason Æðstiprestur munnsafnaðar STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.9., kl. 18.00 Reykjavík 10 rigning Bolungarvík 7 rigning Akureyri 7 rigning Kirkjubæjarkl. 10 rigning Vestmannaeyjar 10 rigning Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 13 þoka Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 12 skúrir Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 18 léttskýjað Glasgow 17 skýjað London 26 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 7 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 27 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 22 skýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 13 skýjað Montreal 18 skýjað New York 22 léttskýjað Chicago 17 skýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:34 19:03 ÍSAFJÖRÐUR 7:40 19:06 SIGLUFJÖRÐUR 7:23 18:49 DJÚPIVOGUR 7:03 18:32 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Seint líða úr minni landsmanna snjóflóðin tvö sem féllu á annars vegar Súðavík snemma árs 1995 og hins vegar Flateyri í október sama ár. Snjóflóðin voru þau mannskæðustu á síðustu öld en 14 létu lífið í Súðavík og 20 á Flat- eyri. Í nýrri rannsókn sem kynnt var í gær kemur fram að 15% þol- enda snjóflóðanna upplifa enn ein- kenni áfallastreitu, 16 árum síðar. Hlutfallið telst hátt ef miðað er við sambærilegar rannsóknir. Um er að ræða fyrstu niðurstöð- ur úr doktorsverkefni Eddu Bjark- ar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum, um langtíma- áhrif snjóflóðanna á Vestfjörðum. Edda kynnti frumniðurstöður sín- ar á Þjóðminjasafninu í gær á mál- þingi um afleiðingar náttúruham- fara á Íslandi. Til skýringar skal tekið fram að áfallastreita er alvarleg kvíðarösk- un sem einkennist m.a. af stöðugri endurupplifun áfallsins, flótta frá minningum og atburðum sem tengjast áfallinu auk þess sem ein- beitingarleysi gerir vart við sig, svefnerfiðleikar og martraðir. Líkamleg einkenni líklegri Í erindi Eddu kom fram að gerð var rannsókn þremur mánuðum eftir snjóflóðið á Flateyri og ári eftir snjóflóðið í Súðavík. Þá var líðan þolenda könnuð af sálfræð- ingi, lækni og sálfræðinema. Niðurstöðurnar bentu til þess að 29% þolenda væru með einkenni áfallastreitu. Þegar Edda komst að því að rannsókninni hefði ekki verið fylgt eftir vann hún rannsókn til BA- prófs í sálfræði þar sem hún kann- aði tíðni áfallastreitu þolenda snjó- flóðsins í Súðavík. Niðurstöðurnar voru á þá leið að um 18% þolenda væru með einkenni áfallastreitu árið 2007. Í ljósi þessa ákvað hún að gera stærri rannsókn og þá hjá bæði þolendum í Súðavík og Flat- eyri, en einnig tíðni líkamlegra kvilla og sjúkdóma hjá þolendum með tilliti til þess hvort þeir væru með einkenni um áfallastreitu. Skemmst er frá því að segja að 13% þolenda í Flateyrarhópnum og 19% í Súðarvíkurhópnum upp- lifa einkenni áfallastreitu í dag. „Þetta hlutfall er mjög hátt þegar sambærilegar rannsóknir eru skoðaðar,“ segir Edda. „Ein helsta skýringin á þessu er að þetta voru mjög alvarleg áföll, sem tóku líf margra, og ollu töluverðu tjóni.“ En ekki nóg með þetta háa hlutfall þá kom í ljós að þolendur með áfallastreitu voru um það bil tvisvar sinnum líklegri til að þjást af tíðum höfuðverkjum, mí- greni og langvinnum bakverkjum síðastliðið ár en þolendur sem upplifa ekki einkenni áfallastreitu. Þeir eru einnig líklegri til að þjást af vöðvabólgu, eða verkjum í fót- um. Og er munurinn marktækur. Þá eru þolendur með einkenni áfallastreitu tvisvar sinnum lík- legri til að greina frá þrekleysi undanfarið ár og þrisvar sinnum líklegri til að greina frá síþreytu, verkjum í kviði eða magabólgum. Meta andlega heilsu slæma Þegar andleg líðan þolenda var könnuð sérstaklega kom í ljós að um fjörutíu prósent þolenda með einkenni áfallastreitu mátu and- lega heilsu sína slæma eða mjög slæma og um helmingur mat heilsu sína í meðallagi. Aðeins um fimmtán prósent mátu heilsu sína góða. Þeir voru ennfremur 75% líklegri til að meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma en þeir þolendur sem ekki þjást af áfallastreitu. Þetta hlutfall var svo sambæri- legt þegar spurt var út í líkamleg einkenni. Þátttakendur voru íbúar í Súða- vík og á Flateyri árið 1995, óháð búsetu í dag, 18 ára og eldri. Svar- hlutfallið var 67% í Súðavík og 74% á Flateyri. Kynjadreifing var nokkuð jöfn í báðum hópum og aldursdreifing svipuð. Þá voru sendir spurningalistar á íbúa Raufarhafnar og Þórshafnar til samanburðar. Helsta markmið með rannsókn Eddu er að afla þekkingar til að bæta eftirfylgni þolenda náttúru- hamfara. „Þessar niðurstöður veita mikilvægar upplýsingar um langtíma afleiðingar áfalla á borð við náttúruhamfarir og hvernig þessar afleiðingar hafa áhrif á heilsu þolenda.“ Hátt hlutfall áfallastreitu þó að sextán ár séu frá snjóflóðum  Athyglisverðar niðurstöður um langtímaáhrif snjóflóðanna á Vestfjörðum Morgunblaðið/Rax Flateyri Fjöldi björgunarsveitarmanna tók þátt í aðgerðum eftir snjóflóðið. Á 20. öld voru 65 náttúruvið- burðir skráðir hér á landi sem ollu mannskaða eða eignatjóni. Meira en 90 manns fórust í þessum náttúruhamförum, 90% þeirra fórust í snjóflóðum. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Pétursdóttur, forstöðumanns Stofnunar Sæmundar fróða og dósents við hjúkrunarfræðideild. Guðrún fór yfir endur- reisn samfélaga eftir áfall og leiðbeiningar sem gefn- ar hafa verið út vegna ham- fara. „Maður er ekki búinn með viðbrögð við nátt- úruhamförum þegar fólk er komið í skjól. Því lýkur ekki fyrr en samfélagið hefur náð fyrri styrk,“ sagði Guð- rún. Fyrri styrk þarf að ná ENDURREISN SAMFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.