Morgunblaðið - 30.09.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.09.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Kynntu þér lán og aðra þjónustu Íbúðalánasjóðs Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér finnst frábært að fáað kenna aftur í svonalangan samfelldantíma, því ég hef verið svo mikið á ferðinni við danssýn- ingar. Og það er líka svo gaman að kenna í öðru landi en Bandaríkj- unum. Krakkarnir sem ég er að kenna hér á Íslandi sækja tíma fyrst og fremst til að skemmta sér. Þau eru fljót að tileinka sér það sem ég er að kenna þeim því þau vilja læra sem mest á meðan ég er hér,“ segir hinn bandaríski Kame- ron Bink, ungur gestakennari sem staddur er á Íslandi til að kenna dans hjá DanceCenter í heila önn, eða þrjá mánuði. Sýnir dans um allan heim Kameron varð stjarna í dans- heiminum árið 2007 þegar hann náði að komast í „topp tíu“ úrslit í sjónvarpsþáttunum og danskeppn- inni So you think you can dance? „Þá var ég aðeins 21 árs en svona keppni er frábært tækifæri fyrir hæfileikafólk til að koma sér á framfæri. Áður en ég tók þátt í þessari keppni hvarflaði ekki að mér að aðalstarf mitt ætti eftir að vera dans. Ég var á leið í háskóla og stefndi á nám í sjúkraþjálfun. En vegna velgengninnar í keppn- inni hefur dans orðið að mínu lifi- brauði. Núna starfa ég með dans- flokknum Rock the Ballet og við erum með danssýningar um allan heim. Þessi keppni hefur gjörbreytt lífi mínu. Þetta hefur verið einstakt tækifæri fyrir mig, ég hef fengið að vinna með ótrúlega hæfileikaríku fólki og þetta hefur opnað margar dyr. Það sem er svo frábært við keppnina er hversu margar þjóðir sjá þáttinn, ég fæ meðal annars tölvupósta frá aðdáendum í Suður- Ameríku, Asíu og Mið-Aust- urlöndum.“ Kameron segir að honum finn- ist frábært að kenna og deila ástríðunni, boða gleði dansins. „Ég sagði strax já þegar Nanna Ósk hringdi í mig og bauð mér að kenna hér heila önn við skólann sinn. Ég hafði komið til hennar fyrr í sumar með Lil C, dómara og danshöfundi So you think you can dance? og við tókum þátt í danshátíð hjá Dance- Center, en þá hljóp ég í skarðið á síðustu stundu þegar einn dans- arinn forfallaðist. Það var frábært að koma hingað, allir voru svo ánægðir sem komu í tíma til mín.“ Engin leið að hemja dansþörfina Hann er stjarna í dansheiminum enda komst hann í „topp tíu“ í danskeppninni So you think you can dance? Bandaríski dansarinn Kameron Bink dvelur á Ís- landi um þessar mundir og kennir dans hjá DanceCenter. Þegar hann hlustar á tónlist verður hann að dansa og ef hann er að keyra dansar hann í huganum. Morgunblaðið/Golli Á réttum stað Kameron er sannarlega á réttri hillu í lífinu í dansinum. Það er alltaf dálítið gaman að spá svolítið í stjörnuspá og annað sem segir til um hvað framtíðin beri í skauti sér. Eins og t.d. að lesa í bolla eða spil. Við þurfum ekki endilega að leggja alla okkar trú á niðurstöðunar en það má í það minnsta hafa gaman af þeim. Ef þú ert forvitin/n um svona nokkuð þá er vefsíðan find- yourfate.com sú rétta fyrir þig. Þar getur þú t.d. lesið stjörnuspána þína fyrir daginn í dag en líka fyrir alla vik- una. Á síðunni má líka kynna sér bæði indverska og kínverska stjörnuspeki og sjá hvernig maður passar við strákinn eða stelpuna sem maður er skotin/n í. Já maður slær bara inn nafnið sitt og nafn hans/hennar og þá kemur upp hlutfallið á því að þið gætuð náð saman. Það er nú samt kannski best að treysta þessu ekki algjörlega og bera bónorðið ekki fram alveg strax. Skemmtileg vefsíða fyrir alla sem eru forvitnir og vilja líka kynna sér sögu stjörnumerkja- fræði og spádóma. Vefsíðan www.findyourfate.com Morgunblaðið/RAX Tarot Sumir lesa í spil til að kynna sér framtíðina og það sem framundan er. Gægst inn í framtíðina Það hefur verið mjög vinsælt síð- astliðin ár að halda fatamarkaði og hafa slíkir sprottið upp víða um bæinn. Jafnt í heimahúsum sem á ýmiss konar mörkuðum í hverfum og bæjum. Á morgun verður hald- inn spennandi fatamarkaður í gömlu Prentsmiðju Hafnarfjarðar á Suðurgötu 18. Þar mun Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður halda markað ásamt tveimur öðrum og verður opnað klukkan 13. Þá má ætla að fjöldi tískuglaðra kvenna verði tilbúinn að ganga í bæinn og skoða dót og glingur en á Face- book, sem auglýsir viðburðinn und- ir Fatamarkaður, segir að á mark- aðinum verði að finna fullt af fallegum fatnaði, þar á meðal merkjavöru, skart, skó, töskur, barnaföt, herraföt og fleira. Það verði líka heitt á könnunni til að hressa sig við. Endilega … … kíkið í gömlu prentsmiðjuna Morgunblaðið/Frikki Fjársjóður Oft má finna ýmiss konar fallegt glingur á fatamörkuðum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.