Morgunblaðið - 30.09.2011, Síða 11
NÝLEGIR
GÆÐABÍLAR
Á GÓÐU VERÐI
MM Pajero 3.5 GLS 33“
Árgerð 2004, bensín,
sjálfsk. Ekinn 97.000 km
Ásett verð: 2.890.000,-
Tilboðsverð
2.480.000,-
VW Passat Comf. 1.8T
Árgerð 2010, bensín,
sjálfsk. Ekinn 11.500 km
Ásett verð: 4.490.000,-
Tilboðsverð
3.970.000,-
Skoda Superb 1.8T
Árgerð 2007, bensín,
sjálfsk. Ekinn 75.500 km
Ásett verð: 2.390.000,-
Tilboðsverð
1.980.000,-
VW Polo Comfort. 1,4
Árgerð 2007, bensín,
beinsk. Ekinn 79.000 km
Ásett verð: 1.450.000,-
Tilboðsverð
1.280.000,-
Audi Q7 3.0 Tdi
Árgerð 2006 dísel
sjálfsk. Ekinn 43.000 km
Ásett verð:
7.500.000,-
Tilboðsverð
6.590.000,-
Morgunblaðið/Golli
Kennsla Hér er hann að kenna hjá Dance Center þar sem hann miðlar af sinni danskunnáttu til ungra Íslendinga.
Dansinn sem hann kennir er líkur
þeim sem sést mikið í tónlistar-
myndböndum, sumir kalla það hip
hop en hann vill frekar kalla það
„commercial jazz“ eða jazz-funk.
„Þau yngstu sem sækja danstíma
hjá mér eru sjö ára en þau elstu yf-
ir þrítugt. Við verðum með stóra
danssýningu í lokin þar sem krakk-
arnir sýna það sem þau hafa lært.
Það verður hápunkturinn hjá þeim
og líka hjá mér, áður en ég held
aftur heim.“
Dansað frá sex ára aldri
Kameron er fæddur og
uppalinn í Flórída en eftir
velgengnina í So you
think you can dance?
flutti hann til New York
og hefur búið þar með systur sinni
síðan. Hann segist hafa vitað frá
því hann var mjög ungur að hann
vildi vera á sviði að sýna dans.
„Systir mín var fjögurra ára þeg-
ar hún byrjaði að dansa og þegar
ég sá hana í fyrsta sinn á sviði í
danssýningu vissi ég að þetta
væri það sem ég vildi gera. Ég
hef verið að dansa frá því ég
var sex ára og vona svo
sannarlega að ég muni
dansa út allt lífið, ef
líkami minn leyfir mér
það,“ segir hann og
bætir við að tónlist og
dans séu í hans huga
samtvinnað. „Tónlist hef-
ur ævinlega leikið stórt hlutverk í
fjölskyldunni minni, mamma spilar
á píanó og henni þakka ég ást mína
á tónlist. Og tónlistin kveikir dans-
þörfina. Þegar ég heyri tónlist lang-
ar mig að dansa, þá sé ég mig fyrir
mér dansandi. Ég verð að hreyfa
mig og ef ég get það ekki, til
dæmis þegar ég keyri bíl og
hlusta á tónlist, þá er ég samt
á fullu að dansa í huganum.
Ég tengi tilfinningar mínar við tón-
listina með dansinum.“
Allir geta lært að dansa
Kameron segir að allir geti
lært að dansa, vilji sé allt sem
þurfi. „Það skiptir ekki máli
þó að fólk sé hreyfihamlað,
fatlað, í hjólastól eða komið
yfir áttrætt, allir geta dans-
að. Og dans gerir öllum
gott. Að sækja danstíma er
gott bæði fyrir sál og líkama
og það er mikil útrás.
Dans er streitulosandi
og hann losar líka um
endorfín sem lætur
fólki líða vel.“ Hann
segist aldrei verða
fullnuma í dansi,
hann sé alltaf að
læra eitthvað nýtt.
„Ef ég hætti að
læra og tileinka
mér eitthvað nýtt
hætti ég að vaxa
sem dansari og
staðna. Þetta er
ein ástæða þess að
ég elska að dansa,
það er aldrei hægt að verða full-
kominn, það er alltaf eitthvað
til að vinna að og verða betri.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
Brátt fer í hönd val á kepp-endum fyrir sjónvarps-þáttinn Dans, dans, dans.Mikið sem það myndi
gleðja aðstandendur þáttanna ef ég
tæki þátt. Þá væri komið hið full-
komna myndbrot af keppanda sem
hefði betur haldið sig heima. Kepp-
endur geta valið sér allar tegundir
af dansi til að sýna, eins og sam-
kvæmisdansa, ballett, stepp, nú-
tímadans, streetdance, og allt þar á
milli. Ég myndi dansa allt þar á
milli. Ég æfði djassballett í þrjú ár
og gæti því borið við að ég hefði
einhvern grunn. Ég myndi líkleg-
ast ekki taka það fram að ég var
alltaf aftast í salnum og var aldrei
sú sem var valin til að sýna hinum
hvernig gera ætti hlutina heldur sú
sem var sýnt. Ég var í hvítum
heilsamfestingi, rauðum ofurhetj-
unærbuxum utan yfir og með rauð-
ar legghlífar. Ég var töff. Í alvöru.
En ég kunni ekki að dansa og
kann ekki enn.
Eftir djassballetreynslu mína
þurfti ég að sína getu mína á dans-
gólfinu á skólaböllum. Ég tók mig
því til og æfði mig fyrir framan
baðherbergisspegilinn. Ég þurfti
lítið til að missa taktinn en fannst
ég bara líta ágætlega út í spegl-
inum. Þegar kom svo að því að
sýna ágæti æfinga minna á böll-
unum bugaðist ég og fór beint í
hliðar saman hliðar með örlítilli
mjaðmasveiflu.
Það var svo þegar ég var nítján
ára að ég var beðin um að leika í
tónlistarmyndbandi ásamt
tveimur öðrum stelpum. Við
áttum að ganga kynþokka-
fullar framhjá sjúkrarúmi og
taka létt dansspor. Ég hélt ég
gæti nú gert þetta, ekki enn
búin að átta mig á þessum
skerta hæfileika mínum og
lifði í voninni að fullyrðingin
æfingin skapar meist-
arann væri sönn
hvað mig varðaði.
Þegar var síðan
búið að taka hátt
í tíu sinnum þetta
eina skot með
tilraunakenndu
kynþokkafullu
mér var ég vin-
samlegast beð-
in um að setj-
ast við hlið-
ina á sjúkra-
rúminu í bak-
grunni svo að
hinar tvær gætu leyst
verkefnið. Setningin
„Eru ekkert nema
amatörar hér?“
skarst inn í minni mitt. Nú ég sett-
ist á stólinn og stelpurnar gengu í
kynþokkafullri sveiflu framhjá
mér. Það þurfti eitt skot og útkom-
an var fullkomnuð. Ég mætti þegar
myndbandið var frumsýnt en ég
verð að viðurkenna að ég hélt mig
til hlés.
Ég hef í kjölfar mikilla æfinga, á
barnsaldri í parketlögðum sal, á
unglingsaldri fyrir framan baðher-
bergisspegilinn og fyrir framan
kvikmyndavélar í köldu skólahúsi
komist að því að sumir fæðast án
takts og ég þar á meðal. Mikið
svakalega sem raftónlistin gerði
okkur taktlausa fólkinu erfitt fyrir
um tíma. Það er bara ekki hægt að
lyfta öxlum óreglubundið upp að
eyrum og reyna á sama tíma að
beygja sig í hnjánum og taka hlið-
arskref. Hvað þá að takast það að
vera aðlaðandi á meðan á dansferl-
inu stendur.
Ég hef fundið ráð við þessu
dansvandamáli mínu. Það er að
kunna eins marga texta og hægt er
og stíga aðeins út á dansgólfið
komi lag sem hægt er að syngja
með. Þá getur maður verið
í stuðinu, staðið á miðju
gólfinu í báða fætur,
kannski dillað mjöðm-
unum lítið eitt og
sungið. Það getur
verið ágætt að
lyfta höndunum
upp þegar
áherslukaflinn er
sunginn og þá ýmist
einni hendi eða
báðum í einu, til
að sýna örlitla
fjölbreytni.
Komi svo lag
sem ekki er
hægt að syngja
með afsakar
maður sig pent
svo ekki þurfi
að koma til
vandræða-
legra axla-
upplyftinga.
Heimur Signýjar
Signý
Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
»„Ég var í hvítum sam-festingi, rauðum ofur-
hetjunærbuxum utan yfir og
með rauðar legghlífar. Ég
var töff. Í alvöru.“
www.dancecenter.is
Facebook: DanceCenter Reykjavík