Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 13

Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 13
Óbreytt alþingiskona að nafni Jóhanna Sigurðardóttir skrifaði eftirfarandi grein í Morgunblaðið árið 1996 þar sem hún ásakar þáverandi ríkisstjórn fyrir að vera fasta í gamla verðbólguhugsunarhættinum. Hún sagði efnahagsleg rök og sanngirni mæla með algeru banni á verðtryggingu á lánum til heimilanna. Henni finnst fáránlegt að grænmetisverð hækki höfuðstól lána heimilanna. Hún var þá nýlega búin að segja þessi fleygu orð: Minn tími mun koma. Undirritaður tekur nánast undir hvert einasta orð í greininni og heitir fundarlaunum hverjum þeim er kann að finna þessa konu – helst fyrir laugardaginn 1. október. Síðast sást til hennar ganga inn í stjórnarráð Íslands með Steingrími nokkrum Sigfússyni fyrir rúmum tveimur árum. Ég vil benda á að Hagsmunasamtök heimilanna standa nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem krafist er afnáms verðtryggingar og rét- tlátra, almennra leiðréttinga á lánum heimilanna, bæði gengis- og verðtryggðra og vil ég hvetja alla þá er styðja þessar heilbrigðu kröfur að skrifa undir á www.heimilin.is og mæta á stefnumót við stjórnvöld á Austurvelli kl. 10 um morguninn laugardaginn 1. október. Undirritaður fylgist spenntur með hvort nafn Jóhönnu Sigurðardóttur sem nú er forsætisráðherra, komi ekki fyrir á lista undir- skriftasöfnunarinnar og hvort hún sjái ekki sóma sinn í því að taka við undirskriftalistanum með langt yfir 30.000 nöfnum á Austur- velli hinn 1. október við setningu Alþingis eins og hún er búin að fá boð um. Kannski er hennar tími bara liðinn, hver veit. Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir heldur fjölskyldufaðir í Hafnarfirði. P.s. Fundarlaunin eru afnám verðtryggingar heimilislána. Fundarlaun Hennar tími er kominn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.