Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 16

Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Í sjónum lifir einn á öðrum og því er líklegast að óvenjuleg veiði á túnfiski austur af landinu, sem greint hefur verið frá, tengist hvoru tveggja auknum hlýindum og aukinni út- breiðslu makríls sem er mikilvæg fæða túnfisks,“ segir Ólafur S. Ást- þórsson, aðstoðarforstjóri á Haf- rannsóknastofnuninni, en greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að skipverjar á Baldvin Njálssyni GK hefðu nýverið fengið tólf túnfiska í flottroll. „Hvort þar er um einstakt atvik að ræða eða vísbendingu um auknar göngur túnfisks á Íslandsmið er erfitt að segja til um,“ segir Ólaf- ur. Túnfiskur er almennt heiti á nokkrum tegundum fiska af makríla- ætt. Túnfiskar eru hraðsyndir og hefur sundhraði mælst 77 kílómetrar á klukkustund. Hann er uppsjávar- og miðsjávarfiskur sem heldur sig gjarnan í úthafinu. Túnfiskur er torfufiskur og eru minnstu fiskarnir í stærstu torfunum en stærstu fisk- arnir oft einfarar. Göngur við Ísafjarðardjúp 1944 Á undanförnum áratugum hefur túnfiskur af og til veiðst við Ísland og rifjar Ólafur upp að Árni Friðriksson greindi á sínum tíma frá óvenjulega miklum göngum túnfisks við Ísa- fjarðardjúp síðsumars 1944 eða um svipað leyti og hlýviðrisskeið um miðja síðust öld var í hámarki. „Í kringum 1995 varð vart við auknar göngur túnfisks suður af landinu og í framhaldinu voru stund- aðar tilraunaveiðar á vegum Haf- rannsóknastofnunarinnar í sam- starfi við Japani í um 10 ára skeið eða til ársins 2005,“ segir Ólafur. „Rannsóknamenn frá stofnuninni fylgdust með, mældu afla og söfnuðu líffræðilegum sýnum. Á síðari hluta þessa tímabils dróst afli saman og seinustu ár hafa þessar rannsókna- veiðar ekki verið í gangi. Þegar veið- arnar hættu gerðu sérfræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar ráð fyrir að búast mætti við árum þegar fiskurinn gengi aftur í einhverju magni norður til Íslands.“ Túnfiskstofninn í Norður-Atlants- hafi er hins vegar talinn hafa minnk- að mikið frá því sem áður var vegna ofveiði um árabil. Samfara auknum hlýindum undanfarin 15 ár hafa orðið veruleg- ur breytingar í útbreiðslu margra fiskistofna á Íslandsmiðum. Má þar að nefna ýsu, skötusel og loðnu. Þá hefur makríll gengið á Íslands- mið í mun meira magni en áður er vitað um. Stærstu túnfisk- arnir oft einfarar  Túnfiskveiði tengd auknum hlýindum og útbreiðslu makríls Morgunblaðið/Golli Flugfiskur Landað úr japönsku túnfiskveiðiskipi í Reykjavík fyrir um áratug. Tilraunaveiðar Japana skiluðu það ár aðeins örfáum fiskum á sólarhring, en mest veiddu japönsku flotlínuskipin af túnfiski í lögsögunni árið 1998. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er að mínu mati skelfilegt fyrir brothætt samfélag hér á Suð- urnesjum. Við hrökkvum aftur um mörg ár,“ segir Hörður Harðarson, formaður bæjarráðs sveitarfé- lagsins Voga. Hann greiddi atkvæði á móti ályktun sem meirihluti bæj- arfulltrúa samþykkti um að taka upp aðalskipulag með það að mark- miði að setja Suðvesturlínu í jarð- streng í stað loftlínu. Landsnet hefur í mörg ár unnið að undirbúningi þess að byggja upp raforkuflutningakerfið á Suðvestur- landi til framtíðar svo það geti mætt áformum um orkuflutning á svæð- inu, jafnt til atvinnustarfsemi og al- mannanota. Mikilvægur liður í því er ný háspennulína sem leggja á frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanes- bæjar með tengingu við Reykjanes- virkjun. Er það talið nauðsynlegt til að hægt sé að stækka Reykjanes- virkjun og afhenda orku til áform- aðs álvers í Helguvík og annarra stórnotenda á því svæði. Kostnaður margfaldur Áhugi var á því í sveitarfélaginu Vogum að leggja háspennulínurnar í jörð. Á það gat Landsnet ekki fallist vegna kostnaðar sem talinn er 5-7 sinnum meiri en einnig af tækni- legum ástæðum. Samkomulag náð- ist og var gert ráð fyrir háspennu- línunni á skipulagi. Umhverfisáhrif framkvæmdarinnar voru talin ásættanleg samkvæmt umhverfis- mati. Gert var ráð fyrir því að fram- kvæmdir hæfust á síðasta ári. Unnið hefur verið að samningum við land- eigendur en þeim er ekki lokið. Að því búnu átti að leggja til við stjórn fyrirtækisins að hefja framkvæmdir. Landeigendur skrifuðu sveitarfé- laginu bréf í sumar og óskuðu eftir að skipulagi yrði breytt á þann hátt að Suðvesturlína færi í jörð. Við um- fjöllun hjá sveitarfélaginu kom fram það álit að samningurinn við Lands- net væri fallinn úr gildi vegna þess að framkvæmdir væru ekki hafnar. Þetta álit var tilkynnt fulltrúum Landsnets á fundi í fyrradag og um kvöldið var samþykkt ályktun þar sem ákveðið var að taka upp að- alskipulag með það að markmiði að línan færi í jarðstreng. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, telur að samningurinn sé ekki úr gildi fallinn. Engir þannig skilmálar séu í samkomulaginu. Hann segir að farið verði yfir málið með fulltrúum sveitarfélagsins og staðan metin að því búnu. Þórður leggur áherslu á að styrk- ing flutningskerfisins til Suðurnesja sé nauðsynleg hvort sem áform um álver í Helguvík ná fram að ganga eða ekki. Hún sé nauðsynleg til að tryggja örugga afhendingu raforku til almennra notenda. Tvær línur séu einnig nauðsynlegar vegna mik- illar raforkuframleiðslu á Reykja- nesi. Hörður Harðarson segir að byrja þurfi á málinu upp á nýtt, eins og það var fyrir sex árum. Hann segir að ákvörðunin geti einnig haft áhrif á atvinnuuppbyggingu í sveitarfé- laginu því unnið hafi verið að kynn- ingu á atvinnusvæðinu á Keilisnesi. Bæjarfulltrúar vilja háspennu- línuna í jörð  Áform um uppbyggingu í uppnámi Morgunblaðið/Einar Falur Háspenna Möstrin á Suðurnesjum eiga að vera léttari en í Fljótsdal. Skiptar skoðanir » Meirihlutinn í Vogum klofn- aði í línumálinu. Þrír fulltrúar H-lista samþykktu að fara í breytingu á aðalskipulagi ásamt fulltrúa L-lista sem er í minnihluta. Þrír fulltrúar E- lista sem mynda meirihluta með H-lista voru á móti. Hæstiréttur sýknaði í gær 24 ára gamlan karlmann, Óðin Frey Val- geirsson, af ákæru fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal í Reykjavík síðasta haust. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi á stúlkuna þar sem hún var á gangi á göngustíg í Laugardal í október 2010, slá hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð og taka hana hálstaki og þrengja að þar til hún missti meðvitund. Stúlkan fékk margvíslega áverka. Maðurinn var handtekinn mánuði síðar og játaði fyrst árásina en dró játninguna síðan til baka og sagðist hafa verið búinn að nota mikið af áfengi, amfetamíni og rítalíni og því ekki verið með réttu ráði þegar hann var yfirheyrður í fyrra sinnið. Var Hæstiréttur sammála um að af öllum gögnum verði ekki talið, með vísan til laga, að færðar hafi verið viðhlítandi sönnur á, svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi gerst sekur um það brot sem honum er gefið að sök. Verði hann því sýknaður í máli þessu. Meirihluti fjölskipaðs héraðsdóms mat það svo, að ekki yrði vefengt með skynsamlegum rökum að mað- urinn væri sekur. Einn dómari skil- aði hins vegar séráliti og vildi sýkna manninn. Hæstiréttur gerir í dómi sínum aðfinnslur við vinnubrögð lögreglu í rannsókninni. Vinnubrögð við skýrslutöku af vitni eru m.a. talin ámælisverð. Þá segir orðrétt í dóminum: „Þá var rannsókn málsins að ýmsu leyti ábótavant. Meðal annars fór ekki fram rannsókn á erfðaefni í blóðsýn- um sem tekin voru á vettvangi árás- arinnar. Með slíkri rannsókn hefði mátt leiða í ljós hvort blóð úr öðrum en brotaþola hefði verið á brotavett- vangi, en ólíklegt verður að telja, miðað við það sem fram er komið í málinu og gerð verður grein fyrir hér á eftir, að þar hefði verið að finna blóð úr ákærða. Ennfremur lágu ekki fyrir í gögnum málsins myndir af áverkum, sem brotaþoli hlaut af völdum árásarinnar, og einnig skorti á að fyrir hendi væru greinargóðar lýsingar á hæð og útliti ákærða og brotaþola.“ Sýknaður af ákæru fyrir árás á stúlku í Laugardal  Vinnubrögð lög- reglu gagnrýnd Túnfiskur er mikill göngufiskur og ferðast þvert yfir Atlants- hafið milli stranda Evrópu og Ameríku. Hann hrygnir í Mið- jarðarhafi og við strendur Am- eríku en gengur síðan norður á bóginn seinni hluta sumars. Göngur þessar fer hann til fæðuöflunar en fæðan er eink- um alls konar fiskar, síld, mak- ríll, brislingur, sandsíli og smokkfiskur. Túnfiskur þykir herramanns- matur og víða fæst hátt verð fyrir góðan túnfisk. Í vetur greindi Morgunblaðið frá því að bláuggatúnfiskur, sem vó 342 kíló og veiddist undan Hok- kaido-eyju í Japan, hefði selst á uppboði á fiskmarkaði í Tókíó fyrir jafnvirði 45,5 milljóna króna. Kaupendurnir voru eigendur tveggja sushi-veitinga- staða í Japan og Hong Kong. Hátt verð fyrir gæðavöru MIKILL GÖNGUFISKUR Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Myndlista vörur í miklu ú rvali Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Acryllitir 75 ml kr.480 Gólftrönur frá kr.4.395 Þekjulitir/Föndurlitir frá kr.480 16 ára Verkfæralagerinn Fullt af nýjungum í lista-og föndurdeild Blýantar, Strokleður, Trélitir, Tússlitir, Teikniblokkir, Teiknikol, Föndurlitir, Þekjulitir, Vatnslitir, Akrýllitir, Olíulitir, Penslar, Skissubækur, Vattkúlur, Vír, Vatnslitablokkir, Leir, Lím, Kennara- tyggjó, Föndurvír,Límbyssur, Lóðboltar, Hitabyssur, Heftibyssur, Málningar- penslar og málningarvörur í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.