Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 24

Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Þegar skoðaðar eru tölur um fjölda er- lendra gesta til Íslands, en það er sá mælikvarði sem mest hefur verið notaður með réttu eða röngu til að mæla og meta árangur í ís- lenskri ferðaþjónustu, þá líta þær svona út fyrir undanfarna ára- tugi. 1981 72 þúsund gestir 1991 143 þúsund gestir 2001 296 þúsund gestir 2011 600 þúsund gestir (áætlað) Þannig að þrátt fyrir verulegar sveiflur innan hvers áratugar í breyt- ingu á umfanginu svo og sveiflur í umfangi einstakra markaða þá jafna þær sveiflur sig út svo að á hverjum tíu árum hefur verið um tvöföldun heildarinnar að ræða. Nú er það svo að á undanförnum áratugum hefur ferðaþjónustan á Ís- landi og á heimsvísu orðið fyrir áföll- um af margvíslegum toga. Nægir að nefna olíukreppu, átök og styrjaldir, hryðjuverk, umhverfisslys svo og náttúruhamfarir sem hafa haft mikil áhrif á ferðaþjónustu á heimsvísu tímabundið. Hér á landi hafa verið sveiflur af þessum ástæðum og því til viðbótar hafa verið staðbundnar náttúruhamfarir, geng- issveiflur og fleira sem hefur haft áhrif á um- fangið hverju sinni. Þá eru ónefnd áhrifin af stöðu efnahagsmála bæði á heimsvísu og staðbundin á hverjum tíma, sem hafa áhrif á kaupgetu einstakra markaðssvæða eða heildarinnar. Þrátt fyrir alla þessa áhrifavalda þá tvöfald- ast umfangið á hverjum tíu árum, með verulegum sveiflum á hverjum áratug eins og áður sagði, enda hefur nær alltaf verið brugðist fljótt við nei- kvæðum áhrifum á hverjum tíma, bæði af stjórnvöldum svo og grein- inni sjálfri. Ráðist hefur verið í sérstakar kynningar- og markaðsaðgerðir auk hefbundinnar markaðsvinnu og á þessum áratugum má nefna sem dæmi um slíkar aðgerðir annað hvort staðbundnar á einstökum markaðs- svæðum vegna aðstæðna þar eða al- mennar aðgerðir: Iceland Today, Amazing Iceland, Upplifðu Ísland, Iceland Naturally, sérstakt átak í kjölfar hryðjuverkanna 2001 og nú síðast Inspired by Iceland. Til þessara sértæku aðgerða hefur af hálfu opinberra aðila verið varið a.m.k. 4-5 milljörðum króna á núvirði auk hefðbundinnar markaðs- og kynningarvinnu. Í öllum þessum aðgerðum hefur verið notast við bestu dreifileiðir hvers tíma til að koma skilaboðum til neytenda á sem fljótvirkastan hátt og hafa þær allar átt sinn þátt í auknu heildarumfangi. Því hefur stundum verið slegið fram að þessi tvöföldun umfangs á hverjum áratug sé eitthvert nátt- úrulögmál og þetta gerist bara. Þessu fer eðlilega víðs fjarri. Til þess að umfangið nái að tvöfald- ast þrátt fyrir alls konar utanaðkom- andi áhrif verður stöðugt að sinna af miklum krafti öllu kynningar- og markaðsstarfi til að tryggja okkar stöðu meðal samkeppnislandanna svo og að bregðast við síbreytilegum að- stæðum. En það er auðvitað ekki nóg að leggja eingöngu meira í markaðs- og kynningarstarf enda hefur það ekki verið raunin. Samhliða því þarf á hverjum tíma að tryggja að framboð sé til staðar í samræmi við það sem verið er að kynna og í samræmi við þarfir vax- andi markaðar bæði hvað varðar magn og ekki síður hvað varðar gæði. Þetta á við um flutningsgetu til og frá landinu svo og um landið auk gistiþáttarins, afþreyingarþáttarins og ekki síst hvað varðar nægt og hæft vinnuafl til að þjóna tvöföldun í um- svifum á hverjum áratug. Um leið og ferðaþjónusta vex á heimsvísu og hér á landi þarf að tryggja að okkar hlutur stækki í þeim vexti bæði með auknu markaðsstarfi og nægu framboði á öllum sviðum. Því er vöruþróun svo mikilvæg í allri þessari vinnu og frekari upp- bygging svæðanna til að auka burð- arþol landsins. Mikil umræða fer nú fram með réttu um mikilvægi þess að auka um- fangið utan háannar. Þegar tölfræðin hvað þetta varðar er skoðuð kemur eftirfarandi í ljós. Erlendir gestir utan háannar: 1981 30 þúsund 1991 64 þúsund 2001 148 þúsund 2011 300 þúsund (áætlað) Þannig að það er einnig nálægt tvöföldun umfangs utan háannar á hverjum tíu árum samhliða tvöföldun heildarinnar. Verði þróunin hliðstæð næsta ára- tuginn og undanfarna áratugi þá værum við að taka á móti 1200 þús- und erlendum gestum árið 2021 og af þeim kæmu 600 þúsund utan hánnar eða jafnmargir og nú koma allt árið nema takist að jafna hlutfallið meira en nú er. En málið er fjarri því að vera svo einfalt og slík aukning umfangs ger- ist auðvitað alls ekki af sjálfu sér frekar en áratugina á undan og margt sem mun hafa áhrif á þá þró- un. Með réttum vinnubrögðum og tryggingu framboðs eins og áður sagði skapast forsendur til að ná sett- um markmiðum hvort sem þau eru þessi eða önnur. Mikilvægast af öllu í þessari stærstu samkeppnisgrein veraldar og lífsnauðsynlegt er að tryggja sam- keppnishæfni okkar á öllum sviðum greinarinnar. Því þarf að skoða vel hvaða þættir valda því að íslensk ferðaþjónusta sem var í fjórða sæti árið 2007 hvað varðar samkeppnishæfni í ferðaþjón- ustu í heiminum er nú í ellefta sæti samkvæmt Alþjóðaefnahagsstofn- uninni (World Economic Forum) og bæta úr þeim þáttum sem mögulegt er að bæta sem allra fyrst. Það er til svo mikils að vinna. Samkeppnishæfnin mikilvægust til framtíðar Eftir Magnús Oddsson »Mikilvægast í þess- ari stærstu sam- keppnisgrein veraldar og mun skipta sköpum er að tryggja sam- keppnishæfni okkar á öllum sviðum grein- arinnar. Magnús Oddsson Höfundur er fyrrv. ferðamálastjóri og hefur unnið að flug- og ferðamálum í áratugi. Fram kom í fréttum um miðjan mánuðinn að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borg- arfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, hefði tekið sér frí frá borg- armálum og væri á leiðinni til Spánar ásamt fjölskyldu sinni. Hún og eig- inmaður hennar, Hall- björn Karlsson, munu hafa leigt sér hús í Barcelona. Hallbjörn er þegar farinn út og sinnir fjárfest- ingum sínum þaðan. Þau hafa tvisvar áður búið erlendis, í Banda- ríkjunum og Frakklandi, og vilja prófa eitthvað nýtt. Þau vildu fara til Evrópu og læra nýtt tungumál og Spánn varð þess vegna fyrir val- inu, sagði Þorbjörg Helga í viðtali við Pressuna. „Þetta verður bara ævintýri. Við erum mjög heppin að geta gert þetta á svona skemmti- legan máta,“ sagði hún, alveg óbeygð af kreppunni. Nú ber að greina í hverju heppnin var fólgin og á hverju þetta ævintýri byggist. Þá fyrst getum við metið hvort það sé skemmtilegt eða óskemmtilegt. Uppspretta hamingjunnar Eiginmaður Þorbjargar Helgu er annar þeirra sem keyptu Húsasmiðj- una. Svonefndir kjöl- festufjárfestar keyptu hana með „skuldsettri yf- irtöku“. Aðferðin var sú að stofna inn- antóma skel, eign- arhaldsfélag án nokk- urs raunverulegs eigin fjár, slá stór- felld lán handa skel- inni hjá vitorðsmönn- um í banka, kaupa fyrirtækið og sameina svo skel- inni á eftir. Þá höfðu fjárfestarnir „eignast“ fyrirtækið en látið það borga sjálft sig. Eftir að þeir höfðu náð Húsasmiðjunni fyrir ekkert seldu þeir vitorðsmönnum sínum í fasteignafélagi eignir fé- lagsins á verulegu yfirverði og tóku þær síðan á leigu á samsvar- andi yfirverði til langs tíma. And- virði eignanna notuðu þeir til að greiða sjálfum sér stórfelldan arð. Eftir sátu ótryggðir kröfu- hafar félagsins í mikilli áhættu. Kaupendurnir reyndust ekki raunverulegir fjárfestar heldur „féflettar“. Aðrir slíkir komu nú að málum og tóku annan snúning á félaginu. Það sligaðist undan skuldum sem komu sjálfum rekstrinum ekki við og féll í náð- arfaðm bankans. Vaxa peningar á trjám? Skv. 76. gr. hlutafélagalaga má félagsstjórn „ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hlut- hafa eða félagsins“. Í þessu felst að stjórninni ber skylda til að gæta hagsmuna allra þeirra sem kröfur eiga á félagið, s.s. viðskiptavina, birgja, banka og starfsmanna. Þegar féflett félag fellur eiga þeir sem eiga hagsmuni að kæra málið til lögreglu og krefjast opinberrar rannsóknar. Að mínu mati er ólög- mætt að hlutafélag skuldsetji sig í þágu hluthafa þannig að þeir kom- ist yfir eignarhald á félaginu sem keypt er og er vísað til 104. gr. hlutafélagalaga í þeim efnum. Ein- hverjir kunna að halda að við sölu eignanna hafi myndast söluhagn- aður og að skv. reglum sé heimilt að borga hann út sem arð. Þetta er rangt. Salan fór fram á yfirverði m.v. markaðsverð og leiga eign- anna til baka fór einnig fram á yf- irverði. Samningar voru til langs tíma og óuppsegjanlegir. Þarna mynduðust útgjöld til framtíðar sem ekki var varið til öflunar tekna og ekki komu rekstrinum við, á móti sýndarhagnaði af söl- unni. Þann hluta leigugjalda sem var umfram markaðsleigu bar að gjaldfæra strax með núvirðingu og sú gjaldfærsla hefði þurrkað út sýndarhagnaðinn sem búinn var til með sölu eignanna. Ákvæði 99. gr. hlutafélagalaga voru brotin því ekki var um raunverulegan hagnað að ræða. Auk þess voru reglur um reikningsskil og bókhald brotnar. Eftirmál hrunsins Stjórnmálaflokkar beita sér í málefnum ríkis og sveitarfélaga til heilla fyrir kjósendur, eftir því sem hugsjónir þeirra og stefna gefa til- efni til. Óhjákvæmilegt er að það fólk sem sækist eftir þessari hags- munagæslu fyrir almenning sé haf- ið yfir vafa og neiti sér um hags- munabrölt fyrir sjálft sig. Störf þess í þágu almennings mega ekki snúast um að komast sjálft að kjöt- kötlunum og viðleitni þess og maka þeirra til að auðgast má ekki leiða til útgjalda fyrir opinbera sjóði. Þá mega stjórnmálamenn ekki ganga neinum hagsmunaaðilum á hönd með því að þiggja gjafir eða fjár- framlög sem binda hendur þeirra eða vekja efasemdir um óháða af- stöðu þeirra. Þorbjörg Helga er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefir efnast vegna athafnasemi maka, á kostnað opinberra sjóða. Af tilvitnuðum orðum hennar má ráða að hún hafi ekki áttað sig á kjarna málsins. Auðæfi hennar eru óskemmtileg í ljósi þess hvernig þau eru fengin. Aðrir, þ.m.t. nokk- ur flokkssystkini hennar, hafa ekki heldur gert hreint fyrir sínum dyr- um og reyna að þrauka í von um að það fenni í sporin. Einn situr m.a.s. á þingi gegn áskorun Lands- fundar. Óskandi væri að þetta fólk þekkti sinn vitjunartíma og sæktist ekki eftir að gegna áfram störfum fyrir almenning. Það yrði sorglegt fyrir alla ef samflokksmenn þeirra og stuðningsmenn í gegnum árin yrðu beinlínis að sparka þeim út. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer í hönd, nú er tími til að hugsa um þetta. Þetta fólk á að láta sem allra fyrst af störfum fyrir ríki, sveitarfélög og flokkinn, svo vara- menn þeirra nái að koma að málum áður en kosið verður á ný. Borgarfulltrúi heldur á vit ævintýra Eftir Ragnar Önundarson » Óhjákvæmilegt er að það fólk sem sækist eftir þessari hags- munagæslu fyrir al- menning sé hafið yfir vafa og neiti sér um hagsmunabrölt fyrir sjálft sig Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur og fv. bankamaður. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins, hefur þrá- faldlega og ranglega haldið því á lofti að henni hafi verið sagt upp störfum þegar hún ákvað að leiða lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður fyr- ir alþingiskosning- arnar 2009. Nú síðast í grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 29. september 2011. Af þessari ástæðu er rétt að minna á yfirlýsingar mínar frá því í mars 2009 sem sjá má á heimasíðu ASÍ. Ég verð að viður- kenna að ég hef ekki áð- ur lent í jafn óheið- arlegum og ósann- gjörnum rógburði af hálfu nokkurs manns. Ég tel mig ekki hafa gert neitt annað en að koma fram við Vigdísi Hauksdóttur af vinsemd og virðingu. Ég hafði frumkvæði að því að fá Vig- dísi til starfa hjá Alþýðusambandinu haustið 2008 og gekk ég svo langt að gefa ekki öðrum tækifæri á að kynna sig eða sín störf. Auðvitað vissi ég og forysta ASÍ af því að Vigdís Hauks- dóttir var virk í starfi Framsóknar- flokksins. Það að hafa reynslu af fé- lagslegu og pólitísku starfi var einmitt einn af þeim þáttum sem við töldum henni til framdráttar. Dylgjur og rógburður Nokkrum mánuðum eftir að Vig- dís kom til starfa stóð henni til boða að sækja námskeið til lögmannsrétt- inda og fékk námsleyfi til að hún gæti öðlast þau. Það leyfi var launað þótt hún hefði ekki áunnið sér rétt til þess. Það var í þessu launaða leyfi sem Vigdís vann að því að undirbúa sína pólitísku framtíð. Þegar hún hafði landað oddvitasætinu í öðru Reykjavíkurkjördæmanna óskaði hún sjálf eftir því að fá að láta af störfum þegar í stað og án þess að bera nokkrar skyldur gagnvart þeim samtökum sem höfðu nokkrum mán- uðum áður ráðið hana í vinnu. Var það samþykkt og henni óskað vel- farnaðar í nýju starfi. Öðrum dylgjum og rógburði um störf mín og þau samtök sem ég er í forystu fyrir hirði ég ekki að svara. Málflutningur Vigdísar í þeim efnum er í fullu samræmi við þann ótrú- verðuga stíl sem hún hefur valið sér í opinberum málflutningi og er ekki svara verður. Vegna þrálátra rangfærslna Vigdísar Hauksdóttur um starfslok sín hjá ASÍ Eftir Gylfa Arn- björnsson Gylfi Arnbjörnsson »Ég verð að við- urkenna að ég hef ekki áður lent í jafn óheiðarlegum og ósann- gjörnum rógburði af hálfu nokkurs manns. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.