Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 26

Morgunblaðið - 30.09.2011, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 ✝ Oddný Ólafs-dóttir fæddist á Bustarfelli í Vopna- firði 6. janúar 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 23. september 2011. Foreldrar henn- ar voru Ásrún Jörg- ensdóttir húsfreyja frá Krossavík, f. 11. september 1891 á Ási í Fellum, d. 27. september 1970, og Ólafur Methúsalemsson bóndi og kaupfélagsstjóri, f. 17. júní 1877 á Bustarfelli, d. 13. júní 1957. Systur Oddnýjar eru: Elín Ólafsdóttir, f. 3. janúar 1916, d. 12. september 2000, Margrét Ólafsdóttir Kondrup, f. 20. júlí 1917, d. 10. september 2001, Guðrún Ólafsdóttir, f. 25. september 1923, d. 25.ágúst 1992, og Ingibjörg Ólafsdóttir f. 9. febrúar 1926, d. 7. júlí 2011. Oddný giftist Kristjáni Frið- rikssyni iðnrekanda 12. júlí 1948. Foreldrar hans voru Frið- rik Sæmundsson bóndi, f. 12. maí 1872, d. 25. október 1936, og Guðrún Halldórsdóttir ljós- móðir, f. 12. júlí 1882, d. 15. október 1949. Þau bjuggu á Efri- Hólum í Núpasveit. Oddný og Kaupvangshúsið úti á Tanga þegar hún var tveggja ára göm- ul. Sögur frá uppvaxtarárunum í Vopnafirði voru sveipaðar æv- intýraljóma. Þegar hún var 16 ára fluttist fjölskyldan til Ak- ureyrar. Þar gekk hún í Mennta- skólann og lauk gagnfræðaprófi. Hún starfaði í versluninni God- man og seinna sem ritari hjá KEA. Hún fór til Svíþjóðar, lærði sænsku og skrifstofustörf. Hún stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugalandi í skólastýrutíð Svanhvítar Frið- riksdóttur sem síðar varð mág- kona hennar. Eftir að hún gifti sig sinnti hún börnum og gest- kvæmu heimili. Hún tók virkan þátt í fjölbreytilegum störfum Kristjáns manns síns og vann um árabil í fyrirtæki þeirra hjóna Últímu. Þau fluttu til New York árið 1964 og bjuggu þar í eitt ár. Eftir að Oddný varð ekkja hóf hún störf hjá Rannsókn- arstofnun uppeldismála í Kenn- araskóla Íslands og vann þar til starfsloka. Oddný og Kristján bjuggu lengst af á Bergstaða- stræti 28a, síðan í Garðastræti en síðustu árin bjó Oddný við Mímisveg. Hún flutti á Hjúkr- unarheimilið Droplaugarstaði í desember sl. Útför Oddnýjar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 30. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Kristján eignuðust fjórar dætur: 1) Ás- rún, f. 1949. Börn hennar eru Darri og Una Lorenzen. Sonur Darra er Haki. 2) Guðrún, f. 1950. Maki Ævar Kjartansson. Börn þeirra eru Oddný Eir og Uggi. Börn Ugga eru Ævar, Krummi og Anna Eir. 3) Heiðrún, f. 1953. Börn hennar eru Börkur Jónsson og Arnþrúður og Sunna Ingólfs- dætur. 4) Sigrún, f. 1959. Maki Völundur Óskarsson. Börn þeirra eru Sunnefa og Óskar. Stjúpbörn Oddnýjar eru 1) Sig- urveig Kristjánsdóttir, f. 1934. Maki Ólafur Ágúst Ólafsson. Börn þeirra eru Kristján, Ólafur og Sigrún Sandra. 2) Karl Frið- rik Kristjánsson, f. 1939, d. 2004. Maki Berglind Bragadóttir. Börn Karls eru Arnþrúður Ösp, Hrefna Björk og Kristjan Frið- rik. 3) Friðrik Steinn Krist- jánsson, f. 1956. Maki Ingibjörg Jónsdóttir. Dætur þeirra eru Lív Elísabet og Áshildur. Oddný fæddist í torfbænum Bustarfelli en fluttist ásamt for- eldrum sínum og systrum í Ein af mínum bestu vinkon- um, Oddný Ólafsdóttir, er látin. Rúm hálf öld skildi okkur að í aldri, en Oddný var allan okkar vinskap í huga mér tímalaus. Hún var stelpan sem ég hló með að góðum sögum, vinkonan sem ég ræddi við um ástina, vonirnar, framtíðina, gleðina og vonbrigði lífsins. Hún var amman sem hélt utan um mig og huggaði, hvatti mig áfram, hjálpaði mér með drengina mína tvo og deildi með mér óteljandi kaffibollum þau sautján ár sem leiðir okkar lágu saman. Ég kynntist Oddnýju þegar ég og dóttursonur hennar, Uggi Ævarsson, fórum að draga okkur saman haustið 1994. Mig undraði að þessi tvítugi drengur í leð- urbuxum og með gaddaól ryki af stað fyrir hádegi á laugardögum til að fara til ömmu sinnar. Eftir að ég kynntist Oddnýju skildi ég hann vel. Frá fyrsta degi náðum við tvær saman. Glimtið í augum hennar, meinfyndnar athuga- semdir og fordómaleysið heilluðu mig. Fljótlega eftir að við Uggi byrjuðum að búa fluttum við í risíbúð fyrir ofan Oddnýju í Garðastræti. Samskipti okkar urðu dagleg og náin og umfram allt skemmtileg. Nokkrum árum síðar fluttum við Uggi til Minneapolis. Þegar við komum aftur til Íslands 1999 hafði Oddný flutt á Mímisveg, og ekki leið á löngu þar til við Uggi vorum búin að kaupa okkar fyrstu íbúð við hliðina á henni. Enn á ný var ég svo lánsöm að geta verið í daglegum samvistum við Oddnýju. Á Mímisvegi fædd- ust synir okkar Ugga, Ævar í júní 2000 og Krummi í janúar 2002. Þau ár sem við bjuggum á Mímisvegi var Oddný mér mikil vinkona, stoð og stytta. Hún kom oft yfir eða bauð okkur yfir til sín, passaði fyrir okkur og hjálp- aði mér með drengina, sérstak- lega er Uggi var oft að heiman vegna fornleifarannsókna. Þetta voru skemmtilegar stundir og kærleiksríkar sem ég og strák- arnir munum ætíð geyma í hjört- um okkar. Leiðir okkar Ugga lágu aftur utan og við fluttum til New York snemma árs 2004 og svo tæpum tveimur árum síðar til Cam- bridge í Englandi. Þá söknuðum við öll Oddnýjar mikið. Það var því sérstakt gleðiefni þegar fjöl- skyldur okkar Ugga ákváðu að fara saman í páskaferð til Ítalíu vorið 2006. Oddný var þá orðin fótalúin og rúlluðum við henni um þorpsgöturnar í hjólastól. Hún hafði húmor fyrir því og oft- ar en ekki fékk lítill gutti far í „ömmustól“. Þótt leiðir okkar Ugga hafi skilið árið 2008 hélt vinátta okk- ar Oddnýjar áfram. Í gegnum ár- in sendi ég Oddnýju gjarnan póstkort ef ég var erlendis og sá eitthvað forvitnilegt. Áhugasvið Oddnýjar var vítt og hún hafði sérstaklega gaman af því sem var öðruvísi eða víkkaði sjón- deildarhringinn. Héðan í frá verða kveðjur mínar til minnar góðu vinkonu, sem hefur haft mikil áhrif á mig og ég á eftir að sakna mikið, skrifaðar í skýin. Hulda Proppé. Umburðarlyndi var aðals- merki Oddnýjar Ólafsdóttur. Fyrstu kynni mín af henni sýndu mér það á óyggjandi hátt. Í fyrsta skipti sem ég sá hana vor- um við Guðrún dóttir hennar að koma frá Borgardómara þar sem við höfðum gift okkur án vitund- ar hennar eða annarra í fjöl- skyldum okkar. Oddný lét sér hvergi bregða og bauð mig vel- kominn í fjölskylduna. Óvænt uppákoman kom ekki í veg fyrir að sterkar tengdir tækjust. Hún sagðist ekkert gera með siði og venjur í þessum efnum. Það var líflegt og gestkvæmt á heimilinu, andrúmsloftið fordómalaust og hvetjandi. Oddný fæddist í torfbaðstofu á Burstarfelli í Vopnafirði árið 1920, ólst upp í iðandi mannlífi í kringum kaupfélagsverslun á Tanganum, flutti ung til Akur- eyrar með foreldrum sínum og giftist kaupmanni og iðnrekanda í Reykjavík. Það var gaman að hlusta á hana segja sögur af samfélagi systranna í Kaupvangi á Vopnafirði, þar ríkti kátína og létt stríðni og ekki gert of mikið með aga kaupfélagsstjórans, föð- ur þeirra. Hún hafði næmt auga fyrir hinu skoplega í tilverunni og hafði gott lag á að mikla ekki erfiðleika og andstreymi. Góðri dómgreind hennar var viðbrugð- ið, bæði um menn og málefni. Kristján Friðriksson, eiginmað- ur hennar, sagði gjarnan þegar hann hafði farið með himinskaut- um í framtíðarsýn um íslenska farsældarríkið „nú skulum við bera þetta undir Oddnýju“. Þótt hún gerði yfirleitt ekki mikið með svífandi hugmyndir hélt hún þétt utan um hugmyndir Krist- jáns, og stóð eins og klettur við hlið hans. Óvenjugóð tök hennar á íslensku máli komu þar að góð- um notum. Hún las mikið og var fljót að gæðaflokka bókmenntir. Það var einungis síðustu dagana á Droplaugarstöðum að hún gat ekki lesið sjálf, en kunni vel að meta að lesið væri fyrir hana. Það kom eins og af sjálfu sér að lesa úr Fjallkirkjunni þessa síð- ustu daga. Gunnar Gunnarsson var frændi hennar í móðurætt en hún lagði ekki dóm á viðhorf hans til manna og málefna nær og fjær. Hún sagði mér að þessi frændi sinn hefði ekki verið vin- sæll meðal Vopnfirðinga vegna skrifa sinna eftir að hann flutti heim, en hún gerði ekkert með það, þetta voru góðar bókmennt- ir. Hún var æðrulaus í einkalífi og hélt sínu striki í gegnum þær miklu umbreytingar sem urðu á samfélaginu á ævi hennar. Í meir en fjörutíu ár reyndist hún mér ekki einungis góð tengdamóðir heldur einstaklega góður vinur sem ég kveð í dag með söknuði. Ævar Kjartansson. Það var gott að eiga Oddnýju sem tengdamóður. Þegar ég hugsa til baka þá var hún eig- inlega alla tíð ekkert nema skemmtilegheitin. Henni var annt um velferð manns og í ná- vist hennar leið manni vel. Ekki skemmdi fyrir að vera sonur Sig- rúnar, dóttur Árna læknis á Vopnafirði, og þar að auki rauð- haus eins og hún. Maður varð þess hins vegar fljótt áskynja að hún hafði takmarkaðan áhuga á hversdagslegu raunahjali. Þegar slíkt bar á góma átti hún til að kasta því fram að allt færi þetta nú einhvern veginn. Það gátu stundum virst heldur grínaktug orð í ljósi aðstæðna en báru aug- ljóslega vott um þá reynslu hennar að ekki bæri að elta ólar við sút heldur kasta bak við sig og halda áfram sínu verki. Sjálf deildi hún ekki persónulegum harmkvælum, hélt slíku út af fyr- ir sig og var vönd að virðingu sinni. Margt hafði borið við í lífi Oddnýjar og fjölskyldu áður en ég rak fyrst inn nefið í Garða- stræti í fylgd Sigrúnar, yngstu dóttur þeirra Kristjáns. Segja má að þá þegar hafi verið flautað til seinni hálfleiks í lífi hennar. Kristján var fallinn frá, rauða hárið hafði skipt litum og að baki var heimilislíf sem hafði gengið í gegnum ýmislegt mótlæti en uppeldi fjögurra dætra lokið. Í Garðastræti sveif áfram þing- eyskur andi yfir vötnum og glett- in tilsvör Kristjáns heitins lifðu á vörum hennar og margar grín- sögur voru sagðar af mannvalinu sem þar hafði haft viðdvöl í tíð þeirra hjóna. Áfram var hún jafndyggur áskrifandi að Tíman- um og þótti sumum meira en nóg um þá húsbóndahollustu! Þegar Kristjáns naut ekki lengur við varð Oddný hinn eig- inlegi samnefnari fjölskyldunn- ar, og með tímanum varð manni æ betur ljóst hvern mann þessi Vopnafjarðarmær hafði að geyma. Oddný var greind kona og andi hennar var í eðli sínu glaðbeittur og síkvikur. Hún las reiðinnar býsn, hafði góða frá- sagnar- og skipulagsgáfu og lék sér að því að flétta saman smáat- riði í fjöruga frásögn. Hennar hús varð nú miðstöð munnlegrar geymdar. Þar var allt rapport- erað sem dreif á daga fjölskyldu- meðlima og um leið haldið til haga í hennar miðlæga gagna- grunni. Það var undrunarvert hvernig smæstu sem stærstu at- burðir voru krufðir á þeim stundum og skoðaðir frá ýmsum hliðum allt að því kerfisbundið, en á þennan þaulæfða og glað- væra hátt þar sem resúltatið var ekki síst fyndnu augnablikin sem afhjúpuðu alvöru umræðuefnis- ins. Í seinni tíð brá þar oft fyrir svipmyndum úr barnæsku henn- ar á Vopnafirði eins og þegar lokkur úr hennar rauða hári var fyrst notaður til að egna fyrir stórlaxa! Einhvers staðar las ég að handan við huluna miklu væri fólk ekki síður en hér upptekið af jarðlífsfréttum. Þar kæmi það saman í sérstökum „herbergj- um“ og hópaðist spennt að hverj- um þeim gesti sem slyppi úr rannsóknastofu jarðvistarinnar með spurn á vör: Hvernig tókst nú þetta baks hjá þér? Ég á ekki von á öðru en að Oddnýju yrði tekið fagnandi í þess háttar sel- skap miðað við þann digra sjóð af lífsspaugi og reynslusögum sem hún hafði fram að færa. Og ekki er ósennilegt að við svo líberal skilyrði léti hún bókstaflega allt flakka! Völundur Óskarsson. Henni fannst gaman að hlusta á sögur, sérstaklega ef þær höfðu einhvern tragí-kómískan punkt í sér. Hún hlustaði svo vel að maður reyndi að vanda sig eins og maður gat að slípa til grínið og sorgina. Og hún sagði okkur svo ótrúlega fyndnar sög- ur að við táruðumst af hlátri. Það var hápunkturinn að vita ekki hvort maður var að hlæja eða gráta. Einu sinni þegar amma var lítil, lá lasin með brjósthimnu- bólgu og mátti ekki hlæja, ætlaði mamma hennar að stytta henni stundir en gat ekki haldið aftur af sér svo amma litla engdist um af hlátri, verkjaði í brjóstið og bað mömmu sína um að hætta að vera fyndin. En amma sjálf hætti aldrei að vera fyndin. Fram á síðustu stund reyndi hún að gæða lífið gleði, segja eitthvað sniðugt sem reyndist svo vera speki. Hún minnti mig á tíbet- skan munk sem hlær sig inn að kjarna lífsins. Hún var skýr og skilningsrík og nærvera hennar var heilandi. Við ræddum stundum um ást- ina og óttann. Um hið skáldlega í ólíkum aðstæðum. Hún las ótrú- lega margar bækur og þótti gaman að pæla í mismunandi stílbrögðum, sjónarhornum. Ég hringdi einu sinni í hana úr bóka- búð, langaði að færa henni ein- hverja bók og las upp titla en hún var þá búin að lesa alla búð- ina. Hún var góður yfirlesari, líka góður skrifari og tók sig til fyrir nokkrum árum og skráði minningar sínar úr æsku. Stíllinn er leikandi, lipur og fágaður, sen- urnar birtast manni ljóslifandi í margræðninni. Hún hefði líklega skrifað meira hefði hún verið hvött til þess, sjálfstraustið örv- að. En hún kvartaði aldrei yfir hlutskipti sínu. Hún bjó ekki við fátækt og fannst hún því aldrei mega bera sig illa. Þó lagði lífið henni á herðar ýmsar byrðar. Skáldskapurinn var henni bjarg- ráð. Hún kunni ótal þulur og vís- ur og líka skringilegar bullvísur sem hún söng með systrum sín- um á góðum stundum. Ein þula var í töluverðu uppáhaldi og hún sagðist hafa farið ítrekað með hana þegar hún var í ómskoðun á leið í hjartauppskurð. Hún setti sig í spor kindarinnar Gránu en ég sé hana frekar fyrir mér sem góða smalann Stjána. Vegna trúnaðarins hlýnar í hugarvetri okkar. Ég sakna innilega nöfnu minnar, ömmu og vinkonu. Blessuð sé minning hennar. Hafiði heyrt um ána og hetjuna hann Stjána? Snemma dags til dala drengur fór að smala, út um alla móa alltaf var að hóa, hund einn lítinn hefur, honum skófir gefur, sauðfé saman elti, seppi hljóp og gelti, hjörð í húsið gengur, hópinn telur drengur. Eina vantar ána, æ, það var hún Grána, hann varð afar hræddur, hurðu lokar mæddur, lagði af stað að leita, lengi göngu þreyta. Hana loks hann hitti, hálfdauða í pytti, enn þó dró hún anda, ekki mátti hún standa. Ekkert orð hann sagði, ána á herðar lagði, heim í bæinn bar hann, býsna þreyttur var hann, bjó um hana í heyi, hlúði að á nóttu sem degi, á nýmjólk hana nærði, nýjan kraft hann færði. Ef menn eins og Stjáni ynnu að hinna láni hlýnaði í hugarvetri og heimurinn yrði betri. Oddný Eir Ævarsdóttir. Að heimsækja ömmu var fast- ur punktur í tilveru okkar systra. Hún var þungamiðja fjölskyld- unnar og heimili hennar fjöl- skyldufélagsmiðstöð. Sautjándi júní endaði oft hjá ömmu og fyr- irvaralausar smáveislur voru haldnar þar við ýmis tilefni, s.s. afmælisdaga, útskriftir og stigs- próf. Það var líka til siðs að fara til ömmu þegar búið var að fara í klippingu eða kaupa nýja flík. Þá var safnast saman og nýja útlitið „tekið út“. Hjá ömmu söfnuðust upplýsingar um hagi fjölskyld- unnar á einn stað. Fram á síð- ustu daga fylgdist hún með lífi barna og barnabarna og gat nán- ast haft yfir dagsetningar um brottför og heimkomu þeirra frá útlöndum. Við systurnar höfum oft talað um hvað það var gaman að ræða ýmis mál við ömmu, allt frá póli- tík til dýpstu tilfinningamála. Amma sagði líka svo skemmti- lega frá, var fluggreind og mikill húmoristi. Hún var alltaf áhuga- söm um líf okkar og líðan, hafði ákveðnar skoðanir en gat vel sett sig í okkar spor og horft for- dómalaust á hin ýmsu mál. Okk- ur þótti svo vænt um hvað amma var opin við okkur þegar kom að því að ræða um erfiðleika. Adda er ævinlega þakklát henni fyrir að sýna því skilning og virðingu þegar hún þurfti að hætta í námi vegna þunglyndis og styðja hana í bataferlinu. Þegar við heimsóttum ömmu voru á boðstólum þynnstu og bestu pönnukökur heimsins og mun lífið varla endast okkur til að ná að gera þær eins þunnar og amma. Við eigum eftir að sakna þess að geta hringt í ömmu, jafnvel frá útlöndum, til að fá uppskrift að eplatertu eða ömmuvöfflum. Þegar við vorum fimm og tólf ára bjuggum við tvö ár fyrir ofan ömmu á Garðastrætinu. Það var sérstakt tilhlökkunarefni að gista hjá henni. Þá fengum við að sofa í hreinustu og fínustu rúm- fötum á jarðríki og vakna við RÚV og slögin í eldhúsklukk- unni. Svo fórum við í freyðibað, sátum á teppinu og horfðum á sjónvarpið, lékum okkur í litlu stofu með Cohen á fóninum og fórum í skrifstofuleik inni á skrifstofu. Einnig settum við upp búð í stigaganginum með frænk- um okkar og renndum okkur nið- ur stigann á dýnu en það mátti reyndar alls ekki. Amma var alltaf hlý og góð við okkur systur. Það var svo róandi og notalegt að heimsækja hana og munum við sakna þess mikið. Það verður skrýtið að halda jól án ömmu en jafnan var slegist um það í fjölskyldunni að fá að vera með henni á aðfangadag. Þegar amma fór að þurfa á meiri stuðningi að halda jukust heimsóknirnar. Það kom í ljós að þessi stolta og sterka kona sem hafði alltaf verið til staðar fyrir okkur bjó líka yfir þeim styrk að þiggja aðstoð frá okkur. Þegar amma veiktist fyrir hjarta í fyrra vorum við svo heppnar að eyða hvor um sig miklum tíma með henni og fá að veita henni aðstoð við heimilisverk. Við tókum því rólega með ömmu, spjölluðum, þögðum og lögðum okkur til skiptis – vorum saman. Elsku amma, takk fyrir að gefa okkur hlutdeild í lífi þínu, bæði þegar allt gekk sinn vanagang og þegar hallaði undan fæti. Enginn getur komið í staðinn fyrir þig, amma, en minningarnar og andi þinn lif- ir með okkur, það vitum við allar þrjár. Arnþrúður og Sunna Ingólfsdætur. Nú er látin í hárri elli eig- inkona föður míns og stjúpa, Oddný Ólafsdóttir. Nokkrum ár- um eftir lát móður minnar, þegar ég var 17 ára, flutti ég á heimili pabba og Oddnýjar. Hún opnaði heimilið af miklu örlæti og þann- ig fékk ég tækifæri til að kynn- ast henni sjálfri, föður mínum og systrum mun betur en annars hefði orðið. Fyrir það og svo margt annað verð ég henni æv- inlega þakklátur. Oddný umgekkst samferða- menn sína af næmi og virðingu. Eitt sem einkenndi samskipti hennar við aðra var velvild og umburðarlyndi. Kynslóðabil fyr- irfannst ekki í hennar nálægð. Þetta stafaði örugglega af áhuga hennar og skilningi á menningu og mannlegu eðli, jafnt og at- burðum líðandi stundar. Hún fylgdist með straumum þjóð- félagsins, listviðburðum og las nýútgefnar bækur alla ævi. Umhverfi hennar bar vitni um djúpt fegurðarskyn og smekk, næmi fyrir því sérstaka og ein- staka. Hún kom auga á kjarna hlutanna og lifði lífi sínu af stolti, hógværð og æðruleysi. Við leiðarlok viljum við hjónin þakka hversu vel hún hefur reynst okkur og þá velvild sem hún hefur sýnt okkur og dætrum okkar. Megi hún hvíla í friði. Friðrik Steinn Kristjánsson og Ingibjörg Jónsdóttir. Ljúfa Oddný hefur kvatt þennan heim. Saga hennar verð- ur mér ætíð nálæg vegna þess hvað hún var sterkur persónu- leiki og mikill hluti af æsku minni. Það má segja að ég sé að nokkru leyti uppalin á Berg- staðastrætinu á heimili þeirra Oddnýjar og Kristjáns, því við Ásrún kynntumst á fyrsta skóla- degi okkar, sjö ára gamlar í Mið- bæjarskólanum. Minningarnar af Bergstaðastræti eru svo sterkar að enn þann dag í dag dreymir mig húsaskipan þar, innanstokksmuni og ekki síst málverkin og myndlistina. Á heimilinu var mikið og gott bóka- safn, m.a. fínar listaverkabækur sem voru ósjaldan stúderaðar af okkur stelpunum. Heimilið var ein af mínum sjónrænu uppeld- isstöðvum í æsku. Oddný var mikil handverkskona og matar- gerðarmeistari. Þar var mikið Oddný Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.