Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 31
voru fyrir okkur svo oft að við
kunnum þær utan að.
Þorvaldur og Kolbrún byrj-
uðu búskap í Efstasundi sem
varð þeirra heimili alla tíð. Þar
var alltaf opið hús í orðsins
fyllstu merkingu, samheldin
hjón sem eftir var tekið rækt-
uðu fjölskyldu- og vinabönd.
Ég fór til náms í höfuðborg-
inni. Þá vann frændi minn við
smíðar og spilaði í hljómsveit.
Þá passaði ég oft systkinin
Steina, Gunnu og Fríðu. Ég
gisti hjá þeim, svo var farið í
þrjúbíó á sunnudögum, að síð-
ustu komið við á Bergþórugöt-
unni, afi settist gjarnan við
orgelið og allir sungu, amma sá
um að hafa á borðum allt það
sem okkur fannst gott. Þegar
ég lá á Landspítalanum eftir
uppskurð var mér sagt að góð-
ur og fallegur maður hefði
komið til mín, ég var þá sof-
andi, í ljós kom að þar var
frændi á ferð. Þegar ég eign-
aðist son minn kom Kolbrún til
mín á fæðingardeildina með
falleg föt sem fjölskyldan hafði
valið saman, þetta voru fyrstu
sparifötin hans. Þegar við
hjónin stofnuðum heimili í
Reykjavík, urðu samfundir tíð-
ir. Leiðir lágu saman í um-
hyggju við afa og ömmu, oftar
en ekki var lagt á ráðin hvað
væri þeim til góðs, Þorvaldur
var þá traustur og fullur af
góðvild sem einkenndi hann
alla tíð. Þorvaldur var gleði-
gjafi, bóngóður og auðgaði all-
ar stundir með ljúfmennsku og
þægilegheitum.
Frændi var hagur í höndum,
lagði hug og hönd á margt í
þeim efnum. Hann undirbjó sig
fyrir árin þegar störfum á
vinnumarkaði lyki, m.a. með að
renna í tré og tréútskurð. Ég
átti því láni að fagna að hann
kom á vinnustað minn til tóm-
stunda, mér fannst gott að við
áttum náið samstarf á ný. Um
árabil hnignaði heilsufari og
kom þá að því að færni hrakaði
og sjúkdómsmein náðu yfirtök-
um. Ást og umhyggja hjónanna
var alla tíð eins og þegar ég sá
þau fyrst saman. Þau eignuð-
ust samheldna fjölskyldu og
ræktuðu garðinn sinn vel. Í
veikindunum frænda stóð fjöl-
skylda hans saman, hlý og
traust til hinstu stundar. Að
leiðarlokum er þökkuð öll sú
hlýja og kærleikur sem móð-
urbróðir minn umvafði litlu
frænkuna alla tíð.
Við Halldór sendum ástvin-
um öllum einlægar samúðar-
kveðjur.
Guðrún Jónsdóttir.
Frá upphafi hefur verið öfl-
ugt tónlistarstarf í Breiðagerð-
isskóla. Nemendum gefst kost-
ur á að læra á ýmis hljóðfæri.
Fyrir rúmum fimmtán árum,
þegar ég var nýráðin til starfa
við Breiðagerðisskóla, var ég á
leið á minn fyrsta fund forvera
míns í starfi og hafði aldrei
komið inn í skólann og var
áttavillt. Ég varð fegin þegar
upp úr kjallaranum steig Þor-
valdur. Það var ekki laust við
að við værum feimin hvort við
annað. Þorvaldur var með smí-
ðasvuntuna og allur út í sagi.
Þorvaldur vísaði mér veginn og
við ræddum ekki meira saman
þann daginn. Þetta sama sum-
ar kom til starfa annar tónlist-
arkennari en fyrir var hinn
mikli tónlistarsnillingur, Þor-
valdur Björnsson. Gömul og
mannglögg vinkona mín fullyrti
að ég hefði hitt Þorvald mörg-
um árum áður, þegar við mætt-
um á böll í Gúttó, Alþýðukjall-
aranum eða Templarahöllinni.
Eitt er víst að þar var gaman.
Ég var ekki sérlega bjartsýn
á fyrsta starfsmannateitið sem
ég mætti í með samstarfs-
mönnum mínum og velti því
fyrir mér hvernig samkoman
yrði með svo mörgum konum
og fáum karlmönnum. Þegar ég
mætti á svæðið voru margir
mættir en aðeins þrír karl-
menn. Það kom mér skemmti-
lega á óvart að sjá Þorvald með
harmónikkuna og fólkið byrjað
að syngja og sungið var allt
kvöldið. Á góðum stundum
starfsmannahópsins var Þor-
valdur með nikkuna og hóp-
urinn söng þindarlaust.
Það var augljóst að Þorvald-
ur gladdist þegar fyrrverandi
nemandi hans í skólanum, Sig-
rún Erla tónmenntakennari,
bættist í hópinn. Samstarf
þeirra var ánægjulegt og fag-
legt. Mörg hljóðfæri eru til í
skólanum og þar á meðal má
sjá gamalt fótstigið orgel. Á að-
ventu skipulögðu Þorvaldur og
Sigrún meðal annars dagskrá í
anddyri þar sem þau spiluðu og
börnin sungu. Þessi stund var
upphaf mikillar jólastemningar,
sem hefur verið í skólanum á
aðventu.
Á fimmtíu ára afmæli skól-
ans gaf Þorvaldur skólanum
lag. Sigrún Erla samdi texta
við lagið. Síðan þá hafa nem-
endur lært og sungið lagið,
undir stjórn Sigrúnar Erlu.
Þorvaldur var skarpgreindur
og hafði mikla næmni fyrir tón-
list. Hann kunni öll íslensk
dægurlög og spilaði þau af mik-
illi gleði og ánægju.
Þorvaldur var hlýr og gaman
var að eiga stund með honum.
Hann vissi að ég hefði gaman
af gömlum dægurlögum og leit
oft inn til mín á föstudags-
morgnum, ef tími gafst til.
Hann vissi að þá morgna hlust-
aði ég gjarnan á Óskastundina
hennar Gerðar G. Bjarklind. Þá
hlustuðum við og ræddum lögin
og höfundana. Réttara væri að
segja að hann talaði og fræddi
mig um eitt og annað.
Stuttu eftir að ég hóf störf í
skólanum ræddum við um dans
og vorum sammála um að gam-
an væri að kenna dans í skól-
anum, sem ekki var algengt þá.
Þorvaldur sagði mér stoltur að
dóttir hans væri menntaður
danskennari. Síðan hefur
Hólmfríður dóttir hans kennt
dans og fleira við skólann.
Ég kveð Þorvald með trega
en fagna því að erfiðri baráttu
sé lokið.
Fyrir hönd starfsmanna
Breiðagerðisskóla votta ég fjöl-
skyldunni innilega samúð.
Guðbjörg Þórisdóttir, skóla-
stjóri Breiðagerðisskóla.
Kveðja frá kórfélögum í
(eldri) Kirkjukór Áskirkju
Vináttan er dýrmæt, ekki
síst þegar komið er á efri ár.
Einn úr þeim vinahópi sem við
kveðjum í dag er Þorvaldur
Björnsson, fyrsti formaður
Kirkjukórs Áskirkju.
Á haustmánuðum 1964 var
auglýst eftir söngfólki í Kirkju-
kór Áskirkju. Þeir sem höfðu
áhuga voru beðnir að mæta í
Laugarneskirkju og við sung-
um fyrir organistann Steingrím
Sigfússon. Við starfi hans tók
fljótlega Kristján Sigtryggsson.
Í kórnum var fólk víðsvegar að
af landinu með ólíkan bakgrunn
og höfðu margir sungið í
kirkjukórum í sinni heima-
byggð. Við hlutum síðar radd-
þjálfun hjá söngvurunum
Hönnu Bjarnadóttur, Kristni
Hallssyni o.fl.
Þá var engin kirkja í
Ásprestakalli. Hún var ekki
vígð fyrr en árið 1983. Guðs-
þjónusturnar fóru því aðallega
fram í Laugarneskirkju, á
Hrafnistu, í Laugarásbíói, á
Kleppsspítala og í húsakynnum
félagsstarfs aldraðra á Norð-
urbrún 1. Það var mikið starf
fyrir formann kórsins og kom
sér vel að hann var bæði kenn-
ari og lærður organisti. Hann
stjórnaði okkur með ljúf-
mennsku og skilningi og að-
stoðaði við raddæfingar og und-
irleik við messur ef á þurfti að
halda.
Það voru mikil forréttindi að
fá tækifæri til að fylgjast með
uppbyggingu Áskirkju og
kynnast öllu því góða fólki sem
stóð þar að verki. Fremst í
flokki voru sr. Grímur Gríms-
son og kona hans Guðrún Jóns-
dóttir. Þau hrifu okkur með sér
og hvöttu til góðra verka m.a.
við fjáröflun til kirkjunnar. Í
þessum verkefnum lá Þorvald-
ur ekki á liði sínu.
Þorvaldur var vinsæll kór-
félagi með notalegt og aðlað-
andi viðmót. Til hans var gott
að leita, ef á þurfti að halda við
kórstarfið.
Hann hélt tryggð við kórinn
eftir að starfi hans þar var lok-
ið og var oft með okkur á hátíð-
arstundum, síðast í kveðjuhófi
sóknarnefndar kirkjunnar fyrir
söngstjóra og kór haustið 2001.
Við sendum Kolbrúnu og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu góðs fé-
laga.
Bryndís Steinþórsdóttir,
Petrína Steindórsdóttir.
Í dag minnist ég Þorvaldar
Björnssonar, fyrrverandi kenn-
ara við Breiðagerðisskóla. Upp
úr 1960 var Breiðagerðisskóli
fjölmennasti barnaskólinn í
Reykjavík, þrísetinn fyrst og
síðan tvísetinn til ársins 1995.
Hver almennur kennari kenndi
tveimur bekkjum á dag, söng-,
smíða- og handavinnukennarar
voru yfirleitt tveir í hverju fagi.
Upp úr 1970 fækkaði nemend-
um og kennurum og um það
leyti kom Þorvaldur til starfa
við skólann og kenndi tón-
mennt og síðar einnig hand-
mennt (smíði) en hann var
lærður trésmiður. Þá var
Hannes Flosason, sem er nýlát-
inn, enn tónmenntakennari við
skólann.
Þegar Hannesi, sem var mik-
ill hæfileikamaður, bauðst
betra starf á Seltjarnarnesi
kom hann að máli við mig, sem
þá var orðin yfirkennari, um að
ég ýtti á skólastjórann, Gunnar
Guðröðarson, að ráða Þorvald í
staðinn fyrir sig, vegna þess að
hann væri mjög fær á tónlist-
arsviðinu. Ég varð við þeirri
bón Hannesar og sá aldrei eftir
því, vegna þess að Þorvaldur
reyndist auk hæfni sinnar í
starfi afar þægilegur starfs-
félagi. Hann tók ætíð vel í það
sem ég bað hann að gera þótt
það væri utan hans vinnutíma
og spurði aldrei um umbun fyr-
ir vinnu sína og þess vegna
gætti ég þess sérstaklega að
hann fengi hana þó að úr litlu
væri að moða. Mér er minn-
isstætt hve gaman var að starfa
með þeim báðum Þorvaldi og
Hannesi þegar við vorum að
setja upp skemmtanir á sal þar
sem tónlist og leiklist voru
fléttaðar saman.
Þá eru mér ógleymanlegar
stundir þegar ég settist við
skrifborðið mitt í bítið morgn-
ana eftir að búið var að velja
framlög Íslands til Söngva-
keppni Evrópu kvöldin áður.
Þá hljómuðu lögin á píanóinu
og tærar barnsraddirnar tóku
undir. Þorvaldur var sannar-
lega ekki lengi að koma þeim á
sporið. Auk þess að vera góður
vinnufélagi var Þorvaldur
ómissandi þegar starfsfólkið sló
á léttari strengi, þá þandi hann
nikkuna og var hrókur alls
fagnaðar. Ég kveð vin minn
Þorvald og votta Kolbrúnu eig-
inkonu hans og afkomendum
samúð mína.
Hrefna Sigvaldadóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011
✝ María StefaníaSteinþórdóttir
fæddist 9. ágúst
1928 í Rauðseyjum
á Breiðafirði. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 17. sept-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Steinþór
Einarsson, f. 27.9.
1895 í Ball-
arárgerði á Skarðsströnd, d.
12.6. 1968, og Jóhanna Stef-
ánsdóttir, f. 24.7. 1897 á Galt-
ará í Gufudalssveit, d. 21.10.
1987. Systkini Maríu eru Fjóla,
f. 1920, d. 1996, Jóhann Hergils,
f. 1923, d. 1993, Ragnar Fjeld-
sted, f. 1924, d. 1945, Einar, f.
1925, og Ólafur Ásgeir, f. 1938.
Eiginmaður Maríu er Hannes
Halldórsson söðlasmiður, f. 2.
ágúst 1921 á Másstöðum í
Vatnsdal. Foreldrar hans voru
Halldór Jónsson, f. 6.5. 1894 í
Galtanesi, Breiðabólstaðarsókn,
Halldór Gunnar, f. 1980, og
Heimir Snær, f. 1985. Sambýlis-
maður Jóhönnu er Ólafur Har-
aldsson, f. 1954. Börn Ólafs eru
fimm. Langömmubörn Maríu
eru átta.
Uppvaxtarár Maríu voru í
Rauðseyjum og Bjarneyjum á
Breiðafirði. Foreldar hennar
fluttu í Flatey og síðar í Stykk-
ishólm og fór María oft vestur í
Flatey og síðar Stykkishólm til
að hitta fjölskyldu sína. Hún fór
ung að heiman, fyrst í vist
norður að Ögri við Ísafjarð-
ardjúp, síðan lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem hún vann
ýmis störf þar til hún stofnaði
heimili með eftirlifandi eig-
inmanni sínum. Hannes og
María gengu í hjónaband 1956
og stofnuðu sitt fyrsta heimili
við Vesturbrún í Reykjavík.
Lengst af bjuggu þau á Meist-
aravöllum en síðustu árin á
Lindargötu 66 og 61. María
vann við hreingerningar til
fjölda ára samhliða húsmóður-
störfum og barnauppeldi.
Lengst vann hún í Iðnskólanum
í Reykjavík, Miðbæjarskólanum
og síðast í Vesturbæjarskóla.
Útför Maríu fór fram frá
Fossvogskirkju hinn 27. sept.
2011.
d. 11.9. 1968, og
Þorbjörg Jóns-
dóttir, f. 4.1. 1900 á
Hólabaki í Sveins-
staðahreppi, d.
24.11. 1952.
Börn Maríu eru:
1) Gylfi Sigurðs-
son, f. 1953. M.
Anna Rósa
Traustadóttir, f.
1958, Börn þeirra:
Anna Dögg, f.
1990, Axel Finnur, f. 1993, og
Agnes Rún, f. 1999, fyrir átti
Gylfi Gunnar Sævar, f. 1972, og
Ingibjörgu Aðalheiði, f. 1975. 2)
Þorbjörg Halldóra Hann-
esdóttir, f. 1956. M. Guðmundur
K. Magnússon, f. 1958 Synir
þeirra: Magnús Már, f. 1982, og
Hannes Freyr, f. 1987, fyrir átti
Þorbjörg Árna Þór Ómarsson,
f. 1976. 3) Jóhanna Steinunn
Hannesdóttir, f. 1958. Synir
hennar og Jóns Gunnars Þór-
mundssonar, f. 1956, d. 2002,
eru: Hannes Sigurbjörn, f. 1975,
Elsku mamma mín, nú er kom-
ið að leiðarlokum hjá okkur um
tíma. Ég vildi að þú hefðir fengið
lengri tíma með okkur, því þú
varst ekki tilbúin að yfirgefa okk-
ur. Þú sagðist vera það hress, að
þú ættir eftir tvö til þrjú góð ár.
Því miður er ekki spurt um það
þegar snögg veikindi koma upp,
eins og hjá þér.
Ég get ekki sleppt því að
þakka þér fyrir hvað það var gott
að koma heim úr skólanum þegar
ég var krakki. Þú varst alltaf
heima og oft í hrókasamræðum.
Ég kallaði: „Mamma! við hvern
ertu að tala?“ Þú svaraðir: „Ég er
að tala við skemmtilega konu,“ en
það varst þú sjálf! Ég hef gert
það sama og þú, verið í hróka-
samræðum við sjálfa mig. Oft
hefur fólkið mitt hrist hausinn yf-
ir þessu og sagt: „Þú ert alveg
gaga.“
Oftast gerðum við þetta þegar
við vorum að strauja. Þú strauj-
aðir allt, meira að segja borðtusk-
ur og þvottapoka, sem ég geri þó
ekki. Ég hef greinilega erft
straugenin frá þér.
Bið að heilsa þeim sem eru
farnir, því ég veit að þú hittir þau.
Bless elsku mamma mín, mér
mun alltaf þykja vænt um þig.
Að lokum langar mig að láta
eftirfarandi fylgja með:
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín dóttir,
Jóhanna.
Nú þegar ég sest niður til að
skrifa nokkur orð til þín elsku
amma þá reikar hugurinn aftur í
tímann, margar fallegar og góðar
minningar koma fram í hugann.
Minningar um liðna tíma eru
nefnilega fjársjóður sem mikil-
vægt er að hlúa að öðru hvoru frá
hinu daglega amstri.
Mörg minningabrotin úr æsku
eru af mér og Árna Þór saman á
Meistaravöllunum hjá þér og afa
þar sem við frændur nutum góðs
yfirlætis hjá ykkur og má segja
að næstum allt hafi verið gert
fyrir okkur strákana.
Ég sit hér að skrifa þessar lín-
ur til þín á sunnudagsmorgni og
hlusta á útvarpsmessuna, sem að
þessu sinni var frá Grafarvogs-
kirkju, en útvarpsmessan var
fastur liður hjá þér á sunnudags-
morgnum. Þá sunnudagsmorgna
sem ég var hjá ykkur afa hlust-
uðum við saman á messuna með-
an þú eldaðir sunnudagssteikina.
Ekki má svo gleyma að minn-
ast á spilastundirnar okkar sam-
an en þið afi kennduð mér að
spila manna þegar ég var sex eða
sjö ára og áttum við ófáar spilast-
undirnar við borðstofuborðið.
Margar aðrar minningar koma
upp, eins og þegar ég fékk að fara
með þér í vinnuna þína í Iðnskól-
anum og Miðbæjarskólanum,
þegar við röltum um miðbæinn á
góðum sumardegi, þegar þú til-
kynntir mér að ég væri orðinn
stóri bróðir þegar Dóri bróðir
fæddist, þegar við fórum saman
með bænirnar okkar, sögurnar
frá uppvaxtarárum þínum í
Breiðafirðinum en þú ljómaðir
þegar þú sagðir mér þær sögur,
fleiri og fleiri minningar koma
upp í hugann.
Þrátt fyrir að veikindi þín hafi
ekki verið löng voru þau þér erfið
og voru fljótt farin að hafa mikil
áhrif á líkamlegt þrek þitt. Þú
vissir að þú ættir ekki langt eftir
og að leiðarlok nálguðust. Tveim-
ur vikum áður en þú kvaddir
þessa jarðvist áttum við gott
spjall um lífið og tilveruna. Það
spjall geymi ég vel í „fjársjóðsk-
istu“ minni og verð ævinlega
þakklátur fyrir það.
Bergþóra minnist þín af hlýju
og þakkar fyrir liðnar stundir,
börnin okkar, Jón Gautur og
Guðlaug Gyða, minnast lang-
ömmu sinnar og þá sérstaklega
minnast þau á „ávextina í dós-
inni“ sem þú gafst þeim stundum
þegar við komum í heimsókn og
þau fengu hvergi annars staðar.
Þín mun ég sakna elsku amma
mín, ég veit að við munum hittast
síðar en þangað til þá fylgist þú
með okkur fjölskyldunni þinni frá
þeim stað sem við munum öll hitt-
ast þegar jarðvist okkar lýkur.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Þeim öllum sem trúa og treysta á
Krist
þar tilbúið föðurland er.
Þar ástvinir mætast í unaðarvist
um eilífð, ó, Jesú, hjá þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Hvíl í friði elsku amma, við
sjáumst síðar.
Hannes Sigurbjörn.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast föðursystur minnar
Maríu Steinþórsdóttur og kveðja
hana um leið. Minningar streyma
fram. Minningar um heimsóknir
á Meistaravellina þar sem Mæja
og Hannes tóku á móti okkur
fagnandi. Minningar um dekkað
kaffihlaðborð, útsaumaðar mynd-
ir, bækur, ljósmyndir, kort og
eldspýtustokka frá útlöndum.
Minningar um fallegt heimili þar
sem hverjum hlut var haganlega
fyrir komið og bar vott um ein-
staka smekkvísi. Minningar um
skemmtilegar umræður Mæju,
pabba og mömmu um gömlu dag-
ana í Flatey og í Bjarneyjum.
Mæja frænka var í mínum
huga alltaf hefðarkona. Hún
klæddist litríkum og fallegum
fötum, bar höfuðið hátt og mér
fannst eins og hún væri ein af
Hollywoodstjörnunum í úr-
klippubókinni hennar mömmu. Í
þau skipti sem við tvær áttum
stund saman gátum við rætt um
allt á milli himins og jarðar og
sýndi hún mér alltaf sérstaka
hlýju og alúð.
Ég votta Hannesi, Gylfa, Þor-
björgu, Jóhönnu og fjölskyldum
þeirra mín dýpstu samúð.
Elfa Dögg Einarsdóttir.
Kveðja til Maríu Stefaníu
Steinþórsdóttur.
Bjart er enn yfir Breiðafirði
þín bernskusólin enn þar skín.
Það var á þeim dýrðar dögum
er ég dvaldi með þér systir mín.
Áttum þar saman indæl kvöld,
æskan og gleðin höfðu völd.
Sigldum við um sundin bláu
svalinn lék um okkar kinn.
Fögur eru enn fjöllin háu
er föðmuðu æskustaðinn þinn.
Í Bjarneyjum lifðir þín bernskuár
nú blika á vinum sorgartár.
Vertu sæl Mæja, far þú í friði
fagur var ætíð söngur þinn.
Man ég þá tóna svo lengi ég lifi
er lést þú þá flæða um Krosshólinn.
Gekkst þú um Búðey með bros á vör
beri þig englar í hinstu för.
(Einar Steinþórsson.)
Innilegar samúðarkveðjur til
Hannesar, Gylfa, Þorbjargar, Jó-
hönnu og annarra ástvina.
Einar og Gréta.
María Stefanía
Steinþórsdóttir
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson