Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 40

Morgunblaðið - 30.09.2011, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2011 Sjöundi og áttundi áratugur 20. ald- ar voru ólgutímar í Bandaríkjunum. Viðtekin gildi voru á undanhaldi undan nýjum og þau umskipti gengu ekki átakalaust fyrir sig. Í myndinni Black Power Mixtape 1967-1975 er notast við myndefni, sem sænska sjópnvarpið tók þegar það hugðist fjalla um réttindabaráttu blökku- manna í Bandaríkjunum. Í upphafi myndarinnar er stutt samtal við eig- anda skyndibitavagns á baðströnd í Flórída, sem segir að hver sá, sem sé tilbúinn að leggja sig fram, geti átt gott líf í Bandaríkjunum. Viðmæl- andinn er hvítur. Í blökkumanna- hverfi skammt frá blasir allt annar veruleiki við þar sem einu gildir hvort menn leggja sig fram. Úr þessum sænsku fréttamyndum hefur verið gerð athyglisverð heim- ildamynd. Rætt er við þekkta bar- áttumenn á borð við Angelu Davis, Stokely Charmichael og Louis Far- rakhan í bland við samtöl og glefsur úr lífi íbúa í Harlem og Brooklyn í New York og Oakland í Kaliforníu. Inn á milli heyrast raddir svartra skálda, tónlistarmanna og fleiri úr nútímanum um hvað hafi unnist. Í myndinni er tekist á við bæði sigra og ósigra, fjallað um áhrif morðsins á Martin Luther King og fleiri forustumönnum, uppreisnina í Attica-fangelsinu og útbreiðslu eit- urlyfja, sem hafa skilið eftir sig sviðna jörð í samfélagi svartra. En myndin dregur einnig fram reisn þeirra, sem fóru fyrir baráttu svartra fyrir réttindum sínum. Í myndinni er meðal annars fjallað um það þegar ungir blökku- menn voru að missa trú á boðskap Kings um andóf án ofbeldis. Einn þeirra var Charmichael, sem í einu atriði tekur við hljóðnemanum af sænska fréttamanninum og fer að taka viðtal við móður sína, Mable. Með nærfærnum spurningum fær hann fram að maðurinn hennar og faðir hans sem var smiður hafi alltaf misst vinnuna fyrst þegar harðnaði í ári. Hann gengur á hana og spyr hvers vegna. „Af því að hann var svartur,“ svarar Mable. The Black Power Mixtape er brotakennd, en kröftug og merk við- bót í söguna af réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Ólgutímar í Bandaríkjunum RIFF: Norræna húsið Black Power Mixtape 1967-1975 bbbbn Leikstjóri: Göran Hugo Olsson. Svíþjóð 2011, 100 mínútur. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Barátta Angela Davis er einn við- mælenda í Black Power Mixtape. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Uppistandarinn Charlie Murphy hefur verið að gera það gott að undanförnu í alþjóðlegum heimi grínsins. Einhver gæti haldið að það að eiga heimsfrægan bróður á sama sviði, Eddie Murphy, sé á ávís- un á gremju og minnimáttarkennd en Charlie hefur þvert á móti nýtt sér þá staðreynd til góðs. Þeir bræður hafa unnið saman að hinum ýmsu verkefnum og það streymdi ekkert nema bróðurleg ást yfir haf- ið, þar sem ég var með Charlie í símanum. Ég hér en hann í L.A. Bróðir besti – Þegar maður les um feril þinn er eins og hann hafi verið á nokk- urri uppleið síðustu fimm ár eða svo. Rétt? „Já, ég hef verið að troða mikið upp í Bandaríkjunum og var í Chappelle’s Show. En síðustu ár hef ég verið að fara meira út fyrir land- steinana. Vinnan hefur þá verið að aukast, meira af gæðavinnu ef svo má segja og mér finnst eins og ég sé að bæta mig á öllum sviðum.“ – Heitið á þessari sýningu er Sýrutripp. Af hverju? „Hún byggist á því sem ég sé og heyri í kringum mig. Stundum er lífið svo skemmtilega skrítið að það er eins og sýrutripp.“ – En hvernig er nú að vera bróðir hans Eddie Murphy? Og vertu nú hreinskilinn! „Það er ekki slæmt get ég sagt þér. Ég elska bróður minn og okkur líður vel saman. Við eigum einn yngri bróður en ég er sá elsti. Við höfum skrifað handrit saman og okkur lætur vel að vinna saman.“ – Það mætti kalla það forréttindi að eiga í svona nánum samskiptum við bróður sinn á fullorðinsárum … „Algerlega. Þetta er frábært. Hann er bróðir minn en hann líka þessi gaur. Einn farsælasti og fyndnasti grínisti sem fram hefur komið frá upphafi.“ Netið – Þú hefur verið að keyra Charlie Murphy’s Crash Comedy, stutta grínþætt á netinu. Eru mikil tæki- færi þar myndirðu telja? „Við prófuðum þetta með Sony Television. Þetta er að vaxa hérna fyrir vestan, síður sem birta svona efni eingöngu á netinu. Þetta snýst fyrst og síðast um innihald og að koma því út. Netið býður upp á litla yfirbyggingu og góðan framleiðslu- hraða þannig að það er hægt að koma hugmyndum sínum í gang einn, tveir og bingó.“ – Hvað er svo framundan? „Það er slatti af sýningum fram- undan. Á næsta ári kemur kvik- mynd sem ég tengist. En svo er ég að setja saman uppistandstúr með nokkrum af samtíðarmönnum. Einn þeirra er einn sá stærsti í brans- anum í dag en ég get ekki sagt frá því strax. Ég er hræddur um að ör- laganornirnar stríði mér ef ég kjafta of mikið! Lífið er bara eitt allsherjar sýrutripp  Charlie Murphy treður upp í Hörpu á morgun Blóðbönd Eddie og Charlie, galvaskir á frumsýningu Norbit. - S.B. USA TODAY HHHH - P.H. SAN FRANCISCO HHHH SÝND Í ÞRÍVÍDD Þegar önnur vopn brugðust beittu þau töfrum leikhússins HRAFNAR, SÓLEYJAR MYRRA& „HÉR ER ÞRILLER SEM Á EFTIR AÐ HRÆÐA ÚR ÞÉR LÍFTÓRUNA“ - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - CHICAGO READER HHHH - NEW YORK TIMES HHHH CONTAGION kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D 12 DRIVE kl. 5:50 VIP - 8 - 10:20 2D 16 CONTAGION kl. 3:40 - 8 - 10:20 2D VIP ALGJÖR SVEPPI kl. 4 - 6 2D L HRAFNAR,SÓLEYJAROG MYRRA kl. 3:40 - 5:50 - 8 2D L CRAZY, STUPID, kl. 8 2D 7 JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D 7 HORRIBLE BOSSES kl. 10:20 2D 12 SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3:30 2D L KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. kl. 4 - 6 3D L CONTAGION kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 5:30 2D L HRAFNAR, SÓLEYJAR OG MYRRA kl. 5:30 2D L DRIVE kl. 8 - 10:20 2D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:30 3D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:10 2D 7 SHARK NIGHT kl. 8 - 10:40 3D 16 / EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA SÝND Í SELFOSSI ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA... SÝND Í ÁLFABAKK, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA HANN HLÆR FRAMAN Í ÓTTANN FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MISTER BEAN ROWAN ATKINSON SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK HHH „JOHNNY ENGLISH Í GÓÐUM GÍR“ - K.I. -PRESSAN.IS BYGGÐ Á SAMNEFNRI SKÁLDSÖGU FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM STEVEN SODERBERGH KEMUR MAGNAÐUR ÞRILLER LADDI EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR VICTORIA BJÖRK FERRELL HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON ÍSAK HINRIKSSON SIGRÍÐUR BJÖRK BALDURSDÓTTIR PÉTUR EINARSSON NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.