Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 1
Morgunblaðið/RAX
Inntak Vatnið úr aðrennslisgöngunum kemur við í sveiflujöfnunarþró áður en því er veitt um inntaksmannvirki inn á vélarnar í stöðvarhúsinu.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfsmenn Ístaks eru byrjaðir að
sprengja aðrennslisgöng Búðarháls-
virkjunar frá báðum endum. Það er
gert til að vinna upp tafir sem orðið
hafa á verkinu vegna byrjunarörðug-
leika.
Aðrennslisgöngin eru um fjórir
kílómetrar að lengd, þau liggja frá
nýju Sporðöldulóni og að væntanlegu
stöðvarhúsi við Sultartangalón.
Gangamenn eru búnir að sprengja sig
tæpan hálfan kílómetra inn í Búðar-
háls, lónsmegin. Þar sem verkið hefur
reynst tafsamara en áætlað var hófst
sprenging ganganna hinum megin frá
í vikunni. Ummál ganganna er eins og
tvenn Héðinsfjarðargöng og er
sprengt í tveimur lögum. Þegar efri
hlutinn hefur verið opnaður í gegn
verður neðri hlutinn sprengdur.
Eftirlitsmenn Landsvirkjunar með
byggingu Búðarhálsvirkjunar segja
að tafir við gerð ganganna ógni ekki
áætlunum um gangsetningu virkjun-
arinnar fyrir lok ársins 2013.
Rösklega 250 menn vinna við virkj-
unina, flestir á vegum aðalverktakans
sem er Ístak hf. Er þetta ein mesta
verklega framkvæmd í landinu nú um
stundir.
Unnið á fullu í vetur
Unnið verður af fullum krafti við
gangagerðina og byggingu stöðvar-
húss og tengdra mannvirkja í vetur.
Vinna við að undirbúa stíflustæðið við
fyrirhugað Sporðöldulón er langt
komin. Stíflan verður úr jarðvegi með
grjótvörn, alls liðlega tveir kílómetrar
að lengd. Ekki er hægt að vinna við
byggingu stíflunnar í vetrarveðrum og
því verður hafist handa við það verk
næsta vor og stíflan byggð upp að
miklu leyti næsta sumar. Því mun
starfsfólki heldur fækka á virkjana-
svæðinu upp úr næstu mánaðamótum.
Aftur mun fjölga á vormánuðum og
er gert ráð fyrir að um 300 manns
verði þá að störfum við Búðarháls-
virkjun. Virkjunin verður gangsett
fyrir lok ársins 2013.
MUnnið á tvennum vígstöðvum »18
Sprengt frá báðum endum
Brugðist við byrjunarörðugleikum við gerð aðrennslisganga Búðarhálsvirkjunar
Gangagerðin ekki talin ógna áætlunum um gangsetningu fyrir árslok 2013
Sæferðir, sem gera út ferjuna Bald-
ur, hafa áhuga á að bjóða ferjuna til
siglinga til Vestmannaeyja yfir vetr-
armánuðina og skoða nú ferju til
flutninga yfir Breiðafjörð. Gæti hún
hugsanlega verið komin til landsins
eftir 4-6 vikur.
Vegagerðin hefur óskað eftir til-
lögum frá Eimskipi og Sæferðum um
hvernig hægt verði að haga ferju-
siglingum milli lands og Eyja í vetur.
Samkvæmt nýjustu mælingu þarf
að dýpka hafnarmynni Landeyja-
hafnar um tvo metra til að Herjólfur
geti siglt inn í hana. »6
Geta fengið
nýja ferju
Ferjan Mynni Landeyjahafnar er of
grunnt fyrir Herjólf.
Morgunblaðið/Ómar
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Breyta þarf kennsluaðferðum og
skipulagi skóladagsins á yngsta stigi
grunnskóla til þess að bæta námsár-
angur. Þetta er mat Hermundar Sig-
mundssonar, prófessors í lífeðlislegri
sálfræði við Háskólann í Þrándheimi.
Hann telur affarasælast að fyrstu
fjögur ár grunnskólans séu helguð
grunnþekkingu í lestri, skrift og
stærðfræði til að leggja grundvöll fyr-
ir aðrar námsgreinar síðar á náms-
ferlinum.
Hann segir rangt að alhæfingar
eins og að fleiri karlkennarar eða
lengri kennaramenntun leysi vanda
grunnskólans. „Það er þversögn að
land sem er að spara peninga skuli
lengja kennaramenntun án þess að
vitað sé til þess að það skili ein-
hverju,“ segir hann.
„Við erum ekki að nota bestu
mögulegu aðferðir við lestrarkennslu
og svo erum við hissa á að okkur
gangi ekki vel í PISA-rannsókninni,“
segir Hermundur.
Aðferðin hentar síður strákum
Sú aðferð sem notuð sé við lestr-
arkennslu, svokölluð orðaaðferð,
henti strákum síður en stúlkum þar
sem þær séu ekki eins háðar aðferð-
um og strákarnir.
Þá segir Hermundur að orðadæmi í
stærðfræði séu lögð of snemma fyrir
börn. Þau sem séu illa læs fari þá líka
að líta á sjálf sig sem tapara í stærð-
fræði.
„Við erum að byggja upp tapara frá
6-7 ára aldri,“ segir Hermundur.
Líta á sig sem tapara
vegna rangra aðferða
Lengra kennaranám er ekki lausnin Breyta á aðferðum
MBreyta þarf kennsluaðferðum »14
Skóli Leggja ætti meiri áherslu á
grunnfög á fyrstu skólaárunum.
F I M M T U D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 240. tölublað 99. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
NEMAR SÆKJA
TÓNVÍSINDASMIÐJU
BIOPHILIU BJARKAR
ÓREYNDIR
ÞINGMENN
VIÐSKIPTABLAÐ
OG FINNUR.IS METNAÐUR ÍÞRÓTTIRFERÐAST UM HEIMA 35
Margt bendir til þess að áfram
dragi úr töku foreldra á fæðing-
arorlofi á þessu ári, sérstaklega
feðra en í fyrra fækkaði feðrum
sem fengu greiðslur í fæðingar-
orlofi um 5,3% milli ára. Feður taka
orlofið í styttri tíma en áður. Karlar
á vinnumarkaði sem nýttu sér
þennan rétt voru í fæðingarorlofi
að meðaltali í 97 daga á árinu 2009,
í 83 daga 2010 og 76 daga að með-
altali á fyrsta ársþriðjungi yf-
irstandandi árs. Í fyrra lækkuðu
fæðingarorlofsgreiðslur til foreldra
um rúman milljarð, skv. tölum Hag-
stofunnar. »22
Færri í fæðingarorlof
annað árið í röð
Fæðingarorlof feðra
2009 2010 (jan-apríl) 2011
97 83 76
Meðaldagafjöldi feðra (á vinnu-
markaði) í fæðingarorlofi
Fæðingarorlofsgreiðslur í heild
í milljörðum kr.
2009 2010 2011
10,3 9,2 8,4
Ekki er gert
ráð fyrir
kostnaði rík-
isins vegna yf-
irtöku Lands-
bankans á
SpKef í frum-
varpi fjár-
málaráðherra
til fjáraukalaga. Þó er ljóst að
hann hleypur á tugum milljarða
og fellur á ríkið á næstu mán-
uðum.
Þá er ekkert minnst á heimildir
til þess að auka eiginfjárframlag
Íbúðalánasjóðs í frumvarpinu
þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar
stjórnvalda þess efnis. »Viðskipti
SpKef ekki inni í
fjáraukalögum
WILLUM ÞÓR OG
LEIKNIR STEFNA Á
EFSTU DEILD