Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 10

Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is N ú á haustdögum er í bígerð að Námsefnið Líkaminn minn verði notað fyrir sex ára börn í öllum grunn- skólum landsins, en námsefnið er nú notað í öllum grunnskólum höf- uðborgarsvæðisins. Því er ætlað að styrkja börn til að setja mörk og segja frá ef þau verða fyrir ofbeldi af einhverju tagi. Upphaflega var efnið þróað af Karenu Júlíu Júl- íusdóttir hjúkrunarfræðingi og Dýr- leifu Egilsdóttur námsráðgjafa. Efnið er byggt á bókinni „Þetta er líkaminn minn“ eftir Lory Freeman með teikningum Carol Dech, en Barnaheill, sem hefur útgáfurétt á bókinni hérlendis, gaf góðfúslegt leyfi til að nota efni bókarinnar líkt og gert er. Foreldrar hvattir til umræðu Námsefnið hefur verið prófað af skólahjúkrunarfræðingum og námsráðgjöfum í Kópavogi síðast- liðin fimm ár. Meðal þeirra er Sól- rún Ólína Sigurðardóttir, hjúkr- unarfræðingur í Sala- og Lindaskóla. „Mér fannst þetta spennandi og tók námsefnið í fyrstu upp í Sala- skóla. Síðastliðinn vetur fékkst síð- an fjármagn til að klára námsefnið og áhuginn sýndi sig strax. Þeir hjúkrunarfræðingar sem hlutu fræðslu um efnið eftir jól höfðu langflestir tekið það upp um vorið. Slíkt er alls ekki algilt en þarna sýn- ir sig hversu mikilvægt okkur finnst að ræða slík mál við börnin. Auðvit- að ætlast maður til þess að foreldrar tali líka við börnin sín um þetta en þeir eru oft óöruggir um hvenær sé rétti tíminn. Nú er afhentur í fjög- urra ára skoðun bæklingurinn Þetta er líkaminn minn frá Barnaheill og við hvetjum foreldra til að tala við börnin til að efla forvarnir gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum,“ segir Sólrún. Í gegnum grunnskólann Í námsefninu er lagt upp úr því að börnin læri hvað einkastaðir séu. Námsefnið er kennt í litlum sex manna hópum til að hægt sé að ná vel til hvers og eins og eru kynin að- skilin. Kennslan fer fram eftir ára- mót þannig að börnunum vinnist tími til að mynda traust við skólann og starfsfólk hans. Sólrún segir í raun imprað á slíkri fræðslu í gegn- um öll grunnskólaárin. Í öðrum eða þriðja bekk er krökkunum sýnd myndin Leyndarmálið og í kyn- þroskafræðslu í 6. bekk er blaðsíða í kennsluhefti tileinkuð slíkri for- varnakennslu. Í námsefni 7. til 10. bekkjar er einnig bent á mikilvægi þess að segja frá. „Við brýnum fyrir eldri krökk- unum að ekki sé hægt að sjá á enni þeirra ef verið er að misbjóða þeim eða beita þau ofbeldi og við hvetjum þau því til að segja einhverjum frá sem þau treysta,“ segir Sólrún. Óæskileg snerting Þær Karen Júlía og Dýrleif bjuggu einnig til sögu sem notuð er Börnin styrkt til að setja mörk Markmið námsefnisins Líkaminn minn er að styrkja börn í að segja frá ef þau verða fyrir óþægilegri reynslu. Eins er lögð áhersla á að börn fari ekki upp í bíl með ókunnugum. Námsefnið er kennt í litlum hópum og eru meðal annars not- aðir sérstakir tilfinningapúðar í kennslunni. Með því fá börnin að taka beinan þátt í kennslunni. Áhugi fyrir námsefninu hefur verið mikill og það reynst vel. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhugasöm Hluti námsefnisins byggist á því að börnin séu virk í náminu Ó já, hún fór af stað í gær tónlistar- hátíðin stóra og skemmtilega, Airwa- ves, og ekki seinna vænna að kynna sér allt sem þar er í boði. Þeir sem hafa fest kaup á armböndum eru væntanlega margir þegar búnir að vafra um á vefsíðunni icelandairwa- ves.is og lesa allt um tónlistarfólkið sem kemur fram á hátíðinni, bæði ís- lenskt og erlent, kynna sér dag- skrána, lesa um sögu hátíðarinnar og ótal margt fleira. Þeir sem ekki eiga armband (löngu uppseld) ættu að kíkja á dagskrá svokallaðra Off-Venue viðburða. Þar koma hljómsveitir og tónlistarmenn fram út um allan bæ á stöðum þar sem ekki kostar krónu inn. Í dag koma t.d. fram í Vestubæj- arlauginni Mugison, Lay Low og Of Monsters and Men. Í Munnhörpunni verður Skúli mennski, Mammút á Kaffistofunni, Agent Fresco í Nor- ræna húsinu, svo fátt eitt sé nefnt. Vefsíðan www.icelandairwaves.is Morgunblaðið/Ernir BlazRoca Erpur Eyvindarson kemur fram á tónleikum á Gauknum í kvöld. Dásamlega Airwaveshátíðin Hjörleifur Sveinbjörnsson ætlar á morgun að halda hádegisfyrirlestur í tilefni af 40 ára afmæli stjórnmála- sambands Íslands og Alþýðulýðveld- isins Kína. Fyrirlesturinn ber yfir- skriftina Huang Nubo og kínversk-íslenski menningarsjóð- urinn. Ljóðskáldið og fjárfestirinn Huang Nubo er fjárhagslegur bak- hjarl kínversk-íslensks menningar- sjóðs, sem á að stuðla að auknum samskiptum landanna á milli á sviði menningar, einkum ljóðlistar. Fyrir- lesturinn fer fram í stofu 301 í Árna- garði kl. 12. Allir velkomnir og ókeyp- is aðgangur. Endilega … … kynnið ykkur samband Kína og Íslands Morgunblaðið/Kristinn Hjörleifur Þýðir ljóð úr kínversku. Þeir sem hafa áhuga á tónlist sem og þeir sem hafa áhuga á kvikmyndum, ættu ekki að láta framhjá sér fara sýningar á kvikmyndum sem tengjast tónlist og verða sýndar í Bíó Paradís í tengslum við Airwaves hátíðina. Þarna má njóta margra gullmola, til dæmis er gamla góða Rokk í Reykja- vík sýnd í dag kl 16. Aðrar myndir sem standa til boða eru m.a. Garg- andi snilld, Popp í Reykjavík og fleiri sem gott er að njóta á breiðtjaldi. Bíó Paradís Tónlistartengdar kvikmyndir Rokk í Reykjavík Mikil og góð heimild um tónlistarlíf níunda áratugarins. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hið íslenska bókmenntafélag í sam- vinnu við Lagadeild og Hagfræðideild Háskóla Íslands efnir til málþings í Hátíðasal Háskólans í dag frá klukk- an 13.00-17.00. Málþingið er haldið í tveggja alda minningu Jóns Sigurðs- sonar forseta og ber heitið Jón Sig- urðsson forseti, Hugsjónir og stefnu- mál. Á þinginu verða flutt erindi af ýmsu tagi en þau munu flytja meðal annarra höfundar greina í bók Bók- menntafélagsins sem út er gefin til að minnast tveggja alda afmælis Jóns Sigurðssonar. Munu höfundarnir flytja stuttar kynningar á greinum sínum en þeir eru Sigurður Líndal, Birgir Her- mannsson, Björg Thorarensen, Guð- rún Nordal, Loftur Guttormsson, Guðmundur Jónsson, Ásgeir Jóns- son, Þorvaldur Gylfason og Guðrún Kvaran. Að erindum loknum verður opið fyrir fyrirspurnir og at- hugasemdir en allari nánari upplýs- ingar um erindi málþingsins má nálg- ast á hi.is/vidburdir. Málþing Morgunblaðið/Sverrir Málþing Þingið er haldið í minningu Jón Sigurðssonar forseta. Í minningu Jóns Sigurðs- sonar jafnvægi fyrir líkama og sál • heilsugjafavörur • gjafabréf S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.