Morgunblaðið - 13.10.2011, Qupperneq 12
SVIÐSLJÓS
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Ríkið verður að ákveða hvaða þjónustu heilbrigð-
isstofnanir eiga að veita enda ljóst að ekki verður
lengur skorið niður í rekstri þeirra án þess að
leggja af einhverja þjónustu. Þetta kom meðal ann-
ars fram í erindi sem Björn Zoëga, forstjóri Land-
spítala - háskólasjúkrahúss, flutti á fjölmennri ráð-
stefnu sem fram fór á Grand Hóteli í gær um
niðurskurð í velferðarkerfinu á vegum Samtaka
fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, Landssambands
helbrigðisstofnana og Félags forstöðumanna
sjúkrahúsa.
Ræðumenn á fundinum voru auk Björns Guð-
bjartur Hannesson velferðarráðherra, Margrét
Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæsl-
unnar á Akureyri, Magnús Skúlason, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Pétur Magn-
ússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, og Jóna Val-
gerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands
eldri borgara.
Samningur til þriggja ára
Björn lagði áherslu á að öllum hefði verið ljóst
að breyta þyrfti miklu í rekstri Landspítalans þeg-
ar kreppti að í efnahagslífinu. Niðurskurðurinn frá
hruni hafi verið um 9,6 milljarðar króna. Það hafi
tekist til þessa og þá ekki síst vegna mikils samráðs
við starfsfólk spítalans um leiðir í þeim efnum.
Hagræðingin í rekstri hans hafi þó meðal annars
haft í för með sér að um sex hundruð manns hafi
verið sagt upp. Flestir hafi þó verið lausráðnir eða í
hlutastörfum.
Fram kom ennfremur í erindi Björns að rekst-
ur Landspítalans væri nú innan fjárheimilda og að
framleiðni starfsfólks hans hefði aukist mikið.
Hann sagðist vilja að gert yrði samkomulag fram í
tímann við ríkisvaldið, til að mynda til næstu
þriggja ára, um rekstur spítalans. Ekki væri nóg
að vita einungis í byrjun október á hverju ári hvaða
fjárhagslega ramma honum væri ætlað að starfa
innan.
Bæta kerfið en ekki umbylta
Margrét lagði áherslu á að þrátt fyrir niður-
skurð væru kröfurnar um þjónustu eftir sem áður
þær sömu sem þýddi einfaldlega meira álag á
starfsfólk sem aftur leiddi meðal annars til auk-
innar vanlíðunar í starfi, aukinna veikinda og auk
þess erfiðleika við að manna stöður sem losnuðu.
Sagði hún starfsfólk Heilsugæslunnar á Akureyri
hafa staðið sig gríðarlega vel við þessar aðstæður.
Benti Margrét ennfremur á að ef fólk fengi
ekki þá þjónustu sem það þyrfti hjá
heilsugæslunni nógu hratt leitaði það ein-
faldlega í dýrari úrræði eins og á bráða-
vaktir eða til sérfræðinga. Ríkið yrði að
ákveða hvað væru forgangsverkefni og
niðurskurði yrði að fylgja að dregið
væri úr kröfum. Þá yrði að skoða möguleika á hag-
ræðingu í heilbrigðiskerfinu.
Velti hún í því sambandi upp þeirri spurningu
hvort nauðsynlegt væri að læknar gæfu vottorð í
öllum þeim tilfellum sem það væri gert og benti á
að á síðustu níu mánuðum hefði annar hver Akur-
eyringur fengið vottorð frá lækni. Hún lagði þó
áherslu á að kerfið væri í grunninn gott. Þörf væri
á að bæta það en ekki umbylta því.
Ekkert hjúkrunarheimili uppfyllir kröfur
Pétur gagnrýndi það fyrirkomulag að ríkið
ákvæði í raun hvað það vildi greiða fyrir heilbrigð-
isþjónustuna. Hann tók undir það að ríkið yrði að
ákveða hvaða þjónustu það vildi greiða fyrir og
ennfremur greiða eðlilegt verð fyrir hana. Pétur
sagði ljóst að miðað við þau fjárframlög sem ríkið
hefði lagt til hjúkrunarheimila þá uppfyllti ekkert
þeirra allar þær kröfur sem gerðar væru til þeirra.
Að öðrum kosti væri framúrkeyrsla hjá þeim öll-
um.
Þá gagnrýndi Jóna Valgerður stjórnvöld
harðlega fyrir niðurskurð í velferðarmálum og ekki
síst í málefnum sem snúa að eldri borgurum. Taldi
hún verk stjórnarinnar í þeim efnum til þessa ekki
koma heim og saman við það að um ríkisstjórn
væri að ræða sem kallaði sjálfa sig norræna vel-
ferðarstjórn. Eldri borgarar hefðu ekki fundið fyr-
ir því á eigin skinni.
Ríkið verður að ákveða
hvaða þjónustu á að veita
Frekari niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sagður þýða að þjónusta leggist af
Morgunblaðið/Ómar
Velferð Fjölmenni var á ráðstefnu um niðurskurð í velferðarmálum sem haldin var á Grand Hóteli í
gær en þar kom m.a. fram að ríkið yrði að ákveða hvaða heilbrigðisþjónustu ætti að veita.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti
húsnæði St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði verður nýtt í framtíðinni að
sögn Snævars Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Fasteigna rík-
issjóðs. Landspítalinn tilkynnti síð-
astliðinn þriðjudag að allri starf-
semi í húsinu á hans vegum yrði
hætt frá og með næstu áramótum.
Snævar segir að þessi vinna sé öll
á byrjunarstigi enda hafi ákvörðun
Landspítalans aðeins legið fyrir í
vikunni. Þó hafi legið fyrir fyrir um
þremur vikum að til slíkrar ákvörð-
unar kynni að koma ef ástæða væri
talin til þess þegar fyrir lægi hvaða
kröfur yrðu gerðar um niðurskurð í
fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar.
„Það er hafin smá umræða um
það hvert verður næsta skref. En
málið er þó ekki komið lengra en
þetta. Ég sé kannski ekki í fljótu
bragði hvaða starfsemi á vegum
ríkisins gæti farið þarna inn þegar
spítalastarfsemin er hætt og þá er
raunverulega bara tvennt í stöð-
unni ef ríkið hefur ekki not fyrir
þetta húsnæði, að reyna ann-
aðhvort að selja það eða til
skemmri tíma að leigja það,“ segir
Snævar.
Aðspurður segir hann meðal ann-
ars koma til greina að nýta hús-
næðið sem öldrunarheimili en það
eigi þó allt eftir að koma í ljós.
85 ára sögu að ljúka
Byggingu St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði lauk árið 1926 og var
húsið vígt 5. september það ár. Það
voru St. Jósefssystur sem stóðu að
því að reisa húsið en sú framkvæmd
þótti mikið afrek á þeim tíma.
Sjúkrahússtarfsemi hefur allar göt-
ur síðan verið rekin í húsinu. Undir
það síðasta var ein deild starfrækt,
lyflækningadeild, og hafa starfað
þar 29 manns í 19 stöðugildum.
Húsnæðið annaðhvort leigt eða selt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lokun Allri starfsemi Landspítalans verður hætt í húsinu um áramótin.
Sjúkrahússtarfsemi verður hætt í húsnæði St. Jósefsspítala um næstu áramót
Ekki liggur fyrir hvernig það verður nýtt en líklegast verður það leigt eða selt
Guðbjartur lagði í sínu erindi á ráðstefnunni
áherslu á að stjórnvöld hefðu í niðurskurð-
inum í heilbrigðisþjónustunni þrátt fyrir allt
reynt eins og kostur hefði verið að verja hana
með því að skera eins lítið niður og mögulegt
hefði verið. Hann ræddi ennfremur um að rík-
ið þyrfti að vita hvaða þjónustu það væri að
kaupa. Það færi ekki endilega saman í þeim
efnum kostnaður og gæði auk þess
sem hugsanlegt væri að oft á tíðum
væri verið að nota of dýr úrræði.
Þannig kynni að vera um að
ræða ofnotkun á bráðamóttöku og
sérfræðingum. Þá væru í ein-
hverjum tilfellum sérfræðingar að
sinna störfum sem aðstoð-
arfólk gæti hugsanlega séð
um með minni tilkostnaði.
Nefndi hann tannlækna sem
dæmi.
Ofnotkun á dýrari
úrræðum?
VELFERÐARRÁÐHERRA
Guðbjartur
Hannesson
„Hljóðið í
mér er mjög
þungt, það
er bara mjög
þungt og ég
er reiður.
Þetta kemur
mér í opna
skjöldu og
ég lít þannig
á að þetta sé
þvert á þann
sameiginlega skilning sem var
kynntur þegar dregið var úr
starfseminni á spítalanum. Og
þó að þetta sé ríkisstofnun sem
þarna er um að ræða þá snertir
þetta líf íbúa í Hafnarfirði og við
höfðum enga hugmynd um að
þetta stæði til,“ segir Guð-
mundur Rúnar Árnason, bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar.
Reiður yfir
lokuninni
BÆJARSTJÓRI
HAFNARFJARÐAR
Guðmundur Rúnar
Árnason
„Enn á ný sjá stjórnvöld ástæðu til
að ráðast að grunnstoðum atvinnu-
lífsins í Þingeyjarsýslum með
ruddaskap.“
Þetta segir í upphafi ályktunar
sem fundur stéttarfélaganna í Þing-
eyjarsýslum samþykkti í fyrrakvöld
um boðaðar tillögur um niðurskurð
á fjárveitingum til Heilbrigðisstofn-
unar Þingeyinga. Mikil reiði var á
fundum félaganna með tillögurnar,
segir í frétt sem þau sendu frá sér
að loknum fundinum.
Boðaðar tillögur fjárlaganefndar
Alþingis gera ráð fyrir skerðingum
á fjárframlögum til Heilbrigðis-
stofnunar Þingeyinga um 71,6 millj-
ónir króna eða um 8,5% á árinu
2012.
„Þessi viðbótarskerðing er boðuð
þrátt fyrir að mjög fast hafi verið
sótt að rekstri þessarar mikilvægu
stofnunar á undanförnum árum.
Forsvarsmenn og starfsmenn hafa
gert allt til að bregðast við lækkandi
framlögum til rekstrar með hagræð-
ingu og aðhaldi í rekstri. Að mati
stéttarfélaganna verður ekki lengra
komist í sparnaði nema það sé mark-
mið núverandi stjórnvalda að ganga
endanlega frá starfsemi Heilbrigð-
isstofnunar Þingeyinga með lokun.
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum
krefjast þess að stjórnvöld leggi til-
lögurnar þegar í stað til hliðar, þar
sem þær ógna mjög alvarlega heil-
brigðisöryggi og þar með búsetu-
skilyrðum í Þingeyjarsýslum,“ segir
í ályktuninni.
Krefja stjórnvöld skýringar
á orðalagi í viljayfirlýsingu
Að gefnu tilefni vilja stéttarfélög-
in minna á viljayfirlýsingu ríkis-
stjórnar Íslands og sveitarfélaganna
í Þingeyjarsýslum um uppbyggingu
atvinnulífs í sýslunum, sem undirrit-
uð var 25. maí 2011. Þar stendur
orðrétt: „Aðilar eru sammála um
mikilvægi þess að staðinn verði
vörður um opinbera þjónustu á
svæðinu, sem nauðsynleg er þegar
til uppbyggingar kemur.“
Stéttarfélögin krefja stjórnvöld
um skýringar á orðalaginu í vilja-
yfirlýsingunni í ljósi tillögu fjárlaga-
nefndar sem gangi út á að lama
starfsemi Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga. Öflug heilbrigðisþjón-
usta á svæðinu sé ein af meginfor-
sendum þess að öflugt atvinnulíf
þrífist í Þingeyjarsýslum og því
komi ekki til greina að veikja þjón-
ustuna frá því sem nú er.
Saka stjórn-
völd um
ruddaskap
Þingeyingar reiðir
vegna niðurskurðar