Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 13

Morgunblaðið - 13.10.2011, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Minniháttar áflog vegna ósættis milli félaga eða skipulögð atlaga meðlima glæpasamtaka að einstaklingi, frels- issvipting í hálfan sólarhring, stór- felldar líkamsárásir og allt í ágóða- skyni. Himinn og haf eru á milli ákæru í Black Pistons-málinu svo- nefnda og þeirra skýringa sem verj- endur sakborninga gáfu við aðalmeð- ferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið hefur nú verið dómtekið og fjölskipaðs dóms að skera úr um hið sanna í málinu – eða alla vega hið sannaða. „Þetta eru félagar sem eru meira og minna saman í þessum félagsskap. Svo slettist upp á vinskapinn og menn verða reiðir. Þetta eru ekki skipulögð glæpasamtök gegn [fórnarlambinu].“ Þetta sagði Brynjar Níelsson, verj- andi eins sakborninga í Black Pi- stons-málinu svonefnda. Brynjar var ósáttur við að málið væri blásið upp af ákæruvaldinu og fjölmiðlum og látið sem um væri að ræða uppgjör innan vélhjólasamtaka og forsmekkinn af því sem koma skuli hér á landi. Hann mótmælti því harðlega kröfu ákæru- valdsins um þriggja ára fanglelsi yfir skjólstæðingi sínum, sagði hana út í loftið og í ósamræmi við dómafram- kvæmd. Hulda María Stefánsdóttir, sak- sóknari í málinu, fór fram á þriggja ára fangelsi yfir bæði þeim Ríkharð Júlíusi Ríkharðssyni, skjólstæðingi Brynjars, og Davíð Frey Rúnarssyni. Þeir hafa verið nefndir foringi og meðlimur vélhjólasamtakanna Black Pistons. Brynjar hefur hins vegar verið óþreytandi að benda á að þessir menn eigi ekki einu sinni bifhjól og hefur hann því efasemdir um stóryrði í garð umræddra samtaka. Neitaði sök en staðfesti ýmislegt Eins og komið hefur fram var gefin út framhaldsákæra í málinu í miðri aðalmeðferð. Þá einnig á hendur 17 ára pilti, Brynjari Loga Barkarsyni. Saksóknari var óviss um hvað ætti að þykja heppileg refsing fyrir Brynjar en nefndi eitt og hálft ár og lagði í dóm hvort refsingin yrði bundin skilorði. Brynjar Logi staðfesti ýmislegt sem aðeins hafði komið fram hjá fórn- arlambinu í málinu og þó að hann hafi neitað sök í málinu tókst að draga upp úr honum ýmislegt sem bendir til þess að ákæran sé á rökum reist. Saksókn- ari fullyrti til að mynda að Brynjar hefði sagt við skýrslutöku hjá lögreglu að fórnarlambið hefði ekki getað kom- ist burtu, sem sagt að hann hefði verið sviptur frelsi sínu. Þessu neitaði Brynjar hins vegar fyrir dómi og sagðist sjálfur hafa boðið honum að fara nokkrum sinnum. Þau atriði sem Hulda María vísaði til í málflutningi sínum að bentu til sektar samkvæmt ákæru voru fram- burður fórnarlambsins, framburður Brynjars, áverkavottorð, tæknigögn og rannsókn símagagna. Þetta sagði hún staðfesta framburð fórnarlambs- ins á meðan framburður Ríkharðs og Davíðs fyrir lögreglu og dómi væri ótrúverðugur. Á móti bentu verjendur á að fram- burður fórnarlambsins sem málið og ákæran byggðist að langmestu leyti á hefði breyst mikið frá fyrstu skýrslu- töku. Raunar hefði hann breyst svo mikið að gefa þurfti út framhalds- ákæru í miðju máli með gjörólíkri at- vikalýsingu. Töldu þeir að vegna reik- uls framburðar fórnarlambsins þyrfti að gera enn meiri kröfur um að hægt væri að sanna málið með þeim gögn- um sem lögð voru fyrir dóminn. Að mati verjenda samsvara áverk- ar á fórnarlambinu áverkum eftir minniháttar líkamsárás. Komið hafi fram að hann hafi margsinnis getað yfirgefið þá menn sem hann var með á umræddum tíma og engin gögn séu til sönnunar því að reynt hafi verið að stela einu né neinu. Þá hafi bæði Davíð og Ríkharð við- urkennt að til átaka hafi komið. Þau hafi verið smávægileg og engum vopnum beitt. Davíð viðurkenndi minniháttar líkamsárás en Ríkharð að hafa hrint fórnarlambinu á borð. Þeir eigi því að fá dóma eftir því. Gert er að ráð fyrir að dómurinn verði kveðinn upp í næstu viku. Slagsmál eða skipulögð atlaga  Verulegur munur er á ákæru í Black Pistons-málinu svonefnda og skýringum verjenda sakborninga  Líklegt má þykja að vitnisburður 17 ára pilts muni ráða úrslitum um mörg atriði þó að hann neiti sök Sakborningar Davíð Freyr Rúnarsson og Ríkharð Júlíus Ríkharðsson. Samkvæmt ákæruskjali eru Davíð Freyr, Ríkharð Júlíus og Brynjar Logi ákærðir fyrir frels- issviptingu og tilraun til ráns. Davíð og Ríkharð einnig fyrir sérstaklega hættulega líkams- árás, að kvöldi þriðjudagsins 10. maí sl. og miðvikudaginn 11. maí. Þá segir í ákæru að mennirnir hafi í félagi reynt að neyða út úr ungum karlmanni, fórnarlambi í málinu, fé með því að hóta að beita hann og nána vandamenn hans of- beldi, svipta hann frelsi sínu og beita hann líkamlegu of- beldi ef hann útveg- aði þeim ekki kr. 10.000.000 í reiðufé, ferðatölvu, tvo flat- skjái, tvö mótorhjól og bifreið. Vildu milljónir og mótorhjól LÍKAMSÁRÁS, FRELSIS- SVIPTING OG RÁNSTILRAUN Hulda María Stefánsdóttir Bílaumboðið Askja ehf • Krókhálsi 11 • 110 Reykjavík Sími 590-2100 • askja.is • askja@askja.is Fjármögnun býðst fyrir allt að 10 ára gamla bíla · Allt að 60% fjármögnun · Jafnar greiðslur á samningstíma Lánstími allt að 7 ár · Engin stimpil- eða þinglýsingargjöld · Gull- og platinumhafar Ergo fá afslátt af lántöku- gjöldum og betri vaxtakjör . Nánar á ergo.is. Opið virka daga frá 9-18 Laugardaga frá 12-16 Brot af því besta á askja.is Kia cee’d árg. 2010, ekinn 36 þús. km 1400cc, bensín, beinsk. Verð kr. 2.260.000 Mánaðarleg afborgun kr. 29.290 miðað við 678.000 kr. útborgun og lán til 72ja mánaða Verð kr. 1.990.000 Subaru Legacy Lux. 4wd árg. 2006, ekinn 98 þús. km 1994cc, bensín, sjálfsk. Verð kr. 990.000 Kia Picanto árg. 2005, ekinn 53 þús. km 1086cc, bensín, sjálfsk. Verð kr. 1.990.000 Toyota Yaris árg. 2010, ekinn 39 þús. km 1000cc, bensín, beinsk. Verð kr. 2.890.000 Toyota Avensis árg. 2006, ekinn 80 þús. km 1998cc, bensín, sjálfsk. Verð kr. 1.690.000 Ford Escape árg. 2005, ekinn 120 þús. km 2966cc, bensín, sjálfsk. Mánaðarleg afborgun kr. 25.890 miðað við 597.000 kr. útborgun og lán til 72ja mánaða Mánaðarleg afborgun kr. 25.590 miðað við 796.000 kr. útborgun og lán til 60 mánaða Mánaðarleg afborgun kr. 15.590 miðað við 396.000 kr. útborgun og lán til 48 mánaða Mánaðarleg afborgun kr. 36.990 miðað við 1.156.000 kr. útborgun og lán til 60 mánaða Mánaðarleg afborgun kr. 26.390 miðað við 676.000 kr. útborgun og lán til 48 mánaða 6 ár e ftir af áb yrgð ! Ekinn aðein s 53.00 0 km

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.