Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 14
VIÐTAL
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Það er rangt að kvenkennarar geti
ekki kennt drengjum og það hefði
lítil áhrif á námsárangur stráka ef
fleiri karlkynsfyrirmyndir væri að
finna í grunnskólunum. Þetta segir
Hermundur Sigmundsson, prófess-
or í lífeðlislegri sálarfræði við Há-
skólann í Þrándheimi, en hann hefur
rannsakað nám og færniþróun um
árabil og hefur haldið fjölda fyr-
irlestra, hér á landi og erlendis, um
kennsluaðferðir. „Svona alhæfingar
um skólastarf skemma fyrir náms-
árangri barna, ekki síst drengja. Ef
við ætlum að bæta námsárangur
þarf að breyta kennsluaðferðum og
skipulagi skóladags á yngsta stigi
grunnskólans,“ segir Hermundur.
Upplifa sig sem tapara
Lestrarkennsluaðferðir hafa
breyst á undanförnum árum. Marg-
ir þekkja svokallaða hljóðaaðferð
þar sem byrjað er á að kenna bók-
stafi og hljóð þeirra, sem síðan
verða að orðum. Síðustu árin hefur
orðaaðferðin orðið nokkuð útbreidd,
en þar eru orð greind niður í hljóð
bókstafa. Hermundur segir þetta
ekki góða þróun. „Samkvæmt rann-
sóknum þroskast vinstra heilahvel
stelpna fyrr, en það þýðir að þær
eru ekki jafn háðar því og drengir
hvaða aðferð er notuð. Orðaaðferðin
hentar strákum ekki, þeir ná illa
tökum á lestri. Hljóðaaðferðin hent-
ar aftur á móti bæði strákum og
stelpum og óháðar rannsóknir sýna
að hún skilar langbestum árangri.“
Hann leggur áherslu á mikilvægi
þess að vekja og viðhalda áhuga
barna á lestri. „Það þarf að kenna
börnunum að lesa og síðan þarf að fá
þau til að lesa.“
Hermundur telur að orðadæmi
séu lögð fyrir börn allt of snemma,
þau sem illa séu læs, fari þá líka að
upplifa sig sem tapara í stærðfræði.
„Ef þú ert með of litla færni og
ræður ekki við áskoranirnar verður
þú leiður og þá er alveg tilvalið að
verða óþekkur. Við erum að byggja
upp tapara frá 6-7 ára aldri.“
Áhersla á grunnfögin
Hermundur segir að skipulag
skóladagsins skipti sköpum varð-
andi námsárangur og telur að af-
færasælast væri að fyrstu fjögur ár
grunnskólans væru helguð grunn-
þekkingu í lestri, skrift og stærð-
fræði til að leggja grundvöll fyrir
aðrar námsgreinar sem kenndar eru
síðar á námsferlinum. „Ég sé fyrir
mér að í upphafi skóladags fái börn-
in að hreyfa sig í hálftíma. Síðan er
lögð áhersla á grunnfögin, í stuttum
lotum með hléi á milli og eftir há-
degi væri listgreinakennsla og
íþróttir. Með að láta krakkana sitja
kyrra í einn og hálfan tíma í einu er-
um við að biðja um læti og vanda-
mál. Minni líkamleg hreyfing í sam-
félaginu leiðir til meiri
atferlisvandamála,“ segir Hermund-
ur.
Hann er sömuleiðis gagnrýninn á
opna skólann. „Það fyrirkomulag
virkar engan veginn fyrir þá slök-
ustu. Sterku krakkarnir pluma sig
nánast hvar sem er, en opin rými
skemma fyrir slökum krökkum sem
þurfa að vera í öruggu umhverfi
með kennurum sem þeir treysta.“
Þurfa ekki fimm ára nám
„Við erum ekki að nota bestu
mögulegu aðferðir við lestr-
arkennslu og svo erum við hissa á að
okkur gangi ekki vel í PISA-
rannsókninni,“ segir Hermundur.
Hann segir að í Noregi séu kenn-
arar að öllu jöfnu sjálfráðir um
hvaða aðferðir þeir nota við lestr-
arkennslu og að í kennaranámi þar í
landi sé engin aðferðafræði kennd í
lestrarkennslu. Hann setur spurn-
ingarmerki við fullyrðingar um að
árangur íslenskra nemenda muni
batna með lengingu kennaranáms.
„Kennarar þurfa ekki fimm ára
nám, en við þyrftum að fara í gegn-
um kennaramenntunina og byggja á
því sem hefur reynst best úti í
heimi. Það er þversögn að land sem
er að spara peninga skuli lengja
kennaramenntun án þess að vitað sé
til þess að það skili einhverju.“
Hermundur segir það vekja ýms-
ar spurningar hversu afgerandi fé-
lagslegar aðstæður nemenda eru
fyrir námsárangur barna. „Erum
við sátt við að skólinn hafi svona lít-
ið vægi í menntun barnanna? Og
hvað með þau börn sem standa höll-
um fæti, hver er skylda okkar við
þau? Skólinn þarf að hjálpa þeim
börnum sem fá litla hjálp heima hjá
sér.“
Barnið er dottið í brunninn
Tæplega ellefu þúsund grunn-
skólanemendur eða rúmlega 25%
nutu sérkennslu hér á landi á síð-
asta skólaári. Hermundur segist
sannfærður um að með því að huga
að öðrum aðferðum í lestrarkennslu
og námsskipulagi minnki þörf fyrir
sérkennslu. „Sérkennsla kostar 3-4
milljarða á ári í Noregi. Það væru
heilmiklir peningar ef hægt væri að
spara 5% af því sem hún kostar.
Mesta áherslan ætti að vera á
sérkennslu í yngsta aldurshópnum
og minnka síðan þegar börnin verða
eldri. En þessu er ekki þannig farið
og við erum að byrgja brunninn
þegar barnið er fyrir löngu dottið
ofan í hann.“
Breyta þarf kennsluaðferðum
Sálfræðiprófessor segir alhæfingar skemma fyrir námsárangri drengja Rangt að fleiri karl-
kennarar og lengri kennaramenntun leysi vanda grunnskólans Endurskoða þarf kennsluaðferðir
Morgunblaðið/Þorkell
Kynjamunur og kennsluaðferðir Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækni- og vísindaháskólann í Noregi.
Kynlegur munur
» Margar rannsóknir hafa ver-
ið gerðar á námsvanda grunn-
skóladrengja, en rannsóknir
hafa í minna mæli beinst að
stúlkum og skólagöngu
þeirra.
» 80% þeirra sem eru með
greiningu á sérþörfum í grunn-
skólum hér á landi eru drengir.
» Kynjamunur á námsárangri í
Reykjavík er fyrst og fremst í
lestri. Þessi munur kemur
strax fram í lesskimunum í 2.
bekk grunnskóla og er viðvar-
andi til loka grunnskólans
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
Nýleg rannsókn á vegum Reykja-
víkurborgar vakti mikla athygli,
en þar kom m.a. fram að fjórð-
ungur 15 ára drengja getur ekki
lesið sér til gagns. Hermundur
segir það skjóta skökku við að
ýmsar ytri aðstæður eru nefndar
til sögunnar sem sökudólgar, en
ekki er minnst á að endurskoða
þyrfti kennsluaðferðir. „Hvernig
stendur á því að miklu fleiri nem-
endur eru ólæsir eða illa læsir í
dag, heldur en fyrir nokkrum ár-
um? Flestir nemendur ættu að
standa betur í dag, því að skóla-
dagurinn er lengri og skólaárið
sömuleiðis,“ segir Hermundur.
„Þegar ég var í grunnskóla fyrir
30 árum var lítill munur á
strákum og stelpum, námslega,
væntanlega hefur fólk lítið sem
ekkert breyst síðan þá.“
Hermundur segir að rannsóknir
sýni að 3-4% fólks geti ekki lært
að lesa vegna lífeðlisfræðilegra
vandamála. „Því hefur verið hald-
ið fram að miklu hærra hlutfall
sé lesblint eða með lestrarvanda-
mál. Ég vil halda því fram að stór
hluti hafi ekki fengið örvun við
hæfi.“
Að sögn Hermundar hafa hug-
myndir hans hlotið misjafnan
hljómgrunn hér á landi, en fyr-
irhugaður er fundur hans með
Jóni Gnarr borgarstjóra, þar sem
rætt verður um hugsanlegt rann-
sóknarsetur á sviði náms og þró-
unar. Verði setrið að veruleika
verður þar m.a. lögð áhersla á já-
kvæða sálfræði í skólastarfi. „Við
erum svo lítið land að það ætti
að vera auðvelt að breyta mál-
um.“
Hvers vegna eru fleiri grunn-
skólanemendur ólæsir í dag?
MUN FUNDA MEÐ BORGARSTJÓRA
12. - 16. OKTÓBER 2011
Sigurður Már Jónsson blaðamaður
vinnur nú að bók um Icemálið og að-
draganda þess og vonast til að ljúka
henni á næstu mánuðum. Hann segist
þegar hafa rætt við 40-50 af þeim sem
helst komu við sögu, þ. á m. suma af
samningamönnunum.
Sigurður Már notar ákveðinn tíma-
ramma, hyggst nema staðar þegar
fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni lauk í
mars 2010. Það sem síðan hafi gerst
sé í reynd hluti af eftirleik málsins,
segir hann.
„Það hefur ekki enn gengið hjá
mér að ná í alla. En þótt ég reyni að
ræða við sem flesta er þetta ekki við-
talsbók í neinum skilningi orðsins, ég
vinn líka úr ýmsum gögnum,“ segir
Sigurður Már. „Ætlunin er að þarna
verði til heildstæð
frásögn sem end-
urvarpi dálítið því
sem var að gerast
bak við tjöldin,
hvernig þetta
gekk fyrir sig. Ég
reyni svolítið að
rýna í vinnulagið.“
Hann segist að-
spurður fjalla um
deilurnar um laga-
legu túlkunina þegar það sé nauð-
synlegt. „En þetta er ekki lög-
fræðileg útlistun, ekki þannig að
leikmenn geti ekki komið að þessu
heldur er þetta hugsað þannig að
sem flestir geti lesið bókina sér til
skilnings og gagns.“
Ritar bók um
Icesave-málið
Sigurður Már
Jónsson
Hvað gerðist á bak við tjöldin? „Það segir fátt af einum,“ segir Sig-
urður Torfi Guðmundsson, varafor-
maður Fangavarðafélags Íslands, en
fangaverðir hér á landi eru ósáttir
við að félagsmenn þeirra séu einir á
vakt og gera skýlausa kröfu um að
slíkum vöktum verði hætt. Samtök
norrænna fangavarða hafa krafist
þess að eins manns vaktir í norræn-
um fangelsum verði aflagðar í kjöl-
far þess að 25 ára gamall kven-
fangavörður í sænsku fangelsi var
barinn til bana á meðan hún var ein
á vakt.
Einn fangavörður er á vakt á næt-
urnar í tveimur fangelsum hér á
landi, annars vegar á Kvíabryggju
og hins vegar í fangelsinu á Ak-
ureyri en það fangelsi er inni á lög-
reglustöð þar sem einnig eru lög-
reglumenn á vakt.
Vilja ekki
vera einir
á vaktinni