Morgunblaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
Í fjárlagafrumvarpinu
fyrir árið 2012 sem nú
liggur fyrir Alþingi er gert
ráð fyrir að frádráttarbært
viðbótariðgjald sem ráð-
stafað er í séreign-
arsparnað lækki úr 4% í
2% af launum. Þetta þýðir
að einstaklingar sem hafa
greitt 4% af launum í sér-
eignarsparnað verða að
lækka iðgjald sitt í 2%, til
að forðast tvískattlagningu.
Stefnt er að því að breyt-
ingin skili ríkinu 1,4 millj-
örðum í auknar skatttekjur
eða um 0,3% af heild-
arskatttekjum á árinu
2012. Við teljum að þessi
breyting sé vanhugsuð því
með henni er vegið að
langtímasparnaði og af-
komu fólks á efri árum.
Viðbótarlífeyrissparn-
aður er eitt hagstæðasta sparnaðar-
form sem völ er á og líka eitt það ein-
faldasta. Launagreiðandi sér um að
draga iðgjald af launum einstaklinga
og greiða til þess vörsluaðila sem við-
komandi hefur valið sér. Við bætist að
hvorki þarf að greiða fjármagns-
tekjuskatt af vaxtatekjum né erfða-
fjárskatt ef erfingjar eru maki og
börn. Jafnframt er lífeyrissparnaður
ekki aðfararhæfur við gjaldþrot.
Þegar þessir sérstöku þættir viðbót-
arlífeyrissparnaðar eru hafðir í huga
sést að hvatinn til að spara með öðr-
um hætti er minni. Því er allt eins lík-
legt að frumvarpið, verði það sam-
þykkt óbreytt, muni leiða til þess að
langtímasparnaður minnki. Lífeyr-
isárin eru að meðaltali um fjórðungur
af fullorðinsárunum og ræður sparn-
aður mestu um fjárhagslega afkomu á
þessu æviskeiði.
Frá því í mars 2009 hefur ein-
staklingum verið heimilt að taka út
um og að ríkið sé því með þessum að-
gerðum að hjálpa fólki. Þetta er að
sjálfsögðu alrangt, enginn er skyldug-
ur að leggja fyrir í séreignarsparnað,
hvorki 4% af launum né 2% og ein-
staklingar með séreignarsparnað geta
sjálfir valið að lækka iðgjaldið ef það
hentar þeim betur. Fjölmargir hafa
þegar gripið til þess ráðs í kjölfar
efnahagshrunsins eins og eðlilegt er.
Önnur rök hafa verið á þann veg að
þetta sé leið til þess að örva hagkerfið
og hvetja til einkaneyslu og fjárfest-
inga. Væntanlega mun einkaneysla
eitthvað aukast með þessum aðgerðum
en rétt er að gera sér grein fyrir því
að fjármunir sem greiddir eru í sér-
eignarsparnað fara beint aftur út í
hagkerfið í formi fjárfestinga með ein-
um eða öðrum hætti. Vandséð er því
að þessi aðgerð muni leiða til meiri
fjárfestinga í hagkerfinu en ella hefði
orðið.
Loks þarf að hafa í huga að það hef-
ur tekið langan tíma að byggja upp
séreignarsparnað. Ef stjórnvöld
ákveða síðar að heimila aftur að leggja
fyrir 4% iðgjald til viðbótarlífeyr-
issparnaðar er alls óvíst að fólk velji
að hækka iðgjaldið á ný.
Að öllu samanlögðu er ljóst að boð-
aðar breytingar á séreignarsparnaði
eru ekki góðar. Það er engu að síður
von okkar að frumvarpið fái ítarlega
og faglega umfjöllun en um leið að
ráðamenn beri að lokum gæfu til að
falla frá þessum hugmyndum.
séreignarsparnað sinn þótt 60 ára
aldri sé ekki náð. Þeir sem hafa nýtt
sér þá heimild hafa valið að auka ráð-
stöfunartekjur í nútíð á kostnað ráð-
stöfunartekna í framtíð. Fyrirhuguð
breyting felur ekki í sér val um að
lækka iðgjaldið úr 4% í 2% af launum
heldur er hún þvinguð í gegn með
lagabreytingu.
Þessi fyrirhugaða breyting á lögum
felur í sér að ríkið fær minni skatt-
tekjur í framtíðinni en það hefði feng-
ið að öllu óbreyttu og líkur aukast á
að ríkissjóður þurfi í meiri mæli en
áður að bera ábyrgð á lífeyr-
isgreiðslum einstaklinga. Því er í raun
ekki verið að auka tekjur ríkisins,
heldur aðeins verið að færa þær fram
í tíma. Auknar byrðar munu því óhjá-
kvæmilega leggjast á næstu kynslóðir
verði af þessari breytingu.
Þau rök hafa verið færð fyrir þess-
ari tillögu að einstaklingar þurfi á
launum sínum að halda á krepputím-
Eftir Arnald Loftsson,
Gunnar Baldvinsson,
Harald Yngva
Pétursson, og Tryggva
Guðbrandsson
» Viðbótarlífeyr-
issparnaður er eitt
hagstæðasta sparnaðar-
form sem völ er á og líka
eitt það einfaldasta.
Arnaldur Loftsson
Arnaldur er framkvæmdastjóri Frjálsa líf-
eyrissjóðsins, Gunnar framkvæmdastjóri
Almenna lífeyrissjóðsins, Haraldur Yngvi
rekstrarstjóri séreignarsjóðsins Lífeyr-
isauka, og Tryggvi framkvæmdastjóri Ís-
lenska lífeyrissjóðsins.
Vegið að langtímasparnaði
Tryggvi
Guðbrandsson
Haraldur Yngvi
Pétursson
Gunnar Baldvinsson
Enn á ný eru umræður um Land-
eyjahöfn og samgöngur milli lands
og Eyja. Nú er gerð athugasemd
við staðsetningu hafnarinnar, þær
athugasemdir eru reyndar fullseint
fram komnar. Hins vegar ber okk-
ur að vinna úr þeim viðfangsefnum
sem blasa við og hægt er að bæta
og breyta. Þessum málum er gjarn-
an stillt þannig upp að hér sé ein-
ungis um málefni Vestmanneyinga
að ræða. Það er deginum ljósara að
Herjólfur er þjóðvegurinn milli
lands og Eyja. Öryggi í ferðum
hans er hluti af lífæð hinna kraft-
miklu eyjarskeggja. Hins vegar
skiptir Landeyjahöfnin okkur hér í
Rangárþingi ekki síður afar miklu
máli. Í mínu sveitarfélagi opnar
Landeyjahöfn nýja möguleika og
er spennandi kostur á svo ótal
mörgum sviðum. Bæði hvað varðar
atvinnumál, samstarf sveitarfélaga
og fjölbreytni í mannlífi. Í mán-
uðinum hittust starfsmenn stjórn-
sýslunnar í Vestmannaeyjum og
Rangárþingi eystra til þess að
bera saman bækur sínar. Þegar er
hafið samstarf í starfsemi íþrótta-
félaganna sem er grunnur að
framtíðinni. Unga fólkið lærir að vinna saman og sú samvinna
þykir einnig sjálfsögð þegar fram í sækir. Fólk hrindir frá
ósýnilegum hindrunum og kemst að því eins og skáldið Tómas
Guðmundsson: „… samt dáist ég enn meir af hinu / hve hjört-
um mannanna svipar saman / í Súdan og Grímsnesinu …“
Þetta eru einungis spurningar um viðhorf.
Ljóst er að ríkisstjórnin verður að huga strax að kaupum á
nýrri ferju eða leigja eina slíka, sem hentar til þess að þjón-
usta þessa samgönguleið. Því vissulega er hér um þjóðveg að
ræða. Landeyjahöfn er fallegt og vel gert mannvirki og verkið
lofar meistarann. Hins vegar er líklegt að það sé ekki fullgert
m.t.t. aðstæðna á Landeyjasandi. Uppgræðslan á sandinum
hefur tekist vel og það er von mín og trú að þetta mannvirki
eigi enn eftir að sanna frekara gildi sitt. Það er stórkostlegt að
tæplega 200.000 farþegar hafa farið í gegnum höfnina á þessu
ári. Látum ekki deigan síga, höldum áfram að finna lausnir á
þessu viðfangsefni. Til hagsbóta fyrir Vestmanneyinga og
okkur sem höfum Eyjarnar fyrir augunum steinsnar frá landi.
Eftir Ísólf Gylfa Pálmason
» Í mínu sveit-
arfélagi opn-
ar höfnin nýja
möguleika og er
spennandi kost-
ur, hvað varðar
atvinnumál,
samstarf sveit-
arfélaga og fjöl-
breyttara mann-
líf.
Ísólfur Gylfi Pálmason
Höfundur er sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.
Landeyjahöfn
fyrir þjóðina alla
Rok og rigning Dæmigert haustlægðaveður tók á móti fólki í höfuðborginni í gær og búast má við svipuðu veðri í dag en stelpur í Hlíðaskóla létu það ekki á sig fá og tóku því með brosi á vör.
Árni Sæberg