Morgunblaðið - 13.10.2011, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011
✝ ÞorbergurAuðunn Við-
arsson fæddist á
Akranesi 19. mars
1970. Hann lést í
faðmi eiginkonu
sinnar og fjöl-
skyldu á líkn-
ardeild Landspít-
alans 4. október
2011.
Foreldar Þor-
bergs eru Ólöf
Gunnarsdóttir, f. 23.12. 1943 á
Akranesi og Viðar Einarsson, f.
21.6. 1942 á Akranesi. Systkini
Þorbergs eru 1) Gunnar Jóhann
Viðarsson, f. 22.12. 1963, giftur
Þorbjörgu Ragnarsdóttur, f.
29.9. 1963, þau eiga tvö börn,
Ragnar Þór Gunnarsson og
Ólöfu Gunnarsdóttur. 2) Elín
Viðarsdóttir, f. 4.12. 1964, hún á
þrjú börn, Viðar Mána Gunn-
arsson, Ólöfu Gunnarsdóttur,
Svövu Gunnarsdóttur. 3) Einar
Laufeyju Evu Stefánsdóttur, f.
22.10. 1996, frá 5 ára aldri hugs-
aði Þorbergur Auðunn um hana
sem sitt eigið barn. Foreldrar
Auðar Magnúsdóttur eru Magn-
ús Ingvar Ágústsson, f. í Reykja-
vík 13.6. 1953 og Hjördís Haf-
steinsdóttir, f. í Reykjavík 15.11.
1952.
Þorbergur gekk í skóla á
Akranesi og Fjölbrautaskóla
Vesturlands. Hann lærði síðar
málaraiðn í Iðnskólanum í
Reykjavík og starfaði alla tíð
sem málari. Þorbergur fluttist til
Reykjavíkur rúmlega tvítugur
og bjó þar alla tíð síðan. Þor-
bergur æfði sund með Sund-
félagi Akraness fram að tvítugu
og keppti fyrir Íslands hönd með
unglingalandsliðinu og setti
meðal annars Íslandsmet. Hann
var mikill tónlistarmaður og
spilaði með hinum ýmsu hljóm-
sveitum. Hann var mikill áhuga-
maður um fótbolta og studdi lið
ÍA dyggilega. Hann var mikill
Skagamaður og þótti vænt um
rætur sínar á Akranesi.
Útför Þorbergs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 13. októ-
ber 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
Viðarsson, f. 6.10.
1972, giftur Krist-
ínu Sveinsdóttur, f.
16.10. 1968, þau
eiga þrjú börn,
Karenu Ósk Krist-
ínardóttur, Elísu
Björk Ein-
arsdóttur, Hebu
Bjarg Ein-
arsdóttur. 4) Er-
lingur Viðarsson, f.
3.6. 1975, sambýlis-
kona hans er Elfa Sif Ingimars-
dóttir, f. 6.3. 1980, þau eiga þrjú
börn, Sigrúnu Líf Erlingsdóttur,
Mikael Hrafn Helgason og
Hönnu Bergrós Gunnarsdóttur.
Þorbergur Auðunn Viðarsson
var kvæntur Auði Magnúsdóttur,
f. 26.4. 1976 í Reykjavík. Hann á
tvö börn af fyrra hjónabandi með
Völu Árnadóttur, Óttar Inga
Þorbergsson, f. 2.7. 1994 og El-
ísabetu Huld Þorbergsdóttur, f.
21.5. 1997. Auður á eitt barn,
Elsku ástin mín, ég heyrði
röddina þína áður en ég sá þig
fyrst, við hittumst 10 mínútum
seinna, við vissum það bæði strax
að okkur var ætlað hvort annað.
Þú gerðir mig að betri manneskju
og varst mér alla tíð gríðarlega
góður og börnunum okkar Óttari
Laufeyju og Elísabetu.
Það er ekki hægt að lýsa þeirri
sorg og þeim söknuði sem ég fer
nú í gegnum en þú lofaðir mér því
að vera alltaf hjá mér, og sagðir
alla tíð við mig frá byrjun okkar
sambands „Þetta er rétt að byrja,
gullið mitt“. Við áttum yndisleg
10 ár saman og við vorum svo
samrýmd og þú varst minn besti
vinur. Litlir hlutir eins og kaffi-
bollinn okkar á morgnana og
knúsið þitt og hláturinn okkar
saman eru eitthvað sem ég fæ
aldrei aftur en mun lifa í hjarta
mínu svo lengi sem ég dreg and-
ann. Farðu í friði, elskan mín, og
við hittumst aftur.
Þín
Auður.
Hinsta kveðja frá föðursystur.
Við fæðumst og deyjum í Frelsarans
nafni,
skútunni stýrum við nokkurn veginn.
Fagur drengur nú stendur í stafni
og siglir að ströndinni hinum megin.
Frænda minn kveð ég með sorg í
hjarta,
áfram ég feta lífsins veginn.
Á himninum sindrar stjarnan þín
bjarta,
við hittumst á ströndinni hinum
megin.
Bjarney Einarsdóttir
(Badda frænka)
Elsku Beggi, fallegi faðir
barnanna minna, takk.
Takk fyrir fallegustu gjafirnar
sem nokkur maður getur gefið
konu, börnin okkar, sem bera
hjartalagi þínu og hæfileikum svo
skýr merki.
Takk fyrir allar góðu og fal-
legu stundirnar sem við áttum
saman.
Takk fyrir alla gleðina sem þú
veittir okkur með húmor og tón-
list og brosinu bjarta.
Við komum til með að ylja okk-
ur og brosa að minningum um þig
og þó tár muni renna þá er það
vegna þess að við elskuðum þig
svo mikið.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við söknum þín, elsku Beggi,
en við munum varðveita tónlist-
ina þína og sækja þangað allar
góðu minningarnar um þig og
samveru okkar.
Með söknuði og þakklæti fyrir
árin okkar saman kveð ég þig nú,
en við hittumst aftur hinum meg-
in.
Vala.
Hún Vala kynnti hann fyrir
okkur sem kærastann sinn og
hann féll vel inn í gáskafullan hóp
barna okkar og tengdabarna þar
sem sjaldan er talað í alvöru en
stríðninni gefið olnbogarými eftir
getu hvers og eins. Og Beggi varð
þar enginn eftirbátur enda orð-
snjall, harðgreindur og fyrirferð-
armikill garpur.
Trúlofunin varð að hjónabandi
og tíðar heimsóknir til litlu fjöl-
skyldunnar í Skildinganesinu
urðu órjúfanlegur hluti af tilveru
okkar. En þar kom að sifjaböndin
rofnuðu. Samskipti okkar við
Begga urðu að sjálfsögðu strjálli
en þrátt fyrir þetta rofnuðu ekki
vináttubönd og hann var jafnan
aufúsugestur á heimili okkar. Ef
taka þurfti málningarpensil í
hönd var hann ævinlega kvaddur
til enda bæði afkastamikill og
vandvirkur.
Við kveðjum í dag góðan vin og
þann tengdason sem hann alla tíð
varð í hjörtum okkar. Þau Vala
gáfu okkur hlutdeild í gullmolun-
um sínum tveim þeim Óttari Inga
og Elísabetu Huld sem þau eign-
uðust saman og veittu yl og kær-
leika inn í erfiða baráttu föður
síns síðustu vikurnar fyrir brott-
för hans. Umhyggja sú sem þau
sýndu honum þá var aðdáunar-
verð og lærdómsrík þeim sem
með því fylgdust.
Sagt er að tíminn lækni öll sár
og við biðjum af alhug þann sem
öllu stýrir að styrkja þau í sorg-
inni og hjálpa þeim að ganga heil
inn í lífið með góðar minningar.
Þess sama óskum við foreldrum
hans, eiginkonu og öllum ástvin-
um.
Megi góður Guð styrkja ykkur
öll.
Elísabet og
Árni Gunnarsson.
Beggi, vinur minn og fyrrver-
andi svili, er fallinn frá langt um
aldur fram. Hann háði stutta en
erfiða baráttu við veikindi og varð
um síðir að láta í minni pokann.
Ég kynntist Begga þegar hann
og Vala fóru að skjóta sér saman
fyrir margt löngu. Það var gaman
að fylgjast með þeim þegar þau
voru að koma sér upp heimili og
því hversu samstiga þau voru í
öllu sem þau tóku sér fyrir hend-
ur.
Þau eignuðust tvö börn, Óttar
og Elísabetu, sem hafa verið
sannkallaðir gimsteinar foreldra
sinna. Beggi fann sig vel í föð-
urhlutverkinu. Hann var einstak-
lega barngóður og var stoltur af
börnunum sínum. Hann hafði ein-
stakt lag á börnum og hændust
synir mínir mjög að honum.
Beggi var hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann kom og ekki
skemmdi það fyrir þegar hann
hafði gítarinn meðferðis. Hann
var mjög músíkalskur og kunni
ógrynni af lögum. Hann var góð-
ur söngvari, sviðsvanur og
skemmtilegur.
Ógleymanleg er ferðin sem við
fórum í brúðkaup Steindórs og
Jónu á Krókinn, ég og Gyða,
ásamt Begga og Völu og Kristjáni
og Pálu. Þar var Beggi svo sann-
arlega í essinu sínu. Hann var
alltaf boðinn og búinn til að að-
stoða alla og var listagóður mál-
ari. Þegar hann og Vala skildu
fækkaði stundunum með Begga,
en alltaf þegar við hittumst eftir
það var þó eins og við hefðum hist
í gær. Það er erfitt að gera sér
grein fyrir hvað ræður för í þessu
lífi. Beggi hafði ungur að aldri átt
við veikindi að stríða, en hann bar
það aldrei með sér. Hann var hár
og myndarlegur og smá „bóhem-
týpa“.
Beggi var í blóma lífsins og átti
svo margt ógert. Hann á yndisleg
börn og ástvini sem nú horfa á
eftir honum með miklum söknuði.
Eftir stendur þó minningin um
góðan dreng sem enginn getur
tekið frá þeim eða okkur.
Elsku Vala, Óttar og Elísbet,
ég sendi ykkur innilega samúðar-
kveðju frá mér og Gyðu. Auk þess
vottum við Auði, eftirlifandi konu
Begga, Laufeyju dóttur hennar,
foreldrum Begga og fjölskyldu,
okkar dýpstu samúð. Það var
ómetanlegt fyrir Begga að njóta
allrar þeirrar væntumþykju sem
fólkið í kringum hann sýndi hon-
um og ég trúi því að það hafi auð-
veldað honum undirbúninginn að
himnaförinni.
Við vorum heppin að fá að vera
samferðamenn Begga í vegferð
lífsins.
Tómas Hallgrímsson.
Mig langar í nokkrum fátæk-
legum orðum að minnast elsku-
legs vinar míns Þorbergs Viðars-
sonar sem lést langt um aldur
fram úr illvígum sjúkdómi. Hvar
er hægt að byrja þegar maður
sest niður og reynir að hripa nið-
ur okkar sögu sem nær rúm 20 ár
aftur í tímann. Mjög ungur
fékkstu smjörþefinn af þeim veik-
indum sem nú hafa lagt þig, en
baráttumaður varstu fram í rauð-
an dauðann og lífsgleðin uppmál-
uð alla tíð.
Ég var svo lánsamur að fá að
kynnast þér í leik og starfi, en við
áttum býsna margt sameiginlegt.
Ég man vel þegar þú hélst á Völu
Árnadóttur eins og brúðgumi
heldur á brúði út um dyrnar á
Rein eftir frumsýningarpartí á
Gosa fyrir margt löngu síðan og
þið hurfuð út í nóttina, eignuðust
tvö yndisleg börn, Óttar Inga og
Elísabet sem eru fallegir og vel
gefnir unglingar í dag.
Hófuð sambúð á Akranesi, síð-
ar í Reykjavík, þið giftuð ykkur,
en einsog gerist og gengur þá
skilur leiðir hjá fólki og nýr kafli
hefst. Þú lærðir málaraiðn sem
þú stundaði alla tíð, frábær fag-
maður, ekki bara sem málari, tón-
listin skipaði alla tíð afar stóran
sess í þínu lífi, söngvari og „per-
former“ af guðsnáð, eitthvað sem
var meðfætt, leikari og lagasmið-
ur. Hefðir hæglega getað þrætt
þig eftir hlykkjóttum vegi listar-
innar, enda fjölskylda þín músík-
ölsk í meira lagi.
Ég man líka þegar við lékum
saman í Óvitum þar sem þú lékst
Guðmund og ég lék Finn, held að
þetta hafi verið 1993, svo man ég
nokkrum árum áður þegar þú
komst úr langri og strangri ferð
frá Bandaríkjunum þar sem þú
keyptir Ovesation gítarinn þinn
sem fylgdi þér allt lífið.
Þú varst algjörlega frábær í
hlutverki skemmtanastjórans í
Kabarett þar sem hæfileikar þín-
ir nutu sín til fulls. Við brölluðum
æði margt saman, spiluðum eitt-
hvað í hljómsveit en mér fannst
ég bara vera leikmaður við hlið
þér.
Í kringum aldamótin 2000
kynntist þú Auði Magnúsdóttur
og gekkst dóttur hennar Lauf-
eyju í föðurstað. En fyrst og síð-
ast varstu fjölskyldumaður og
frábær faðir með ríka réttlætis-
kennd, hörkuduglegur í öllu sem
þú tókst þér fyrir hendur. Ég
gæti haldið áfram í löngu máli en
læt hér staðar numið.
Ég veit að þú ert kominn á ein-
hvern góðan stað þar sem þú
fylgist stoltur með fjölskyldu
þinni og börnum vaxa og dafna,
með gítarinn í kjöltunni og syng-
ur henni dýran óð. Ég kveð þig,
kæri vinur, með söknuði en einn-
ig þakklæti fyrir allar þær sam-
verustundir sem lifa í minning-
unni.
Ég votta fjölskyldu Þorbergs
Auði Magnúsdóttur, börnum,
foreldrum, systkinum og tengda-
foreldrum mína innilegustu sam-
úð.
Guðleifur Rafn Einarsson.
Við erum stödd í Tivolí í Kaup-
mannahöfn. Við hjónin, ásamt
ykkur Auði, sitjum úti á veitinga-
stað að borða og það er byrjað að
skyggja og kólna. Tobbi, þú varst
búinn að vefja Silju inn í teppi og
heldur á henni í fanginu eins og
hvítvoðungi og hún hjúfrar sig
upp að þér. Manstu Tobbi – við
tókum mynd af þér með Silju
Björk í fanginu.
Ég mun alltaf varðveita þessa
mynd því hún er lýsandi dæmi
um það hvernig þú nálgaðist
börnin okkar. Þú varst ótrúlega
nærgætinn og hlýr og sýndir
þeim alltaf einlægan áhuga, elsku
vinur.
Þú varst alltaf tilbúinn til að
hjálpa okkur þegar á reyndi, hvað
sem á dundi. Komst yfir til okkar
alveg sama hvað klukkan var og
tókst á því með okkur. Þið Auður
gáfuð okkur tækifæri til að anda
þegar við þurftum rými fyrir okk-
ur. Takk fyrir það, elsku Tobbi
minn og Auður. Takk fyrir að
kenna Markúsi á gítar og vera
honum fyrirmynd. Hann átti lag
sem þú söngst á ipodinum sínum
og hlustaði á það aftur og aftur.
Við töluðum við góðan vin okk-
ar sem þú málaðir fyrir. Ég
spurði hann hvað hefði staðið upp
úr í samskiptum við þig meðan á
verkefninu stóð. Honum var tíð-
rætt um hversu mikill Skagamað-
ur þú varst og mér fannst hann
hitta naglann á höfuðið þegar
hann sagði: „Tobbi var enginn
venjulegur stuðningsmaður.
Hann var ekki á hliðarlínunni –
Tobbi var inná!“ Þú varst ótrú-
lega öflugur í að styðja klúbbinn
þinn, sama hvort gekk vel eða illa.
Þú smíðaðir og málaðir heima
hjá Gústa bróður Auðar. Gústi
talar um hvað þú varst flinkur
fagmaður hvort sem um væri að
ræða að mála eða smíða, að það
hafi aldrei þurft að biðja Tobba
um hlutina tvisvar.
Þú varst traustur maður. Það
sýndir þú með umhyggju þinni
fyrir Laufeyju dóttur Auðar sem
þú reyndist einstaklega vel og
hugsaðir um hana eins og þína
eigin dóttur.
Það var sérstaklega gaman að
fylgjast með þér þegar við vorum
saman fjölskyldurnar í fríi á Flór-
ída fyrir nokkrum árum hvernig
þú faðmaðir börnin þín að þér og
þreyttist aldrei á að snúast í
kringum þau og gefa af þér. Við
tókum að okkur að elda, manstu?
Þú alltaf pollrólegur, jákvæður
og bjartsýnn. „Ekkert mál, vinur.
Sjálfsagt mál, vinur. Hvað get ég
gert fyrir þig, vinur?“ Er það
nema eðlilegt að einu lýsingar-
orðin sem maður fær um þig þeg-
ar þú ert farinn séu þessi: Hvers
manns hugljúfi, barngóður, blíð-
ur og hjálpsamur?
Elsku Auður, Laufey, Óttar og
Elísabet.
Þið hafið verið að bera þunga
krossa að undanförnu og það er
mikið á ykkur lagt. Tobbi lauk
sinni göngu hjá okkur og er far-
inn inn í ljósið allt of snemma. Við
erum þakklát fyrir þann mann
sem hann var og okkar hlutverk
er nú að taka allt það góða sem
hann gaf okkur sem vinur, faðir
og eiginmaður og nota það sem
styrk, verðmæta reynslu og vega-
nesti í lífinu okkar og sýna þannig
í verki og orðum hvað við kunnum
að meta hann mikið, þannig höld-
um við minningu hans best á lofti
um ókomna framtíð. Eftir vetur
kemur vor og eftir dimma nótt
kemur vonandi nýr dagur.
Takk fyrir, elsku vinur.
Berglind og Heimir.
Þorbergur Auðunn
Viðarsson
✝
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐNI ÓLAFSSON,
Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
1. október.
Útförin fór fram í kyrrþey frá Lágafellskirkju
þriðjudaginn 11. október.
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu mér hlýhug, samúð og
stuðning við andlát og útför hans.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar, norður á hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Magnea Magnúsdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSLAUG EYÞÓRSDÓTTIR,
Birkihvammi 4,
Hafnarfirði,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 12. október.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 19. október kl. 13.00.
Eiríkur Ágústsson,
Sesselja Eiríksdóttir, Alfreð Dan Þórarinsson,
Hafsteinn Eiríksson,
Ágúst Þór Eiríksson, Guðbjörg Þórisdóttir,
Haraldur Ragnar Ólafsson, Hafdís Jensdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Dóttir mín, eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KRISTRÚN HELGA M. WAAGE,
Brekkubæ 21,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á 11E krabba-
meinsdeild Landspítalans mánudaginn
10. október.
Útför fer fram frá Árbæjarkirkju mánudaginn 17. október
kl. 13.00.
Jarðsett verður í Hvammskirkjugarði í Dölum daginn eftir.
Eðvaldína Magney Kristjánsdóttir,
Viðar G. Waage,
Bjarki V. Waage, Sveinbjörg Ólafsdóttir,
Smári V. Waage, María Sunna Einarsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR
frá Vopnafirði,
Dalbraut 27,
sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti
miðvikudaginn 5. október, verður jarðsungin
frá Áskirkju föstudaginn 14. október kl. 13.00.
Svanhildur Sigurjónsdóttir, Hreinn Sveinsson,
Sigurjón Hreinsson, Sif Melsteð,
Guðmundur Hreinsson, Ragna María Ragnarsdóttir
og barnabarnabörn.