Morgunblaðið - 13.10.2011, Síða 37

Morgunblaðið - 13.10.2011, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2011 Plágur hafa herjað á mann-fólkið frá örófi alda og þaðer eðlilegt að fólk hræðistþað að illlæknandi sjúk- dómur geti lagt stóran hluta heims- byggðarinnar í bælið og milljónir manna fallið. Nóg er að nefna stóru bólu, svartadauða, spænsku veikina og mænusótt til að vekja óhug hjá fólki því lýsingar af þessum plágum eru skelfilegar og vel til þess fallnar að valda hræðslu fólks við slíka sjúkdóma. Þessi hræðsla hefur þó- nokkrum sinnum verið handritshöf- undum yrkisefni og yfirleitt verða til frambærilegar spennumyndir sem sýna ráðþrota vísindamenn sem berja höfðinu við steininn þeg- ar almenningur ópar og veinar í ör- væntingu og fólk engist af kvölum og ráðaleysi yfir fráfalli allra sem þeir elskuðu. Contagion er ekki þannig mynd. Mitch Emhoff (Damon) tekur á móti eiginkonu sinni, Beth (Palt- row) eftir viðskiptaferð til Japans og rúmum sólarhring síðar er hann kominn í einangrun á sjúkrahúsi og hefur horft á eftir eiginkonu sinni og stjúpsyni falla fyrir sjúkdómi sem enginn virðist vita nokkur deili á. Á svipuðum tíma fara sjúkdóma- varnastofnanir að fá veður af svip- uðum tilfellum á öðrum stöðum í heiminum og fljótlega er útlit fyrir að um faraldur sé að ræða. Dr. Ellis Cheever (Fishburne) ber ábyrgð á að komast að uppruna þessa sjúk- dóms, sem hegðar sér á margan hátt furðulega, og reyna að finna leið til að hefta útbreiðslu hans og nýtur við það aðstoðar dr. Erin Me- ars (Winslet). Í kjölfar þessa hefst svo atburðarás sem fylgir þessu fólki eftir í baráttu sinni við sjúk- dóminn sem þau tækla hvert á sinn hátt og hver og einn þarf að heyja sína baráttu á sínum vígvelli. Það er erfitt að giska á hvað leik- stjórum gengur til þegar þeir ákveða hvaða pól þeir ætla að taka í hverja hæð fyrir sig og í tilfelli So- derberghs finnst mér það al- gjörlega óskiljanlegt. Sagan hefur eins og fyrr sagði allt til þess að bera að verða burðarás í frábærri spennumynd en nær að mínu mati aldrei nægjanlega háu flugi. At- burðarásin verður aldrei nógu hröð og tilfinningarnar aldrei nógu öfga- kenndar. Ef ég ber þessa mynd saman við mína eftirlætis Soder- bergh-mynd, Ocean’s Eleven, þá sé ég samt hvað stílbragðið heldur sér. Soderbergh virðist gjarnan taka sér tíma í að byggja upp góðan upplýs- ingagrunn og enda síðan á þrælf- lóknu spennuatriði en það skilaði sér ekki í þessu tilviki. Þegar horft er á þessa kvikmynd sem skartar þremur óskars- verðlaunaleikurum og fleiri til- nefndum, óskarsverðlaunaleik- stjóra, og bæði veggspjald og stikla lofa talsverðum hasar og átak- anlegum dramaatriðum, verður upplifunin svolítið í átt við það að heyra vinnufélaga þinn í afslöpp- uðum seinni kaffitíma tala um pest sem gekk í sveitinni hérna um árið. Sambíóin Contagion bbbnn Leikstjóri: Steven Soderbergh. Leikarar: Marion Cotillard, Matt Damon, Laur- ence Fishburne, Jude Law, Gwyneth Paltrow, Kate Winslet. Bandaríkin 2011. 106 mínútur HJALTI STEFÁN KRISTJÁNSSON KVIKMYNDIR Hasar Það er ýmislegt sem getur gerst þegar mannfólkið lendir í erfiðum aðstæðum líkt og gerist í Contagion. Stjörnum prýtt seinna kaffi Spænski leikarinn Javier Bardem staðfesti í fyrra- kvöld að hann hefði tekið að sér hlutverk næsta ill- mennis í nýjustu myndinni um James Bond. Játn- ingin fór fram í bandaríska frétta- þættinum Nightline og sagðist leik- arinn afar spenntur að taka að sér hið nýja hlutverk, sérstaklega þar sem foreldrar hans hefðu verið iðn- ir við að horfa með honum á myndir um njósnara hennar hátignar allt frá því Bardem var á barnsaldri. Sam Mendes mun leikstýra nýj- ustu James Bond myndinni sem- verður sú 23. í röðinni en hlutverk aðalpersónunnar verður sem fyrr í höndum breska leikarans Daniel Craig. Javier Bardem Bardem verð- ur skúrkurinn Fyrirtækið DC Entertainment hyggst gefa út teiknimyndasögur byggðar á Millenium-þríleik Stiegs heitins Larssons. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókunum þremur í Svíþjóð og bandarísk endurgerð á þeirri fyrstu, Menn sem hata konur, verður frumsýnd í desember nk. en sú heitir á ensku The Girl With The Dragon Tattoo. DC hefur gefið út mikinn fjölda teiknimyndasagna í gegnum árin, m.a. um ofur- hetjurnar Superman, Batman og Wonder Woman. Hver skáldsagn- anna verður gefin út sem tvær myndasögubækur, bæði prentaðar og í stafrænu formi. Sú fyrsta kem- ur út á næsta ári. Millennium-myndasögur Hörkutól Noomi Rapace sem Lisbeth Salander í Menn sem hata konur. MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH HHHH - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ HHHHH -FRÉTTATÍMINN, Þ.Þ. SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL ÍSLENSK TAL SÝND Í SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - CHICAGO READER HHHH FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM STEVEN SODERBERGH KEMUR MAGNAÐUR ÞRILLER NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK „STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.“ „KLASSÍK SEM ÞÚ VILT SJÁ AFTUR OG AFTUR“ - J.C. SSP HHHH HRAFNAR, SÓLEYJAR MYRRA& BYGGÐ Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU REAL STEEL kl. 6 - 8 - 10:40 2D 12 REAL STEEL kl. 8 - 10:40 2D VIP CONTAGON kl. 8 - 10:40 2D 12 CONTAGON kl. 5:50 2D VIP HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 6 2D L JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 7 KONUNGUR LJÓNANNA kl. 6 3D L DRIVE kl. 8 - 10:10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8:30 2D 7 HORRIBLE BOSSES kl. 10:40 2D 12 / ÁLFABAKKA REAL STEEL kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12 CONTAGON kl. 10:40 2D 12 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:30 3D L DRIVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 5:30 2D L SHARK NIGHT kl. 10:30 3D 16 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7 REAL STEEL kl. 10:10 2D 12 ABDUCTION kl. 10:20 2D 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI REAL STEEL kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 CONTAGON kl. 8 - 10:20 2D 12 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L KONUNGUR LJÓNANNA Enskt tal kl. 8 Ótextuð 3D L DRIVE kl. 10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L REAL STEEL kl. 8 2D 12 CONTAGON kl. 10:20 2D 12 HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 8 2D L SHARK NIGHT kl. 10:20 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L HUGH JACKMAN ER FRÁBÆR Í EINNI ÓVÆNTUSTU MYND ÁRSINS FRÁ FRAMLEIÐANDANUM STEVEN SPIELBERG HANN HLÆR FRAMAN Í HÆTTUNA FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MISTER BEAN ROWAN ATKINSON HHH „ ENGLISH Í GÓÐUM GÍR“ - K.I. -PRESSAN.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI Anna Bolena donizetti 15. okt kl.17:00 í Beinni útsendingu 19. okt kl.18:00 Endurflutt www.operubio.is            -S.S. FILMOPHILIA.COM HHHH -J.O. JOBLO.COM HHHH NÝR ÞÁTTUR Í MBL SJÓNVARPI ALLA FIMMTUDAGA!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.