Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 5. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  242. tölublað  99. árgangur  ÍSLENSK TEIKNI- MYND FÆR FIMM STJÖRNUR ÍSLAND OG BÓKASTEFNAN Í FRANKFURT EINSÖNGUR OG ÍSLANDS EINA VON SUNNUDAGSMOGGINN FJÁRLÖGIN 10HETJUR VALHALLAR – ÞÓR 39 Morgunblaðið/Eggert Kennsla Skipulagi kennaranáms var breytt og er nú krafist meistaraprófs.  Viðbótarkostnaður ríkisins vegna breytinga á kennaranámi nemur tæpum milljarði á næstu sjö árum, aðallega í hærri launakostnaði. Þar fyrir utan hefur fjármála- ráðuneytið áætlað að krafan um meistarapróf fyrir kennsluréttindi kosti ríkissjóð um áttatíu milljónir á ári. Nú er meistarapróf skilyrði fyrir leyfisbréfum á öllum skólastigum og útskrifast fyrstu kennararnir samkvæmt nýju námsskipulagi vor- ið 2013. Fylgja Íslendingar þar í fótspor Finna en kennaramenntun hefur verið á meistarastigi í Finn- landi. »16 Meistaraprófskrafa kostar milljarð á næstu sjö árum Eignir lækkuðu » Árið 2008 voru 105.160 fjöl- skyldur með jákvæða eigna- stöðu. Nú voru þær 86.395, eða 18.765 færri. » Samanlagðar eignir lands- manna umfram skuldir lækk- uðu um 323,8 milljarða að því er fram kemur í greininni. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íslenskum fjölskyldum sem töldu fram skuldir við skattframtalsgerð vegna seinasta árs fjölgaði um rúm- lega níu þúsund í fyrra. Alls töldu 9.110 fleiri fjölskyldur fram skuldir á meðan færri fjölskyldur töldu fram eignir að því er fram kemur í grein eftir Pál Kolbeins, hagfræðing hjá ríkisskattstjóra, í Tíund, tímariti embættisins. „Fjölskyldur sem töldu fram skuld- ir voru um 6,7% fleiri en árið áður,“ segir í grein Páls. „Fjölskyldur sem töldu fram eignir voru hins vegar 1.425 færri en í fyrra og hefur þeim fækkað um 0,8% á milli ára. Nú voru 7.616 færri fjölskyldur með jákvæðan eignarskattsstofn en í fyrra.“ Fram kemur í greininni að undan- farin þrjú ár hafa skuldir aukist meira en eignir en nú rýrnuðu eignir í fyrsta skipti meira en skuldir. Fjölskyldum sem eiga meira en þær skulda hefur fækkað um 8,1% á milli ára. Þeim sem voru með nei- kvæðan eignarskattsstofn fjölgaði hins vegar um 6.399, eða 12,1%. „Á undanförnum árum hefur fjöl- skyldum sem skulda meira en þær eiga fjölgað nokkuð. Ef framtal ársins 2008 er haft til hliðsjónar sést að þá voru 28.060 fjölskyldur með neikvæð- an eignarskattsstofn, eða 15,6% fjöl- skyldna í landinu. Þessar fjölskyldur skulduðu 125,4 milljarða umfram eignir. Nú voru 32,6% fjölskyldna með neikvæða eignastöðu og skuld- uðu þær 466,4 milljarða umfram eign- ir,“ segir í greininni. Færri eiga og fleiri skulda  Fjölskyldum sem töldu fram skuldir í fyrra fjölgaði um rúmlega níu þúsund  Fjölskyldum sem skráðu eignir á framtöl sín fækkaði um 1.425 á milli ára Morgunblaðið/Sigurgeir S. Deildin Skerðing á líknarþjónustu hefur keðjuverkandi áhrif. Gera þarf verulegar endurbætur á húsnæði sem fyrirhugað er að líkn- ardeild fyrir aldraða fari í í Kópa- vogi. Valgerður Sigurðardóttir yfir- læknir segir að húsnæðið þarfnist verulegra endurbóta. Hún segir að ekki sé nóg að útbúa pláss fyrir sjúk- linga því starfsfólk þurfi líka aðstöðu til að geta unnið. Stjórnendur Landspítalans hafa sagt að þeir vilji flytja deildina sem fyrst. Starfsfólk líknardeildarinnar á Landakoti sendi í gær frá sér álykt- un sem send var til allra alþingis- manna. „Við lýsum furðu okkar og áhyggjum yfir þeirri ákvörðun að skerða þessa sérhæfðu, flóknu og viðkvæmu þjónustu sem hefur verið byggð upp sl. 10-13 ár og er það hörð aðför að þjónustu við sjúka aldraða einstaklinga sem hafa búið heima og hafa þunga einkennabyrði. Skerðing á þessari líknarþjónustu hefur keðjuverkandi áhrif á starfsemi fjölda deilda, eins og hjarta-, lungna- og krabbameinslækningadeildar, en fyrst og síðast höfum við áhyggjur af hinum öldruðu einstaklingum sem eru í þörf fyrir sérhæfða einkenna- meðferð og umönnun.“ »6 Gera þarf endurbætur  Nokkra mánuði tekur að flytja líknardeildina í Kópavog Írska söngkonan og lagahöfundurinn Sinéad O’Connor lék fyrir fullu húsi í Fríkirkjunni í gærkvöldi en tónleikarnir voru hluti af Iceland Airwaves-tónleikahátíðinni. O’Connor öðlaðist heimsfrægð í upphafi 10. áratugarins með lag- inu „Nothing compares 2 U“. Söngkonan var vígð til prests á sínum tíma en hún lét sér þó nægja að messa yfir tónleikagestum í kirkjunni með tónum og söng. »38 og 41 Tónmessa Sinéad O’Connor fyllti Fríkirkjuna Morgunblaðið/Eggert  Stjórnmála- menn hér á landi virðast telja að þeirra greiðasta leið til vinsælda sé að gagnrýna bankana. Þetta er haft eftir Mon- icu Caneman, stjórnarfor- manni Arion banka, í nýút- kominni ársskýrslu Samtaka fjár- málafyrirtækja. Caneman bendir á að ríkið leiki stórt hlutverk á fjár- málamarkaðnum sem eigandi tveggja af stærstu lánveitendunum á íbúðalánamarkaði, Íbúðalána- sjóðs og Landsbankans, en þessar tvær stofnanir hafi tekið með ólík- um hætti á skuldavandanum. Í þessu ljósi kann gagnrýni stjórn- málamanna á bankana í sumum til- fellum að vera varhugaverð og hætta á því að skynsemi ráði ekki för í mótum starfsumhverfis fjár- málafyrirtækja. »Viðskipti Greið leið til vin- sælda að gagnrýna Monica Caneman „Til þessa hefur ekkert verið hlustað á okkar kröfur. Við erum að vona að með boðaðri vinnustöðvun breytist það, þetta er ákveðið neyðaróp,“ seg- ir Rúnar Óskarsson, talsmaður hljóðfæraleikara Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, sem boðað hafa til verkfalla í nóvember og desember, alls tíu tónleikadaga, hafi samningar við ríkið ekki tekist fyrir þann tíma. Hljóðfæraleikarar hafa verið samningslausir í 30 mánuði en að sögn Rúnars hafa þeir dregist veru- lega aftur úr viðmiðunarstéttum inn- an BHM. Laun þeirra hafi heldur ekki þróast í takt við verðlag og launavísitölu. Meginkrafa hljóðfæra- leikaranna er að meðallaun þeirra hækki um 36%, til að þau nái með- allaunum félagsmanna BHM. Með- allaun hljóðfæraleikara eru 335 þús- und krónur á mánuði og innifalið í því eru allar aukagreiðslur, eins og fyrir kvöld- og helgarvinnu, heima- vinnu og ferðalög. Verkfallsboðun var samþykkt með nærri 97% greiddra atkvæða, enginn sagði nei en þrír skiluðu auðu. Stutt- ur og árangurslaus sáttafundur var í deilunni í fyrradag og ríkissátta- semjari hefur boðað næst til fundar á miðvikudag. »14 Neyðaróp frá hljóðfæra- leikurum Sinfóníunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.