Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Stundum er sagt að við Íslendingar séum svo ljónheppnir að eiga yfir 300 þúsund sérfræðinga í menntamálum. Við eigum mislanga skólagöngu að baki, ýmist góða eða slæma reynslu úr skólastofunni og höfum kynnst ýmsum kennurum og kennsluaðferð- um. En öll viljum við góða skóla þar sem börnin okkar fá svigrúm til náms og þroska með því að fást við fjöl- breytt viðfangsefni við hæfi undir leiðsögn fagfólks. Mörgum þykja niðurstöður okkar í alþjóðlegum könnunum á borð við PISA óviðunandi og það var áfall fyr- ir þjóð, sem löngum hefur litið á sig sem mikla bóka- og lestrarþjóð, þeg- ar í ljós kom að um fjórðungur 15 ára pilta í Reykjavík getur ekki lesið sér til gagns. Það er ekki síður áfall að fjölmargar unglingsstúlkur í efstu bekkjum grunnskólans þjáist af van- líðan og kvíða. Ekki er ósennilegt að ástand mála sé svipað annars staðar á landinu. Þegar rætt er um góðan árangur í menntamálum berst talið gjarnan að Finnum og er kennaramenntun á meistarastigi gjarnan nefnd sem skýring. Í fyrra fetuðum við í fótspor Finna þegar kennaranám á öllum skólastigum var fært upp á meist- arastig og munu fyrstu kennararnir útskrifast samkvæmt nýju náms- skipulagi vorið 2013. Nú er meist- arapróf skilyrði fyrir leyfisbréfi á öll- um skólastigum. Engin allsherjarlausn Nokkur kostnaður fylgir þessari auknu menntun, fyrst og fremst í formi viðbótarlaunakostnaðar, en áætlað er að hann nemi tæpum millj- arði á næstu sjö árum. Að auki áætl- aði fjármálaráðuneytið, þegar frum- varp þessa efnis var lagt fram, að krafan um meistarapróf fyrir kenn- araréttindi kostaði ríkissjóð um 80 milljónir króna á ári. Aðsókn í námið hefur minnkað frá lengingunni, en um 80 færri nýnemar innrituðust í grunnskólakennaranám fyrsta árið eftir að námið var lengt. Þórður Hjaltested, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir of snemmt að segja til um hvort breyt- ingin muni hafa varanleg áhrif á ný- liðun í stéttinni. „Við höfðum lengi barist fyrir því að lengja kenn- aranámið,“ segir Þórður. „Þetta er eitt af því sem er bent á sem leið til þess að styrkja skólastarf faglega.“ En er þetta einhver allsherj- arlausn og hvernig getum við borið okkur saman við Finna, þar sem sam- félagið og viðhorf til skólastarfs er talsvert ólíkt okkar? „Auðvitað finnst engin alhliða lausn. Gerðar eru mikl- ar kröfur til skólans, líka núna á nið- urskurðartímum. T.d. er verið að tala um að nýta þurfi tækni betur í skóla- starfi, en eftir kreppu hefur víða ver- ið þrengt að í tækjakaupum. Við höf- um hvatt til þess að skjaldborg verði gerð um skólann, það gerðu Finnar í sinni kreppu með góðum árangri,“ segir Þórður og bætir við að mik- ilvægt sé að fólk treysti skólunum og virði sérfræðikunnáttu kennara. Efla má lestrarkennslu Um 25% 15 ára drengja í grunn- skólum Reykjavíkur eru illa læs. Þetta er samfélagslegt vandamál sem snertir okkur öll. Er þetta ekki vísbending um að endurskoða þurfi lestrarkennsluaðferðir? „Niðurstöðurnar benda til þess að enn frekar megi efla lestarkennslu, ekki síst í efri bekkjum grunnskól- ans,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, for- maður námsbrautar í grunnskóla- kennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún segir að á Menntavísindasviði sé rann- sóknastofa um mál og læsi og að þar séu unnar ýmsar rannsóknir á lestr- arnámi og læsi. Allir kennaranemar kynnist fjölbreyttum leiðum í lest- arnámi og að auki sé hægt að sér- hæfa sig í kennslu yngri barna og taka námskeið um læsi á mið- og unglingastigi. Með lengingu kenn- aranáms aukist síðan svigrúm kenn- aranema til að læra um læsi og lestr- arnám. Mætti ekki endurskoða skipulag skóladagsins og leggja áherslu á að börn nái að tileinka sér grunnfærni á borð við lestur áður en þau fara að fást við önnur viðfangsefni? Og varla hentar hugmyndafræði á borð við opna skóla og samkennslu öllum grunnskólanemendum. Guðbjörg segir að þó að lestur, rit- un og stærðfræði séu mikilvægir þættir í kennslu ungra barna megi ekki gleyma því að börn á þessum aldri eru fróðleiksfús. „Þau þurfa að fá að velta fyrir sér og kynnast undr- um veraldarinnar í náttúrunni og samfélaginu,“ segir Guðbjörg. Hún segir að hinn svokallaði opni skóli byggist á hugmyndafræði sem lengi hafi haft áhrif á íslenska grunn- skóla. Fjölbreytt vinnubrögð gefi nemendum tækifæri til að nálgast viðfangsefnin eftir ólíkum leiðum og þannig fái bæði stelpur og strákar að vinna út frá sínum sterku hliðum og jafnframt styrkja þær veikari. „Að- ferðirnar byggjast á því að börn læri að velja og taka ábyrgð á vali sínu. Það er mikilvægt fyrir alla að geta það.“ Skjaldborg verði gerð um skólann  Lengri kennaramenntun er kostnaðarsöm, en nauðsyn, að mati Kennarasambands Íslands  Strákum oftar gefinn afsláttur af námi og heimalærdómi  Efla þarf lestrarkennslu í efri bekkjum Morgunblaðið/Eggert Nám og kennsla Þörf er á lifandi umræðu og skoðanaskiptum um kennsluhætti og skólastarf. Skiptar skoðanir eru um innihald skólastarfs og aðferðir. Lengri kennaramenntun mun að sumra mati hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Algengar skýringar á stöðu drengja í skólum » Drengjum gengur illa í skóla því að þeir hafa hvorki feður á heimilum sínum né karlkenn- ara í skólum. » Skólinn er ekki við hæfi drengja. Þessi hugmynd er nokkuð lífseig, en varpar allri ábyrgð af drengjunum og að- standendum þeirra. » Samfélagið væntir þess af drengjum að þeir hagi sér á til- tekinn hátt, bara af því að þeir eru strákar. Rannsóknir sýna t.d. að þeir fara seinna að sofa og eru síður látnir læra heima en stúlkur. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 „Skólakerfið er ekki hannað fyrir krakka sem eru svona og það þarft að knýja fram breytingar,“ segir móðir les- blinds drengs í unglingadeild grunnskóla, en hann var nánast ólæs fram í 8. bekk. Þá fór móðirin með hann í lestrarskóla, þar sem notast var við aðra aðferðafræði en í grunnskólanum. Nú hefur leshraði hans aukist um- talsvert og að auki er hann farinn að geta lesið sér til gagns, nokkuð sem hann gat ekki áður. „Aðferðirnar skipta öllu máli fyrir þessi börn og það má ekki gerast að börn séu látin sitja í skólanum ólæs árum saman, án þess að reyna aðrar aðferðir. Þessir krakkar fóðra veggina og bíða eftir að skólagöngunni ljúki. Lagasetningin er allt of umburðarlynd, skólar virðast hafa takmarkalaust frelsi til að velja sína eigin aðferðafræði og það getur í sumum tilvikum unnið gegn hagsmunum barnanna. Það virðist gleymast að það eru mikil vísindi og rannsóknir á bak við lestr- arkennslu,“ segir móðirin. Nú fær drengurinn aðstoð í skólanum samkvæmt þeim aðferðum sem henta honum, en að sögn móð- urinnar var ekki auðsótt að fá skólann til að breyta að- ferðum sínum. Hún segir að námsárangur drengsins sé nú ólíkt betri en hann var áður. Viðhorf hans til náms séu nú allt önnur og að líf allrar fjölskyldunnar hafi í rauninni gjör- breyst eftir að drengurinn náði betri tökum á lestri. „Það er svo erfitt og hvílir svo þungt á manni þegar barnið manns getur ekki lært að lesa. Þegar við sáum árangur, þá var það svo miklu, miklu betra en að vinna tíu milljónir í happdrætti.“ Hún segir að drengurinn hafi ekki einungis átt í erf- iðleikum með lestur; allt nám hafi vafist fyrir honum því það byggist meira eða minna á því að geta lesið sér til gagns og það á líka við um stærðfræði. „Hvernig á að kenna þessum krökkum stærðfræði? Við viljum ekki skóla með aðgreiningu, en einhvern veginn verðum við að hlúa að þessum nemendum.“ Móðirin bendir á að skólakerfið skarist á vissan hátt við heilbrigðiskerfið; í skólanum séu börn með ýmsar þarfir rétt eins og sjúklingar á spítala. „Það er ekki hægt að segja við alla sjúklingana á sjúkrahúsinu að allir eigi að fara í sama uppskurðinn. Í skólanum eru börn með ýmsar sérþarfir og raskanir og það er ljóst að þau þurfa mismunandi kennsluaðferðir.“ „Bíða eftir að skólagöngunni ljúki“ VAR ÓLÆS FRAM Í ÁTTUNDA BEKK, EN FÓR ÞÁ Í LESTRARSKÓLA Auður Kristinsdóttir sérkennslufræðingur rekur Lestrarmiðstöðina í Mjódd, en þangað leita meðal annars nemendur sem hafa átt í erfiðleikum með lestur í grunnskólum. Auður segist fyrst og fremst nýta sér aðferðir við lestrarkennslu sem rannsóknir sýni að reynst hafa vel til þess að börn nái góðum tök- um á lestri. Hún segir að lestur sé sam- vinnuverkefni heimila og skóla. „Lestur er ekki með- fædd færni og kemur ekki af sjálfu sér. Sá sem ætlar að verða vel læs þarf að æfa sig. Börn eru misfljót að tileinka sér lestur. Það þarf alltaf að gefa börnum aðhald og tíma til að æfa lestur.“ Auður segir varhugavert að túlka nið- urstöður um slaka lestrarfærni drengja á þann hátt að þeir séu verr í stakk búnir en stúlkur til að læra að lesa. Taka þurfi inn í mynd- ina félagsleg og uppeldisleg viðhorf og oft ólík viðhorf okkar til kynjanna. „Það þarf að skapa það viðhorf að það þurfi tíma til að læra að lesa og að það sé mikilvægt. Strákum er ef til vill oftar gefinn afsláttur t.d. af því að læra heima, en ég segi oft við nemendur hjá mér að ef maður ætlar að vera góður í einhverju þarf að æfa það, alveg eins og gert er í íþróttum.“ Í Lestrarmiðstöðinni fá nemendur á ýmsum aldri kennslu í lestri og náms- aðstoð. Auður notar hina svokölluðu hljóða- aðferð sem notuð hefur verið til lestr- arkennslu í áratugi, en rannsóknir hafa staðfest að þessi aðferð er bæði fljótleg og virkar fyrir flesta nemendur. „Svo þarf að vinna með bæði leshraða og orð- og les- skilning og mikilvægt að tengja nem- endur við lesefni sem höfðar til þeirra,“ segir Auður. Lestur er ekki meðfædd færni EF MAÐUR ÆTLAR AÐ VERÐA GÓÐUR Í EINHVERJU ÞARF AÐ ÆFA ÞAÐ Chiaki „Joy“ Kimmidoll á Íslandi Ármúla 38 Sími 588 5011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.